Morgunblaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JUNÍ 1976 Strákurinn og einbúinn Eftir E.V. LUCAS un. Og hvers konar strákur skyldir þú nú vera. Kjammi var steinhissa. Ég býst við, hugsaði hann, aó ég ætti að kalla mig góöan strák, en það myndu kennararnir nú líklega ekki gera. Jæja, sagði hann svo, ég býst við að ég sé svona sæmilegur strákur. Ágætt, hrópaði karlinn. — Svona með- alstrákur. Það er enn betra. Og hvernig er nú að vera strákur. Þetta er aumt, sagði Kjammi við sjálf- an sig. Ég kom hingað til þess að fá morgunverð og svo er farið að yfirheyra mig í staðinn. En hann gerði samt sitt bezta til þess að svara spurningunni. Meðan maður þarf ekki að læra allt of mikió, þá er bara ágætt að vera strákur. En stundum verður maður þreyttur á því, sérstaklega þegar verið er að lesa undir próf. — Aö læra? Próf? hvað er það, spurði sá gamli. — Það er nú saga að segja frá því, og vont að skýra það, sagði Kjammi. En hann reyndi það þó. Og gamli maðurinn virtist ekki skilja þaó sem best. Þá datt Kjamma dálítið í hug. Hann sagði: En svo eru nú aðrir tímar, fyrir utan þessa, sem ég nefndi, sem er hreint ekkert gaman að vera strákur. Og það er, þegar maður er svangur. — Hvað heyri ég, sagði gamli maður- inn og stóð upp frá borðinu. Þú verður að fyrirgefa mér strákur minn. En því mið- ur hefi ég víst ekki upp á neitt á bjóða, nema kex og kjötmeti í dósum. Hvernig finnst þér niðursoðið kjötmeti? Ég hefi eitthvað af því. — Æ, mér þykir lifrarkæfa svo góð, sagði Kjammi. Ég hefi hana alltaf með mér í skólann. — Ágætt, sagði gamli maðurinn kátur, þét þykir lifrarkæfa bezt. Og það þykir mér líka. Viö höfum þá sama smekkinn. Hann hvarf nú einn í hellinn og kom bráðlega út aftur með lifrarkæfudós í annarri hendinni en kex og hníf í hinni. — Hana, sagði hann, legðu í þetta, og meðan þú ert aö sporðrenna því, þá skal ég leita að einhverju öðru. — Ég á til dæmis niðursoðnar perur. Hvernig þykir þér sá matur? Kjammi sagði, að það þætti sér sæl- gæti. Hann tók nú til matar síns og aldrei hafð honum fundist lifrarkæfa betri, þótt hún væri hans uppáhald. — Skelfing er þetta gott. Við höfum bara alveg sama smekkinn, sagði karlinn og fór inn í hellinn aftur. Hann kom með perudós, og dós með ávaxtamauki, vatns- brúsa og glas. Svo settist hann á stólinn sinn aftur og horfði á gest sinn. C.amli maðurinn sagði ekkert, fyrri en Kjammi var rétt búinn með perurnar. Þá mælti hann þetta: — Mér þykir það leiðinlegt strákur, að ég skuli hafa látiö þig bíða svona lengi, þvi ég sé það að þú ert í meira lagi matlystugur. En mér þótti svo gaman að sjá raunverulegan DRÁTTHAGI BLÝANTURINN KAFF/NO w r* Læknir! Knnan mln er hætt að taka mÍR alvarlega. Er ástæða til að halda þessum kvöldsöRulestri áfram öllu lengur? Ég er búinn að fara I bað einu sinni í dag. I amerfska frelsisstríðinu var mikill hörgull á hestum, og svo var komið að herinn vantaði þá tilfinnanlega. Var þá gripið til þess ráðs að senda liðsforingja með flokk manna um Virginfu-fylki, og var þeim fvrirskipað að taka alla þá hesta, sem þeir kæmu auga á. A einum stað sá liðsforing- inn hvar verið var að nota hesta við að plægja akur. Hann barði að dvrum til þess að hafa tal af húsráðendum. — Frú, sagði hann við virðu- lega gamla konu, sem bauð honum þegar til stofu, erindi mitt er að taka hesta vðar í nafni stjórnarinnar. — Herra, var svarið, þór get- ið alls ekki fengið þá, ég þarf að nota þá við plægingu akr- anna. — Mér þykir það leitt, frú, en þetta er skipun yfirboðara mfns. — Og hver er yfirboðari yð- ar? — George Washington hers- höfðingi, yfirmaður alls amer- fska hersins. — Farið aftur til George Washingtons hershöfðingja og segið honum, að móðir hans geti ekki látið hann hafa sína hesta, og minnið hann á, að hermennirnir þurfa einnig brauð. X — Tvær ungar stúlkur hafa misst vitið af ást til mín, en nú segir þú, að þú elskir mig ekki. — Já, það segi ég. — Þæ eru það þrjár, sem hafa misst vitið. X Hún: — Hvað ertu að hugsa? Hann: — Það sama og þú. Hún: — Að þú skulir ekki skammast þfn. 4 Persómiraar í sögunni: Andreas Hailmann Björg — kona hans Kári J ón Ylva börn hans Cícilia — tenKdadóttir Andreas Kallmanns Gregor Isander — læknir fjölskv Idunnar or náínn vinur IWalin SkoR — bráóahir«óaeinkaritari Andreas Ifaltmanns Lars Petrus Turesson — ókunnugur traust- vekjandi maður ásamt með C’brtsíer Wijk llann dró Malin med sér inn f stórt hornherbergi, þar sem allt var fullt af blómum og blómapott- um og gluggatjöld og húsgögn voru f rólegum bláum litum. Frú Hallmann bauð Malin vel- komna, bar fram heitt te og nýbakaðar skonsur og sagði sfð- an: — Þar sem þér verðið nú eins og ein af fjelskyldunni, fröken Skog, sting ég upp á að við verð- um öll dús. Og ég heiti Björg. Malin var að fá sér sultutau en hætti við það og sagði: — Já. en frú Hallmann, þér er- uð... þú ert vildi ég sagt hafa, norsk... Björg sem var hávaxin og með mjög Ijóst hár hló við. — Það virðist sjást langar leiðir. Nú var kominn röðin að Kára að reka upp hlátur. — Þarna hittirðu á auma blett- inn hennar mömmu. Hún stendur f þeirri sælu trú að hún hafi algerlega losnað við norska hreiminn úr málfari sfnu og að hún... Ylva bætti við hvasst: — Það er greinilega ekki frá henni sem þú hefur fengið tungu- málahæfileika þína. Þetta virtist svo sem ósköp sak- leysisleg svstkinakerskni en sú ðþægilega stemning sem þessi orð höfðu valdið jókst enn þegar Ylva spurði: — Kemur pahhi ekki og drekkur te með okkur? Kári svaraði hæðnislega að bragði: — Æ, ekki núna þegar okkur líður svona notalega. Björg sagði hljóðlega. — Vertu nú ekki með þessi ókindarla'ti. Kári minn. En augu Ylvu sem voru jafn blá og augu móðurinnar gáfu ekki til kynna að henni fvndist þetta sniðugt. Það var ekkert f fari Kára í fljótu hragði séð, sem gaf til kynna að hann væri sonur Bjarg- ar. Hann var dökkur vfirlitum og augun brún og fasið hvikult og stakk mjög f stúf við þá hæversku tign sem var vfir konunni. Malin gat sér til um að ekki væri auð- velt að koma henni úr jafnvægi. 1 útliti var Ylva eftirmynd móð- ur sinnar, en ólfkt svipininni og litlausari og var sem hana skorti allan þokka móðurinnar. Andlitið hefði getað verið frftt ef hún hefði ekki verið svo kinnfiskasog- in, hárið var Iftt hirt og tekið saman með tevju f hnakkanum. varirnar voru þunnar og ómálað- ar og gremjuviprur virtust sem grónar við svip hennar. Það var sjálfsagt hægara ort en gert að átta sig á hvernig manngerð hún var. Malin iðaði f skinninu að fá að spyrja spurninga. Hvers vegna höfðu hvorki Ylva né Kári flúið frá þessu einangraða hcimili sfnu? Hvers vegna höfðu þau ekki skapað sér Iff annars staðar? Bjuggu þau virkilega hér árið um kring með foreldrum sfnum? Og fannst iþeim það f raun og veru kannski ágætt og ekkort sjálf- sagðara? En hún gerði sér einnig grein fvrir því að enda þótt hún hefði að nafninu til verið tekin f fjöl- skylduna var hennar fremsta og eina skylda á næstunni að sinna þeim verkum sem fyrir hana yrðu lögð og það reið á miklu að hún léti ekki neins konar forvitni eða hnýsni f Ijós. Það bezta sem hún gat gert var sjálfsagt að bfða og hlusta. Það kom fram f samtalinu að Björg annaðist húsverkin án þess að nokkur aðstoðaði f því, utan að Ylva væri hjálpleg f smálegu og að hún fa*ri sjálf í hflnum og verzlaði f Kila og Vesterás nokkr- um sinnum f viku. En bfllinn virtist orðinn hálfgert skrapatól og aldrei þessu vant virtust allir sammála um að fara þess á leit við heimilisföðurinn að keyptur yrði nýr bfll. Kári var sá sem hvað mest lét hrifningu sína f Ijós. — Þá get ég fengið levfi til að aka gamla skrjóðnum og fengið hann sem prófgjöf. Flott! En með fáeinum orðum tókst Ylvu að gefa til kvnna að slfk gjöf kæmi aldrei til mála: — Það er vfst hætta á þvf... hreytti hún út úr sér. — O, jæja, sagði Kári móðgaður — tuttugu og fjögur ár er nú ekki hár aldur fyrir verðandi magister f svo umfangsmikilli vfsinda- grein sem listasögu. En það tekst sumum leikmönnum ekki að fá inn í þcirra heimska haus. Og ekki flýtir það fyrír að maður er grafinn Iifandi hér úti f auðn- inni...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.