Morgunblaðið - 15.04.1976, Side 24

Morgunblaðið - 15.04.1976, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976 Kosningar í júní óh jákvæmilegar Róm, 14. apríl. Reuter. AMINTORE Fanfani, hinn aldni leiðtogi hægri manna f Kristilega demókrataflokknum á Italíu, var f kvöld kjörinn formaður lands- ráðs hans og kom það mjög á óvart. Stjórnmálaskýrendur telja að þetta taki af allan vafa um að komizt verði hjá þingkosningum f landinu 13. eða 20. júnf n.k. til að binda enda á stjórnmálakrepp- una, en kosning Fanfanis bendir til mikillar hægri sveiflu f flokknum og er ósigur fyrir for- mann flokksins, Benigno Zaccagnini, sem hefur barizt fyrir mildari afstöðu hans til kommúnista. Er talið líklegt að nú stefni f hörð átök milli kristi- legra demókrata annars vegar og sósfalista og kommúnista hins vegar. Fanfani fékk 100 atkvæði, 30 atkvæði fóru til spillis en 54 sátu hjá. Þetta gerðist á fundi flokksforystunnar f kvöld. Framkvæmdir við Hús verzlunar- innar að hefjast Framkvæmdir við Hús verzlunarinnar, sem á að rfsa f nýja Miðbæjarkjarnanum f Kringlumýri, eru nú að hef jast og hefur jarðvinna þegar verið boð- in út. Áætlað er að allri jarðvinnu verði lokið fyrir júlflok. Hjörtur Hjartarson, formaður bygginganefndar hússins, sagói í samtali við Morgunblaðið í gær, að gert væri ráð fyrir að fyrsta skóflustungan yrði tekin um miðj- an maímánuð. Á þessu ári væri áætlað að Ijúka við að steypa kjallara hússins, sem væri 28 þús- und rúmmetrar að stærð og meira en helmingur að stærð hússins. í kjallaranum verður mikill fjöldi bílastæða. Áformað er að ljúka við að steypa húsið upp á árinu 1977, en það verður 21 þúsund rúmmetrar, Húsið á að afhenda tilbúið undir tréverk og miðað við núverandi verðlag mun það kosta þannig um 560 milljónir króna. — Bahamar telja Framhald af bls. 1 fiskimiðum eyjanna sem kynnt hefði verið f fyrra á fundum með fulltrúum Bandaríkja- stjórnar væri enn við lýði og ekkert benti til að nein breyt- ing yrði á hvað snerti kúb- önsku stjórnina. Hann sagði það stefnu stjórnarinnar að vernda auð- lindir Bahamaeyja til nýtingar fyrir íbúana sjálfa. í fyrra lýstu Bahamamenn þvi yfir að humarmið úti af Bahama- eyjum væru á meginlands- sökklinum og bönnuðu fiski- bátum frá öðrum þjóðum veið- arnar. Bitnaði bann þetta mest á Kúbumönnum og sjómönn- um frá Suður-Florida. — Sakharov Framhald af bls. 1 Hjónin, sem höfðu uppi þessi „skrílslæti," voru að sögn Tass, flutt til öryggisvarðstöðvar þar sem þau viðurkenndu að hafa slegið verðina. Frú Sakharov -sagði í skriflegri yfirlýsingu sinni að „hún hefði gert þetta vísvit- andi og að hún hefði vitað hvað hún væri að gera,“ segir frétta- stofan og bætir við: „Sakharov reyndi að halda þvf fram, að hann hefði gert þetta vegna þess, að verðirnir hefðu reynt að snúa upp á handleggi hans. En þegar öryggisverðirnir á stöðinni íögðu til að hann gengist undir læknis- skoðun til að sanna þessa yfirlýs- ingu neitaði hann því eindregið." Tass sagði að Sakharov, „þessi alræmdi maður", hefði framið „enn eitt skrílsverkið”. Ekkert var vitað hvort Sakharov-hjónin | yrðu kvödd fyrir dóm vegna máls- ins. Sakharov-hjónin höfðu komið til Omsk gagngert til að vera viðstödd réttarhöldin yfir Djemilev sem sakaður er um and- sovézka starfsemi. Hann er 31 árs að aldri en hefur eytt mestum hluta fullorðinsára sinna í fang- elsum og vinnubúðum vegna bar- áttu sinnar fyrir þvf að Tatararnir fái að snúa til heimkynna sinna á Krfmskaga úr útlegð. Hann á yfir höfði sér þriggja ára fangelsisvist til viðbótar. 1 dag átti enfremur að hefjast í Moskvu réttarhöld yfir öðrum andófsmanni, dr. Andrei Tverdokhlebof, eðlisfræð- ingi og ritara hinnar óopinberu sovézku deildar Amnesty Inter- national, en hann er sakaður um að hafa dreift óhróðri um Sovét- rikin. — Ford undirritar Framhald af bls. 1 Bandaríkin gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar sam- kvæmt gildandi samningum. i öðru lagi að einhliða bann við veiði útlendinga gengi í ber- högg við ákvæði alþjóðalaga. i þriðja lagi að taka erlendra skipa að ólöglegum veiðum kæmi ekki heim við alþjóðalög. í fjórða lagi að með frumvarp- inu væri gengið inn á valdsvið forsetaembættisins f alþjóða- málum. Ford kvað þessi mál mikil- væg en kvaðst vongóður um að viðkomandi stjórnvöld gætu leyst þau eða að þau mætti leysa með lögum ef nauðsyn- legt reyndist. — Vængir Framhald af bls. 2 þar sem tilkynnt var, að flugmenn Vængja h/f hefðu gengið í félagið og var óskað eftir samningsgerð um kaup og kjör þeirra vegna. Vængjum h/f var allsendis ókunnugt um, að fyrir lægi nokkur sá ágreiningur, sem ekki væri hægt að jafna milliliðalaust við flugmennina, en hafði aftur á móti rökstudda vitneskju um hörku og óbilgirni F.I.A. í kjara- samningum. Á meðan stjórnin var að hugleiða hin nýju viðhorf, barst nýtt bréf frá F.Í.A. dagsett 22. jan. ’76 og birtist það hér á eftir. Bréfi þessu svaraði svo stjórn Vængja h/f 24. febrúar og birtist svarbréfið einnig. Flugmönnum hefir ávallt staðið til boða að semja beint við Vængi h/f, en allt slikt hefir strandað á einstrengings afstöðu F.Í.A., sem bannað hefir starfsmönnum alla samninga, nema á þess vegum. Eins og fram kemur í bréfi Vængja h/f frá 24. febrúar, hafna þeir F.Í.A. algjörlega sem samn- ingsaðila, enda er félag þetta klofið ofan i rót, og semja flug- menn Loftleiða og Flugfélags ís- lands hvorir um sig, beint við sitt félag. Það eru aðeins Vængir h/f, sem eiga að sæta þvl að fást við samninganefnd, sem skipuð er af. F.I.A., á þann hátt að einn nefndarmaður er starfsmaður Vængja h/f, annar Flugfélags Is- lands og sá þriðji Cargolux. Þannig var málið lagt fyrir sátta- semjara ríkisins. í þessu sam- bandi má einnig benda á, að Vængir h/f eru hið eina af litlu flugfélögunum sem F.I.A. hefir nokkru sinni skipt sér af. Flug- menn Vængja h/f hafa án þess að gera sér það ljóst, orðið peð I valdatafli innan F.l.A. Stjórn Vængja harmar það, að umræddir flugmenn, sem allir hafa reynst hinir nýtustu starfsmenn, skuli þannig missa atvinnu sina, algjör- lega að ástæðulausu. Morgunblaðið hafði samband við tvo fréttaritara sina, þá Árna Helgason I Stykkishólmi og Matthias Jóhannsson á Siglufirði og spurði þá hvernig fólki á þessum stöðum litist á að Vængir hættu áætlunarflugi sínu þangað. Matthías Jóhannsson á Siglu- firði sagði, að ef félagið hætti flugi til Siglufjarðar væri búið að skera á lífæð staðarins. Vængir hefðu veitt sérstaklega góða fyrir- greiðslu til þessa og strax I gær þegar félagið hætti vörumóttöku hefði komið I ljós hve Siglfirð- ingar væru orðnir háðir þessari þjónustu. „Fólk hér skorar á stjórn félags- ins að gefast ekki upp. Hér eru allir tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til þess að félagið geti dafnað, t.d. með þvi að leggja fram fé, ef til greina kæmi að auka hlutfé þess.“ Þá sagði Matthlas, að bæjarráð Siglufjarðar myndi fjallað sér- staklega um þetta vandamál. Arni Helgason I Stykkishólmi sagði að þessi ákvörðun myndi koma sér illa á Snæfellsnesi. Að visu gengi áætlunarblll milli Reykjavíkur og Snæfellsness, og myndi hann fá nóg verkefni ef flugið legðist niður. Áætlunarbíll- inn hefði gengið I mörg ár, en að undanförnu hefði farþegum með honum fækkað mikið, þar sem flestir hefðu kosið að fljúga. — Það kemur sér illa fyrir okkur Stykkishólmsbúa ef flugið leggst niður, en ástandið verður enn verra á Sandi og i Ólafsvík, ef þessi samgönguæð verður ekki til eftir skamman tíma. — Blóm vikunnar Framhald af bls. 17 áburðarkalki. Plöntunin fer þannig fram: 1. Götin á botni ilátanna eru hulið með pottbrotum eða bréfi. 2. llátin fyllt af moldarblönd- unni upp að brún, siðan er moldinni léttilega þjappað niður uns 1—2 sm borð er á. 3. Móta skal holu fyrir jurtina með litlum trépinna eða vísi- fingri. Áður en plantan er flutt úr sáðilátinu skal vökva ræki- lega til þess að moldin loði sem bezt við ræturnar. 4. Þegar fræplöntunni hefur verið komið fyrir I holunni skal moldinni þrýst þéttingsfast að rótinni. Sé dreifplantað I kassa er vaxtarrýmið haft 4—6 sm á kant. Smávaxin sumarblóm þurfa minna vaxtarrými en kál- tegundir. 5. Þegar dreifplöntun er lokið skal vökvað rækilega með garð- könnu með fínum dreifara. 6. Gott er að dreifa litlu einu af brassicol-dufti yfir moldina til þess að verjast sníkjusvepp- um. 7. Eftir gróðursetningu skulu plönturnar hafðar á 10—15°C hita og I góðri birtu þar til þær verða fluttar á vaxtarstað úti I garði og allan þann tíma skulu þær vökvaðar daglega. Leiðbeiningar um gróður- setningu úti koma siðar. EIS. — Selfangari Framhald af bls. 44 kom I ljós, að selfangarinn Kvit- ungen frá Tromsö var ekki mjög langt fyrir norðan flakið af For- tuna. Til að þyrlan gæti komist fram og til baka, var eldsneytisflugvél frá Wood Brigde I Englandi send af stað og önnur frá Keflavík kl 12.45 og átti Herkules- eldsneytisvél að fylgja henni eftir og fylla tanka hennar eftir því sem þörf krefði á Norðurleiðinni, en enska vélin átti á fylla á á heimleið. Var gert ráð fyrir að þyrlan kæmi yfir svæðið kl. 17, tæki þá skipbrotsmennina og flytti þá til Meistaravíkur á Græn- landi. Skömmu eftir að vélarnar lögðu af stað tilkynnti Kvitungen að skipsmenn þar sæju til manna á fsnum. Að sögn Hannesar Hafstein kom fljótt I ljós að flugvélarnar myndu fá meiri mótvind á ieið- inni en gert hafði verið ráð fyrir I upphafi og gekk því fljótt á elds- neytisbirgðir þyrlunnar, en engu að slður héldu vélarnar áfram för sinni. Kl. 17 kom sfðan skeyti frá Kvitungen þess efnis að þeir hefðu brotizt áfram til skipbrots- mannanna og væru þeir komnir um borð heilir á húfi. Þá var ákveðið að flugvélarnar sneru við, enda allsendis óvlst hvort þyrlan hefði nægt eldsneyti fram og til baka, ef mennirnir hefðu verið teknir um borð I hana. Kom þyrlan ásamt annarri eldsneytis- vélinni til Akureyrar kl. 18 I gær- kvöidi, en hin eldsneytisvélin lenti I Keflavfk kl. 18.45. Gert var ráð fyrir að þyrlan yrði um kyrrt á Akureyri I nótt, en von var á eldsneytisvélinni, sem lenti á Ak- ureyri til Keflavlkur kl. 19.30. — Magnús Framhald af bls.44 með áburð á skíði sín. Þá gerði nokkra golu er keppnin var nýhafin og höfðu þeir sem höfðu hærra rásnúmer hana I fang. Meðal þeirra var Halldór Matthíasson. Þá var einnig keppt I 10 km göngu 17—19 ára. Sigurvegari varð Haukur Sigurðsson Ólafs- firði, gekk á 41:02 mín. Annar varð Þorsteinn Þorvaldsson Ólafsfirði á 42:36 mín. og þriðji varð Jónas Gunnlaugs- son isafirði á 44:57 mfn. —sigbj.g. — Féll út Framhald af bls. 2 verjar honum um borð aftur. Meiddist Bjarni á fæti við að rekast I eitthvað er honum skolaði fyrir borð. Sæljón kom svo I land I morgun og landaði 73 lestum af fiski og hefur þá fengið 460 lestir á vertíðinni og er afla- hæsti bátur hér I dag. Otaberg landaði 30 lestum I gær. Þá landaði Hólmanes 90 lestum I gær og Hólmatindur 100 lestum I dag. Veður hér I dag er ágætt, sunnan gola og 5 stiga hiti. — Ævar. — Útvarp Framhald af bls. 32 lendukapphlaup og heims- valdastefna á 19. öld. 14.00 Dagskrárstjóri f eina klukkustund Hannes Pétursson skáld ræð- ur dagskránni. 15.00 Fyrsta danslagakeppni á tslandi Svavar Gests dregur fram f tali og tónum ýmiskonar fróðleik frá danslagakeppni á Hótel tslandi 1939. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Framhaldsleikritið: „Upp á kant við kerfið" OUe Lánsberg bjó til flutn- ings eftir sögu Leifs Pandur- os. Þýðandi: Hólmfrfður Gunn- arsdóttir. Leikstjóri: GIsli Alfreðsson. Persónur og leikendur ( átt- unda og sfðasta þætti: Davfð / Hjalti Rögnvaldsson Lfsa / Ragnheiður Steindórs- dóttir Schmidt, læknir / Ævar R. Kvaran Marfanna / Helga Stephen- sen Traubert / Helgi Skúlason Mamma / Herdfs Þorvalds- dóttir Kamma / Sigrún Björnsdótt- ir Hugo / Bjarni Steingrfmsson 17.05 • Barnatfmi: Guðrún Birna Hannesdóttir stjórnar Samfelld dagskrá um H.C. Andersen Danski drengjakórinn syng- ur. Unnur Björk Lárusdóttir (9 ára) og Guðjón Sigurðsson (16 ára) lesa. 18.00 Lúðrasveit Kópavogs leikur Stjórnandi: Björn Guðjóns- son. Kynnir: Jón Múli Arna- son. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar 19.30 Frá Hallgrfmi Scheving Dr. Finnbogi Guðmundsson flytur erindi. 20.00 Einsöngur f útvarpssal: Hreinn Lfndal syngur lög eft- ir Grieg, Schubert, Donaudy, Tosti og Respighi. Ólafur Vignir Albertsson leikur á pfanó. 20.20 Að vera húmoristi Björn Vignir Sigurpálsson og Árni Þórarinsson sjá um þáttinn. 21.05 Kvöldtónleikar Flytjendur: Sinfónfuhljóm- sveit útvarpsins f Hamborg og Gerhard Puchelt pfanó- leikari. Stjórnandi: Heribert Esser. a. „Egmont" — forleikur eft- ir Beethoven. b. Pfanókonsert nr. 1 f C-dúr op. 11 eftir Weber. c. Sinfónfa f D-dúr eftir Schubert. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög (23. 55 Fréttir) 01.00 Dagskrárlok. ÞRIÐJUDIkGUR 20. aprfl 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. landsmálabl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Séra Gunnar Björnsson flytur. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Hreiðar Stefánsson byrjar að lesa söguna „Snjalla snáða“ eftir Jennu og Hreiðar Stefánsson. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Fiskispjall kl. 10.05: Ásgeir Jakobsson flytur. Hin gömlu kynni kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: Félagar f Sinfónfuhljómsveit sænska útvarpsins leika Barokksvftu op. 23 eftir Kurt Atterberg; Höfundur stjórn- ar / Suisse Romande hljóm- sveitin leikur Sinfónfu nr. 4 f a-moll op. 63 eftir Jean Sibel- ius; Ernest Ansermet stjórn- ar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.20 „Réttindi", smásaga eftir Hreiðar Eirfksson Jón Aðils leikari les. 15.00 Miðdegistónleikar Alexandre Lagoya og Andrew Dawes leika Konsertsónötu fyrir gítar og fiðlu eftir Niccolo Paganini. Francois Thinaf leikur Pfanósónötu f es-moll eftir Paul Dukas. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatfminn Finnborg Scheving sér um tfmann. 17.00 Lagið mitt Berglind Bjarnadóttir sér um óskalagaþátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburðarkennsla f spænsku og þýzku. 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Karl fyrsti Stúart Brot úr sögu Stúartanna f há- sæti Stóra-Bretlands f saman- tekt Jóhanns Hjaltasonar. Jón örn Marinósson les fyrsta hluta erindisins. 20.00 Lög unga fólksins Ragnheiður Drffa Steinþórs- dóttir kynnir. 20.50 Áð skoða og skilgreina Kristján Guðmundsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.30 Söngur f þjóðlagastfl Tómas Jónsson og Helgi Árn- grfmsson flytja frumsamin lög f útvarpssal. 21.50 Kristfræði Nýja testa- mentisins Dr. Jakob Jónsson flytur þrettánda erindi sitt: Kyrios. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Sá svarti senu- þjófur", ævisaga Haralds Björnssonar Höfundurinn Njörður P. Njarðvík, les (10). 22.40 Harmonikulög Jo Ann Castle leikur. 23.00 A hljóðbergi Dylan Thomas: Heim til Swansea. (Return Journey to Swansea). Höfundurinn og leikarar brezka útvarpsins flytja. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.