Morgunblaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JUNI 1976
33
VELVAKAIMOI
Velvakandi svarar i síma 10-100
kl 14—1 5, frá mánudegi til föstu-
dags
% tþróttabardagi
Akurcyringur skrifar:
Talsvert hefur málfar frétta-
manna og þá ekki hvað síst þeirra
er um íþróttir skrifa, verið gagn-
rýnt að undanförnu og ekki að
ástæðulausu. Virðist þar vera um
mjög takmarkaðan orðaforða að
ræða t.d. í lýsingum á íþróttum og
jafnvel hugtakarugling. Það er al-
gengt að talað er um að þessi og
þessi íþróttamaður berjist, berjist
allan leikinn og liðið berjist enda
þótt um íþrott sé að ræða þar sem
alls ekki er heimilt að berjast. I
lýsingu af kappreiðum hesta-
manna er talað um að hestur hafi
barist allt til enda þegar honum
var hleypt með öðrum hestum á
stökkspretti. Stjórnmálamenn
tala oft og skrifa um herbúðir
andstæðinganna eins og þar væri
um vopnað lið að ræða.
Þarna virðist vera um fátækleg-
an orðaforða að ræða. Það verður
að vona að hvorki áhorfendur eða
fréttaritarar vilji sjá barist i
kappleik þar sem drengileg
keppni á að vera í leik. Þó getur
verið að það sé ekki utilokað. Fyr-
ir nokkrum árum kom í dagblaðí
minnistæð lýsing af knapp-
spyrnuleik og fer hún hér á eftir
svo til orðrétt aðeins nöfnum
breytt: „Ahorfendur að leik RR
og SS á sunnudaginn fengu nokk-
uð fyrir aurana sina í þeim leik
því sjaldan hefur önnur eins
harka og læti sést hér í knatt-
spyrnuleik, öil brögð sem tii eru
voru notuð af leikmönnum, sum
svo ljót að mönnum hreinlega
blöskraði. Hártog, viijandi spörk í
fætur, bakhrindingar og hnefa-
högg voru i tísku og réði dómar-
inn, N.N., ekki við neitt. Tveir
menn höltruðu út af (SS og ÞÞ>
einn var borinn úr af og einn var
rekinn út af.“ Svo mörg eru þau
failegu orð og þarna telur sá er
þennan þokka ritar að áhorfend-
ur hafi fengið nokkuð fyrir aur-
ana sína. Það er þó alltaf munur
hjá því sem að láta þá fyrir ekki
neitt, sjá ekkert nema drengileg-
an leik og heiðarlega keppni. Til
eru þær íþróttir sem barist er í,
t.d. hnefaleikar en þeir eru sem
betur fer bannaðir hér á landi.
0 Húsmæðraorlof
Hildur Sigurðardóttir á
Sogavegi skrifar:
Ég er lengi búin að vona, að
einhver mér færari skrifi í dálk-
inn þinn það, sem mér finnst að
þyrfti svo sannariega að koma
fram, en það eru þakkir til þeirra
hugulsömu kvenna, sem standa
fyrir orlofi húsmæðra að Laugum
í Sælingsdal. Mér er sagt að frú
Steinunn Finnbogadóttir eigi
hugmyndina að þessu orlofi hús-
mæðra, og hún á því miklar þakk-
ir skilið.
Margar af okkur húsmæðrum
— þar á meðal ég — mundum
ekki eiga kost á að komast í neitt
sumarfrí nema nú í orlof að Laug-
um. Þar er allt gert til að gera
okkur dvölina sem ánægjuleg-
asta. Með okkur fara i 8 daga dvöl
(óskandi væri að dagarnir væri
fleiri) indælir fararstjórar (far-
arstýrur), sem sjá um alls konar
skemmtiatriði á kvöldin. Við höf-
um þarna prýðileg tveggja manna
herbergi, getum farið í sundlaug-
ina þar, þegar við viljum, fáum
fyrsta flokks mat, framreiddan af
elskulegum ungum hjónum. Svo
er þarna fallegt umhverfi til að
fara í gönguferðir, svo ekki sé
talað um ef maður er svo heppinn
að fá sólskin. Þá eru þarna marg-
ar lautir og bollar til að sóla sig i.
Margar okkar verða Ifka eins og
kálfarnir á vorin, við kunnum
okkur ekki læti við að vera svona
frjálsar og hafa það svona gott á
allan hátt. Og þær konur, sem ég
hefi kynnzt og verið með að Laug-
um, eru mér allar sammála um, að
ekki er hægt að hafa það betra
heldur en við höfum í þessum
orlofsferðum að Laugum.
^ Einar dyr á
langferðabílum
Ég Ias i Dagblaðinu fyrir
stuttu grein, þar sem kona ein
(Margrét) skrifar réttilega um
það, hve hættulegt geti verið að
hafa ekki nema einar dyr á þess-
um rútubílum, sem keyra fullir af
farþegum út á landsbyggðina, ef
eitthvað kæmi fyrir og fólk þyrfti
að yfirgefa bílinn í flýti. Segjum
bara að kviknaði i út frá
sígarettu, þvi að öllum er frjálst
að reykja í bílunum. Þá er útilok-
að fyrir þá, sem aftarlega eru eða
aftast í rútunni að komast úr. T.d.
eru í hópi okkar orlofskvenna
ákaflega margar mjög fullorðnar
konur, og sumar mjög seinar í
snúningum. Höfum við verið að
tala um, hvað þetta geti verið
óhuggnarlegt með aðeins einar
dyr á rútunni. Ekki man ég hvað
maðurinn hét, sem svaraði Mar-
gréti út af grein hennar, en sá
taldi ófært að hafa tvennar dýr á
langferðabílum vegna ryks á veg-
unum, en sagði að það mundi vera
eða ætti að vera hamar aftast í
bílnum, sem fólk gæti brotið með
rúðuna í neyðartilfellum. Ég held
að engin okkar hafi heyrt um
pessa ráðstöfun og ætti þá bil-
stjórinn eða fararstjórinn að til-
kynna farþegum þetta í upphafi
ferðar og um leið að benda far-
þegum á hvar hamarinn er. Ætli
ekki væri samt betra að hafa ryk-
ið og tvær útgönguleiðir. Alltaf
má þvo af sér rykið. Það hlýtur að
vera hægt að fé þéttar hurðir með
þessum ágætu svamplistum, sem
til eru núna.
Ég held að flestum finnist rétt
að byggja brúna yfir Borgarfjörð,
sem kölluð hefur verið brúin hans
Halldórs Sigurðssonar, þó það
kosti mikla peninga í bili. Þá
sleppur fólk vonandi við að aka
þessar örmjóu brýr, sem mann
hryllir við að þurfa að fara. Þetta
er líka það eina, sem skyggir á,
þegar við förum i okkar orlofs-
ferðir. Allt annað er fyrsta flokks.
Að lokum vil ég óska þeim kon-
um, sem sjá um þetta sumarfrí
fyrir okkur, allrar blessunar og
margfaldar þakkir.
0 Mæðrastyrks-
nefnd byrjaði
Ps. Velvakandi tekur undir
með Hildi, orlofið er gott mál. Að
vísu mun Steinunn Finnbogadótt-
ir ekki hafa átt hugmyndina að
orlofinu. Það var mæðrastyrks-
nefnd, sem stofnuð var um 1930,
sem fyrst byrjaði að starfrækja
orlof fyrir húsmæður og fyrir
mæður og börn, og rak það i ára-
tugi. Siðan voru sett lög um orlof
húsmæðra árið 1960 og beitti Her-
dís Asgeirsdóttir sér m.a. af mikl-
um krafti í því efni. Frumvarpið
var flutt á alþingi að beiðni Kven-
félagssambands íslands og var
Auður Auðuns fyrsti flutnings-
maður þess ásamt þingmönnum
úr öðrum flokkum.
— Kári, sagði Björg en á-
sökunartónninn I rödd hennar
var lítt sannfærandi.
En hafi móðirin brugðizt rólega
við var hið sama ekki hægt að
segja um dótturina.
— Er það pahhi sem þú ert að
kalla heimskan leikmann eða
hvað! Hann pabha!
Magurt andlit hennar varð blóð-
rautt af reiði. Björg lagði höndina
á arm hennar og tautaði:
— Svona Ylva mín...
En það var reyndar Kári sem
tók hroddinn af.
— En, bætti hann við og yppti
öxlum — það væri nú ijómandi
skemmtilegt ef þú hættir að tala
um hann pabba í þeím tón að það
er engu likara en hann sé allur
með upphafsstöfum. Eg er alveg
viss um...
Barið var á dvrnar og öll
hrukku þau við. Malin strauk sér
órólega yfir hárið og velti fyrir
sér hvort hin heyrðu ekki hversu
hjartað harðist ótt og titt.
Hvernig mvndi hann vera? Og
hvað átti hún að segja? Hún var
skráþurr i hálsinum.
Það var ekki aðeins Malin sem
róaðist stórlega, þegar dyrnar
opnuðust...
HÖGNI HREKKVÍSI
„Þú ert stórkostlegur — þó Högni hlæi eins og
bjáni“.
NORRÆNA HUSIÐ ■■
ÍSLENSK
NYTJALIST W
opið frá 14-22
5.-20. JÚNÍ1976
húsgögn vefnaóur keramik augiýsingateiknun
fatnaður Ijósmyndun lampar silfur textil
200 munir, 50 hönnuðir og framleiðendur. Finnskir
gestir, Vuokko og Antti Nurmesniemi. Tízkusýning-
ar á Vuokko fatnaði undir stjórn Vuokko.
C0 Opiö 14.oo—22.oc
j SÝNINGARSAL OKKAR ER
Á ÖLLU ÞVÍ SEM TILHEYRIR
SUMARSTARFI
HÚSEIGANDANS
N. Aðgangseyrir
kr. 100—
Byggingaþjónusta Arkitekta
Grensásvegi 11
FYRSTIR TIL
AÐ LÆKKA
Sykur 1 kg. 125.—
í 50 kg. sekkjum 115.—
SIÐASTIR TIL
AÐ HÆKKA
Dilkakjöt á gamla verðinu
Opið til 10
föstudaga
og 9-12 laugardaga
Ifmjkmp
I SKEIFUNNI 15llsiMI 86566