Morgunblaðið - 23.03.1976, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1976
25
Gunnar Tómasson:
INNGANGSORÐ
Gjöful fiskimið hafa frá alda öðli verið
undirstaða efnahagslegra og þjóðfélags-
legra framfara á Islandi. Samhliða
stöðugri þróun sjávarútvegs hefur þó
lertgi verið ljós nauðsyn aúkinnar fjöl-
breytni í islenzku atvinnulifi, svo fleiri
stoðum yrði skotið undir hagsæld vax-
andi þjóðar. Við upphaf síðasta áratugar
þótti einsýnt, að brátt yrði náð efri mörk-
um afkastagetu íslenzkra fiskistofna.
Var því hafizt handa um uppbyggingu
orkufrekrar stóriðju, en í óbeizlaðri
orku íslenzkra fallvatna höfðu hugsuðir
fyrri tíma séð glæsta möguleika til efl-
ingar þjóðarhag.
Um miðjan áratuginn varð bylting í
veiðitækni og skipakosti við síldveiðar
og afli margfaldaðist. Hagur almennings
batnaði, og sú skoðun úrtölumanna stór-
iðju efldist, að uggur um stöðu fiski-
stofnanna væri ekki á rökum reistur.
Fyrr en varði voru þó helztu síldarstofn-
arnir nær gjöreyddir og þjóðartekjur
minnkuðu. Hér sannaðist enn, að
skortur eltir skammsýni, en brátt var
samt tekið til við hliðstæða tæknibylt-
ingu við þorskveiðar.
I erindi, sem greinarhöfundur flutti á
fundi Rotaryklúbbs Reykjavíkur sl.
sumar, og sem birt var í Morgunblaðinu
13. júlí, sagði m.a.:
„Elyðilegging síldarstofna á síðasta
áratug og uggvænleg staða íslenzka
þorskstofnsins nú síðustu árin sanna þó
ótvírætt, að mjög hefur skort á skynsam-
lega beitingu nýrrar veiðitækni við nýt-
ingu þessara viðkvæmu auðlinda okkar.
Er hér meginforsenda þeirrar sannfær-
ingar minnar, að íslenzka þjóðin standi
nú á alvarlegum tímamótum, þar sem
meira mun reyna á manndóm hennar og
skynsemi en nokkru sinni fyrr í sögu
lýðveldisins. Ef vel tekst til, er ástæða til
bjartsýni um framtiðarhagsæld þjóðar-
innar. Að öðrum kosti kann að vera
framundan tímabil stöðnunar og jafnvel
versnandi almennra lífskjara."
Með grein þessari er þráðurinn tekinn
upp á ný og settar fram hugmyndir um
lausn þess hagræna og þjóðfélagslega
vanda, sem við er að etja.
BYGGÐA- OG
ATVINNUÞRÖUN
Vandamál llðandi stundar ber að
skoða í ljósi sögulegrar þróunar búsetu
og atvinnulifs á Islandi. Núverandi
dreifing byggðar er afleiðing knappra
landsgæða, en þéttbýliskjarnar hafa
skapazt í öllum landshlutum til
verzlunarreksturs og annarrar þjónustu
við landbúnað og sjávarútveg. Til fiskjar
var róið úr sveitum i frávikum frá bú-
verkum og úr þéttbýli. Kjör alþýðu voru
rýr og fjármagnskostnaður í samræmi
við afrakstur; fé gekk í haga og bátskel
dugði til sóknar á heimamið.
Fyrri hlutföll fjármagns og auðlinda
hafa gjörbreytzt á þessari öld, og hraðar
en nokkru sinni siðustu þrjátíu árin. Til
sjávar og sveita varð tæknivæðing upp-
haf stóraukinna afkasta og ört batnandi
lífskjara. 1 sjávarútvegi var um upp-
skeru eina að ræða og varð aukning
afkasta þar enn meiri en í landbúnaði,
þar sem einnig var þörf ræktunar.
Aukinn fjármagnskostnaður stuðlaði
að myndun stærri reksturseininga í út-
gerð og fiskvinnslu, en sjómönnum
fækkaði í hlutfalli við vaxandi afkasta-
getu veiðiflotans. Samtímis jókst
mannaflaþörf iðnaðar og þjónustu í þétt-
býlinu, þó sjávarútvegur væri áfram
beinn og óbeinn burðarás þess atvinnu-
öryggis og þeirrar vaxandi hagsældar,
sem íbúar þéttbýlis hafa búið undan-
gengna áratugi.
Ný vandamál á sviði byggðajafnvægis
fylgdu í kjölfar aukins fjármagns-
kostnaðar í sjávarútvegi eftir seinni
heimsstyrjöldina Batnandi efnahagur
þjóðarinnar veitti hins vegar nýja mögu-
leika til úrlausnar, og hafði ríkisvaldið
forgöngu um útvegun fjármagns til
endurnýjunar fiskiskipaflota og upp-
byggingar vinnslustöðva um allt land. Á
meðan afkastageta sjávarauðlinda var
ekki fullnýtt, þá mátti þannig tryggja
almenn lífskjör og atvinnuöryggi, án
verulegrar röskunar hinnar dreifðu
byggðar, sem var arfleifð lífsbaráttu
fyrri kynslóða.
Auðgæfni gras- og beitilendis voru
þrengri takmörk sett en auðlindum
sjávar, og var tæknivæðing því ekki það
úrræði til lífskjarabóta i landbúnaði,
sem hún reyndist í sjávarútvegi. Var þvi
mörkuð stefna stóraukins stuðnings við
ræktun, byggingar, og tæknivæðingu i
sveitum landsins svo dregið yrði úr
tekjumisræmi og varnað yrði verulegum
fólksflótta úr landbúnaði og fækkun
býla. Veittist landbúnaði þannig hlut-
deild i auðsköpun sjávarútvegs.
Hér skal ekki fjölyrt um þörf stefnu-
breytingar í íslenzkum landbúnaði, en
vísað til greinar höfundar um það efni i
Morgunblaðinu 21. janúar 1975. Þó skal
getið nokkurra hagstærða úr land-
búnaðarskýrslum, sem sýna að vandi
landbúnaðar er ekki minni en sjávarút-
vegs: (a) svipuð fjárfesting var í land-
búnaði og iðnaði á árabilinu 1966—1972,
þó hlutdeild landbúnaðar i atvinnusköp-
un 1972 væri aðeins 11% en 18% í
iðnaði; (b) magnaukning iðnaðarfram-
leiðslu var 48% frá 1966 til 1973, en
framleiðsluverðmæti landbúnaðaraf-
urða, reiknað á föstu verðlagi að með-
töldum niðurgreiðslum, jókst um aðeins
16%; (c) iðnaðarframleiðsla ver ekki
niðurgreidd, en niðurgreiðslur námu um
31% af framleiðsluverðmæti land-
Drögað
nýskipan
hagstjórnar
búnaðarafurða 1972; (d) mjólkurfram-
leiðsla jókst um 5% og framleiðsla
kindakjöts um 1% frá 1967 til 1973,
samtímis því að stærð ræktaðs lands og
áburðarnotkun jukust um 24% og fóður-
notkun um 31%.
NÝ VIÐHORF
1 SJÁVARÚTVEGI
Sá vandi, sem nú blasir við í sjávarút-
vegi, er eðlileg afleiðing þess frelsis, sem
verið hefur frá upphafi um sókn i
nytjafiska okkar, svo og þeirrar stefnu
yfirboða í stjórnmálabaráttu líðandi
stundar, sem ráðið hefur fjárfestingu í
veiðiflota og fiskvinnslu landsmanna
síðustu árin. Því er nú ekki einungis
fiskistofnum ógnað, heldur hefur ógæti-
leg fjárfesting og hækkun olíuverðs svo
aukið allan kostnað, að mikill hluti hins
glæsilega flota er rekinn með tapi, auk
þess sem fiskvinnsla berst í bökkum.
Viðunandi lífskjör verða því aðeins
tryggð, að jafnvægi komist á milli fjár-
magns- og reksturkostnaðar og af-
raksturs i sjávarútvegi (og landbúnaði),
en slíkt er forsenda aukinnar fram-
leiðni. Ljóst er að þessu markmiði
verður ekki náð án róttækra breytinga á
skipulagi og stjórnun fiskveiða og
vinnslu. Jafnframt þarf að stórefla
þróun annarra atvinnugreina, iðnaðar
og stóriðju, svo Island verði komandi
kynslóðum land hagsældar og atvinnu-
öryggis.
Þau hagrænu viðfangsefni, sem hin
nýju viðhorf í sjávarútvegi skapa á sviði
íslenzkrar þjóðmálaumræðu, má greina í
þrjá meginþætti:
(i) hvernig verður heildarafli
takmarkaður við það magn, sem sér-
fræðingar telja ákjósanlegt frá líffræði-
legu sjónarmiði, jafnframt því sem þjóð-
félagslegri og hagrænni röskun er haldið
í lágmarki, en hámarksframleiðni er
tryggð við veiðar og vinnslu;
(ii) hvernig verður uppbygging nýrra
atvinnufyrirtækja fjármögnuð og þeim
búin hagstæð starfsskilyrði; og
(iii) hvernig má samræma framtíðar-
rekstursform útgerðar og fiskvinnslu
þeim áður óþekktu viðhorfum, sem
verða við takmörkun sóknar i íslenzka
fiskistofna.
HAGRÆÐING
FISKVEIÐA OG
VINNSLU
Með hugmyndum þeim um hag-
ræðingu fiskveiða og vinnslu, sem hér
eru settar fram, er reynt að samræma
sem bezt hagræn, þjóðfélagsleg og
byggðasjónarmið innan þess óhjákvæmi-
lega þrönga ramma, sem ástand fiski-
stofnanna setur allri tillögugerð. Þannig
er leitast við að gæta hagsmuna ein-
stakra byggðalaga jafnt sem þjóðar-
heildarinnar, og stefnt er að aðlögun yfir
ákveðið árabil, svo tími gefist til þróunar
athafnalífs og atvinnu utan sjávarút-
vegs. Þó má ljóst vera, að róttæk breyt-
ing hefðbundinna viðhorfa og afstöðu
hinna ýmsu byggðálaga gagnvart auð-
lindum sjávar verður ekki framkvæmd
sársaukalaust.
Lagt er til, að stjórnun fiskveiða og
vinnslu verði sameiginlegt verkefni
rikisvalds og landshlutasamtaka, og skal
í upphafi mörkuð framtíðarstefna í
sjávarútvegsmálum, sem framkvæmd
yrði á skipulegan hátt yfir fimm ára
tímabil, sem hér segir:
(a) heildarafli helztu fiskistofna skal
ár hvert ákvarðast af ráði sérfræðinga;
(b) aflamagni þvi, sem þannig er
ákveðið, skal skipt milli níu landssvæða í
hlutfalli við fyrri hlutdeild þeirra í
heildarafla á tilgreindu árabili;
(c) landssvæði yrðu Suðurland,
Vesturland, Vestfirðir, Norðurland
vestra, Norðurland eystra, og Austfirðir,
auk þess sem Reykjavík, Akureyri og
Vestmannaeyjar teldust sérstök lands-
svæði;
(d) árið 1976 skal hvert hinna níu
landssvæða hljóta hlutdeild í heildarafla
í fullu samræmi við hlutdeild þess í
aflamagni grunntímabilsins;
(e) frá og með 1977 og fram til 1980
skal sjálfvirk hlutdeild hinna ýmsu
landssvæða minnka ár hvert um tíu
hundraðshluta hlutdeildar þeirra á
grunntimabilinu, en þvi aflamagni sem
þannig fæst til ráðstöfunar skal úthlutað
til þeirra landssvæða, sem á liðnu ári
hafa náð meira en meðalframleiðni við
fiskveiðar, en um slíkt fást nú fullnægj-
andi upplýsingar (ákvæði þetta yrði
landssvæðum hvati til framleiðniaukn-
ingar, og stæðu þau þar öll jafnt að
vígi);
(f) eftir 1980 skal hlutdeild hvers
landssvæðis vera minnst 60% hlut-
deildar í aflamagni grunntímabilsins, en
þeim 40%, sem afgangs eru, skal úthlut-
að árlega eins og greint er í lið (e) hér að
ofan (með ákvæði þessu yrði öllum
landssvæðum tryggð lágmarkshlutdeild í
sjávarafla komandi ára, jafnframt því
sem nokkuð hefði miðað í átt sérhæf-
ingar i sjávarútvegi og framhald yrði á
samkeppni landssvæða um aukna fram-
leiðni);
(g) að öðru jöfnu nytu þau landssvæði
forgangs við staðsetningu orkufrekrar
stóriðju, seoa mátt hafa þola mesta skerð-
ingu hlutdeildar í heildarafla;
(h) úthlutun aflamagns til einstakra
útgerðaraðila innan hvers landssvæðis
skal ákveðin með samkomulagi aðila
sjálfra, að því tilskyldu að ákveðnum
lágmarkshundraðshluta aflamagns sé út-
hlutað ár hvert á grundvelli framleiðni
hinna ýmsu verstöðva við fiskveiðar á
undangengnu ári;
(i) lánafyrirgreiðsla Þróunarsjóðs
(sjá hér að neðan ) og annarra opinberra
sjóða til hagræðingar í fiskvinnslu skal
að mestu bundin þeim landssvæðum og
verstöðvum, sem mestri framleíðni ná
við fiskveiðar.
NYSKÖPUN
ATVINNULIFS
Hagsæld síðustu áratuga hefur að
jöfnu byggt á auðlegð íslenzkra fiski-
miða og aðgangi að erlendum mörkuðum
til sölu sjávarafurða og kaupa nauð-
synja. Þáttur alþjóðlegrar verkaskipt-
ingar og viðskipta í efnahagslegum
framförum verður vart ofmetinn. Því
mun þróun nýrrar útflutningsfram-
leiðslu á samkeppnisfærum grundvelli,
jafnframt vernd fiskistofna, skipta
sköpum um lífskjör Islendinga á kom-
andi árum.
Sveiflukennd tekjuþróun ásamt hárri
framleiðni í sjávarútvegi hefur verið
iðnaðarframleiðslu og útflutningi
þungur fjötur um fót; þó útflutningur
áls og kisilgúrs hafi orðið töluverður
síðustu árin, er útflutningur annarra
iðnaðarvara enn óverulegur. Þar sem
fátt er reynslunni fróðara, skal hér
greint frá þeim atriðum hagstjórnar,
sem einkum hafa hindrað æskilega
þróun íslenzks iðnaðar siðasta áratug-
inn.
Þess er fyrst að geta, að góðæri til
sjávar eykur tekjur þeirra, sem starfa
við og í þágu sjávarútvegs, í samræmi
við aukna framleiðni. Stefna tekjujöfn-
unar krefst siðan ámóta kjarabóta í
iðnaði og öðrum atvinnugreinum, án til-
lits til framleiðnibreytinga í rekstri
þeirra. Ef verðlagshöft hindra eðlilega
verðmyndun eða rangskráð gengi veikir
samkeppnisstöðu innlendrar fram-
leiðslu, verður slík kröfugerð upphaf
rekstursfjárskorts, en vaxandi verð-
bólgu ella.
Þar sem gott árferði til sjávar eykur
einnig gjaldeyristekjur þjóðarbúsins, þá
má um nokkurt skeið halda óbreyttu
gengi krónunnar, þótt innlent verðgildi
hennar fari minnkandi. Gengishrun ís-
lenzku krónunnar 1967—68 og aftur
1974—75 kom í kjölfar áralangrar verð-
bólguþróunar og timabils nær stöðugs
gengis. Var þannig tvívegið að vaxtar-
möguleikum iðnaðar, þar sem saman
fóru hækkandi framleiðslukostnaður og
versnandi skilyrði til samkeppni við er-
lenda framleiðslu jafnt innanlands sem
utan.
Ráðagerðir um nýsköpun atvinnulífs
hljóta að byggja á þeirri forsendu, að
takast muni á ný að auka mjög fram-
leiðni við veiðar og fiskvinnslu. Því er
brýn nauðsyn. að tekin verði upp ný
stefna í gengismálum, og að skráning
krónunnar gagnvart erlendum gjald-
miðli verði ætið í sem beztu samræmi við
raungildi hennar í íslenzku atvinnulífi.
Reynsla síðustu ára er staðhæfingu
þessari sterk rök. Innlent verðlag og
kostnaður hækkuðu um 130% frá 1969
til 1974, samtímis því sem verð gjald-
eyris hækkaði einungis um 13% (miðað
við ársmeðaltöl). Við ákveðna skiptingu
framleiðslukostnaðar milli innlendra og
erlendra liða, má ætla að verðlags- og
gengisþróun þessi hafi jafngilt a.m.k.
35% sköttun heildartekna sjávarútvegs.
Um hliðstæða byrði hefur verið að ræða
hjá öðrum útflutningsgreinum, þ.m.t. ís-
lenzku flugfélögin og skipafélög, og hjá
þeim iðnaðarfyrirtækjum, sem keppt
hafa við erlenda framleiðendur á inn-
lendum markaði.
Arðgæfni sjávarauðlinda yrði væntan-
lega slík með þeim stjórnunaraðferðum,
sem gerð var tillaga um að ofan, að
sjávarútvegi væru að jafnaði búin full-
nægjandi starfsskilyrði við hlutföll
gengis og innlends kostnaðar og verð-
lags, sem ekki samfýmdust ákjósanlegri
þróun annarra atvinnugreina. Auk
breyttrar gengisstefnu, krefst öflug upp-
bygging atvinnu og athafnalífs því einn-
ig nýs hagstjórnartækis, sem jafnað gæti
þennan aðstöðumun.
Hagstjórnartæki það, sem hér um
ræðir, er auðlindaskattur, en um hann
hafa verið gerðar ýmsar tillögur á liðn-
um árum. Annar meginkostur auðlinda-
skatts er sá, að hann gæti orðið tekjulind
til fjármögnunar framkvæmda við ný-
sköpun atvinnulífsins.
AUÐLINDASKATTUR
Auðlindaskattur í þeirri mynd, sem
greinarhöfundur gerði að tillögu sinni i
Eimreiðargrein 1974, yrði algjör and-
stæða þess verðbólguskatts á atvinnu-
lífið, sem lýst var hér að ofan. 1 fyrsta
lagi legðist hann á allan innflutning og
aðra notkun gjaldeyris, þar sem verð-
bólguskatturinn hvetur til gjaldeyris-
eyðslu. 1 öðru lagi myndi hann þannig
Framhald á bls. 26