Morgunblaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 1
129. tbl. 63. árg. FIMMTUDAGUR 17. JUNI 1976 Prentsmiöja Morgunblaðsins. Crosland um Rhódesíu: Horfur á blóðbaði hljóti meirihluti þeldökkra ekki viðurkenningu Lundúnum 16. júní — Reuter ANTHONY Crosland, utanrfkis- ráðherra Breta, sagði á þingi f dag, að hætta væri á því að blóðug átök yrðu f Rhódesíu þar sem Sovétríkin og Kúbumenn styddu Síðasta aðvörun til samsærismanna í Úganda: Herinn kennir íbúum ógleyman- lega lexíu Nairobi 16. júnf AP IBRAHIM Mustafa, hers- höfðingi og ráðherra f stjórn Idi Amins, sagði f dag, að her landsins muni „kenna fbúum landsins ógleymanlega lexfu“ ef frekari tifraunir verði gerðar til að ráða Idi Amin forseta af dögum. Hers- höfðinginn sagði, að sýnt yrði „hvað rfkisstjórn hersins gæti gert“, ef fbúarnir létu ekki af samsærum gegn henni. Yfirlýsingar þessar voru lesnar upp f hinu opinbera út- varp Uganda, og fylgdi sú orðsending, að hér væri um að ræða síðustu aðvörun til sam- særismanna. Ennfremur, að menn ættu að vera þakklátir Idi Amin, því að fyrir hans orð hefði herinn haldið að sér höndum eftir tilræðið við for- setann á dögunum. Hefði Idi Amin ekki skipað hernum að hafast ekki að, væru viðhorfin nú önnur en raun bæri vitni. tJtvarpið í Úganda hefur vís- að á bug fregnum um að herinn hafi drepið eða tekið höndum allt að tvö þúsund manns síðan handsprengjutil- ræðið við Amin átti sér stað. Forsetanum hefur nokkrum sinnum verið sýnt banatilræði áður á ffmm ára stjórnarferli hans í Uganda. annan aðilann og Bandarfkin hinn, hlyti meirihluti þeldökkra f landinu ekki viðurkenningu. Taldi ráðherrann, að skæru- hernaður þeldökkra mundi stigmagnast ef rfkisstjórn hvfta minnihlutans undir stjórn Ians Smith viðurkenndi ekki megin- regluna um meirihlutastjórn. „Þjóðernissinnaðir skæruliðar munu leita stuðnings utan Afríku og þeir munu fyrst leita þess stuðnings á Kúbu og i Sovét- ríkjunum. Yrði þróun mála með þessum hætti kæmi til íhlutunar Bandarikjanna til stuðnings hin- um aðilanum og afleiðingarnar yrðu óhuganlegar horfur á blóð- baði i suðurhluta Afríku," sagði utanríkisráðherrann. I næstu viku hefjast i V- Þýzkalandi viðræður Henry Kissingers, utanríkisráðherra Bandarikjanna og John Vorsters, forsætisráðherra S-Afriku, um deiluna vegna sjálfstæðis Rhódesiu og önnur misklíðarefni í suðurhluta Afríku. I umræðunum í brezka þinginu sagði Anthony Crosland m.a., að heldur þokaðist í átt til samkomu- iags án frekari blóðsúthellinga í Rhódesíu, en stjórnin þar lýsti einhliða yfir sjálfstæði sínu árið 1965. ÞJÖÐHÁTtÐARDAGUR — Is- lendingar halda f dag hátfðleg- an þjóðhátíðardag sinn. Að gömlum og góðum sið leitast menn við að prýða umhverfi sitt og margvfsleg hátfðahöld setja svip á daginn. Myndirnar hér að ofan voru teknar f gær af undirbúningi hátíðarhaldanna, sú efsta er af „vfkingaskipi“, sem verður farkostur lúðra- sveitar f Reykjavfk og á neðri myndinni eru ungar stúlkur við störf á Rútstúni í Kópavogi, en myndin til hliðar er einnig frá Rútstúni. Á bls. 2 er að finna frásögn af hátfðarhöldum dagsins. Ljósm. Mbl. Friðþjóf- Frakkar hyggja á útfærslu í 200 mílur París — 16. júní Reuter FRANSKA ríkisstjórnin lýsti því yfir í dag, að hún væri reiðubúin til að helga sér 200 mílna efnahagslög- sögu við Frakklandsstrend- ur, ef aðrar þjóðir hygðu á svipaðar aðgerðir. Stjórnin mælti á fundi sínum með frumvarpi, sem veitir henui umboð til að lýsa yfir 200 mílna efnahagslögsögu þegar og ef hún ákveður að gera það, verði frumvarpið samþykkt af franska þing- inu. Fulltrúi stjórnarinnar sagði í dag, að i frumvarpinu væri kveðið á um hagnýtingu auðlinda og vis- indaiðkana yfir og undir yfirborði hafsbotnsins allt að 200 mílum frá hvaða franska yfirráðasvæðl sem væri, en nú er fiskveiðilögsaga Frakka 12 mílur. Sögðu franskir embættismenn að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir þvi að ákvörðun um útfærslu yrði tekin síðar. Þeir Jögðu á það áherzlu, að ákvörðun ríkisstjórnarinnar bæri ekki vojtt um einstefnu í haf- réttarmálum, heldur vildi stjórn- in verða reiðubúin til aðgerða ef 200 milna reglan yrði viðurkennd á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem fram verður haldið í ágúst. Sögðu embættismennirnir að bandamenn Frakka í Efnahags- Framhald á bls. 20 Bandaríski sendiherrann 1 Líbanon myrtur ásamt tveimur starfsmönnum Morðingjarnir ófundnir Beirút — 16. júnl — Reuter SENDIHERRA Bandaríkjanna I Líbanon, Francis Meloy, var rænt í Beirút í dag ásamt efnahagsráð- gjafa sfnum og bifreiðarstjóra. Þeir fundust allir myrtir i borgar- hverfi sem er á valdi vinstri sinn- aðra múhameðstrúarmanna, að því er bandarfska utanrfkisráðu- neytið lýsti yfir I kvöld. Þegar mannránið átti sér stað ók sendi- herrann um borgarhluta, sem er á mörkum yfirráðasvæða vinstri sinna og kristinna manna. Var hann á leið til fundar við Elias Sarkis, nýkjörinn forseta Líban- ons. Lík mannanna þriggja voru flutt í sjúkrahús Rauða krossins í vesturhluta Beirút, og höfðu mennirnir verið skotnir til bána. Bandaríska utanrikisráðuneytið hafði f gær samband við fulltrúa allra þeirra hreyfingá, sem berast á banaspjót í Lfbanon, nema PLO, en ekki tókst að afla upplýsinga um þá, sem að morðunum stóðu. Bandaríkjamenn áætla nú brott- flutning 1400 baridarískra borg- ara og 53ja sendiráðsstarfsmanna, sem enn dveljast LBeirút. Heimildarmenn í Beirút telja, að hefðu palestínskir skæruliðar staðið að baki mannráninu, hefðu þeir haldið fórnarlömbunum í gislingu og krafizt lausnargjalds f samræmi við pólitiska hagsmuni sína, þrátt fyrir þá yfirlýsingu bandarískra stjörnvalda að þau semji ekki við mannræningja. Skömmu eftir að fregnin barst um morðið á bandaríska sendi- herranum og starfsmönnum hans sakaði Raymond Edde, einn af leiðtogum kristinna manna i Libanon, Sýrlendinga um að standa að baki ódæðinu. Hann sagðist nánast útiloka að Palestínuarabar eða Líbanir hefðu. verið að verki, en hins vegar væru aðrir aðilar, sem vildu ekki að ró kæmist á í Líbanon áður en „samsærið væri full- komnað", eins ög hann orðaði það. „Það eru þessir aðilar, sem Framhald á bls. 35 Noregur: 60 milljarðar krónaíhagnað af olíu í 5 ár Ósló — 16. júní — Reuter TEKJUR norska ríkisins af olfulindunum við strendur landsins munu að öllum líkindum nema um 60 milljörðum norskra króna á næstu fimm árum, að því er Bjartmar Gjerde, iðnaðar- málaráðherra Noregs, sagði I norska Stórþinginu í dag. Ráðherrann sagði m.a. að þrátt fyrir útlitið um þennan mikla hagnað væri full ástæða til varkárni. Reynslan undan- farinna ára sannaði mikilvægi efnahagslegra áætlana svo tryggð væri full atvinna, stöðugleiki i verðlagsmálum, jafnvægi í efnahagslífinu og fjárfesting í nýjum atvinnu- greinum. Framhald ábls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.