Morgunblaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1976
29
félk í
fréttum
Catherine
Deneuve, 32 ára:
fyrrv. eiginkona
Vadims; græddist
fé á að fylgja í fót-
spor Bébé, þökk sé
Bunuel og
Polansky.
Jane Fonda, 39 ára;
Hollywood-klunni
þangað til Vadim
fór höndum um
hana (og tók hana
sér fyrir konu).
Ann-Margaret
(Olson), 35 ára; var
BB viti til varnaðar
viðvfkjandi Holly-
wood með „djörf-
um“ söngleikjum
sínum; stóð sig
betur í Tommv.
Julie Christie, 35
ára; öðlaðist frægð
fyrir „Darling",
„Dr. Zhivago", og
„Shampoo". Bresk
BB-afstevpa.
Elke Sommer, 36
ára; þýsk Bébé; fór
til Hollvwood.
Marisa Mell, 35
ára; lék í mvnd
Ken Russels
„French Dressing"
1964.
+ Fyrir daga Brigitte Bardot á
hvlta tjaldinu voru „djörfu"
kvikmvndirnar tilgerðarlegar.
Eða öllu heldur falskar, óekta.
Bébé var fersk eins og fjalla-
loft. Gáskafull. Sönn. En hún
var einnig höfuðsynd að dómi
klerka jafnt sem gagnrýnenda
(og oft var erfitt að gera
greinarmun á ofsafengnum
árásum þeirra). Og það sem var
enn verra: hún vogaði sér að
láta uppi að hún hefði nautn af
kynmökum. Konur- og jafnvel
stúlkur — gætu, og ættu raunar
að njóta þeirra í ríkum mæli og
velja sér mótpart engu sfður en
karlar!
Brigitte Bardot fullkomnaði
nýja gyðjumynd. Barnslegu
konuna. Tvfræðu karl-konuna.
Drengslegu veruna! Sem fvrsti
eiginmaður hennar og andleg-
ur leiðtogi, kvikmyndaleik-
stjórinn Roger Vadim, kallaði
„draum allra æruverðra eigin-
manna — sem aldrei rætist“.
Brigitte Bardot er kvenlegum
þokka nú orðið það sama og
Bftlarnir eru rokkinu. Mjög
auðvelt er að apa eftir þvf, en
ógjörningur að endurtaka það
með nokkrum varanlegum eða
sönnum árangri.
Vadim hóf sjálfur BB-
hermiiðnaðinn og notaði til
þess danska fyrirsætu, Annette
Stroyberg, franska leikkonu,
Catherine Deneuve, og banda-
rfska leikkonu, Jane Fonda.
Bretland, Bandaríkin, Þýska-
land, Skandinavfa og að sjálf-
sögðu Frakkland fylgdu for-
dæmi Vadims. Listinn er
orðinn ærið langur.
Flestar höfðu hermi-
dúfurnar til að bera yfirborðs-
lega eiginleika frummyndar-
innar — a.m.k. að vissu marki:
Ifkamsvöxt, limaburð, látbragð,
sftt ljóst hár vitanlega og ögn af
kynferðislegu frjálslyndi. Þær
gátu Ifkst Bébé í útliti; en þær
Er önnur BB?
höfðu ekki minnstu hugmynd
um hvernig ætti að lifa eins og
hún.
Og áfram er haldið. Banda-
rfski klámmvndaiðnaðurinn
skartar a.m.k. tveimur BB-
afsteypum: Marilyn Chambers
og annarri dúfu af Vestur-
ströndinni, Barböru Bourbon,
sem kölluð hefur verið ,Jiin
bláa BB“. Þær hafa eitt „fram
yfir“ Brigitte. Aldurinn. Þær
geta Ifka ratað á hvenær tfma-
bært er að brjótast út úr mót-
inu, fullorðnast og verða eitt-
hvað — jafnvel þær sjálfar.
Brigitte Bardot gat aldrei
brotist út úr mótinu. Bardot er
nefnilega og verður alltaf
Bardot. Öviðjafnanleg. Mona
Lisa með fótleggi.
(tJr bók Tony Crawleys „Bébé:
Kvikmyndir Brigitte Bardot".
Observer Magazine).
Britt Ekland, 34
ára; úr sænskum
sölumyndum f
ftalskar kvikmynd-
ir; önnur eiginkona
PetersSellers.
Cheri Caffaro, 34
ára; vann BB-
tvffarakcppni Life
Magazine og fékk
hlutverk f mynda-
flokki um njósnar-
ann Ginger.
Margaret Markov,
25 ára; bandarfsk-
júgóslavnesk
Vadim-stjarna
fyrir frumraun
sfna f mvndinni
„Fallegar stúlkur
allar f röð".
Virna Lisi, 39 ára;
fékk BB-meðferð
1965 f hlutverki
sem BB hafnaði í
„How to Murder
your Wife“.
Cvbill Shepherd,
24 ára; hálaunuð
fyrirsæta (Breck,
Coca Cola);
uppgötvuð af
Vadim f fyrstu, þá
af P. Bogdanovich.
Carol White, 33
ára; barnastjarna
frá Ilammersmith;
lék f sjónvarps-
þáttunum „Kata.
komdu heim“.
„
Barbara Bourbon,
25 ára; kölluð „hin
bláa BB"; lék aðal-
hlutverk f „The
Private Afternoons
of Pamela Mann“.
Sharon Tate; lék í
„The Story of O"
þegar Mansonfjöl-
skyldan myrti hana
f Hollywoöd, þá 26
ára.
Anna Gael, 32 ára,
frönsk stjarna,
fædd f Búdapest
(„Therese og
Isabelle“, ,,Nana“),
nú Ladv
Weymouth.
Ursula Andress, 40
ára; talin fegursta
kona heims, BB
samsinnir þvf;
nánir vinir frá um
1950.
Verushka, 33 ára;
greifinna af
Lehndorff,
„fegursta stúlka
veraldar" (Ijósm.
R. Avedon); lék f
„Blow up“.
Joev Heatherton,
31 árs, ágætis söng-
kona og leikkona
frá New York, með
BB-hár frá náttúr-
unnar hendi; evði-
lögð f tveimur
mvndum.
Tónlist
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
Flautuleikur
Efnisskrá:
Johann Sebastian Bach
Sónata nr. 4 f C—dúr fyrir
flautu og bassa continuo og
sónötur nr. 2 í Es—dúr, 3 f
A—dúr og 1 f h—moll, flautu
og sembal.
Flytjendur:
Manuela Wiesler, flauta
Helga Ingólfsddóttir, sembal
Pétur Þorvaldsson, cello
Flauta er eitt elsta og algeng-
asta hljóðfæri sem sögur fara
af. Það var til hjá Súmerum,
indiánum Ameríku og á öllum
menningarstigum asíuþjóða.
Flauta er eitt þeirra hljóðfæra,
sem nefnd eru náttúruhljóð-
færi og talin til orðin vegna
bjásturs manna við holviðar-
greinar. Þverflautu er fyrst get-
ið, að því að talið er, á 12. öld og
er hún notuð nær eingöngu sem
herhljóðfæri fram til daga
Bachs. Blokkflautan var al-
mennt notuð til flutnings á
vandaðri tónlist og þar sem
Bach ritar í raddskrá aðeins
flauto, á hann við blokkflautu.
'Um 1750 er þverflautan (flauto
traverso) orðin þýðingarmikið
einleikshljóðfæri, en vegna
gripsviðs handanna var borun
tóngatanna ekki hljóðfræðilega
rétt. Flautuleikarinn Theobald
Boehm leysti þetta vandamál
með klappa kerfi (Boehm syst-
em 1830). Sú flauta sem Bach
semur fyrir er því ekki lengur i
notkun og má heita merkilegt
hvað flautuleikarar samtímis
honum réðu yfir mikilli tækni,
því enn i dag eru fiautusónöt-
urnar taldar mjög erfiðar i
flutningi.
P’ysta sónatan á efnisskránni
er samin fyrir flautu og „basso
continuo". 1 slíkum verkum
samdi tónskáldið aðeins ein-
leiksröddina og skrifaði með
henni tölusettan bassa, sem til
bragðbætis var leikinn á cello,
en einnig leikinn á sembal að
viðbættum hljómum, sem sem-
balistinn varð að leika af fingr-
um fram eftir bassanum. Hvort
sem það er vegna hljóðfærisins,
eða spilltri heyrn nútíma-
mannsins um að kenna, var
óþægilegt ósamræmi í styrk-
leika hljóðfæranna. Sembalinn
með sinn „sjarmerandi" og
kvika tón, hefði að skaðlausu
mátt vera hljómsterkari og
enda samlagast betur hinum
hljóðfærunum. Að öðru ieyti
voru tónleikarnir einhverjir
þeir ánægjulegustu sem undir-
ritaður hefur verið viðstaddur i
langan tíma. Manuela Wiesler,
sem nú fyrir skömmu vann til
verðlauna ásamt Snorra Sigfúsi
Birgissyni í norrænni sam-
keppni hljóðfæraleikara, er
Austurrísk. Hún hefur lokið
einleiksprófi frá tónlistaaraka-
demiunni i Vinarborg og einnig
numið flautuleik um eins árs
skeið í Parisarborg. Hún er
búsett á Islandi, gift Sigurði
Ingva Snorrasyni klarinettleik-
ara i Sinfóniuhljómsveit Is-
lands. Tónlistarmaður á borð
við Manuelu Wiesler er fyrir
okkur Islendinga hreinn hval-
reki og vanandi berum við
gæfu til að skapa henni betri
skilyrði en mörgum þeim
frábæru tónlistarmönnum sem
hingað hafa komið, en hrökkl-
ast hafa burt af ýmsum ástaeð-
um. Það mætti stinga því að
stjórn sinfóniuhljómsveitarinn-
ar hvort ekki sé ástæða til að
bjóða henni að leika með hljóm-
sveitinni á áskriftartónleikum
næsta árs.
Manuela Wiesler er frábær
flautuleikari og var leikur
hennar gæddur kraiti og til-
þrifum mýkt og ótrúlegri lipurð
í tóntaki og hryn. Helga
Ingólfsdóttir og Pétur
Þorvaldsson stóðu sig með
mestu prýði. Helga er góður
tónlistarmaður og þó þess hafi
ekki verið getið í efnisskrá,
grunar undirritaðan að hlutur
Framhald á bls. 35