Morgunblaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1976 fHtqjtmÞlafrifc Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sfmi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, slmi 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Við íslendingar höf- um ekki farið varhluta af þvi kreppuástandi, sem ríkt hefur meðal þróaðra iðnríkja heims á undan- förnum árum og hafa erfið- leikar þeir í efnahags- og atvinnumálum, sem yfir þessar þjóðir hafa gengiö, náð til okkar meó margvís- legum hætti. Sú saga er öllum kunn og óþarft að rekja. Hins vegar er nokkur munur á ástandinu hér og í nálægum löndum. Það sem fyrst og fremst skilur á milli er sú stað- reynd, að atvinnuleysi hefur ekki náö að festa rætur hér, gagnstætt því, sem verió hefur f Vestur- Evrópu og Bandaríkjunum undanfarin misseri. 1 flest- um þeim ríkjum Vestur- Evrópu, sem átt hafa viö mikið atvinnuleysi að stríða, hafa setið jafnaðar- mannastjórnir og má nefna sem kunn dæmi Bretland, Vestur-Þýzkaland og Dan- mörku. Þessar ríkisstjórnir jafnaöarmanna hafa átt í harðri baráttu við atvinnu- leysi og verðbólgu ogöllum er ljóst, að þær hafa látið baráttuna við verðbólguna sitja í fyrirrúmi. Ástæðan fyrir því er sú að jafnaðar- mannastjórnir þessar hafa gert sér grein fyrir því, að ef ekki tækist aö ráða bót á veróbólguvandanum mundi enn hrikalegra at- vinnuleysi blasa við en þó hefur orðið í þessum löndum og þykir þó flest- um nóg um. Hér á Islandi hefur okkur ekki gengió jafn vel í viðureigninni við verð- bólguna fyrr en þá nú síðustu mánuði en hins vegar hefur okkur tekizt aó koma í veg fyrir, að at- vinnuleysi næði að festa hér rætur. Einn fremsti sérfræðingur þjóðarinnar í efnahagsmálum, Jónas Haralz bankastjóri, gerði þessi mál að umtalsefni í erindi á aðalfundi Verzlunarráós íslands fyrir skömmu og hefur málefnaleg meðferð banka- stjórans á þessu umræðu- efni orðið til þess, að i for- ystugrein Tímans síðast- liðinn sunnudag er því haldið fram, að Jónas Haralz hvetji til atvinnu- leysis til þess að ráða bug á verðbólgunni! Þessi fárán- legi útúrsnúningur Tímans verður að vísu skiljanlegri, þegar þess er gætt, að höf- undur forystugreinarinnar er Jón Helgason, ritstjóri en skrif af þessu tagi ber að víta harðlega. í leiðara Tímans er vitnað til svo- hljóðandi kafla í erindi Jónasar Haralz: „Ekki er samt gert ráð fyrir neinum sérstökum aðgerðum g.egn atvinnuleysinu, sem áhrifaríkar yrðu. Hér kemur til greina sú skoðun, sem rutt hefur sér til rúms, ekki aðeins meðal hag- fræðinga heldur einnig meðal stjórnmálamanna, verkalýósleiðtoga og alls almennings, að hversu mikió böl sem atvinnyleysi sé, þá sé verðbólgan enn meiri ógn.“ Á grundvelli þessara orða eignar Tíminn Jónasi Haralz og öðrum þá skoðun að ekki beri að leggja mikla áherzlu á að forðast at- vinnuleysi. En í næstu setningu á eftir í erindi Jónasar Haralz lýsir hann ríkjandi skoðunum á Vest- urlöndum þannig: „Það sé ekki lengur unnt að losa sig undan svipu atvinnu- leysisins með því að auka við verðbólguna. Sé það reynt muni menn missa stjórn á verðbólgunni og uppskera enn meira at- vinnuleysi. Þetta er sú meginskoðun, sem nú ræður stjórn efnahagsmála í öllum helztu iðnaðarlönd- um heimsins, hvort sem miðflokkar eða jafnaðar- mannaflokkar fara þar með völd. Þetta er stefna Helmuth Schmidts í Þýzka- landi og Harold Wilsons í Bretlandi í jafn ríkum mæli og Gerald Fords í Bandaríkjunum.“ Af þessum orðum er auð- vitað ljóst, að baráttan við verðbólguna er talin skipta svo miklu máli vegna þess, að takist ekki að ráða nið- urlögum hennar muni stór- fellt atvinnuleysi fylgja í kjölfarið. Og þetta er skoð- un, sem er ekki einskorðuð við ríkisstjórnir í öðrum löndum. Hverjum einasta heilvita manni hér á Is- landi er auðvitað ljóst, að haldi verðbólgan áfram að geisa óstöðvandi leiðir það til þess, að atvinnufyrir- tækin hljóta að segja upp starfsfólki í stórum stíl og þar með skapast hrikalegt atvinnuleysi, jafnframt æðisgenginni verðbólgu. Hér er um svo alvarleg mál að ræða, að þess verður að krefjast að hægt sé að halda uppi alvarlegum um- ræðum um þau án þess að leiðarahöfundar sliti um- mæli manna úr samhengi og gera þeim upp skoðanir, sem þeir hafa aldrei haft. í þessari forystugrein Tímans er einnig látið að því liggja, að á erfiðleika- árunum á tímum viðreisn- arstjórnarinnar hafi at- vinnuleysi verið beitt sem „hagstjórnartæki". Þeir menn, sem þannig skrifa, eru auðvitað með kíkinn á pólitíska auganu en slíðrin á hinu. Öllum er ljóst, að orsök atvinnuleysisins á ár- unum 1968 og 1969 var hvarf síldarinnar og verð- fall útflutningsafurða, sem á tveimur árum skerti verðmæti útflutnings landsmanna um nær því helming. Við þessar að- stæður þurftu þúsundir manna að skipta um at- vinnu, flytjast frá síldveið- um, sem ekki var lengur unnt að stunda, til ýmiss konar fiskveiða og fisk- vinnslu og frá byggingar- framkvæmdum, sem landið hafði ekki lengur ráð á, til margs konar iðnaðar til út- flutnings og fyrir innlend- an markað. Þessi umskipti tókust fyrr og betur en nokkurn hafði grunað, vegna náins samstarfs rík- isstjórnar og samtaka verkalýðs og vinnuveit- enda og sveitarfélaga í landinu. Áður en árið 1969 var liðið og áður en út- flutningsverðlag hafði batnað að nýju var at- vinnuleysi að mestu horfið. Verðbólga og atvinnuleysi Konur í blíöu og stríöu LEYNDARMÁL 30 KVENNA. 200 bls. Gunnar M. Magnúss skráði □ Setberg 1975. □ Gunnar M. Magnúss hefur ekki látið sig vanta á jóla- markaðinn undanfarin ár. Leyndarmál 30 kvenna er dæmigerð „jólabók", skrifuð fyrir skammvinnan markað og þannig úr garði gerð að hún hlaut að vekja athygli meðan hennar var að nokkru getið. Fyrst er náttúrlega nafnið, það kitlar. Myndir eru af konunum, bæði inni í bókinni og eins aftan á kápu. Höfundur kynnir þættina í greinagóðum formála, satt að segja of góðum því hann gefur of stór fyrirheit um það sem á eftir kemur. Svo eru það „leyndarmálin". En þau eru nafnlaus, engin vísbending hvert sé hverrar. Höfundur læt- ur drýgindalega í inngangi og segir: „ég er trúnaðarmaður þeirra og lengra fer það ekki.“ Vafalaust eru þetta sómakon- ur, allar upp til hópa; þannig kynna þær sig að minnsta kosti í þessum þáttum. Sumar eru þekktar — ef ekki það sem kallað er þjóðkunnar; fyrir öðrum hefur ekki farið mikið hingað til. En segja vel og skipulega frá. Og höfundur er ekki verri skrásetjari en hver annar, sýnist manni, svo langt sem það nær. En ósköp eru þær saklausar, blessaðar, ef þetta eru þeirra helgustu leyndar-' mál. Eða leyndarmál yfirhöfuð! Nei, þetta eru ekki leyndar- mál, aðeins almenn viðtöl eða stuttir frásöguþættir — líkt og gerist og gengur í dagblöðum þegar manneskja hefur unnið í happdrætti eða á afmæli eða hefur nýverið tekið sæti á Alþingi sem forfallaþingmaður — þá er gjarnan spurt sem svó: hvað er þér minnisstæðast? Og þá er t.d. svarað: Þegar ég datt oní lækinn heima Eða: Þegar ég fór i fyrsta sínn á skíði. Maður hefði þó ætlað af heiti bókarinnar að konurnar segðu að minnsta kosti mest frá sjálf- um sér, rektu einhvern örlaga- þráð í eigin lífi, en það er nú upp og ofan hvað þær höggva nærri persónu sinni. Ein karpar t.d. um pólitík í útlönd- um og það á þann hátt sem varla mun flokkast undir leyndarmál kvenna. Önnur ger- ist svo nærgöngul við sjálfa sig að minnast á að sambúð for- eldra sinna hafi gengið slitrótt. Slíkir hlutir geta verið við- kvæmir í endurminningunni, satt er það. En leyndarmál eru þeir ekki í venjulegum skiln- ingi því tæpast fer það fram hjá Bðkmenntir eftir ERLEND JÓNSSON vinum og oágrönnum ef karl og kona slíta samvistir og taka saman aftur. Og endi sagan vel — eins og i umræddu tilfelli — er sannarlega ekkert að fela. Nei, leyndarmál eru þetta ekki. Þvert á móti má ráða af þáttunum að hvorki hafi höf- undur gengið hart að við- mælendum sínum né þær — konurnar — verið að veifa framan í hann neinu sem allir mega ekki vita. Hins vegar sýna þessi viðtöl — og það eru víst hvorki ný né merkileg sannindi — að áhuga- mál kvenna eru margvisleg og ekki öll tengd hefðbundnu kvenlegu hlutskipti, heimilis- haldi og barnauppeldi og því um líku, heldur spanna þau alla þætti þjóðlífs og mannlífs, rétt eins og karla. Það er t.d. merkileg lífs- reynsla að kynnast öðru fólki og um það hafa margir gaman af að fjölyrða, konurnar í þessari bók eins og aðrir. Þegar árin færast yfir verður mörgum litið til baka, til bernskuár- anna, og eru konurnar 30 engin undantekning frá þeirri reglu. Þær hafa líka sínar skoðanir á landsins gagni og nauðsynjum og halda þeim óhikað fram. I einum þættinum heldur maður að kona ætli að fara að segja frá erfiðri persónulegri reynslu. Hún lýsir skoðunum sínum þar að lútandi, það er að segja hvers konar áhrif slík reynsla hafi á fólk, almennt, og býst maður við að því næst hefjist sjálf frásögnin. En viðtalinu er þá óvart lokið. Þær eru úthverfar, þessar konur, og hleypa spyrjanda ekki mikið inn á sig enda held- ur hann sig í hæfilegri fjarlægð frá þeim. Og segja mestan part það sem hver maður má vita. Mest er þetta fjarskalega dæmi- gerðar bernskuminningar. Væru þær að trúa fyrir raun- verulegum leyndarmálum, þá væri líka bæði skiljanleg og réttlætanleg sú aðferð höf- undar að leyna nöfnum þeirra. En með hliðsjón af þáttunum — eins og þeir eru — rýrir þessi feluleikur gildi þeirra fremur en eykur. Þessar konur eiga sér — af frásögnunum að dæma — ólíkan uppruna, hafa starfað á mismunandi vettvangi þjóðfélagsins og eru vafalaust jafnfjölskrúðugir persónu- leikar sem þær eru margar. Það hefði því gefið bókinni smáveg- is fræðilegan svip að láta nafn fylgja frásögn hverri. Til samanburðar koma mér í hug mörg, ýtarleg og stórfróðleg viðtöl þess ágæta blaðamanns, Vilhjálms S. Vilhjálmssonar, sem hafa verið endurprentuð í bókum og hafa margs konar fræðigildi auk þess að vera ágæt skemmtilesning. Þessi viðtöl eru á hinn bóginn of ágripskennd og stutt til að gefa eftirminnilegar hugmynd- ir um viðmælendurna, hvert að meðaltali 6 síður. Það er eins og að stöðva mann andartak á götuhorni og impra á heilsunni og veðrinu og kveðja siðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.