Morgunblaðið - 24.02.1976, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1976
27
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Ný sending
Portúgalskur barnafatnaður.
Rauðhetta.
Iðnaðarmannahúsinu.
Verðlistinn
Munið sérverzlunina með
ódýran fatnað, Laugarnes-
vegi 82, sími 31 330.
Pils — Pils
Pils í stærðum 36—48.
Dragtin, Klapparstíg 37.
Kaupum blý langhæsta verði.
Staðgreiðsla.
Málmsteypa Ámunda Sig-
urðssonar,
Skipholti 23 sími 16812.
Til sölu
2 Union Special safety stich
saumavélar (teg. 52900 BH)
sauma overlock saum og
saum fyrir innan. Solido,
sími 31050 og 38280.
Brotamálmur
er fluttur að Ármúla 28, sími
37033. Kaupi allan brota-
málm langhæsta verði. Stað-
greiðsla.
Skattuppgjör
fyrir einkarekstur og smærri
fyrirtæki.
Svavar H. Jóhannsson,
bókhald og umsýsla,
Hverfisgötu 76, sími 10646.
Húseigendur
Tökum að okkur allar við-
gerðir og breytingar á fast-
eignum. Gerum bindandi til-
boð. 5 ára ábyrgð á ýmsum
greinum viðgerða. Vinsam-
legast gerið verkpantanir fyrir
sumarið. Sími 41070.
Námskeið
byrja aftur kennslu í flosi.
Dagtímar — Kvöldtímar.
Teiknað eftir ykkar vali. Uppl.
í sima 84336. Ellen Krist-
vins.
Atvinna óskast
Húsmæðrakennari óskar eftir
vinnu. Margt kemur til
greina. Uppl. í kvöld eftir kl.
8 í síma 84247.
Úr fannst við
Laugalæk
31. janúar. Eigandi hringi í
síma 35495.
F félagslíf
L—aa—á—A_*Aja—hj\_t_
□ Hamar 59762248 — 1
1.0.0 F Rb. 1
1 252248VÍ — Spk
□ EDDA 59762247 = 2
□ EDDA 59762247 — 2
Filadelfia
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Ræðumenn: Ás-
grímur Stefánsson og Jó-
hann Pálsson.
Skógarmenn
K.F.U.M.
Aðalfundur í kvöld kl. 20:30
í húsi K.F.U.M. og K. Amt-
mannsstíg 2B.
Stjórnin.
Grensássókn
Leshringurinn biblían svarar
verður þriðjudagskvöld i
safnaðarheimilinu kl. 8.30.
Séra Halldór S. Gröndal.
radauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar
Seltjarnarnes
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna boða til opins fundar kl.
20.30 í félagsheimilinu þriðjudaginn 24. þ.m. Kynnt verður
framkvæmdaáætlun 1976.
Bæjarfulltrúar svara fyrirspurnum.
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna.
F.U.S. Stefnir
Hafnfirðingar
F.U.S. Stefnir heldur almennan fund um
fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar 19 76
fimmtudaginn 26. febrúar kl. 20.30 í
Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu
Frummælandi: Árni Grétar Finnsson,
bæjarfulltrúi.
Mætið stundvíslega
Stjórnin.
Málfundafélagið Óðinn
Skrifstofa félagsins í sjálfstæðishúsinu Bolholti 7 er opin alla
virka daqa frá kl. 5 — 6.
y Stjornin.
Mýrasýsla
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Mýrasýslu verður haldinn að
Hótel Borgarnesi sunnudaginn 29. febrúar kl. 3 e.h.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Ávarp Friðjón Þórðarson alþingismaður.
3. Ásgeir Pétursson s/slumaður ræðir orkumál Vesturlands.
4. Önnur mál.
Sjálfstæðisfólk mætið vel og stundvíslega og takið með ykkur
nýja félaga.
Afmæliskveðja 100 ára:
Sigríður Jóhannsdóttir
Bmndson, Hvanunstanga
Það munu ekki ýkja margir Is-
lendingar ná 100 ára aldri og þó
fer þeim nú sjálfsagt fjölgandi,
eftir því sem lífsskilyrðin batna
og þægindin aukast.
Nú í janúar s.l. varð elzti ibúi
Hvammstanga, frænka min Sig-
riður Jóhannsdóttir Brandson,
100 ára, en hún er fædd á Bjargs-
hóli í Miðfirði 21. janúar 1876.
Foreldrar hennar voru hjónin
Maria Gunnarsdóttir og Jóhann
Jónsson. Nánar um ættir Sigríð-
ar: Gunnar faðir Maríu, móður
Sigriðar, var Bjarnason, bónda á
Neðri-Fitjum í Víðidal, Bjarnason-
ar, er síðast bjó á Svölustöðum i
sömu sveit. Móðir Mariu Gunnars-
dóttur var Ölöf Guðmundsdóttir,
Arnasonar, — Faðir Jóhanns var
Jón Guðbrandsson bóndi á Svert-
ingsstöðum i Miðfirði, en móðir
Jóhanns var Sigríður Bjarnadótt-
ir frá Bjargi í Miðfirði, Bjarna-
sonar prests á Mælifelli.
Sigríður ólst upp hjá foreldrum
sinum til 8 ára aldurs, en þá varð
Jóhann faðir hennar úti á Hrúta-
fjarðarhálsi, — var á heimleið úr
kaupstaðarferð til - Borðeyrar.
Slíkir sorgaratburðir voru ekki
óalgengir í þá daga. Ævi einyrkj-
ans, sem átti allt sitt undir veðr-
um og vindum, var enginn rósa-
dans, heldur óvægin barátta við
hamslaus dulmögn náttúrunnar,
sem harla oft skópu honum
„meinleg örlög“ og jafnvel aldur-
tila eins og þarna gerðist á Hrúta-
fjarðarhálsi. En Islendingum var
seiglan í blóð borin og harma sína
og mótmæli báru þeir innan
klæða. Svo var um ekkju Jóhanns,
Mariu Gunnarsdóttur, hún lét
hvergi bugast, en hélt búskapnum
æðrulaus áfram i Torfustaða-
húsum, með tveim ungum
dætrum sinum, þeimÖlöfu móður
minni og Sigríði, en þær voru
hálfsystur.
Árið 1892 fluttust þær að Stóru-
hlíð og bjó María þar með dætrum
sínum þar til þær uxu úr grasi og
fóru sjálfar að búa. Sigríður gift-
ist Halldóri Jónssyni ættuðum úr
Borgarfirði, og ráku þau fyrst n.k.
félagsbú með Mariu, en tóku síðar
árið 1899 að fullu við búsforráð-
um í Stóruhlíð. Herma kunnugir,
að allan sinn búskap hafi Maria
talizt vel bjargálna, enda frábær
dugnaðarkona, hagsýn og á alla
lund vel gerð.
Arið síðar, sjálft aldamötaárið
fluttist fjölskyldan að Hrisum i
sömu sveit, en þar andaðist Hall-
dór 4. janúar 1902, aðeins 29 ára
gamall. Höföu þau hjónin þá eign-
azt 6 börn, 4 dóu nýfædd, en 2
drengir komust á legg: Gunnar
Agúst, smiður, nú um langt skeið
búsettur á Akranesi, og Guðmann
Sigurður, sem lengi gegndi pakk-
hússtörfum hjá Kaupfélagi Vest-
ur-Húnvetninga á Hvammstanga.
I ekkjustandi Sigríðar dvaldist
á heimili hennar annar borgfirsk-
ur maður, Halldór Ólafsson. Með
honum eignaðist hún son sinn,
Eðvald.
Nokkru siðar giftist Sigríður
seinni manni sínum, Guðbrandi
Guðbrandssyni, ættuðum úr
Strandasýslu. Fluttust þau 1913
vestur um haf og settust að i
Alberta, en fyrri börn Sigríðar
drengirnir 3, sem að framan er
getið, ólust upp á Islandi.
Börn þeirra Guðbrands voru:
Marinó Halldór Sigurjón, Jóhann
Guðbrandur, Sólveig Jenný Sig-
úrrós og Lárus Guðni, öll búsett i
Albertafylki.
Ekki sóttu þau hjónin neina
auðlegð til Vesturheims, en
bjuggu þar við lítil efni meðan
börnin ólust upp. Þegar þau voru
komin til manns og farin að sjá
um sig sjálf, brugðu þau Sigriður
og Guðbrandur búi. Hún fluttist
alfarin til Islands, á vit sona sinna
hér og annars frændliðs, en Guð-
brandur varð eftir í Ameriku og
dvaldist lengst af hjá dóttur
þeirra. Hann er nú dáinn fyrir
mörgum árum.
Sigriður mun hafa komið heim
1937. Eftir heimkomuna vann
hún mikið við prjónaskap, enda
mjög hög til handanna og þvi eft-
irsótt prjónakona. Dvaldist hún
þess á milli hjá sonum sfnum og
frændfólki, en siðari árin, eftir að
vinnuþrekið þvarr til muna, var
hún lengst af í Stöpum, hjá syni
sinum, Eðvald Halldórssyni
bónda þar og konu hans Sesselju
Guðmundsdóttur, þar sem vel var
að henni hlúð.
Þann 16. maí 1970 fékk hún
snert af heilablæðingu og var þá
flutt á sjúkrahúsið á Hvamms-
tanga. Náði hún sér nokkurn
veginn eftir það, en sakir aldurs
og ellihrumleika vistaðist hún þá
á elliheimilinu, sem er í sjúkra-
húsbyggingunni, og hefir dvalist
þar siðan við góða hjúkrun og
aðra umönnun.
Já, það lifa fremur fáir hér á
landi i 100 ár — heila.öld, en hún
Sigríður Brandson er ein í þeirra
hópi. Mun hennar létta og glaða
lund og meðfædd líkamshreysti
eiga drýgstan þátt í þessu mikla
úthaldi. Hún hefir alla tið verið
vinnugefin og nægjusöm. Fröð-
leiksfús var hún og félagslynd.
Þegar hún bjó í Alberla, var hún
nábúi Stephans G. Nú i vetur kom
út bók með bréfum til skáldsins
frá vinum þess og aðdáendum.
Eitt þessara bréfa er frá Sigriði,
skrifað með hennar eigin hendi
og ber þess ijósan vott, að hún
hefir kunnað að halda á penna,
þrátt fyrir ailt baslið og átt furðu
létt með að móta hugsanir sínar
og koma þeim til skila, jafnt við
háa sem lága.
A þessum timamótum sendum
við hjónin hinu aldargamla af-
SAMBAND sveitarfélaga á Aust-
urlandi hefur beðið Morgunblað-
ið að birta eftirfarandi bréf, sem
það hefur nýlega sent iðnaðarráð-
herra:
Egitsstöðum 11. febrúar 1976.
Hr. iðnaðarráðherra Gunnar
Thoroddsen
Arnarhvoli Revkjavík.
Á fundi sínum9. þessa mánaðar
samþykkti stjórn Sambands sveit-
arfélaga i Austurlandskjördæmi
einróma svohljóðandi ályktun.
Stjórn SSA mótmælir eindregið
niðurfellingu fjárveitingavalds-
ins á nauðsynlegu fjárframlagi til
áframhaldandi virkjunarrann-
sókna og undirbúnings fram-
kvæmda á Fljótsdalsheiði og telur
mælisbarní okkar beztu kveðjur
og heillaóskir.
Megi nú glaðværð og hlýhugur,
sem allir hafa notið f návist Sig-
riðar frænku minnar, nú einnig
ná að lýsa og verma ævikvöld
hennar og gera það rösamt og
fagurt.
þá óskiljanlegu ráðstöfun beina
árás á eðlilega framþróun orku-
mála og þar með atvinnulífs á
Austurlandi. Stjórn SSA minnir
á, að forsjá ríkisins i raforkumál-
um Austurlands hefur alla tíð
verið handahófskennd og í and-
stöðu við vilja og óskir Austfirð-
inga. Það er því í fullu samræmi
við þessa forsögu þegar stjórn-
völd stöðva nú lokarannsóknir og
nauðsynlega skýrslugerð á virkj-
unarvalkostum á Fljótsdalsheiði,
sem rannsóknir til þessa benda til
að séu með þeim heppilegustu og
ódýrustu á landinu. Þá leyfir
stjórn SSA sér að benda á það
hróplega ósamræmi og mismun-
Framhald á bls. 25
Félag
^ járniðnaðarmanna
\r Aðalfundur
Félags járniðnaðarmanna verður haldinn
laugardaginn 28. febrúar 1976 kl. 13.30 í
Domus Medica v/Egilsgötu.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Ath. Reikningar félagsins liggja frammi á skrif-
stofunni Skólavörðustig 16 föstudaginn 27.
feb. kl. 16.00—18.00 og laugardaginn 28.
feb kl. 9.00 til 1 2.00
Mætið vel og stundvíslega
5 tjórn
Félags járniðnaðarmanna.
llallgrímur Th. Björnsson
Mótmæla niðurfellingu á
framlagi til virkjunarrann-
sókna á Fljótsdalshéraði