Morgunblaðið - 23.03.1976, Síða 21
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1976
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1976
21
íslandsmótið í Júdó:
Meistarar teknir tali
Kára Jakobsson erfiðar. Viðar
kvaðst hafa mikla ánægju af
júdó. — Eg er rétt að byrja
núna og ætla að halda áfram í
þessu í langan tíma ennþá.
Viðar sagði að næsta stór-
verkefni væri Norðurlandamót-
ið. — Ég hef ákveðið að gera
mitt bezta þar og auðvitað vona
ég að það nægi mér til að verða
framarlega. Nú þá langar mig
óskaplega að komast á
Ölympíuleikana. Það yrði mikil
og dýrmæt reynsla sem maður
fengi á þvi að keppa þar.
GlSLI ÞORSTEINSSON, ís-
landsmeistari í léttþungavigt,
er 23 ára gamall lögregluþjónn
í Reykjavík og keppir fyrir Ar-
mann. Þetta er hans fyrsti ís-
landsmeistaratitill.
— Þetta var ekki erfið
keppni ef úrslitagliman er
undanskilin, sagði hann eftir
keppnina. Hann kvaðst leggja
höfuðáherzlu á að standa sig
vel á Norðurlandamótinu sem
er á næstunni. Takmarkið þar
væri 1.—3. sætið og ef það tæk-
ist myndi hann fara að hugsatil
Ólympíuleikanna, annars ekki.
— Ég hef æft júdó í 3 ár og
hef mjög mikla ánægju af
íþróttinni, fæ virkilega útrás
við iðkun hennar, sagði Gisli.
Hann kvaðst ákveðinn í að
halda áfram í júdó, en þess má
geta að Gisli og Halldór Guð-
björnsson öðluðust rétt til að
bera svarta beltið tveimur
dögum fyrir Islandsmótið.
SVAVAR CARLSEN, Is-
landsmeistari í þungavigt, er 37
ára kranastjóri í Reykjavík.
Hann keppir fyrir Júdófélag
Reykjavikur og hefur mjög oft
orðið Islandsmeistari bæði í
þungavigt og opnum flokki Is-
landsmótsins. Hann var sá eini
sem varði titil sinn frá i fyrra.
— Þetta var nú tiltölulega
létt mót, því Hannes Ragnars-
son, minn skæðasti keppi-
nautur, meiddist snemma í
keppninni. Annars eru nokkrir
efnilegir júdómenn að koma
fram í þungavigtinni og keppn-
in þar verður sifellt jafnari og
skemmtilegri og erþað vel.
— Ég byrjaði að æfa Júdó
fyrir alvöru 1968, þá þritugur.
Eg hef nú alltaf ætlað að hætta
á hverju ári frá 1970 en það er
eitthvað sem heldur í mann. En
þegar ég hætti að keppa þá
hætti ég alveg að iðka júdó. Ég
ætla mér að verða með á
Norðurlandamótinu og vona að
ég standi mig þar.
konur. I þungavigtinni gat ís-
landsmeistarinn frá í fyrra,
Sigurveig Pétursdóttir, ekki
verið með vegna veikinda.
Danski meistarinn í þungavigt,
Conny Kristjánsson, sem gift er
Sigurjóni Kristjánssyni júdó-
kappa, tók þátt í þungavigtar-
keppninni sem gestur. Hún
varð að lúta í lægra haldi fyrir
Þóru Þórisdóttur, en vann allar
hinar stúlkurnar í flokknum.
— SS.
llalldór (iurthjörnsson hofur þarna betur í virtureign í léttmillivigtinni.
Ljósm. Friðþjófur.
Aðeins Svavari Carlsen
tókstað verja titilinn
SIGURÐUR PALSSON, ís-
landsmeistari i léttvigt, er 26
ára gamall veggfóðrari í
Reykjavík og keppir fyrir Júdó-
félag Reykjavíkur. Hann hefur
ekki áður orðið Islandsmeist-
ari.
— Ég er búinn að æfa júdó í
10 ár og alltaf haft það að tak-
marki að verða íslandsmeistari,
sagði Sigurður eftir keppnina
— Ég er því að vonum yfir mig
ánægður að það skuli nú loks-
ins hafa tekizt.
Sigurður kvaðst vona að þessi
sigur yrði til þess að hann yrði
valinn til þátttöku í Norður-
landamótinu sem framundan
er. — Ef ég verð valinn ætla ég
mér að taka þátt í mótinu. Um
hugsanlegan árangur þar er
vissara að segja sem minnst.
Sigurður kvaðst hafa mikla
ánægju af júdóiðkun og sagðist
ætla að æfa íþróttina áfram sér
til hressingar og ánægju.
GUNNAR GUÐMUNDSSON, Is-
landsmeistari í léttmillivigt er
31 árs skipasmiður í Njarð-
víkum. Hann keppir fyrir
UMFK. Gunnar hefur ekki fyrr
orðið íslandsmeistari í júdó.
— Ég hef nú ekki æft júdó
nema í 2 ár, sagði Gunnar. —
Aftur á móti hef ég alltaf verið
í fþróttum og fór i júdóið af því
að ég var slæmur í löppunum.
Ég hafði ekki hugsað mér að
FJÓRIR nýir íslandsmeistarar sáu dagsins ljós
í karlaflokkum íslandsmeistaramótsins í júdó,
sem fram fór í íþróttahúsi Hagaskólans á
laugardaginn. Allir íslandsmeistararnir frá í
fyrra voru mættir til art verja titla sína en
arteins einum þeirra tókst art verja titilinn,
vSvavari Carlsen JFR í þungavigt. Í öörum
flokkum máttu meistararnir frá í fyrra bíta í
þart súra epli art tapa titlunum til nýrra manna.
I léttvigt varð Sigurrtur Pálsson JFR meistari,
í léttmillivigt Gunnar Guðmundsson UMFK, í
millivigt Virtar Guðjohnsen Ármanni og í létt-
þungavigt Gísli Þorsteinsson Ármanni.
Keppendur voru 38 frá 6 félögum og var oft
kappsamiega glímt í þær 6 klukkustundir sem
keppnin stórt. Er augsýnilegt aö breiddin í
júdóíþróttinni vex stöðugt.
keppa í greininni en þegar ég
fór að ná árangri fór ég að æfa
af meiri alvöru. I fyrra var ég
með á Islandsmótinu og tapaði
þá fyrir Halldóri Guðbjörns-
syni og varð annar. Ég var
ákveðinn í að vinna hann núna
og það tókst.
— Þessi sigur í mótinu þýðir
að ég kemst á Norðurlandamót-
ið. Eg hef aldrei keppt erlendis
áður og hlakka því mjög til. Ég
er staðráðinn í að gera mitt
bezta.
VIÐAR GUÐJOHNSEN, Is-
landsmeistari í millivigt, er 18
ára nemi i Fjölbrautaskólanum
f Reykjavik. Hann keppir fyrir
Armann og hefur ekki áður
orðið íslandsmeistari í fullorð-
insflokkum. Aftur á móti hefur
hann orðið meistari í ungiinga-
flokkum.
— Þetta var nokkuð erfitt
mót, sagði hann eftir keppnina
Sérstaklega voru glímurnar við
Léllvigt <6.! kg)
I léttvigtinni voru mættir til leiks 9
keppendur og þar af komust eftirtaldir
4 keppendur í undanúrslit. Sigurður
Pálsson JFR, Jóhannes Haraldsson
UMFG, Eysteinn Sigurðsson A og Jón
I. Benediktsson JFR. I undanúrslit-
unum urðu þau óvæntu úrslit að
Eysteinn sigraði Islandsmeistarann
Jóhannes en Sigurður vann Jón örugg-
lega á Ippon, afgerandi falli sem gefur
10 stig. Jóhannes var þar með búinn að
tapa af titlinum, en hann krækti sér í 3.
sætið með því að vinna Jón örugglega í
úrslitaglímu á Ippon. Til úrslita um
Islandsmeistaratitilinn glímdu þeir
Sigurður Pálsson og Eysteinn Sigurðs-
son og var Sigurður allan timann sterk-
ari og vann á 7 stigum, og varð þar með
Islandsmeistari í fyrsta skipti.
Léltmillivigl (70 kg)
I léttmillivigtinni voru einnig 9
keppendur mættir til leiks og þar af
komust 4 í undanúrslit, þeir Gunnar
Guðmundsson UMFK, Halldór
Guðbjörnsson JFR, Omar Sigurðsson
UMFK og Níels Hermannsson A. I
undanúrslitunum sigraði Gunnar Níels
í heldur tilþrifalítilli glímu en aftur á
móti var viðureign Ömars Sigurðssonar
og Halldórs Guðbjörnssonar hörku-
spennandi. Þeir voru jafnir að glím-
unni lokinni en dómarar dæmdu Ómari
vinninginn þannig að Halldór var þar
með búinn að tapa af titlinum sem
hann vann í fyrra. Halldór glímdi ekki
af þeirri ákveðni í þessu móti sem hann
er vanur og í riðlakeppninni tapaði
hann t.d. fyrir Gunnari. I keppninni
um 3. sætið glímdi Halldór við Níels og
náði Halldór fastataki við gólf sem
hann hélt í 30 sek. og sigraði á Ippon.
Til úrslita kepptu Gunnar Guðmunds-
son og Oskar Omar Sigurðsson og vann
Gunnar naumlega með 3 stigum og
tryggði sér titilinn.
Millivigl (80 kg)
I millivigtinní voru keppendur 9 og
var þeim skipt í riðla. Að ríðlakeppní
lokinni stóðu 4 keppendur eftir, þeir
Viðar Guðjohnsen A, Sígurjón
Kristjánsson JFR, meistarinn frá í
fyrra, Garðar Skaptason A og Kári
Jakobsson JFR. I undanúrslitunum
sigraði Viðar Sigurjón glæsilega á
Ippon, og var Sigurjón þar með búinn
að missa titilinn og Kári vann Garðar á
7 stigum. I keppninni um 3. sætið
keppti Sigurjón við Garðar og vann
Sigurjón á góðu Ippon.' Til úrslita
glímdu svo Viðar og Kári og var Viðar
samur við sig, vann á algjöru falli,
Ippon. Er þetta líklega ekki siðasti
titillinn sem þessi stórefnilegi júdó-
maður hlýtur, en hann er aðeins
nýorðinn 18 ára gamall.
stöðugri framför. Annað sætið hreppti
að þessu sinni Kristmundur Baldurs-
son UMFK, Hákon Halldórsson JFR
varð þriðji en Guðmundur 0. Kristjáns-
son JRH varð fjórði.
— SS.
r-
Armann
fékk alla
Léttþungavigt (93 kg)
I léttþungavigtinni voru keppendur
6 taisins og var keppnín með útsláttar-
fyrirkomulagi. Að aðalkeppninni lok-
inni stóðu þeir eftir Islandsmeistarinn
frá f fyrra, Benedikt Pálsson JFR og
Gísli Þorsteinsson Á. Glímdu þeir til
úrslita og var það hörð keppni. Bene-
dikt hafði betur framan af en að þvi
kom að Gísli náði fastataki við gólf sem
honum tókst að halda í 30 sekúndur og
þar meö hafði hann sigrað á Ippon. I 3.
sæti varð Sigurjón Ingvarsson A en
Finnur Finnsson JRH (Isafirði)
hreppti 4. sætíð.
Þungavigt (Yfir93 kg)
I þungavigtinni voru keppendur 5,
og kepptu þeir allir við alla. Meistarinn
Svavar Carlson JFR var í nokkrum
sérflokki og lagði alla sína keppinauta,
en i þessum þyngdarflokki eru að koma
fram á sjónarsviðið menn sem eru i
kven-
meistarana
Hart barizt í kvennakeppninni á sunnudaginn.
ISLANDSMEISTARAMÖT
kvenna í jddó fór fram f sal
JER við Brautarholt á sunnu-
daginn. Til keppni mættu 13
stúlkur og voru viðureignir
þeirra margar hverjar mjög
skemmt ilegar á að horfa. Stór-
stígar framfarir hafa orðið hjá
kvenfólkinu f júdó og sumar
stúlknanna kunna orðið mikið
fyrir sér I iþróttinni. Keppni f
opnum flokki kvenna verður á
laugardaginn kemur í Haga-
skólanum og fer hún fram sam-
hliða keppni í opnum flokki
karla.
Urslit í einstökum flokkum
urðu þessi:
LÉTTVIGT (54 KG)
1. Magnea Einarsdóttir A
2. Sigurlína Júlíusdóttir JRH
(Isaf.)
3. BrynjaHöskuldsdóttir JRH
MILLIVIGT (60 KG)
1. Anna Lára Friðriksdóttir Á
2. Hildur Einarsdóttir A
3. Rósa Össurardóttir Gerplu
ÞUNGAVIGT (YFIR 60 KG)
1. Þóra Þórisdóttir A
2. AnnaLíndalA
3. Guðný Elvarsdóttir UMFG
Þær Magnea, Anna Lára og
Þóra eru allar þekktar keppnis-
Stúdentarmeð báðarhendurá bikamum
STUDENTAR og IMA léku í 1.
deild lslandsmótsins í blaki á
laugardaginn. Leikurinn fór
fram á Akurevri og lauk
honum með sigri Stúdenta
3—0. Þar með eru þeir komnir
með báðar hendur á bikarinn
og höfum við reyndar sagt frá
því áður, en fræðilegur mögu-
leiki var hjá Laugdadum að
hreppa titilinn, en til þess
þurftu Stúdentar að tapa fvrir
ÍMA. —
Eitthvað voru Stúdentar
seinir i gang og í fyrstu hrin-
unni gegn IMA. Dálítið bar á
mistökum hjá þeim og IMA hélt
í við þá upp í 6—6 en eftir það
var ekki spurning hvor var
betri, 15—7 urðu úrsiitin í hrin-
unni. IS vann aðra og þriðju
hrinuna auðveldlega 15—2 og
15—4. ÍMA menn voru ekki
mjög friskir og fóru ekki lengra
en andstæðingurinn leyfði. Það
kom varla fyrir að þeir næðu
skelli því hávörn IS var mjög
þétt og góð og varði marga
bolta. Að venju var framspil og
uppspil gott og allir menn liðs-
ins ógnuðu við netið. Nýr leik-
maður lék með 1S i þessum leik,
frakki, og vöktu skellir hans
athygli, en úlnliðshreyfing er
mjög góð hjá honum. Hann
gerir ekki meira en að styrkja
lið Stúdenta, enda eru þeir
orðnir leikreyndir mjög og f
góðri þjálfun.
Stúdentar eiga nú aðeins
einn leik eftir i Islandsmótinu,
gegn Laugdælum, og verður sá
leikur fyrir austan. Laugdælir
eru sjálfsagt farnir að hlakka
til og eru þeir til alls vísir á
heimavelli með 600 áhorf-
endur með sér, ef miða á við
hávaða.
vo mikill hraói var í leik „gamlingjanna" t blaki um helgina að Friðþjófi Ijósmvndara tókst ekki að stilla „fókusinn" eins og glögg-
ega má sjá á þessari mvnd.
Sóknarpresturinn gaftóninn
— hart barist í blakleikjum öldunganna
ÍSLANDSMÓT í blaki öldunga hófst á sunnudags-
kvöldirt og voru leiknir fimm leikir, allir í A-riðli, en
liðunum hefur verið skipt í þrjá riðla. — Leikirnir á
sunnudagskvöldið voru mjög skemmtilegir og margir
hverjir mjög spennandi.
Fyrsti leikurinn var á milli
Þróttar og ÍBK. I liði þróttar
eru leikmenn Línunnar sem
tók þátt í haustmótinu 1974 og
var lið þeirra mjög skemmtilegt
og samvinna leikmanna góð.
Þeir sigruðu Keflvikinga i báð-
um hrinum, 15—2 og 15—4, og
var þetta frumraun þeirra Suð-
urnesjamanna.
Þeir áttu þó eftir að koma á
óvart síóar um kvöldið, þvi þeir
sigruðu Armann 2—1 í mjög
skemmtilegum leik. Keflvíking-
arnir með sóknarprestinn í
broddi fylkingar léku mjög
ákveðið og var baráttan góð í
liðinu. Armenningar voru samt
óheppnir í þessum leik. Þeirra
lið, ásamt liði Þróttar var með
áberandi bestu boltameðferð-
ina en þeir lágu samt fyrir IBK.
Urslit hrinanna voru 15—8,
9—15 og 15—12 ÍBK í vil.
Ármenningar áttu einnig i'
brösum með stjörnuna í Garða-
bæ og töpuðu þeir fyrir fyrstu
hrinunni gegn þpim 11 —15, en
þeir sýndu frábæran leik i ann-
arri hrinunni og unnu glæsi-
lega 15—3. Urslitahrinan var
mjög skemmtileg og fór Ár-
mann með nauman sigur af
hólmi,15—12.
Leikur Víkings og Þróttar
var frekar daufur og var lið
Þróttar mun betra. Urslit hrin-
anna urðu 15—7 og 15—4
Þrótti i vil. Seinni leikur Vík-
ings og jafnframt síðasti leikur
kvöldsins var gegn Stjörnunni.
Sá leikur var æsispennandi og
skemmtilegur. Stjarnan komst i
fyrstu hrinu í 7—1 en Víkingar
jöfnuðu 9—9 og sigruðu fyrstu
hrinuna 15—10. Næsta hrina
var mjög jöfn og hafði Stjarnan
lengst af forystu en Víkingar
jöfnuðu 14—14. Stjarnan var
sterkari á lokasprettinum og
sigraði 16—14. Urslitahrinan
var góður endir á skemmtilegu
kvöldi.
Stjarnan komst i 8—6,
en Víkingar komust yfir í
13—10. Þá tóku Stjörnumenn
til sinna ráða og tókst þeim á
góðum endaspretti að sigra
15—13.
SigrarhjáÞrótti (b)
ogStiganda í2deild
TVEIR leikir voru háðir í 2. deild Islandsmótsins í blaki um helgina.
A sunnudaginn léku Þróttur-b og USK. Þróttur sigraði 3—1 i
nokkuð jöfnum leik. Fyrsta hrinan fór 15—4 og voru Skagamenn úti
á þekju, en þeir áttuðu sig brátt á hlutunum og i annarri hrinunni
tóku þeir örugga forystu 6—0 og héldu henni út og sigruðu
glæsilega 15—5. Þriðja hrinan var nokkuð jöfn, liðin skiptust á
forystu. USK komst i 10—6, en þá skoruðu Þróttarar 5 stig í röð og
breyttu stöðunni i 11—10 stig sér í hag. Skagamenn fengu siðan
ekki fleiri stig i hrinunni og Þróttur sigraði 15—10. Þróttarar tóku
góða forystu í fjórðu hrinunni, 12—6, en Skagamönnum tókst að
minnka muninn i 13 —10, og lauk hrinunni með naumum sigri
Þróttar 15—13.
Einn leikur var í A-riðli islandsmótsins i 2. deild, og léku þar
Stígandi og HK. Stígandi fór með sigur af hólmi og hafði áður tryggt
sér sigur i riðlinum og þátttöku í úrslitakeppninni. Þeir sigruðu
3—0, i frekar daufum leik. Úrslit hrinanna urðu 15—9, 15—10 og
15—4. — I C-riðli hefur UMSE tryggt sér sigur og mætast þessi þrjú
lið, Stigandi, Breiðablik og UMSE í úrslitakeppni um sæti i 1. deild
næsta ár.
Skróp hjá UBK
EINN leikur átti að vera í Islandsmóti kvenna á sunnudagskvöldið.
Víkingur og Breiðablik áttu að leika, en Breiðahliksstúlkur mættu
ekki til leiks, nema fjórar, en fullskipað blaklið eru 6 leikmenn,
hvorki fleiri né færri. Leikurinn var flautaður á og Víkingi
dæmdur sigur 3—0, eða 15—0,15—0.
Úr leik stúdenta og Þróttar á dögunum. Leikmenn IS sigruðu i
þeirri viðureign sem í öðrum i vetur og eru nú enn orðnir
Islandsmeistarar. (Ijósm. Sigfús R.B.Cassata).