Morgunblaðið - 23.03.1976, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1976
37
VELVAKAIVIDI
Velvakandi svarar í síma 10-100
kl 14—1 5, frá mánudegi til föstu-
dags
0 Börn og fólk
„Velunnari barna og ung-
mcnna" skr'ifar:
,,Dag nokkurn fyrir skemmstu
ök ég syni minum i skólann. Veð-
ur var venju fremur slæmt —
slagveðursrigning eins og hún
gerist andstyggilegust. Þegar við
komum að skólanum var klukkan
rétt rúmlega átta, en kennsla
hefst kortér yfir átta. Nokkur
börn hímdu fyrir utah lokaðar
dyrnar. Ég spurði drenginn hvort
hann héldi ekki að dyrnar yrðu
opnaðar fljótlega, því að mér
fannst ófært að láta fólk standa
úti i óveðrinu, jafnvel þótt við-
komandi væru börn. Drengurinn
sagði, að dyrnar yrðu ekki opn-
aðar fyrr en hringt yrði inn.
Rétt hjá er gagnfræðaskóli og
sem ég ók mina leið sá ég að þar
var sama sagan.
Nú vildi ég beina þvi til þeirra
þjóna hins opinbera, sem einkum
er trúað fyrir forsjá barna og ung-
menna, að teknir verði upp nýir
og betri siðir í umgengni við
þessa aldurshópa. Hvernig er
hægt að ætlast til þess, að krakkar
sýni tillitssemi og prúða frarn-
komu, þegar þeiin er sýnd svona
ókurteisi og dónaskapur. Ég er
hra>dd um, að ekki þýddi að bjóða
fullorðnu fólki upp á það að hima
i roki og rigningu fyrir utan lok-
aðar dyr, en hvernig stendur á
þvi, að alltaf virðist vera hægt að
umgangast börn og unglinga eins
og einhvern óæðri þjóðflokk.
Skólamenn fá kannski hroll
þegar þeir hugsa til þess að þess-
um fénaði verði hleypt inn í skól-
ana fimmtán niinútum áður en
kennsla á að hefjast, og hann lát-
inn leika þar lausuni hala, en ég
er sannfærð um, að hægt væri að
haga því svo að vel fa'ri.
Ég man vel eftir ábendingum
strætisvagnastjóra, þegar ég var
að alast upp, um það, að börn ættu
að standa upp i vögnunum til þess
að „fólkið" gæti setzt. Ég fékk það
fyrst á tilfinninguna, að ég til-
heyrði „fólki", þegar ég var orðin
fullorðin."
0 Vinirokkar,
smáfuglarnir
Ingvar Agnarsson skrifar:
„I vetur hefur oft verið hart í
ári hjá smáfuglunum. Þúfutittl-
ingar hafa flykkst heim að húsum
manna morgun hvern, vikum
sanian, og gott fölk hefur borið út
til þeirra brauð og fuglafóður.
Þessi gestrisni fólks hefur bjarg-
að mörgum fugiinum frá illum
dauðdaga. Og þetta góða fólk
þau í eklhúsinu. Ul um opnar
dyrnar út 1 portið sá David geran-
íurnar í blóma og köttinn I fasta-
svefni milli blómabeðanna. Hann
þakkaði M. Valentin á sinni beztu
frönsku fyrir máltíðina og Helen
þakkaði honum ekki kíður. Þeint
var hoðinn drykkur og gátu ekki
neitað. M. Valentin var eldri en
David hafði talið f fvrstu. Ifann
var dálitið óútreiknanlegur í út-
liti, likaminn virtist mun ung-
legri en andlitið. Hann var vin-
samlegur i framkomu en David
fannst sterklega sem miklir og
ólgandi skapsmunir kæmu iðu-
lega upp á yfirborðið. Helen tal-
aði við hann glaðlega og fjörlega
og David sem kunni lítt í þeirri
kúnst að halda uppi liflegum
samra'ðum um ekkert efni, horfði
á hana með aðdáun. Ilann kinkaði
kolli, brosti og hristi höfuðið og
gerði allt sem hann vænti að búizt
væri við af honum, horfði í kring-
um sig í þröngu eldhúsinu og
furðaði sig á að hægt væri að
framreiða svo gómsa'tan og fjöl-
breyttan mal á öðrum eins
þrengslum, þar sem öllu ægði
saman og hvitlaukslvklin loddi i
vitum hans löngu eftir að hann
var kominn út.
hefur fengið gestrisni sina marg-
borgaða, með nærveru þessara
fögru vina.
Allir ættu að venja börn sín á
að gefa fuglunum og sýna þeim
mannúð og mildi, og kenna þeim
að gleðjast yfir nærveru þeirra og
fegurð.
Jónas Hallgrfmsson orti eftir-
minnilegt kvæði, Grátittlinginn,
um litinn fugl, sem hann bjargaði
frá dauða. Ættu öll börn og ungl-
ingar að læra þetta kvæði.
0 Kvæði Jónasar
Ég tek hér fáein erindi úr
þessu fagra ljóði:
Ég fann á millum fanna
í felling á blásvelli
lófa-lága við þúfu
lítinn grátittling sýta.
Flogið gat ekki hinn fleygi,
frosinn niður við mosa,
augun ótta-bljúgum
á mig skaut dýriðgráa.
Kalinn drengur í kælu
á kalt svell, og ljúft fellur,
lagðist niður og lagði
litinn munn á væng þunnan.
Þvddi allvel og eyddi
illum dróma með stilli.
sem að frostnóttin fyrsta
festi með væng á gesti. —
Gesti yðar. Þvf ástar
óhvikul tryggð til byggða
vorra leiðir á vorum
\egar — slynga tittlinga.
Litill fugl skauzt úr lautu.
lofaði guð niér ofar,
sjálfur sat ég í lautu
sárglaður og með tárum.
(Jónas Hallgrímsson.)
Þetta hugljúfa kva-ði hins ást-
sa'la skálds hefur löngum átt sinn
þátt í að vekja fólki samúð og
umhyggju fyrir smáfuglunum.
Hið eina, sem við getum fyrir þá
gert, er að gefa þeim mat, er þeir
leita til „byggða vorra". Látum
það ekki niður falla, því ynn er
vetur i landi okkar, þrátt fyrir
ha'kkandi sól.
HOGNI HREKKVISI
,Nú — hvað er þad núna, piltar?'
Rithöfundakvöld
Fimmtudaginn 25. mars 1976 kl 20,30 les
þýski rithöfundurinn Josef Reding úr verkum
sínum í Norræna húsinu.
Inngangur ókeypis.
Félag þýskukennara Þýski sendikennarinn
á íslandi við Háskóla íslands.