Morgunblaðið - 19.03.1976, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1976
19
Um 10.000
manns í
Norræna
félaginu
Jónas Evsteinsson framkvæmdastjóri Norræna félagsins og Hjálm-
ar Olafsson formaður á blaðamannafundi sem félagið boðaði til.
MIKIL gróska hefur verið f
starfsemi Norræna félagsins á
undanförnum árum. Hefur
deildum félagsins f jölgað' á
þremur árum um helming eða
úr 14 I 29 deildir. Á sama tíma
hefur félagsmönnum fjölgað
um nálægt 3.500 manns. I Nor-
ræna félaginu eru nú um
10.000 félagar og er það þannig
orðið með stærstu félagasam-
tökum landsins. Markmið fé-
lagsins er að efla samstarf nor-
rænna þjóða á öllum sviðum
bæði inn á við og út á við.
Félagið er nú orðið 53 ára en
það var stofnað haustið 1922.
Norræna félagið hefur notið
mikils stuðnings af starfsemi
Norræna hússins og einnig hef-
ur samstarfið við menntamála-
ráðuneytið verið ágætt. Þá hef-
ur Flugfélag Islands og síðar
Flugleiðir verið félaginu mikill
haukur i horni.
Vinabæjarsambönd við nor-
ræna bæi hefur verið félags-
deildum úti á landi mikil hvatn-
ing en að slíkum tengslum
vinnur Norræna félagið sam-
kvæmt óskum deildanna Þá
hefur félagið haldið uppi ódýr-
um hópferðum til Norðurlanda
um árabil.
A þessu ári er ætlunin að
fjölga ferðum félagsins til
Norðurlandanna um helming
eða úr 21 i 32. Þá verða teknar
upp í tengslum við Kaup-
mannahafnarferðirnar kynnis-
ferðir um Islendingaslóðir í
Höfn. Verða fararstjórar þaul-
kunnir staðháttum en athyglis-
verðir staðir sem tengjast sögu
Islendinga eru viðar en menn
grunar i Höfn. Greiðsla fyrir
þessa ferð er 300 kr. og er
greidd hér heima um leið og
farseðillinn. Börn yngri en 12
ára þurfa þó ekki að greiða
fyrir ferðina.
Þá eru áætlaðar á vegum fé-
lagsins fjórar ferðir til Fær-
eyja. Er gert ráð fyrir 20 manna
hópum í vikudvöl. Takist þess-
ar ferðir vel er ætlunin að
fjölga þeim á næsta surnri.
Einnig er í athugun að efna
til Grænlandsferða síðar ef vel
tekst til með Færeyjarferðirn-
ar.
Nýting á ferðum Norræna fé-
lagsins á liðnu ári var 100%.
A norrænum lýðháskólum
voru á vegum félagsins um 70
nemendur skólaárið 1975—76.
Fengu þeir flestir styrk fyrir
milligöngu félagsins en styrk-
urinn kom frá rikissjóði þeirra
landa sem nemendurnir dvöldu
í. Umsóknareyðublöð og upp-
lýsingar fást á skrifstofu félags-
ins.
Aukin starfsemi og umsvif fé-
lagsins krefjast aukins fjár-
magns. Norræna félagið er
mjög þakklátt þeim styrktarfé-
lögum sem látið hafa fé af
hendi rakna til félagsins. Er
ætlunin að leita enn til þeirra
og fleiri félaga um aðstoð við
reksturinn.
Þá telur félagið að berlega
hafi komið í ljós hve norræn
samvinna er okkur mikill styrk-
ur ekki aðeins á sviði menning-
armála heldur og á öðrum svið-
umþjóðlífsins.
A liðnu hausti urðu for-
mannaskipti f félaginu er
Gunnar Thoroddsen ráðherra
gaf ekki kost á sér til endur-
kjörs en í hans stað var kosinn
Hjálmar Ölafsson konrektor.
Framhald af bls. 10
Bandarlsk biómvnd frá árin
1957.
Aðalhlutverk Anthony
Quinn. William Conrad og
Lita Milan.
Kallen hefur orðið manni að
bana og flýr tjl Mexíkó.
Vörður laganna finnur hann
þar og leggur af stað með
hann til Bandaríkjanna.
Þýðandi Jón Thor Haralds-
son.
23.15 Dagskrárlok
L4UG4RD4GUR
27. mars
17.00 Iþróttir
Umsjónarmaður Omar
Ragnarsson.
18.30 Viðureign við smvglara
Áströlsk kvikmynd.
Þrjú börn á skemmti-
siglingu finna böggul sem
skipverki á flutningaskipi
hefur varpað i sjóinn. Þeir,
sem böggullinn er ætlaður,
sjá er krakkarnir hirða
hann.
Þýðandi Kllert Sigurbjörns-
son.
19.00 Enska knattspvrnan
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsi.ngar og dagskrá
20.35 Kjördæmin keppa
Nýr spumingaþáttur, sem
verður á dagskrá sjö láugar-
dagskvöld í röð.
I fvrsta þætti keppa Revkja-
nes og Suðurland. t liði
Revkjaness eru Pétur Gaut-
ur Krist jánsson. Keflavik,
Sigurveig Guðmundsdóttir,
Hafnarfirði, og Sigurður
Ragnarsson, Kópavogi, en
lið Sunnlendinga skipa Jón
Einarsson, Skógaskóla,
Einar Eiríksson, Vest-
mannaevjum, og Jóhannes
Sigmundsson, Svðra-
Langholti, Hrunamanna-
hreppi.
1 hléi leikur hljómsveitin
Glitbrá frá Rangárvalla-
sýslu lög eftir Gvlfa Ægis-
son.
Stjórnandi þáttarins er Jón
Ásgeirsson, en dómari Ingi-
björg Guðmundsdóttir.
Spurningarnar samdi Helgi
Skúli Kjartansson.
Stjórn upptöku Tage
Ammendrup.
21.05 Læknir til sjós
Breskur gamanmynda-
flokkur.
Sjóveiki er ekki sjúkdómur
þýðandi Stefán Jökulsson.
22.00 Vatniðer þeirra land
Fræðslumynd um fólk I
Hong Kong. Makaó og
Tailandi. sem býr í bátum í
höfnum og síkjum.
Þýðandi og þulur Ingi Karl
Jóhannesson.
22.25 Ast
(Luv)
Bandarísk gamanmynd frá
árinu 1967.
Aðalhlutverk Jack Lemmon.
Peter Falk og Klaine May.
Harry Berlin er að þvl
kominn að drekkja sér. er
gamlan skólafélaga ber að
og fær hann ofan af fvrir-
ætlun sinni. Hann býður
Harry heim til sín og kynnir
hann fyrir konu sinni.
Þýðandi Dóra Hafsteinv
dótir.
23.55 Dagskráarlok
— Ræða Birgis
Framhald af bls. 17
króna, sem óhætt þykir að taka af
óeyddum fjárveitingum á þessum
stofnkostnaðarlið, þótt ekki hafi verið
tekin endanleg ákvörðun um það,
hvernig honura verður skipt, að öðru
leyti en því, að 20 millj. króna verða
teknar þaðan og lagðar til kaupa og
greiðslu stofnkostnaðar eftirmeð-
ferðarheimilis fyrir áfengissjúklinga.
Ég gerði við fyrri umræðu allítarlega
grein fyrir áformum um framkvæmdir
í þágu aldraðra og sé ekki ástæður til
þess að endurtaka það hér, enda hefur
fyrirhuguðum framlögum f þessu skyni
ekki verið breytt frá því, sem ráðgert
var samkv. frumvarpi.
Fyrirtæki borgarinnar
Um aðra liði get ég verið stuttorður.
Framlag til áhaldakaupa hækkar um
19.5 millj. kr., þar sem ríkissjóður
tekur nú ekki lengur þátt f kaupum
áhalda til barna- og gagnfræðaskóla, en
aðrir áhaldakaupaliðir breytast ekki.
Framlag til Bæjarútgerðar Reykja-
víkur hækkar um 30 millj. króna frá
þvf, sem gert var ráð fyrir í frumvarpi,
en sýnt þykir, að afkoma fyrirtækisins
verði afar örðug á þessu ári. Kemur þar
margt til, svo sem almennir erfiðleikar
við útgerð stórra togara og óhæg að-
staða við fiskvinnslu, en þar sem horf-
urnar eru um margt óljósar um þessar
mundir þykir ekki rétt að gera ná-
kvæma grein fyrir hugsanlegri ráðstöf-
un þess fjárframlags, sem hér er um að
ræða, þótt búast megi við því, að mikill
hluti þess verði notaður til þess að brúa
beinan rekstrar- eða greiðsluhalla. Ut-
gerðarráð fjallar nú þessa dagana um
nauðsynlegar fjárfestingar. Hefur út-
gerðarráði verið heimilað að hefja við-
ræður um kaup á litlum skuttogara, en
rétt er að taka það fram, að ekkert
hefur verið ákveðið f þeim efnum. Þá
eru nú miklar umræður um fiskmót-
töku í landi og nauðsynlegar aðgerðir
til endurbóta. Borgarsjóður hefur ekki
fjármagn til meira framlags í þágu
fyrirtækisins en gert er ráð fyrir f
þessu frumvarpi, þannig að leita
verður fjárfestingarlána vegna þessara
framkvæmda.
Ég mun nú víkja nokkruin orðum að
fjárhagsáætlun þriggja fyrirtækja
borgarinnar, sem brtt. eru gerðar vió í
fundargerð borgarráðs frá 12. þ.m.
Áætlanir annarra borgarstofnana og
fyrirtækja, sem hafa sjálfstæðan fjár-
hag, hafa að sjálfsögðu raskazt vegna
þeirra launasamninga, sem nýlega hafa
verið gerðir og væntanlega verða
gerðir á næstunni. Nákvæmara hefði
því verið að gera brtt. við fjárhags-
áætlanir þeirra, en f samræmi við fyrri
venjur var það þó ekki gert. Hins vegar
þótti nauðsynlegt að gera formlega
breytingu á fjárhagsáætlunum þriggja
borgarfyrirtækja, sem hafa sjálfstæðar
gjaldskrár háðar samþykki verðlags-
yfirvalda, og mun ég nú víkja að þeim
og þá fyrst að Hitaveitu Reykjavfkur.
Brtt. átekjum Hitaveitunnar felur í
sér lækkun um kr. 93.0 millj., en frum-
varpstalan var við það miðuð, að sam-
þykki rfkisstjórnarinnar hefði fengizt
fyrir um 32% hækkun hitaveitugjalda
frá 1. janúar s.l. Nú liggur hins vegar
fyrir vilyrði um 27% hækkun hita-
veitutaxta næstu daga, og er nýja
tekjuáætlunin við það miðuð. Þessi
hækkun mun gera Hitaveitunni kleift
að halda áfram þeim framkvæmdum,
sem þegar eru hafnar eða verksamn-
ingar hafa verið gerðir um. Þegar tekið
hefur verið tillit til nýgerðra launa-
samninga, sem hækka útgjöld Hitaveit-
unnar um 31 millj. kr., svo og aukinnar
greiðslubyrði vaxta og afborgana er-
lendra lána vegna gengissigs, verður
unnt að framkvæma á vegum Hitaveit-
unnar fyrir kr. 570 millj. á árinu og
óbreyttu verðlagi. Þessu fjármagni
verður ráðstafað þannig, að til virkjana
að Reykjum og f aðveituæðar þaðan
mun verða varið kr. 390 millj., til
dreifikerfa i ný hverfi í Reykjavfk og
endurbóta á eldri hverfum verður
varið um kr. 46.0 millj., til fram-
kvæmda f nágrannasveitarfélögunum,
þ.e. í Kópavogi, Garðabæ og Hafnar-
firði, mun verða varið 84 millj. kr. Þá
mun verða varið 50 millj. kr. til fram-
kvæmda við bækistöð Hitaveitunnar
við Grensásveg, en til afborgana af
lánum fara kr. 110 millj.
Til að halda óbreyttri framkvæmda-
áætlun frá því sem fyrirhugað hafði
verið og ljúka lögn dreifikerfa f Garða-'
bæ og Hafnarfjörð á næsta ári myndi
Hitaveita Reykjavíkur nú þurfa að
taka að láni um kr. 160 millj., en auk
þess hefur nokkrum framkvæmdum í
Reykjavík verið frestað, sem þó kemur
ekki að sök, m.a. vegna breytinga á
framkvæmdaáætlun gatnagerðar.
MikiII vafi er á, að rétt sé fyrir Hita-
veitu Reykjavíkur að taka frekari er-
lend lán til framkvæmda og innlend
lán liggja sennilega ekki á lausu núna.
Þvf er nauðsynlegt að draga úr hraða
framkvæmdanna í nágrannabæjunum,
en í þessu sambandi vil ég minna á, að
þrátt fyrir það verður vonandi unnt að
standa við þau tímamörk, sem sett voru
í samninga, þegar um framkvæmdirnar
var samið, en þá var gert ráð fyrir, að
lögn dreifikerfa lyki á árunum
1976—1977 með þeim fyrirvara, að
gjaldskrá Hitaveitunnar yrði ákveðin
þannig, að árlegur rekstrarhagnaður
yrði a.m.k. 7% af endurmetnum eign-
um veitunnar. Borgaryfirvöld hafa
þannig staðið við gerða samninga, og
ástæðan til þess, að framkvæmdum
verður ekki lokið fyrr en um hafði
verið samið, er einvörðungu sú, að
verðlagsyfirvöld hafa ekki viljað taka
eðlilegar og nauðsynlegar hækkunar-
beiðnir til greina, þrátt fyrir að gjald-
skrá Hitaveitunnar sé nú aðeins um
fjórðungur þess, sem íalið er að kosti
að kynda með oliu.
Framlag til Strætisvagna Reykjavfk-
ur helzt óbreytt en þess ber að geta, að
í endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir-
tækisins er gert ráð fyrir 35% hækkun
gjaldskrár. Er það í samræmi við þá
stefnu, er ég lýsti f ræðu minni við
fyrri umræðu, en samkvæmt henni er
gert ráð fyrir gjaldskrárhækkunum f
áföngum fram til ársins 1978, en það ár
verði reksturinn kominn í það horf, að
fargjaldatekjur standi undir rekstrar-
kostnaði fyrirtækisins. Framlag úr
borgarsjóði til S.V.R. er því óbreytt
skv. upphaflegri gerð frumvarpsins,
þ.e. 255 millj. kr., og er það ærin upp-
hæð.
Helztu breytingar á frumvarpi
að fjárhagsáætlun Rafmagnsveitu
.Reykjavíkur eru þær, að launakostnað-
ur mun hækka um 41.5 millj. og lækkar
yfirfærsla á eignabreytingareikning
um þá fjárhæð. Gjaldamegin á eigna-
breytingareikningi er kostnaður við
lögn þrýstivatnspípu fyrir Elliðaárstöð-
ina lækkaður um tæplega kr. 99 millj.,
þ.e. framkvæmdum er frestað að öðru
leyti en efniskaupum að hluta. Auk
þess þarf að áætla fyrir kostnaði við
Spennistöðina við Korpu kr. 45 millj.,
sem raunar var áður talið að mundi
koma til greiðslu árið 1975, en dróst
frant yfir áramót vegna fjárskorts svo
og vegna seinkunar á afgreiðslu efnis.
Tekjumegin á eignabreytingareikn-
ingi var f frv. gert ráð fyrir lántöku, að
fjárhæð 165 millj. kr., en vegna
greiðslustöðu Kafmagnsveitunnar
reyndist nauðsynlegt að taka
hluta af þessu iáni fyrir áramótin, og
er þvi fjárhagsáætlunartalan lækkuð í
samræmi við það. Hins vegar er gert
ráð fyrir, að viðskiptamenn Rafmagns-
veitunnaar um s.l. áramót greiði upp
skuldir sinar á árinu um rúmlega 80
millj. króna, en hér er fyrst og fremst
um að ræða Rafmagnsveitur rfkisins í
sambandi við byggingu Spennistöðvar-
innar að Korpu, svo og borgarsjóð.
Oft var þörf en nú
er nauðsyn traustrar
fjármálastjórnar
Fjárhagsáætlun sú, sem hér er nú
lögð fram til samþykktar, ber það að
sjálfsögðu með sér, að allmiklir efna-
hagserfiðleikar eru í þjóðfélaginu. Við
gerum okkur þess fulla grein, að marg-
vfslegar framkvæmdir hefðu verið
æskilegar á þessu ári, til að bæta þjón-
ustu við borgarbúa og koma til móts við
óskir og þarfir, sem eru í ýmsum borg-
arhverfum á ýmsum sviðum. Mörgum
framkvæmdum þurfum við þó að
fresta, því að umfram allt er nauðsyn-
legt að haga stjórn fjármála borgarinn-
ar þannig, að hús geti á hverjum tíma
staðið við sínar skuldbindingar. A
okkur borgarfulltrúa er mikill þrýst-
ingur frá ýmsum hópum borgarbúa um
alls konar framkvæmdir. Mikið er und-
ir því komið, að borgarfulltrúar stand-
ist þennan þrýsting, og ég vil sérstak-
lega beina þvf til allra borgarfulltrúa,
bæði meirihluta og minnihluta, að
standa vörð um traustan fjárhag borg-
arsjóðs, þrátt fyrir margvíslegar freist-
ingar, sem helzt birtast i formi tillagna
um vinsælar framkvæmdir, sem ekki
er fjárhagslegur grundvöllur fyrir.
Eg vil og taka það fram, að þrátt
fyrir, að framkvæmdaáætlun geri ráð
fyrir allmiklum framkvæmdum á ár-
inu, er nauðsynlegt að stýra þeim þann-
in, að framkvæmdirnar verði á hverj-
um tfma í samræmi við greiðslugetu
borgarsjóðs. Það getur haft i för með
sér tímabundna frestun ákveðinna
framkvæmda, en um það fer að sjálf-
sögðu eftir verðlagsþróun og öðrum
ytri aðstæðum á árinu. Fjárhagur borg-
arsióðs er nú góður, en traust fjármála-
stjórn er sá grundvöllur, sem áfrarti-
haldandi framkvæmdir i þágu borgar-
búa hvflir á.
Herra forseti. Ég tel ekki ástæðu til
að fara frekari orðum um þær brtt. við
frv. að fjárhagsáætlun borgarsjóðs og
stofnana hans, sem hér Iiggja fyrir, en
legg til, að þær verði samþykktar eins
og þær eru bókaðar í fundargerðum
borgarráðs frá 12. og 16. þ.m., og frum-
varpið þannig breytt samþykkt sem
f járhagsáætlun fyrir árið 1976.