Morgunblaðið - 01.05.1976, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1976
íslandsmet
hjá LILJU
LILJA Guðmundsdóttir er i8in vi8
fcolann og setti enn eitt íslands-
metið í móti i SviþjóS i vikunni,
en sem fcunnugt er æfir Lilja og
keppir me8 sænsku Ii8i. MetiS
setti Lilja i 1500 metra hlaupi.
bætti hún eldra met sitt um 2
sekúndur og er nýja metið
4:32,0. Nálgast Lilja nú Ólympiu
lágmarkið óðum, en i 800 metra
hlaupi á hún þó enn meiri mögu-
leika á að ná lágmarkinu eftir-
sótta.
Hörkoleikir í
Reykjaiíkiirinéti
og Litln
bikarkeppninni
HORKULEIKIR verða i vormót-
unum I knattspyrnu i dag. Fram
og Valur mætast i Reykjavíkur-
mótinu á Melavellinum klukkan
16 og er þar um að ræða hálf-
gerðan úrslitaleik i mótinu. Með
sigri í dag má segja að Framarar
hafi svo gott sem tryggt sár
Reykja vikurmeistaratitilinn, en
vinni Valur opnast mótið og auk
þessara liða eiga Vikingar þá
móguleika á sigri i mótinu.
í litlu bikarkeppninni verða
tveir leikir i dag og hefjast báðir
klukkan 14.00. Akumesingar
leika gegn hinum vorhressu
Haukum á Skaganum og i Kapla-
krika leikur FH við Breiðablik.
Báðir þessir leikir ættu að geta
orðið spennandi og verður sár-
staklega gaman að vita hvernig
Haukunum gengur i baráttunni
við tslandsmeistarana.
Jóhannes í
íþróttaþœtti
í ÍÞRÓTTAÞÆTTI sjónvarpsins i
dag verður meðal efnis 15 min-
útna kafli úr leik Celtic og
Dundee Utd., sem leikinn var
fyrir nokkru siðan. Celtic tapaði
þessum leik 3:2 og má segja að
þessi ósigurinn hafi verið sá fyrsti
af fleirum sem á eftir fylgdu. en
Celtic gekk mjóg illa i lok knatt-
spyrnuvertfðarinnar i Skotlandi.
Auk þessa leiks verður góð-
akstur, badminton og golf meðal
efnis i iþróttaþættinum. sem
Bjami Fetixson annast.
Haraldnr hefncti
í liðakeppninnt
HARALDUR Korneliusson hefndi
að nokkru leyti ófaranna á
nýafstöðnu íslandsmóti i
badminton er hann i fyrrakvóld
ásamt Hæng Þorsteinssyni bar
sigurorð af Sigurði Haraldssyni
og Jóhanni Kjartanssyni I tviliða-
leik liðakeppninnar i badminton.
Haraldur og Hængur kepptu fyrir
a-lið TBR og unnu 18:16 og
15:9. Sigurður og Jóhann keppa
hins vegar fyrir b-lið TBR og
tapaði liðið i fyrrakvöld sinum
fyrsta leik i liðakeppninni, úrslitin
urðu 7:6 fyrir a-liðið. þannig að
munurinn gat ekki verið minni.
Í tvenndarfeik sigraði Haraldur
einnig en þar lák hann með
Jóninu Niljóníusardóttur, þeirri
sfungu badmintonkonu. Þau léku
gegn Sigurði Haraldssyni og
Steinunni Pátursdóttur.
Staða ( efri flokki liðakeppn-
innar er nú þannig aðflest bendir
á sigur b-liðsins þrátt fyrir tapið I
fyrrakvöld. Þarf a-liðið að vinna
Siglfirðinga 13:0 og b-liðið má
ekki vinna KR meira en 8:5 til að
a-liðið sigri f keppninni. Leikur
KR og TBR-b fer fram i Laugar-
dalshóllinni á morgun og hefst
klukkan 14 00.
Úrslitaleikimir i neðri flofcki
liðakeppnínnar fara fram I KR-
húsinu i dag og hefjast klukkan
13. Þar leika til úrslita KR-b, ÍA
og TBS-b.
Þeir Ómar Magnússon og Björn Kristófersson brugðu á leik á nýja grasvellinum í Laugardal í gær og smellti
Friðþjófur ljósmyndari þá þessari mynd af þeim köppunum.
Grasvellirnir komnir í sumar-
skrúða en forystan er uggandi
NÝI grasvöllurinn í Laugardal er nú þegar kominn í sumarskrúða og geta
knattspyrnumenn Reykjavfkurfélaganna þvf horft með bjartari augum á það
Islandsmót, sem senn fer f hönd. t fyrra máttu þeir gera sér að góðu að leika flesta
ieiki sfna f Reykjavfk við slæmar aðstæður en ef ekki verður mikil breyting á
tfðarfarinu þá ætti aðstaðan öll að verða mun betri f sumar.
Forystumenn knattspyrnufé- geta sett sig niður eða staðið í
laganna eru hins vegar uggandi hæðunum umhverfis Laugardal-
um fjárhaginn og telja að inn-
gangseyrir verði næsta lítill
meðan leikið verður á nýja gras-
vellinum fyrir framan Laugar-
dalshöllina. Bæði ér það að engin
stúka er á nýja vellinum, aðeins
stæði enn sem komið er. í annan
stað er girðingin umhverfis vöil-
inn það lág að ekki er erfitt fyrir
þá sem ekki hafa ráð á eða það
mikinn áhuga á að fylgjast ná-
kvæmlega meó leik á vellinum að
ínn.
Hafa KRR-menn rætt þessi mál
og þar munu vera uppi raddir um
að fá afnumda vallarleigu af leikj-
unum á nýja vellinum. Þá hafa
þessi mál einnig verið rædd í
íþróttaráði Reykjavíkur og þar
verið Iýst óánægju yfir að „gamli“
Laugardalsvöllurinn skuli ekki
verða tilbúinn fyrr en í byrjun
júlí — ef vel tekst til með tyrf-
ingu vallarins.
Knapp aughv Is-
land - og sjáíian sig
í aprflhefti hins útbreidda knattspyrnublaðs „World Soccer“ er
ftarlegt viðtal við Tony Knapp landsliðsþjálfara. Þar fer hann mörgum
orðum um íslenzka knattspyrnu, hælir henni yfirleitt á hvert reipi og
ekki verður annað sagt en grein þessi sé sérlega góð kynning fyrir
íslenzka knattspvrnu. Greinin þekur opnu í blaðinu og er fvrirsögn
hennar f lauslegri þýðingu „Knapp hjáipar íslendingum inn úr
kuldanum".
Því miður er hér ekki hægt að
endurprenta grein þessa en í upp
hafi viðtalsins segir Knapp frá
því að þegar honum hafi verið
boðin þjálfun hjá 1. deildarliðinu
KR á íslandi hafi honum ekki
fundist það sérlega spennandi.
Því hafi þá verið lætt að honum
að tæki hann þetta starf þá yrði
hann um leið þjálfari landsliðsins
íslenzka.
Síðan er fjallað um íslenzka
knattspyrnumenn, sem leikið
hafa með erlendum knattspyrnu-
liðum og eru þeir taldir upp. Um
Jóhannes Eðvaldsson segir Tony
Knapp í viðtalinu: „Þegar ég kom
til Islands var hann ekki einu
sinni landsliðsmaður, en lék sem
tengiliður með Val. Ég var á
höttunum eftir leikmanni sem
gæti tekið stöðu miðvarðar f
landsliðinu, leikmanni, sem skildi
leikinn og gæti byggt upp spilið
frá vítateig. Ég þurfti ekki að sjá
1 hann leika nema í hálftfma þegar
ég vissi að ég var búinn að finna
rétta leikmanninn.1'
Knapp segir frá því að íslenzkir
knattspyrnumenn séu ef til vil!
VELLIRNIR EINS OG
EFTIR PÖNTUN
Morgunblaðsmenn lögðu leið
sína í gær inn f Laugardal og hittu
þar að máli vallarstarfsmenn með
Björn Kristófersson garðyrkju-
mann í broddi fylkingar. Sagði
hann að allir grasvellir íþróttafé-
laganna í Reykjavík væru í mjög
góðu ásigkomulagi nú þegar,
þannig að segja mætti að ástand
þeirra væri nú eins og eftir
pöntun frá knattspyrnumönn-
unum.
— Ætli það séu ekki þrjár vikur
liðnar síðan við fundum síðast
frost í jörðu hér í Laugardalnum
og í heildina var veturinn mjög
góður fyrir grasvellina. Lítið var
um langa frostakafla og þegar
mest var frostið lá yfirleitt snjór
yfir þannig að ekki varð frostið til
skaða, sagði Björn.
— Sá völlur sem er í beztu
ásigkomulági er nýi kastvöllurinn
hér í Laugardalnum, hélt Björn
áfram. — Það er í sjálfu sér
nokkuð merkilegt því hann hefur
fengið nákvæmlega sömu með-
ferð og grasvöllurinn þar sem
áætlað er að leika fyrstu leikina í
1. deildinni. Ástæðan kann að
vera sú að hann var sleginn
sjaldnar í fyrrasumar.
— Ætli við förum ekki að slá
vellina í næstu viku og svo þarf að
valta þá áður en óhætt er að fara
að leika á þeim. Annars er völlur-
inn mjög þéttur og knattspyrnu-
mennirnir ættu ekki að þurfa að
kvarta yfir aðstöðunni i sumar,
sagði Björn að lokum.
PRESSULEIKUR
11. MAl
Morgunblaðið getur fyllilega
tekið undir orð Björns um að
völlurinn sé þegar orðinn góður,
hvanngrænn og fallegur. Líklegt
er að fyrsti leikurinn á hinum
nýja velli verði pressuleikur þann
11. mai, en islandsmótið hefst þar
síðan 15. mai. Hefur KRR verið
ritað bréf og ráðið beðið um afnot
af vellinum, en þess er að minnast
að síðastliðið vor fékkst ekki að-
staða til pressuleiks í Reykjavík
vegna breyttrar tekjuskiptingar
við pressuleiki og var leikið í
Keflavík í staðinn. —áij.
þeir einu raunverulegu áhuga-
menn, sem eftir séu. Hann rekur
árangur sinn með landsliðið og
frá því er greint er honum var
formlega boðin landsliðsþjálfara-
staðan. „Ég spurði þá hvort þeir
hefðu raunverulega landslið? Á
móti hverjum lékuð þið? Svörin
sem ég fékk voru þau segir
Knapp, að ísland hefði tapað 8:0
fyrir Holland og 14:2 fyrir Dön-
um.“
Síðan er rakinn árangur Isiands
i leikjum undir stjórn Knapps og
hinn góði árangur isienzka lands-
líðsins ekki dulinn. Knapp segir
frá því að á leiðinni heim frá
Rússlandi eftir að íslenzka Iands-
liðið tapaði þar 0:1 í fyrrahaust
hafi hann verið að blaða í gegnum
„Rothmans“(bók um knattspyrnu
í Evrópu). — Þar sá ég að á
Islandi eru skráðir 11.000 knatt-
spyrnumenn og af þeim treysti ég
20 til að leika í landsliði. I rúss-
landi sé hins vegar skráð 4H
milljón knattspyrnumanna og sé
athyglisvert að bera þær tölur
saman.
—áij.
Dodiertv hefnr aldrei
iniið leik á Wemhliy
MANCHESTER United og Southampton mætast i úrslitaleik bikarkeppn-
inrjar á Wembley I dag Mikið er I húfi fyrir liðin því sigur i bikarkeppninni
er hápunkturinn I lífi brezks knattspyrnumanns.
Manchester United er nú að nýju komið á toppinn eftir átta frekar mögur
ár Það Manchester United sem árið 1 968 varð fyrst brezkra liða — og það
eina hingað til — til að sigra í Evrópukeppninni er liðið sigraði Benfica 7:4.
Sá sigur var uppskera mikillar vinnu Sir Matt Busbys, sem af stakri eljusemi
hafði byggt upp nýtt liðeftir flugslysið mikla við Munchen tíu árum áður.
Skömmu slðar dró Busby sig I hlé og fyrir Manchester-liðið lá leiðin niður
á við næstu árin Það var ekki fyrr en Tommy Docherty tók við liðinu að
aftur fór að rætast úr hjá United Að vlsu féll liðið niður I 2. deild nokkru
eftir að hann tók við, en dvölin þar varð ekki löng Skotinn sjálfumglaði
byggði upp nýtt, ungt lið Liðið sigraði strax I 2. deild, varð I 3. sæti I 1
deildinni I ár og einnig I úrslitum bikarkeppninnar Liðið er sókndjarft og
skemmtilega leikandi, enda kunna áhorfendur vel að meta leik þess.
Manchester-liðið er talið mun sigurstranglegra I leiknum i dag þó svo að
Tommy Docherty hafi aldrei unnið á Wembley — hvorki sem leikmaður eða
framkvæmdastjóri Southampton, sem flyst nú upp í 1. deild, byggir vonir
slnar á þeim Peter Osgood og Mike Cahnnon, enska landsliðsmanninum
Einnig benda þeir á að Sunderland gerði sér litið fyrir og sigraði Leeds I
úrslitaleik bikarkeppninnar 1972, þannig að það eru ekki alltaf þeir sem
fyrirfram eru taldir sterkari sem hljóta sigurlaunin.