Morgunblaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 36
 HðDRVSTITfEKI HF. CX>[X>Di>D{> 4fl4i4fl4fl SKULAGÖTU BT - 8:13560 >D>D>D OGOG FIIVIIVITUDAGUR 17. JUNI 1976 Breiðafjörður: Vorkuldar draga úr varpi sjófugla r Atuleysi líklegasta orsök lítils varps í Grímsey -EG TEL þá skýringu liklegasta að átule.vsi valdi litlu varpi rvt- unnar f Grfmsey, sagði dr. Arnþór Garðarsson fugfafræðingur f sam- tali við Mbl. f gær. Sagði hann að ekki þyrfti endilega að fara svo að varpið brygðist alveg, ef áta ykist við eyjuna á næstunni, þvf rytan yrpi alveg fram að mánaða- mótum. Arnþór sagði að aðeins líðu 1—2 sólarhringar frá þvi egg- myndun hæfist hjá rytunni og þar til hún yrpi. — Það gefur því auga leið sagði Arnþór, að þetta er geysilegt átak fyrir fuglinn og þennan tíma þarf hann að hafa mikið af átu. Það er einmitt átan sem skort hefur og því hefur varpið dregizt og kann að bregðast alveg ef ekki verður breyting til batnaðar á næstunni. Arnþór sagði að varp sjófugla Framhald á bls. 20 Uppvíst um bréfasendingar milli fanga en: Rauð verkalýðseining og Fylkingin keyptu fölsuðu fangabréfin KOMIZT hefur upp um bréfa- sendingar milli tveggja fanga, sem setið hafa f gæzluvarðhaldi f Síðumúlafangelsinu vegna Geir- finnsrannsóknarinnar. Að sögn Arnar Höskuldssonar fulltrúa við sakadóm, fóru sendingarnar Benny í basli JASSLEIKABINN Benny Goodman hefur undanfarna daga stundað laxveiðar f Vfði- dalsá. Hefur veiðin að sögn gengið ágætlega, en f fyrradag urðu Benny og félagar hans fyrir smá óhappi. Þeir festu bíl sinn úti f á og varð að hjálpa jasskónginum í land, enda flæddi vatn inn í bflinn. Við það meiddist félagi hans, James McDonaugh, á hné, þannig að hann varð að hætta veiðunum og halda til Reykja- víkur. Átti hann að fara til New York I morgun til frekari skoðunar og jafnvel aðgerðar. McDonaugh sagði f samtali við Mbl. í gærkvöldi, að þetta hefði verið mikil óheppni en fyrir öllu væri að jasskóngur- inn sk.vldi sleppa án meiðsla og væri hann við hestaheilsu að hann bezt vissi. þannig fram, að fangarnir bundu skrifuð blöð við greiður með tvinna og hentu þeim sfðan undir hurðir og milli klefa. Sagði Örn að búið væri að gera bréfin upp- tæk og hefði ekkert f þeim staðið, sem hefði getað skaðað rannsókn málsins. Bréfin ritaði Sævar Ciecielski. Búið er að gera ráð- stafanir til að þetta endurtaki sig ekki að sögn Arnar. Hann sagði aðspurður, að fangaverðir hússins hefðu ekki átt neinn þátt f að flytja þessa miða á milli, en þvf hefur verið haldið fram á opin- berum vettvangi, að þeir ættu þátt f „upplýsingaleka" úr fang- elsinu. Undanfarna daga hefur það svo gerzt, að ungur piltur, 17 ára gam- all, sem sat í Síðumúlafangelsinu um leið og fyrrnefnt fólk, hefur gengið á milli fjölmiðla og boðið þeim til kaups átta bréf, sem hann segir að hann hafi fengið í fangelsinu, en bréf þessi hafi ein- mitt gengið á milli manna sem sitja inni vegna hvarfs Guðmund- ar og Geirfinns. Vildi pilturinn selja bréfin á 100 þúsund krónur. Sakadómur handtók piltinn í gær- morgun og við yfirheyrslur játaði hann, að bréfin væru fölsuð. Eftir nokkra leit hafðist uppi á bréfun- um, en pilturinn var búinn að selja þau Fylkingunni og Rauðri verkalýðseiningu- fyrir lága upp- hæð. Kom ekki fram til hvers umrædd samtök ætluðu að nota bréfin. Koddaslag- ur á sjó- mannadegi í Eyjum... Æ hvað þetta var þungt högg... Maður lafir þó ennþá... Það er bezt að reyna að komast á kjöl. Nei, góði þú skalt f höfn- ina... Þetta er vfst búið ... Ljósm. Sigurgeir. Tekur Elkem við af Union Carbide? Telur arðsemi verk- smiðjunnar nægilega Union Carbide greiðir rúmlega 850 milljónir króna „VIÐRÆÐUR standa nú yfir við norska fyrirtækið Elkem Spiger- verket a/s og lofa þær góðu, þótt enn sé ekki unnt að setja fram neina dagsetningu á þvf hvenær járnblendiverksmiðjan á Grundartanga geti hafið rekstur. Hins vegar er stefnt að þvf að dráttur á þvf verði sem minnst- ur,“ sagði dr. Gunnar Sigurðsson, verkfræðingur, stjórnarformaður tslenzka járnblendifélagsins, á blaðamannafundi, sem hann hélt f gær ásamt forstjóra fyrirtækis- ins, Ásgeiri Magnússyni. Þá hefur og verið gengið frá viðskilnaði Union Carbide við fyrirtækið og greiðir hið bandarfska fyrirtæki 4,6 milljónir Bandarfkjadala um leið og það hættir þátttöku eða um 850 milljónir fslenzkra króna. I Á sú upphæð að mæta öllum erlendum skuldbindingum Járn- blendifélagsins og tekur einnig tillit til orkukaupasamnings fyrirtækisins við Landsvirkjun. Gunnar Sigurðsson, stjórnarfor- maður, sagði að Járnblendifélagið héldi eignum sínum án kröfu frá Union Carbide, þótt þeir hyrfu úr Kaffi, smjörlíki, Tropi- cana og farmgjöld hækka RÍKISSTJÓRNIN hefur staðfest hækkanir á kaffi, smjörlíki, Tropicana- ávaxtasafa og farmgjöld- um skipafélagá á stykkja- vöru, en hækkanir þessar höfðu verið samþykktar á fundi verðlagsnefndar á mánudaginn var. Kaffi hækkar úr 720 krónum kg. í smásölu í 896 krónur kg. eða um 24,4%. Að sögn Georgs Ólafsson- ar, verðlagsstjóra, stafar þessi hækkun að lang- mestu leyti af erlendum hækkunum vegna upp- skerubrestsins í Brasilíu. Að hluta til stafar hækkun- in einnig af gengissigi. Smjörlíki hækkar um tæplega 21% Hækkar hvert kg í smásölu úr 258 krónum í 312 krónur. Tropicana-ávaxtasafi hækkar um því sem næst 13%. Hver ferna, 0,95 lítr- ar hækkar úr 173 krónum i tæplega 200 krónur. Loks var samþylckt 18% meðaltalshækkun á farm- gjöldum stykkjavöru hjá þremur skipafélögum, Eimskipafélagi Islands, Hafskipum og skipadeild SÍS. Hækkun þessi nær ekki til Ríkisskipa. Hjá verðlagsnefnd liggja nú eins og alltaf allmargar beiðni*- ’:rr. hækkanir. Hver vill hirða milljón? EIN milljón króna er nú á hrakhólum hjá ríkissjóði með þvl að enginn vill kannast við hana! Milljónin skaut upp kollínum I júnf I fyrra þegar dreginn var fjórði dráttur f happdrættisláni rfkissjóðs 1972 Á-flokki. Hún kom þá upp ámiða nr. 58972. En hún er ekki ein á ferð. Ur þriðja drætti A-flokks (1974) er enn ósótt hálf milljón, sem kom upp á nr. 63161, og hundr- að þúsund krónur brða eiganda sfns úr drættinum ‘73 (nr. 85577). Og úr A- flokksdrættinum 1974 eru enn- þá ósóttir hvorki meira né minna en sex hundrað þúsund króna vinningar, sem komu upp á þessi númer: 2004, 23177, 62013, 64520, 71204 og 76926. Loks er þess að geta að tugir 10.000 króha vinninga úr A- flokki þessa sama happdrættis- láns hafa enn ekki verið sóttir, og fer þó senn að verða hver sfðastur að vitja þeirra sumra hverra. Vinningarnir fyrnast semsagt sé þeirra ekki vitjað innan fjögurra ára ú út drætti. félaginu og Islenzka ríkið fer skaðlaust frá þessum viðskiptum. Þessi breyting kemur til með að kosta talsvert fyrir félagið, m.a. vegna breyttrar tækni Elkem við framleiðslu kísiljárns miðað við framleiðsluaðferðir Union Car- bide. Með skaðabótagreiðslu Union Carbide til Járnblendi- félagsins var m.a. tekið tillit til að félagið var skuldbundið til þess að kaupa raforku af Landsvirkjun fyrir 165 þúsund dollara á ári frá og með 1. janúar 1978 að telja, en það er jafnvirði rúmlega 30,5 milljóna króna. Ráðgert er, takist samningar við Elkem, að fara af stað með framkvæmdir á Grundartanga að nýju sfðari hluta sumars eða i haust. Þeir Framhald á bls. 35 Listaverki stolið EINHVERN TlMA f gær var listaverkinu „Með vorið í magan- um“ stolið þar sem það stóð á Lækjartorgi. Var þetta eitt verka á útihöggmyndasýningunni. Listamaðurinn Vignir Jóhanns- son kom að máli við blaðið í gær- kvöldi. Hefur hann mikinn hug á að sjá verk sitt aftur og hefur beðið Mbl. að kom því á framfæri að allir sem upplýsingar geti veitt, hafi samband við lög- regluna. Vitni hljóta að hafa verið einhver, því verkið er um 6 metr- ar á hæð, járnvirki og á þvf er miðhluti af kvenmannsgínu. Vinur listamannsins sá verkið klukkan 14 en kl. 17.45 var það horfið, svo þjófnaðurinn hefur verið framinn á þessu tímabili. Miðbæjar lögreglan vann í gærkvöldi að lausn gátunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.