Morgunblaðið - 15.04.1976, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976
Keramik
Leikrit Jökuis Jakobssonar, Keramik, er f sjónvarpi á mánudag.
BREZKA leikritaskáldið John
Osborne var einhvern tfma
beðinn um að skilgreina helzta
muninn á því að skrifa sviðs-
leikrit og sjónvarpsleikrit.. ,,Ég
held, að það sé nærtækast að
líkja þvf að semja sviðsleikrit
við að skrifa skáldsögu,"
svaraði hann, „ og þvf að semja
sjónvarpsleikrit við að skrifa
smásögu.“
Hvort sem Jökli Jakobssyni
hefur verið kunnugt um þessa
skilgreiningu Osbornes eða list-
ræn eðlisávfsun vísað honum
leiðina, þá er KERAMIK, sjón-
varpsleikrit hans, sem sjón-
varpið sýnir nú um páskana,
einna lfkast smásögu í formi og
uppbyggingu. Og eftir að hafa
átt þess kost að sjá leikritið á
forsýningu á dögfinum, get ég
með góðri samvizku fullyrt, að
þeimstund sem fólk situr fyrir
framan skjáinn að kvöldi
annars páskadags er vel varið.
I Keramik rær Jökull raunar
á velþekkt mið í efnisaðföng-
um. Þríhyrningurinn eilífi er
þarna á næstu grösum, og þema
leiksins er sumpart sótt í
kvennaumræðu okkar daga.Við
erum leidd inn á heimili brodd-
borgara og kynnumst eigin-
manninum — ungum og
upprennandi lögfræðingi, sem
framtíðin brosir við, eiginkon-
unni sem er „bara húsmóðir"
og syni þeirra ungum. „Hús-
bóndinn" hefur sett sér markið
hátt, á jafnvel borgarstjórnar-
sæti í vændum og leggur
metnað sinn f að sjá fjölskyldu
sinni sem allra bezt farborða
svo að ekkert vantar á: einbýlis-
hús, bfll, lúxus innanstokks-
munir og nú síðast sjávarlóð
fyrir sumarbústaðinn fyrir
austan Fjall. Og hann talar i
þessum klissjum, sem eru svo
dæmigerðar fyrir þá sem að-
hyllast efnishyggju auðsins (og
kallast víst verðbólguvandi hér
í landi).
Eiginkonan hefur þvf
naumast yfir neinu að kvarta,
en þegar betur er að gáð er ekki
allt með felldu f sambúð þeirra
hjóna. Allsnægtirnar virðast
skammgóður vermir, og
leiðindi og andleysi húsmóður-
starfsins eru að kæfa hana.
Hún hefur reynt að finna
ófullnægju sinni útrás f ótal
„hobbíum" og nú sfðast hefur
hún lent á keramiknámskeiði.
Þar kynnist hún ungri stúlku,
sem er algjör andstaða hennar f
lffsskoðunum og breytni en
engu að sfður takast með þeim
miklir kærleikar. Eiginmannin-
um finnst vinkonan hafa
heldur óheillavænleg áhrif á
konu sína framan af, enda
tekur hún að slá slöku við
heimilisstörfin. En forlögin
láta ekki að sér hæða og fyrr
en varir hafa þau haft enda-
skipti á hlutunum.
Jökull vinnur yfirleitt vel úr
þessu efni en honum hættir þó
stöku sinnum til að verða full
skáldlegur og háfleygur, sem
sjónvarp þolir miklu síður en
leiksvið, sérstaklega þegar um-
gjörðin er jafn hversdagsleg og
raunsæ sem þarna. Með fálm-
kenndum vinnubrögðum f
uppsetningu hefði auðveldlega
mátt kafsigla verkið á þessum
punktum, en þetta kemur þó
naumast að sök, því að svo er
vandað til sýningarinnar af
hálfu sjónvarpsmanna, að þeir
hafa vart gert betur í annan
tíma. Hrafn Gunnlaugsson,
leikstjóri og Egill Eðvaldsson
stjórnandi upptöku hafa
undantekningalítið verið fund-
vfsir á hinn gullna meðalveg
milli hins raunsæja ramma og
ljóðræns texta, sem öðruhverju
bregður fyrir. Ymsar aðrar
lausnir þeirra þykja mér
sérlega smekklega útfærðar.
Ekki er þó við hæfi að fella
neinn eiginlegan dóm um leik-
ritið eða sýninguna meðan hún
hefur ekki komið á skjáinn, og
framangreint látið nægja í von
um að áhugi sjónvarpsáhorf-
enda sé vakinn. Þó er skylt að
geta annarra aðstandenda
þessarar sýningar, sem lagt
hafa sitt af mörkum til að gera
KERAMIK að ánægjulegri
kvöldstund — leikaranna Sig-
urðar Karlssonar, Hrannar
Steingrímsdóttur, Höllu
Guðmundsdóttur og strák-
hnokkans Björns Gunnlaugs-
sonar, Björns Björnssonar, sem
gert hefur sannferðuga sviðs-
mynd um leikritið og Snorra
Þórissonar, sem annaðist
myndatökuna. Þá má ekki
gleyma Spilverki þjóðanna,
sem lagt hefur til tónlistina, og
eru það aðallega tilbrigði við
ýmis laganna á síðustu plötu
þess.
bvs.
Or Ieikritinu Keramik.
H-moll messa Bachs
Flutningur og hugleiðingar um textann
H-MOLL messa Bachs sem
Pólýfónkórinn flytur um pásk-
ana verður á dagskrá útvarps á
föstudag. Undirleik annast
kammerhljómsveit en ein-
söngvarar með kórnum eru:
Guðfinna Ólafsdóttir, Rut
Magnússon, Ásta Thorsteinsen,
Jón Þorsteinsson, Ingimar Sig-
urðsson og Halldór Vilhelms-
son. Stjórnandi kórsins er Ing-
ólfur Guðbrandsson.
I kórnum eru um 150 manns
en í kammersveitinni eru um
35 manns.
H-moll messa Bachs hefur áð-
ur verið tekin tii flutnings hjá
kórnum en var þá flutt nokkuð
stytt. Var það árið 1968.
Flutningur hefst kl. 14.00 og
er þá sunginn fyrri hluti verks-
ins. Tekur það um eina og hálfa
klukkustund. Sfðari hluti mess-
unnar verður fluttur að loknum
veðurfregnum kl. 22.15 . Flutn-
ingi lýkur kl. 23.10.
Þá verður fluttur þáttur að
loknum fyrri hluta flutningsins
sem nefnist Um texta Messunn-
ar f H-moIl eftir Bach. Hefst
þessi þáttur kl. 15.30. Það er
Þórir Kr. Þórðarson prófessor
sem les og hugleiðir textann.
Sagði Þórir að þessi hugleið-
ing fjallaði um textann sem tón-
verkið er samið við sem er þá
texti messunnar. Helztu liðir
messunnar væru Miskunnar-
bæn, dýrðarsöngur, trúarjátn-
ingin og guðslambið. Ræðir
Þórir um textana til að varpa
meira ljósi á tónverkið en hann
fjallar ekki um tónverkið sjálft.
Textinn er allur á latfnu og er
þetta lútersk messa á 18. öld.
Liðir þessarar messu eru þeir
sömu og í kaþólsku messunni
að sögn Þóris og var þessi texti
notaður hér á landi eftir siða-
bótina og allt fram á 19. öld.
Þá sagði Þórir að túlkun
Bachs á textanum væri mjög
áhugaverð og væri hún mjög
góð. Það væri raunar slæmt að
ekki var unnt að hafa tóndæmi
úr flutningi verksins með hug-
leiðingunni en það hefði reynzt
óframkvæmanlegt af ýmsum
ástæðum. Þessi túlkun lýkur
upp textanum fyrir hlustend-
um en nauðsynlegt er að gefa
gaum að textanum er hlustað er
á tónverkið.
ÞÁTTURINN Áfangar sem ver-
ið hefur á föstudagskvöldum í
vetur verður í þessari viku á
laugardagskvöldið kl. 22.25.
Umsjónarmenn þáttarins eru
Ásmundur Jónsson og Guðni
Rúnar Ágnarsson.
Guðni Rúnar sagði að þeir
hefðu ekkert breytt út af venju-
legu formi þáttarins þó svo
hann væri nú á laugardags-
kvöldi. Sagði hann að ef fólk
hlustaði á þáttinn f fyrsta sinn
1-4^
ER^ hdI ( HEVRH!
Eiga á þriðja
þúsund plötur
á laugardag væri ekki rétt að
gefa rangar hugmyndir af því
hvernig þátturinn væri venju-
lega.
Guðni Rúnar sagði að meðal
efnis í þættinum á laugardag
væri titillagið af nýrri plötu
með Genesis. Einnig lékju þeir
eitt lag af gamalli plötu með
sömu hljómsveit til þess að
bera saman söngvarana. Fyrir
nokkru var skipt um söngvara
hjá Genesis en fráfarandi
söngvari var af mörgum talinn
aðaldriffjöður hljómsveitarinn-
ar. Það kemur hins vegar f ljós
að sá söngvari sem tók við starf-
inu stendur fyllilega f stykkinu
og er meira að segja ákaflega
líkur fyrri söngvara hljómsveit-
arinnar.
Þá verður leikin músík með
hljómsveitinni Quintessence og
flytur hún trúarbragðamúsfk
enda eru trúarbrögð hljóm-
sveitarmannanna nokkuð sér-
stæð. Þó sagði Guðni Rúnar að
þessi hljómsveit flytti þessa
gerð tónlistar miklu betur en
flestar aðrar sambærilegar
hljómsveitir gerðu.
Þá enda þeir félagar Guðni
Rúnar og Ásmundur þáttinn á
að spila verk sem flutt er af
Calvary Quicksilver Messenger
Service og væri þetta verk tón-
listarleg túlkun þessarar hljóm-
sveitar á upprisu Jesú Krists.
Ymislegt fleira er í þættinum
s.s. söngur Murrey Head sem
frægur er m.a. fyrir að hafa
sungið verk Júdasar f tónverk-
inu Jesus-Chris Superstar.
Þá sagði Guðni Rúnar að
lokum að þeir félagar ættu upp
undir 3.000 plötur samanlagt en
nokkuð væri þó um að ræða
sömu plöturnar. Má ætla að titl-
arnir séu allavega vel yfir tvö
þúsund.
Nótt undir Jökli
SÍÐASTI þáttur Haralds Ólafs-
sonar, Lesið f vikunni, er i
hljóðvarpi kl. 19.35 í kvöld.
Þættir Haralds hafa verið viku-
legir liðir í dagskránni og hefur
bæði verið sagt frá og eins lesið
úr ýmsum verkum.
i þættinum í kvöld verður
lesin frásögn eftir Sigurð
Björnsson á Kvískerjum sem
nefnist Nótt undir jökli. Sagði
Haraldur að þetta væri ákaf-
lega merkileg frásögn en
Sigurður lenti undir snjóflóði
og datt ofan f jökulsprungu.
Þar lá hann í nærri sólarhring
án þess að geta hreyft legg eða
lið þar til honum var bjargað.
Þátturinn er 15 mfnútna
langur.
Haraldur Olafsson. Sfðasti
þáttur hans, Lesið f vikunni,
verður f kvöld.