Morgunblaðið - 15.04.1976, Page 21

Morgunblaðið - 15.04.1976, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRIL 1976 21 Um H-moll messuna ~~j*~ -&■—&*** 2I»» trmfrrtl. , .ÚlM.vfm *» ..J. V-.A - i- . ■« •7» '•'/ # v " ■ / **"?' ? i/ r» —•■# _* - __ ■/»...■ •..</ >J/. ni *f/ ^-^'r* 9r* w^ / / » <ó* ~ -4r **Í*fif**Y+t**jt. >•&^ Qnr&estm . ■■■.•~- ,^,...V.W.. Jt,J0^r^/y l/ V • ^ «/_Tf, _ „ M ■W' •/ ■ *r».-----------7«?-^' *• * EINS og frá hefur verið skýrt í Morgunblað- inu flytur Pólýfónkórinn H-moll messuna eftir Johann Sebastian Bach nú um páskana og verður fyrsti flutningur verksins í dag, fimmtudag. í grein um H-moll messuna og kynningu á henni, sem Gunnar Reynir Sveinsson ritar í „prógram“, segir hann m.a.: Meistari allra meistara í viðamikilli tón- sköpunarsögu vestrænna menningarþjóða og allt til okkar tíma — er vafalaust JOHANN SEBASTIAN BACH (1685—1750). Hvar sem borið er niður í tónsmíðar þessa andans jöfurs — er ekki feilnótu að finna. Johann Sebastian Bach (1685—1750) Smálög þau, er hann ritaði vandvirknislega með eigin hendi í minnisbók sína fyrir meira og minna ófima eða letigjarna nemendurna — og alla götuna til hinna göfugustu og marg- slungnustu stórafreka tónbókmenntanna, þar sem mannshugurinn hefur risið hæst í snilld sinni, voru öll unnin með fágætu hugarfari hins háttprúða manns, sem trúði einlæglega á Drottin Guð sinn — og fann nálægð skapara allra fagurra hluta. fTM. U-A4-&4- Bréf Bachs, dagsett 27. júll 1733, sem fylgdi fyrri hluta H-moll messunar til hirðarinnar f Dresden. Bach hafði þá hagsýni og náðargáfu til að bera að draga lærdóm sinn og tónlisíarþroska af reynslu fyrirrennara sinna i faginu, bæta síðan ómældum þrepum ofan á tröppugang hinna eldri snillinga í hinum erfiða tónstiga — sem kallast tónsmíðar. Á þetta er nauðsynlegt að benda, þar sem J.S. Bach ásamt G. F. Handel voru á vissan hátt síðustu hlekkirnir í nokkurra alda keðju hinnar fjölrödduðu, pólýfónísku raddfærslu- listar, sem lognaðist svo útaf með þeim i rólegheitum. Fyrir Bach höfðu ýmis merk tónskáld svo sem Heinrich Isaac (1450—1517), Palestrina (1525—1594), William Byrd (1543—1623), T. L. Victoria (1548—1611) ásamt þeim Buxte- hude (1637—1707) og Corelli (1650—1713) — úrslitaþýðingu fyrir þann stíl og hæfni sem J. S. Bach fékk vald yfir í tónsköpun sinni. Tónverk það sem er á efnisskrá þessara hljómleika: MESSA í H-MOLL EFTIR J. S. BACH, var samið i nokkrum áföngum á árun- um 1733—1738, þá var höfundurinn 48—53ja ára gamall. Ekki þótti tónsmíð þessi vera neitt „spennandi verk“ hjá þeim voldugu aðilum er mótuðu smekk fólksins — á þeirri tíð. Nokkrir bútar úr þvi voru þó teknir til flutnings. Johann Sebastian Bach heyrði aldrei i lifanda lífi þessa hugsmíð sína flutta i heild opinber- lega. Og liðu svo liðlega hundrað ár — þar til þetta háleita tónverk var loksins frumflutt, en það var árið 1835. í h-moll messu sinni notar Bach hinn hefð- bundna rómversk-kaþólska messutexta. Mynd af tónlistarflutningi á 18. öld. — Stuttsíðan Framhald af bls. 31 verks Þjóðanna. Tónlistarflutn- ingur plötunnar er i flestum tilfellum óaðfinnanlegur, eða mjög góður, þó ekki sé hann frumlegur. Hæst ber væntan- lega gítarleik Þórðar Árnason- ar svo skfrskotað sé til lagsins Nowhere. Þetta lag er jafn- framt að mínu áliti hápunktur plötunnar. Gott lag, vel fram- sett og flutt af mikilli tilfinn- ingu. Bassaleikur Pálma Gunn- arssonar er áberandi mjög góð- ur, enda hefur Pálmi sýnt und- anfarið að fáir standa honum á sporði hér á landi í bassaleik. Einnig skal sérstaklega bent á tvo mjög góða jákvæða kafla plötunnar i tengslum við hljóð- færaleikinn, en þeir eru munn- hörpuleikur Helga Guðmunds- sonar i laginu „No blues, just fighting“, og svo all „jaggaður“ pianóleikur Magnúsar Kjart- anssonar i lok lagsins „I love you for a reason". Söngrödd Einars er frekar þýð og viðfeld- in, þó ekki hljómi hún alltaf nógu vel á þessari plötu. Rödd- in virkar oft mjög karftlaus, flöt eða tómleg, ólíkt því sem heyrðist úr barka hans i Klúbbnum ekki alls fyrir löngu, en hann kom þar fram i fyrsta skipti með Mexícó. Þetta á þó ekki alls staðar við, saman- ber lagið „Nowhere". Litillega skal nú vikið að text- um og textagerð Einars Vil- bergs. Textarnir eru allir ortir á ensku eins og nöfn laganna bera með sér. Innihald þeirra tekur Einar yfirleitt greinilega úr eigin lífi. Þetta eru persónu- legir textar, einfaldir og búa yfir ákveðinni persónulegri lífsstemmningu mismunandi tíma. Stjörnurnar skfna með Einari Vilberg í Starlight. Hvað er þá Einar Vilberg? Er hann sá þáttur sem stjörnurnar skfna á og lýsa upp, eða er hann ef til vill, þar sem hið myrka og ofur- bjarta mætist, og fer framhjá okkur ýmist vegna ofbirtu stjarnanna, sem valda tímabils- bundinni blindu, eða vegna myrkvans sem umlykur persón- una og gerðir hennar? Er Einar Vilberg komandi stjarna eitt- hvað í lfkingu við stjörnurnar sem skína með honum á Star- light? Svarið er framtíðarinnar. A.J. — Ófærð Framhald af bls. 44 dal. Vegurinn um Ólafsvikurenni tepptist í gær vegna snjóflóða. Stórhríð var á Holtavörðuheiði f gær og stöðvuðust moksturstæki og bílar af þeim sökum. Undir kvöld var veðrið gengið niður og hreyfing komin á tækin. Leiðin frá Reykjavík til Akureyrar verður rudd f dag og einnig á annan í páskum. Á Norðaustur- landi er ágæt færð, t.d. er fært frá Húsavík yfir Sléttu til Vopna- fjarðar. I gær voru nokkrir fjall- vegir á Austurlandi ruddir en Oddsskarð var fært. Sömuleiðis er Lónsheiði fær og vegir á Suður- landi. — Happdrættin Framhald af bls.44 drættið spilar sjálft á 10% útgef- inna miða. Hann kvað tvö siðustu hús hafa komið á 10 til 11% miða, þar sem breytilegt er frá ári til árs, hve salan hefur verið góð. Á þessu ári, sem nú er nýlokið, má , gera ráð fyrir að DAS hafi unnið | um 25 til 26 milljónir króna, þar l af er andvirði hússins, sem metið er í skrá happdrættisins um 15 milljónir króna. Þessi langstærsti vinningur hleypir upp prósentutölu vinn- inga DAS sem hefur þvf unnið á síðasta happdrættisári 14,5% vinninga, en hefði húsið ekki komið á miða DAS hefði hlut- fallið verið 5,8%. Fer þetta eftir heppni happdrættisins, hvort upp koma stórir vinningar á óselda miða eða ekki. Baldvin kvað stjórn happdrættisins þó ávallt f þvf tilfelli, er aðalvinningur hefði komið upp á óseldan miða, hafa ákveðið . að gefa viðskipta- vinunum kost á að spila um húsið aftur. Baldvin kvað hlutfall seldra miða mundu eitthvað breytast á næsta ári, þar sem 10 þúsund miðar væru gefnir út til viðbótar, en heildarfjöldi miða verður þá 75 þúsund. Ólafur Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Happdrættis SÍBS, sagði að ef happdrættin væru svo heppin — ef orða mætti það svo — að stórvinningur kemur á óseldan miða, munaði hlutfall unninna vinninga af þeim sjálf- um mjög miklu. Hann kvað óselda miða vera 11% af miðunum og ætti happdrættið þá ef það hlut- fall héldist að vinna 11% vinn- inga. Kvað hann niðurstöðuna ávallt hafa verið mjög nálægt þessu hlutfalli. Sum árin er það kannski fvið meira og önnur dálftið minna. Heildarverðmæti vinninga SlBS á þessu ári er 201.600.000 og er það fyrir utan aukavinninginn, sem er að verð- mæti rúmlega 2,5 milljónir, þann- ig að heildarverðmæti vinninga er í raun 204.200.000 krónur. Má þvf gera ráð fyrir að Happdrætti SlBS vinni í sjálfu sér 22,2 milljónir króna. Hins vegar sagði Ólafur að venjan væri sú með aukavinninginn, sem dreginn er út í júní, bifreið, að hann er að- eins dreginn úr seldum miðum. Þýðir það að dregið er um bflinn þangað til upp kemur selt númer. Númerin, sem happdrættið á sjálft og koma upp á aukavinning- inn, fara aftur niður f miðahrúg- una og eru því gjaldgeng í barátt- unni um aðra vinninga í þessum sama flokki. 1 lögum happdrættis- ins er gert ráð fyrir að a.m.k. 50% af andvirðri seldra miða fari f vinninga, en Ólafur sagði að happdrættið léti rúmlega 60% í vinninga. Sagði Ólafur að happ- drættið gerði þannig betur við viðstkipavinina en lögin krefðust af því. Utgefnir miðar f Happ- drætti SlBS eru 70 þúsund.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.