Morgunblaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.03.1976, Blaðsíða 40
mmmlrlfifeföí ÞHIÐJUDAGUR 23. MARZ 1976 Róðrar eru hafnir á ný frá öllum Aust- f j ar ðarhöfnunum VKRKFÖI.I.UM nu'dal stjómanna á Kskifirði og á Neskaupstað var f gær frestað, en verkföll höfðu þá staðið þar sfðan sfðastliðinn þriðju- dag. Munu forystumenn útvegsmanna og sjómanna sfðan koma hingað suður til þess að freista þess að ná samkomulagi um kaup og kjör á skuttogurunum á Austfjarðahöfnum. Þegar þessum verkföllum hefur verið frestað og skuttogarar þessara staða gela hafið róðra, er hvergi róðrarstöðvnn á Austfjörðum. Eins og frá hefur verið skýrt í Mbl., var Sigfinnur Karlsson, for- seti Alþýðusambands Austur- lands, kvaddur til viðræðna við sáttasemjara ríkisins og sátta- nefndina, sem fjallaði um kjara- mál sjómanna. 1 gærmorguri var þessi fundur haldinn hjá sátta- semjara ríkisins og sátu hann einnig Kristjín Kagnarsson, for- maður Landssambands íslenzkra út vegsmanna, og héraðssátta- Geirfinnsmálið: Hæstiréttur staðfestir gæzluvarðhald HÆvSTIRETTlIR úrskurðaði í gær, að kæra þremenninganna vegna gæzluvarðhaldsúrskurð- ar vegna Geirfinnsmálsins skvldi ekki tekin til greina. Voru dómsorð þessi: „Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður." Þetta þýðir að mennirnir þrír sitja áfram í gæzluvarðhaldi, en þeir voru sem kunnugt er úrskurðaðir á dögunum í .‘10 daga gæzluvarð- hald til viðbótar 45 daga gæzluvarðhaldi, sem þeir höfðu setið í. 30 daga gæzlu- varðhaldsúrskurðinn kærðu þeir allir þrír. | semjarinn á Eskifirði, séra Sig- j urður Guðmundsson. Var á fund- ! inum sérstaklega óskað eftir því, að fulltrúar deiluaðila kæmu til I Reykjavíkur til þess að freista þess að ná samkomulagi. Á fundinum krafðist sáttasemj- ati og sáttanefndin þess af Sig- finni Karlssyni, að hann reyndi að koma því til ieiðar að skipin, sem væru i verkfalli á Eskifirði og Neskaupstað, færu til veiða á meðan á samningaviðræðum stæði. Sigfinnur Karlsson sagði í viðtali við Mbl. í gær, að í fram- haldi þessa hefði hann lagt til og fengið samþykkt, að togararnir væru á veiðum á meðan á samn- ingafundum stæði. Sigfinnur sagðist hafa gert þetta til þess að unnt yrði að leysa verkfallsleg og fjárhagsleg vandamál byggðarlag- anna fyrir austan, þar sem byggð- arlögunum væri mikill vandi á höndum að standa með aðalat- vinnugrein sína lamaða og stöðv- aða. Samkvæmt upplýsingum frétta- ritara Mbl. á Eskifirði, Ævars Auðbjörnssonar, héldu togarasjó- menn þar í gær með sér fund og var samþykkt með 12 atkvæðum gegn 8 að fresta verkfalli. Verða 2 menn af áhöfnunum togaranna eftir í landi — einn af hvorum togara — til þess að taka þátt í samningaviðræðunum í Reykja- vík. Togararnir áttu þegar i gær- kveldi að halda til veiða. Samvinna Úrvals og Landsýnar ? AÐ UNDANFÖRNU hafa átt sér staó vióræður milli fulltrúa feröaskrifstofanna Úrvals og Landssýnar, Alþýöuorlofs, um sam- vinnu þessara tveggja feröaskrifstofa um ferðir til sólarlanda. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. hefur aflaó sér, eru þessar viðræöur vel á veg I komnar, og hafa feróa- j skrifstofurnar boöaö sam- j eiginlegan blaöamanna- fund á fimmtudaginn. Úr- j val er sem kunnugt er j fyrirtæki, sem Flugleiöir hf standa aö, en Landsýn j hefur til þessa haft sam- ! vinnu vió Sunnu og Flug- ! félagið Air Viking um or- i lofsferðir til útlanda. MIKIÐ hvassviðri gerði af suðvestri á Ströndum f fyrradag. Um hádegisbilið vildi það sfðan til að helming þaksins á bænum á Gjögri tók af húsinu, og fauk um 100 metra. Var ekki búandi f húsinu á meðan, og urðu húsfreyja og börn hjónanna á Gjögri að fá húsaskjól á næstu bæjum en bóndinn, Sveinn Jónsson, svaf f eldhúsinu f fyrrinótt. I gær var farið að gera ráðstafanir til að endurbyggja þakið. A myndinni má sjá hversu langt þakið fauk en á minni myndinni er húsið sjálft. (Ljósm. Þórólfur Magnússon.) Umtalsverð hækkun búvöru: Rúml. 30% hækkun mjólkur Niðurgreiðslur lækka um 11% NYTT verð á landbúnaðarvörum verður að öllum líkindum auglýst í kvöld og tekur þá nýja verðið gildi í fvrramálið. A fundi ríkisstjórnarinnar ár- degis í dag verður fjallað um þetta nýja búvöru- verð. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér f gær, er hér um að ræða umtalsverða hækkun á búvöru og koma þar til hækkanir á Mest verður hækkunin á mjólk en verð á hverjum lítra mjólkur verður eftir hækkunina milli 50 og 55 krónur og er það rúmlega 30% hækkun. Hækkun á kjöti verður hins vegar ekki eins mikil og kemur þar til minni hlutdeild niðurgreiðslna í verðinu og breytt hlutfall niðurgreiðslna rnilli kindakjöts og ullar. Utsöluverð kindakjöts hækkar um milli 10 og 12%. Að sögn Gunnars Guðbjartsson- ar, formanns Stéttarsambands bænda, hækkar verðlagsgrund- völlur landbúnaðarvara nú um 8,5% en vegna áhrifa niður- greiðslna hækkar útsöluverð búvöru um 17% af völdum þess- arar hækkunar. Sem dæmi um hækkanir á liðum verðlagsgrund- vallarins má nefna að launaliður- inn hækkar hliðstætt og bjá öðr- um launþegum, flutningskostnað- ur hækkar um 13% og kjarn- verðlagsgrundvelli landbúnaðarvara og vinnslu- og dreifingarkostnaði auk þess, sem ætlunin er að nú komi til framkvæmda sú lækkun, sem gerð var á fjárveitingum til niðurgreiðslna á vöruverði við samþykkt fjárlaga fyrir árið í ár en fjárveitingin var lækkuð um 11 % frá árinu 1975. RUdssjóður dæmdur tíl að greiða Braga 3,5 m. 1 GÆR gekk í Borgardómi Reykjavíkur dómur í máli sem dr. Bragi Jósepsson höfðaði á hendur menntamálaráðherra f.h. ríkissjóðs vegna þess sem hann taldi ólögmæta brottvikningu úr starfi deildarst jóra í mennta- málaráðuneytinu. Var dómsorð á þá leið, að ríkissjóður var dæmd- ur til að greiða dr. Braga krónur 3,5 milljónir auk vaxta í skaða- bætur fyrir ólögmæta uppsögn, þ.e. fvrir uppsögn sem ekki var Dr. Bragi Jósepsson gerð með nægilegum fyrirvara. Þá var ríkissjóður dæmdur til að greiða dr. Braga krónur 400 þús- und í málskostnað. Dóminn kvað upp Emil Agústsson borgardóm- ari. Lögmaður dr. Braga var Jón Hjaltason en lögmaður ríkisins Þorsteinn Geirsson. Þar sem svo stutt er síðan dómur féll, hefur ríkissjóður ekki tekið um það ákvörðun hvort dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar. fóðurliðurinn hækkar einnig um 13%, þá verða einnig verulegar hækkanir á eldsneyti, s.s. díselolíu, smurolíu og bensíni. Halldór E. Sigurðsson, land- búnaðarráðherra, sagði að við þessa verðákvörðun kæmi til framkvæmda ákvæði fjárlaga fyrir árið 1976 um lækkaðar niðurgreiðslur en samkvæmt fjár- lögum hefði sú lækkun átt að Framhald á bls. 39 2 skipherrar utan til að skoða hraðbáta TVEIR skipherrar Landhelgis- gæzlunnar, þeir Gunnar Olafsson og Þröstur Sigtryggsson, fara í dag út til Þýzkalands til að líta á hraðskreiða varðbáta, sem Land- helgisgæzlunni standa til boða. Munu þeir tvímenningar fara til Hamborgar, þar sem tekið verður á móti þeim og þeim sýndir bát- arnir. Að sögn Péturs Sigurðsson- ar, forstjóra Landhelgisgæzlunn- ar, bar þetta boð nokkuð brátt að, svo að ekki var ljóst um hvers konar varðbáta þarna er um að ræða en engu síður var talið rétt að senda kunnáttumenn til að kanna málið frekar. Brezkum togurum hefur fækk- að á miðunum undanfarna daga. Skemmdir á flugbúnaði LL-þotu ÞEGAR DC-8 þota frá Flug- leiðum hafði lent á Keflavík- urflugvelli árla á sunnudags- morgun á leið frá New York og austur um, kom í Ijós að Framhald á bls. 39 Samkvæmt talningu úr flugvél Landhelgisgæzlunnar í gær voru þau um 20 brezkir togarar á mið- unum og voru þeir á tveimur svæðum úti af Austurlandi. Gættu þeirra níu verndarskip. Ekki kom til neinna alvarleéra árekstra á miðunum í gær. Guðmundarmálið: Tveir úrskurð- aðir áfram í 90 daga gæzlu ÖRN Höskuldsson aðalfulltrúi Sakadóms Keykjavikur úr- skurðaði í gær tvo af þremur banamönnum Guðmundar Einarssonar í allt að 90 daga gæzluvarðhald. Menn þessir voru settir inn á Þorláksmessu s.l. og þá úrskurðaðir í 90 daga gæzluvarðhald og rann sá úr- skurður út í gær. Eins og kom- ið hefur fram f fréttum, hafa þrír menn viðurkennt að hafa orðið Guðmundi að bana. Þriðji maðurinn var úrskurð- aður í 90 daga gæzluvarðhald fyrir nokkrum dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.