Morgunblaðið - 19.03.1976, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1976
5
Drengjafermingaföt — Skyrtur — Leðurjakkar — Stakar buxur
— Peysur — Slaufur o.fl.
Stúlkna fermingardragtir — Kjólar — Kápur — Blússur
— Peysur — Leðurjakkar o.fl.
NYKOMIÐ
Herraföt m/vesti — Skyrtur — Herrapeysur —
Gallabuxur — Blússur — Stakir flauelsjakkar—Stakar terylene &l
ullarbuxur — Margir litir — Herrakúrekastígvél o.m.fl.
Mikid úrval af
alls konar fatnadi
fvrir fermingarnar
TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS
KARNABÆR
AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66
LAUGAVEG 20a
Sífelld blíða
á Húsavík
Húsavík, 18. marz.
TlÐARFAR hefur verid sérstak-
lega gott allan þennan mánuð og
svo má segja að verið hafi að
mestu frá nýári. Aflabrögð hafa
aftur á mðti verið frámunalega
léleg og tveir bátar, sem reru
héðan gáfust upp og róa nú frá
Rifi á Snæfellsnesi.
Rauðmagaafli hefur verið góð-
ur síðustu dagana, en markaður
er takmarkaður. Má ætla að það
loft góðu um grásleppuveiði því
ekki er ólíklegt að svipuð gegnd
sé af báðum kynjum. Verð á grá-
sleppuhrognum er gott.
I dag og í gær lönduðu hérna
tvö togskip. Bjarni Asmundur
kom með 40 tonn og Hegranes
með rúm 100 tonn.
•- Fréttaritari.
Fyrirtæki Breið-
dælinga sameinuð:
14 millj. kr.
söfnuðust í
hlutafjársöfnun
NÝLOKIÐ er hlutafjársöfnun á
Breiðdalsvík í þvf skyni að sam-
eina öll helztu atvinnufyrirtæki
staðarins. Eitt helzta verkefni
hins nvja fyrirtækis, verður að
kaupa helming eignar í skut-
togaranum Hvalbak, en það skip
er sameign Breiðdælinga og
Stöðvfirðinga.
Sigurður Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri á Breiðdalsvik,
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að alls hefðu safnast 14 milljónir
króna í hlutafjársöfnuninni og
hefði hún gengið einstaklega vel.
Mætti segja, að allir íbúar Breið-
dalsvíkurþorps og sömuleiðis
sveitarinnar þar innaf, hefðu lagt
eitthvað af mörkum.
Hann sagði ástæðuna fyrir því,
að Breiðdælingar ætluðu sér að
kaupa hlut Stöðvfirðinga i Hval-
baki vera, að fyrir stuttu hefðu
verið seldir tveir 200 tonna bátar
frá Breiðdalsvík, Sigurður Jóns-
son og Arni Magnússon. Þá ættu
Stöðfirðingar von á skuttogara
frá Noregi um n.k. áramót. Hval-
bakur væri nú eina skipið sem
legði upp afla á Breiðdalsvik og
væri nauðsynlegt að allur afli
skipsins yrði lagður þar á land í
framtíðinni, ef atvinnuástand
ætti að vera tryggt.
Þá sagði hann, að nýtt frystihús
væri í byggingu á staðnum, en því
hefur lítið miðað áfram síðustu
mánuðina vegna fjármagnsvand-
ræða.
Ráðstefna um kjördæma-
málið og starfshætti Alþingis
HELGINA 27. — 28. mars n.k.
gangast Heimdallur S.U.S. og
Vörður F.U.S. fvrir ráðstefnu í
Sjálfstæðishúsinu á Akureyri,
um kjördæmamálið og starfs-
hætti Alþingis. Þátttakendur úr
Revkjavík leggja af stað frá
Revkjavik föstudaginn 26. mars
síðdegis, og koma til baka sunnu-
daginn 28. mars. Gist verður á
Hótel Varðborg.
Ráðstefnan hefst laugardaginn
27. mars kl. 10 og henni lýkur
sunnudaginn 28. mars kl. 17.
Eftirfarandi umræðuefni verða
tekin fyrir.
Breytingar á íslenskri kjör-
dæmaskipan og meginþættir í
kjördæmaskipan nágrannaþjóða
okkar. (Halldór Blöndal kennari)
Blandað kerfi hlutfallskosninga
og einmenningskjördæma. (Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson frkv.
stj.)
Einmenningskjördæmi. (Jón
Magnússon lögfræðingur)
Kosningakerfið í Irska lýðveld-
inu. (Jón Steinar Gunnlaugsson
lögfræðingur).
Umræður, fyrirspurnir.
Starfshættir Alþingis og nauð-
synlegar breytingar á þeim.
(Þorsteinn Pálsson ritstjóri)
Frekari upplýsingar eru veittar
á skrifstofu Heimdallar, Bolholti
7. Væntanlegir þátttakendur
skulu og láta skrá sig þar fyrir
miðvikudagskvöld 24. mars.
Sýnir 20
verk á Mokka
GUNNAR H. Sigurjónsson hefur
um þessar mundir sýningu á
nokkrum verkum sfnum á Mokka
við Skólavörðustig. Mvndirnar
eru málaðar á sl. 2 árum og eru
frá Hafnarfirði, Reykjavík og ná-
grannabvggðum.
Gunnar sýnir 20 málverk á
Mokka og eru allar til sölu nema
tvær, sem eru í einkaeign. Sýn-
ingin stendur til 3. apríl.
Gunnar H. Sigurjónsson hefur
haldið þrjár einkasýningar og
einnig tekið þátt í samsýningum.
SIMI FRA SKIPTIBORÐI 28155
Xlca.YSINOASIMlNN
22480
Jtlorflimhlnliiti