Morgunblaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JUNI 1976 11 LANDSSAMBAND veiði- félaga hélt aðalfund sinn í Hótel Hveragerði 3. og 4. júní sl. Fjöldi mála var tek- inn fyrir á fundinum og sendi fundurinn frá sér ýmsar tillögur. Fundurinn lýsti mikilli vanþóknun á margendurfluttri tillögu þingmanna Alþýðuflokks- ins um að ríkisvaldið fái eigriaraðild að öllu landi og landnytjum á íslandi og hvatti fundurinn bændur til að vera vel á verði gegn þessari árás. Þá fagnaði fundurinn tillögu síðasta aðalfundar um nauðsyn þess að veiðiréttur fylgdi ávallt landareignum. svo sem verið hef- ur frá landnámstið. Aðalfundur- inn tók undir þá skoðun Lands- sambands stangveiðifélaga, að óheppilegt og óæskilegt væri að ýmsir milliliðir innlendir eða er- lendir gerðu sér sölu veiðileyfa að féþúfu, hvatti þvi aðalfundurinn öll veiðifélög i landinu til að taka þessa starfsemi sem mest i sínar hendur. Ur stjorn Landssambandsins' átti að ganga Hermóður bóndi Guðmundsson, Árnesi, en hann var endurkjörinn formaður og Hér getur að líta hiuta fundarmanna á aðalfundi Landssamhands veiðifélaga i Hótel Hveragerði. með honum í stjórn eru: Þor- steinn Þorsteinsson, Skálpastöð- um, Borgarfirði, Hinrik Þórðar- son, Urverkum, Skeiðum, Sveinn Jónsson, Egilsstöðum, og Halldór Jónsson, Leysingjastöðum. Landssamband veiðifélaga: Lýsir vanþóknun á margendur- fluttri tillögu þingmanna Alþýðu- flokksins um eignarhald á landinu Frábær árangur Guðmund- ar á Kúbu Eins og fram hefur komið af fréttum hefur Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari staðið sig með afbrigðum vel á stórmeistaramótinu á Kúbu. Þegar þetta er ritað hafa end- anleg úrslit ekki borizt, en Guðmundur er í einu af efstu sætunum. Mótið er mjög sterkt og má á meðal þátttakenda nefna Sovétmennina Gulko, Beljavsky og Itazuvajev, Ulf Andersson frá Svíþjóð, Ung- verjann Honfi, Pólverjann Sznapik, Kúbumennina G. Skák eftir JÓN Þ. Þór Garcia og S. Garcia, auk ann- arra. Ekki hefur mér borizt nein skák, sem Guðmundur hefur teflt í þessu móti, en hér á eftir fer ein skák þaðan. Hún var tefld i annarri umferð og er með þeim skemmtilegri, sem ég hef lengi séð, enda teflend- ur báðir sókndjarfir í betra lagi. Hvítur blæs snemma til sóknar, fórnar tveim peðum og svo virðist sem hann sé að ná afgerandi yfirburðum. Svartur gerir sér þá litið fyrir og fórn- ar drottningunni fyrir tvo létta menn, auk þess sem hann hef- ur tvö peð yfir. Eftir þetta á hvítur sér ekki viðreisnar von. í 32. leik verða honum á afger- andi mistök. 32. Kh3 leiðir til þess að hvíti kóngurinn lendir í mátneti. Við skulum nú renna yfij- þessa skák. Hvítt: K. Bellon (Spánn) Svart: S. Garcia (Kúba) Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 3. Rc3 — a6, 6. Be2 — e6, 7. 0-0 — Dc7, 8. f4 — Be7, 9. Khl — Rc6, 10. Be3 — 0-0, 11. Del — Ra5, 12. Hdl — b5, 13. e5?! — dxe5, 14. fxe5 — Dxe5, 15. Bf4 — Dc5, 16. Bf3 — Bb7, 17. b4 — Dxb4, 18. Bxb7 — Had8, 19. Rc6 — Rxc6, 20. Bxc6 — Hc8, 21. Bd2 — Hxc6, 22. Rd5 — Rxd5!!, 23. Bxb4 — Bxb4, 24. De4 — Bc3, 25. Hd3 — Hc4, 26. Df3 — Bf6, 27. Ha3 — Hxc2, 28. IIxa6 — Hfc8, 29. g3 — Hcl, 30. Hcl — llxcl, 31. Kg2 — Hc2, 32. Kh3? — g5!, 33. IIa3 — Be7, 34. Ddl — Hb2, 35. Ha7 — f5, 36. Hxe7 — Rxe7, 37. g4 — Rd6!, 38. gxf5 — Hg2!! og hvítur gafst upp. Félög sem sjá um föst tengsl við umheiminn Tílátta stórborga vetursem sumar FLUGFÉLAG L0FTLEIDIR /SLAJVDS Sumarið er sá tími ársins, sem íslendingar nota mest til ferðalaga, þá koma einnig flestir erlendir ferðamenn til landsins. Þess vegna er sumar- áætlun okkar víðtækari, við fljúgum til fleiri staöa og fjöldi áætlunarferða okkar er meiri en venjulega. En ferðalög landsmanna og samskipti við umheim- inn eru ekki bundin við sumarið eingöngu- þau eiga sér stað allan ársins hring. Þess vegna gerir vetraráætlun okkar ráð fyrir tíðum áætlunarferðum til átta stórborga í Evrópu og Bandaríkjunum. Þjóðin þarf að geta reitt sig á fastar öruggar áætlunarferðir til útlanda jafnt vetur sem sumar, þaö er henni lífsnauðsyn. Það er okkar hlutverk að sjá um að svo megi verða áfram - sem hingað til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.