Morgunblaðið - 23.03.1976, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1976
31
riddarakrossi íslenzku fálkaorð-
unnar.
Helgi hafði hlotið í arf marga
góða eðliskosti ættar sinnar.
Hann var meðal beztu frjáls-
íþróttamanna okkar á yngri árum,
enda var hann ein 16 ár skráður
methafi i hástökki.
Hann var og ágætur knatt-
spyrnumaður um árabil og komst
f úrvals lið okkar sem slikur.
Helgi var einn af forvígismönn-
um Knattspyrnufélagsins Vík-
ings.
Hann stundaði um skeið tennis
og náði langt þar eins og á öðrum
sviðum.
Hin siðari ár æfinnar helgaði
hann þó einkum golfíþróttinni
frístundir sínar og náði þar ennþá
lengra en i tennisíþróttinni.
Féllu honum i skaut margir
verðlaunagripir fyrir golfafrek
sín, bæði hérlendis og erlendis.
Maðurinn sem stóó á bak við
þennan afrekalista var að mörgu
leyti óvenjulegur maður.
Hann var mjög vel á sig kominn
líkamlega, mjúkur og liðugur,
enda fórst honum allt með ágæt-
um, er hann lagði hönd á.
Þessum hæfileikum fylgdi jafn-
vægi hugans og skapfesta.
Helgi hafði til að bera mjög
farsælar gáfur.
Mér er í fersku minni, að ein-
hverju sinni voru nokkrir menn i
Utvegsbankanum að vinna verk,
sem talsverða lagni þurfti til að
leysa fljótt og vel af hendi.
Ég man sérstaklega eftir hvað
mér fannst Helgi flýta sér hægt.
Varð ég því ekki lítið undrandi
þegar í ljós kom, að Helgi var
langfyrstur að ljúka sinum hluta
verksins.
Það var líkamleg mýkt og jafn-
vægi hugans, sem hér reið bagga-
muninn.
Helgi stundaói talsvert lax-
veiðar í frístundum sinum og var
laginn þar eins og á fleiri sviðum,
enda talinn ágætur laxveiði-
maður.
Þá var hann einn af kunnustu
bridgespilamönnum höfuðborgar-
innar og hlaut þar mikla viður-
kenningu.
Helgi var hinn mesti reglu-
maður. Hann naut lífsins i rikum
mæli, næstum til hins siðasta en
sú lffsnautn byggðist á hollum
lifnaðarháttum og heilbrigði.
Auk þess sem þegar er getið tók
Helgi umtalsverðan þátt í félags-
málum.
Helgi kvæntist 9. febrúar 1924
eftirlifandi konu sinni, Jóhönnu
Árnadóttur, hinni ágætustu konu
og áttu þau tvö börn, sem nú er '
uppkomin, Eirik Helgason stói
kaupmann og Helgu Helgadóttu,
húsmóður hér í borg.
Ég vil ljúka þessum fátæklegu
orðum mínum með því að vott
aðstandendum Helga mína inr..
legustu hluttekningu.
Þormóður Ögmundsson.
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
r
Stjórn Arkitektafélags Islands:
Greinargerð um samninga
um hönnun Seljaskóla
Morgunblaðinu hefur borizt eft-
irfarandi greinargerð frá stjórn
Arkitektafélags Islands varðandi
samninga um hönnun Seljaskóla.
1 framhaldi af ályktun félags-
fundar Arkitektafélags Islands
frá 9. marz s.l., sem send var
dagblöðum borgarinnar til birt-
ingar, þykir rétt að gera nokkuð
nánari grein fyrir afstöðu félags-
ins og þeim forsendum, sem fyrir
þessari samþykkt eru.
Fræðsluyfirvöld Reykjavíkur
hafa nú um hálfs annars árs skeið
staðið í samningum við fyrirtæki
að nafni Itak h.f., um hönnun
Seljaskóla í Breiðholtshverfi og
jafnframt hefur fyrirtækinu ver-
ið falin frumvinna verksins án
þess að um þaó væri gerður sér-
stakur samningur.
Fyrirtækið Itak h.f. er stofnað í
nóvembermánuði 1974, að því er
virðist til þess að taka aó sér þetta
verkefni fyrir Reykjavikurborg.
Enginn stofnenda þess eða fyrir-
svarsmanna hafði þá menntun
eða réttindi á nokkru sviði, sem
skilyrðislaust er krafizt hér á
landi af þeim aðilum, sem standa
fyrir hönnun mannvirkja, stórra
sem smárra.
Stofnendur fyrirtækisins eru 5
talsins.:
Jens Oli Eysteinsson, garðprófast-
ur
MárGunnarsson, lögfræðingur
Gestur Þorgeirsson, læknir
Tómas Ásgeir Einarsson, tann-
læknanemi
Elisabet Benediktsdóttir, frú.
Samanlagt hlutafé er 200.000.—
kr.
Starfsemi fyrirtækisins er með
öllu óhugsandi án þess að það hafi
í þjónustu sinni fagmenntaða
starfsmenn, sem hver á sinu sviði
bera persónulega f agábyrgð gagn-
vart byggingaryfirvöldum og
byggjanda. Um þá ábyrgð er ekki
hægt að stofna hlutafélag „áhuga-
manna" en i byggingarsamþykkt
Reykjavíkur segir m.a. (11. gr.):
„Sá, sem uppdrátt gerir, skal und-
irrita hann með eigin hendi, og
ber hann ábyrgð á, að uppdráttur-
inn sé réttur og gerður skv. gild-
andi lögum og reglum og brjóti
ekki i bág við rétt annarra"
Mátti þvi frá upphafi vera ljóst,
að hlutafélagið Itak var að þessu
máli alls óþarfur milliliður, sem
ekki gat boðið þær ábyrgðir, sem
lög kveða á um að fylgja skuli
ráðgjafastarfsemi á þessu sviði.
Stjórn A. I. og ýmsir félagar
hafa haldið uppi fyrirspurnum
um þetta mál hjá réttum yfirvöld-
um nú um nokkurt skeið. Engin
rök hafa þar komið fram, sem
gætu gefið svo mikið sem grun
um að þessi nýstárlegu vinnu-
brögð opnuðu nokkra leið, sem
ekki væri jafn vel eða betur fær
með milliliðalausu samkomulagi
aðila, né að Reykjavikurborg hafi
nokkurn sýnilegan hagnað af
þessu ráðslagi.
Helst hefur mátt skílja, að með
samningi við fyrirtækið vilji borg-
in tryggja sig gegn sviksemi
og/eða vanhæfni hönnuða svo og
að fyrirhugað sé að bjóða bygg-
ingu skólans út miðað við tvær
mismunandi byggingaraðferðir.
Um fyrra atriðið er það að
segja, að eins og bent hefur verið
á hér að framan, þá eru ábyrgðir
hönnuóa persónulegar, og því
mun borgin þurfa að semja við þá
hvern og einn um þeirra þátt í
verkefninu, verkframlag þeirra
og hönnunartíma, aldeilis án til-
lits til samningagerðar við Itak
h.f. Hugsanleg ábyrgðartrygging
sem tryggja ætti borgina fjár-
hagslega gegn göllum í bygging-
um, sem stafa af rangri hönnun,
hlýtur einnig, eðli málsins sam-
kvæmt, að bindast viðurkenningu
tryggingarsala á reynslu þess
starfsmanns, sem áritar teikning-
ar og ber ábyrgð á þeim.
Um siðara atriðið, útboð miðað
við mismunandi byggingaraðferð-
ir, ætti einnig að vera óþarfi að
fjölyrða.
Það hefur allt til þessa dags
þótt sjálfsagt að engan millilið
þyrfti sérstakléga í slíkum tilvik-
um, og svo mun vera enn. A ein-
um stað segir í röksemdafærsl-
unni fyrir ágæti Itakssamning-
anna, að „ýmsir hafi haldið því
fram, að hús byggð úr einingum
væri 20—30% ódýrari“.
Er sannarlega ekki nema eðli-
legt að sú hugmynd freisti þeirra
sem falið er að gera mikil verk af
litlum efnum. En sá er hængur á,
að „ýmsir“ eru í þessu dæmi sölu-
menn Itaks h.f., og tölumar
fengnar úr kostnaðarágizkun,
sem þeir hafa lagt fram án nokk-
urra skuldbindinga, áður en raun-
veruleg hönnun bygginganna er
hafin og jafnvel áður en.fyrir
liggur hvar þær eiga að standa.
Enda mun það svo, að þeir sér-
fræðingar borgarinnar, sem um
byggingarmál fjalla, hafa ekki
tekið þessa áætlun ýkja hátiðlega.
En eins og kunnugt er starfræk-
ir Reykjavíkurborg byggingar-
deild, sem hefir eftirlit með fram-
kvæmd verksamninga og fram-
kvæmdum almennt, sömuleiðis
hefur deildin eftirlit með undir-
búningi útboða.
Við skrifstofu fræðslustjóra
hefur nú einnig verið ráðinn
reyndur verkfræðingur til að ann-
ast verksamninga við hönnuði og
til að undirbúa og samræma
hönnun skólabygginga.
Sé hinsvegar fyrirtækinu Itaki
h.f. ætlað einhverskonar eftirlits-
hlutverk með hönnunarstarfinu
fyrir hönd byggjanda, eins og
einnig hefir flogið fyrir, þá hljót-
um við að benda á að við blasir
öllu háskalegri mynd. Þarf raun-
ar ekki auðugt ímyndunarafl til
að sjá fyrir hvert stefnir, ef farin
er sú braut að fela fjármálafyrir-
tækjum eftirlit með eigin gerðum
fyrir hönd opinberra aðila.
Viðvaranir og athugasemdir A. I.
beinast fyrst og fremst gegn því,
að teknir skuli upp samningar
um hönnun bygginga á vegum
opinberra aðila við fyrirtæki á
borð við Itak h.f., sem ekki eru
undir stjórn né í eigu fagmanna á
því sviði. Með þessu er gengið á
svig við það meginsjónarmið, sem
hingað til hefur verið haft í heiðri
þegar til samstarfs er stofnað
milli byggjanda og hönnuðar, að
hönnuður tekur. að sér persónu-
lega ráðgjöf á sínu fagsviði, og að
ráðgjafastörfin byggist á gagn-
kvæmu trúnaðartrausti milli ráð-
gjafa og þess aðila, sem ráðgjafa-
störf eru unnin fyrir. Með þvi að
troða þá braut sem nú virðist
mörkuð, setur byggjandinn það
milliliðum eða tilviljunum á vald
hvaða einstaklingum er falin for-
sjá hinnar raunverulegu fag-
vinnu, eða jafnvel hvort nokkur
hæfur hönnuður fylgir verki frá
upphafi til loka. Séð undir þessu
horni er milliliðurinn ekki aðeins
nauðsynjalaus byrði, heldur báð-
um aðilum, byggjanda og hönn-
uði, til beinnar óþurftar.
Nú hefur það gerst síðan A. I.
tók þetta mál til opinberrar um-
ræðu, að hluthöfum fyrirtækisins
sem um er rætt hefur skyndilega
fjölgað um helming. I tilkynningu
framkvæmdastjórans fylgir
kynning og afrekaskrá hinna ný-
tilkomu, ásamt sérstakri yfirlýs
ingu (að gefnu tilefni) um að
hans fyrirtæki sé sko arkitekta-
og verkfræðingafyrirtæki. Nú
dylst að sjálfsögðu engum hvaða
leik er verið að leika né að einn
arkitekt og tveir verkfræðingar
eru orðnir aóilar að fyrirtækinu,
a.m.k. að nafninu til. Hitt dylst
heldur engum, að það Itak, sem
Reykjavikurborg hóf samninga
við fyrir einu og hálfu ári, var
ekki arkitekta- og verkfræðifyrir-
tæki, þannig að „Nýtt Itak" er
greinilega til orðið. Er nú enn
eftir að sjá hvort borgaryfirvöld
telja sig geta hlaupið svo eftir
hverfulleik heimsins og flutt
skuldbindingar sinar átakalaust
frá Itaki til Itaks.
Og einmitt þessi auðvelda meta-
morfósa Itakanna skýrir i mynd-
um það, sem við höfum reynt að
gera skiljanlegt með orðum: Hvað
sem líður yfirlýsingum og nafn-
giftum, þá starfa svona ftök ekki á
sama hátt og arkitekta- og verk-
fræðifyrirtæki né lúta þau sömu
lögmálum. Þau eru verzlunarfyr-
irtæki í eðli sfnu og hlíta fyrst og
siðast lögum kaupmennsku. 1
dag hentar þeim að selja „arki-
tektúr“, á morgun verða það
kannski fiskinet, kannski isskáp-
ar, allt eftir því hvar fé hluthaf-
anna vinnur þeim bezt. Og þegar
svo er komið, að þeir sem itökin
eiga, telja ekki lengur hagkvæmt
að verzla með hönnun, þá spyr
enginn um það hverjir séu hags-
munir Reykjavíkurborgar eða
annarra viðsemjenda. Það er
nefnilega svo skelfing auðvelt að
stofna til nýrra ítaka eða breyta
gömlum, ef skuldbindingar fara
að verðatil byrði.
S. Helgason hf. STEINIOJA
tlnholli 4 Slmar 24677 og 14254
Flóð á fíórðu hæð!
(sprungið rör) **
Hvcr borgar?
Húseigendatiygging
borgar tjón á innréttingum, málningu, veggfóðri,
flísum o.fl.þ.h.
Heimilistrygging
borgar tjón á innbúi ( húsgögnum, gólfteppum o.fl. þ.h.)
Abyrgðartrygging húseigendatiyggingar
borgar tjónið á 3.,2.,l.hæð og í kjallara.
Allt með því skilyrði þó að húseigenda- og
heimilistrygging sé fyrir hendi - annars ekki.
Veitum tryggingarbeiðnum móttöku í síma 38500.
SAMVINNUTRYGGINGAR GT
ÁRMÚLA3.SIMI 38500
GAGNKVÆM TRYGGINGAFÉLÖG ERU SAMTÖK HINNA TRYGGÐU
SAMVINNUTRYGGINGAR ERU GAGNKVÆMT TRYGGINGAFELAG