Morgunblaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JUNÍ 1976 13 Þessa dagana er að koma á bandariskan bókamarkað „sjálfsævisaga" Elizabethar Ray, sem var gersamlega óþekkt þar til fyrir nokkrum vikum, að hún fann hjá sér hvöt til að skýra frá því að hún hefði verið ástkona þingmannsins Wayne Hays og hefði hann greitt henni laun af almannafé fyrir að veita honum blíðu sína. í kjölfar þess lét hún síðan að því liggja að hún hefði átt vin- gott við allmarga fleiri þekkta þingmenn í Washington og tók það ráð að rita bók um mál sín, og það er hún sem Dell-útgáfu- fyrirtækið er nú að senda á markaðinn. Utgáfu bókarinnar var meira að segja flýtt til að lesendur fengju fyrr en áform- að var svalað forvitni sinni. Af eðlilegum ástæðum — þ.e. til að ekki verði unnt að höfða mál á hendur henm — hefur nöfnum allra rekkjunauta Elizabethar verið breytt í bókinni. En kunnugir segja að þar verði þó hægðarleikur að lesa milli lina hverjir eigi í hlut. Meðal þeirra, sem koma við s'ögu er: Senator Sincere. Honum er lýst svo að hann stefni til mikilla metorða. Hann hittir Elizabeth í þinghúsinu, hringir síðar heim til hennar og býður henni til íbúðar sinnar i Washington þegar kona hans er ekki heima. Að sjálfsögðu eiga þau með sér ástarleiki. Elizabeth segist vita að hann hafi aðeins verið að „nota hana, en henni finnst stórkostlegt að hafa ekki verið nema steinsnar frá forsetaemb- Wayne Hays við heimili sitt f Ohio. ættinu“ eins og það er orðað. Elizabeth Rays. Senator Player er annar og Elizabeth hrífst af honum vegna þess hversu þekktur hann og fjölskylda hans er. Hann er aukin heldur sól- brúnn og vöðvastæltur. Jafnskjótt og hann hefur sent konuna og börnin i burtu býður hann henni til húss síns í Georgetown — og er ekki sökum að spyrja — þar gerist eitthvað millum þeirra. Samband þeirra stóð með nokkrum hvíldum í um það bil ár. Klan Bright, fulitrúadeild- arþingmaður. Glæsilegur maður og greindur í betra lagi. Hann ræður Elizabeth til sín og greiðir henni laun af almannafé. Senator Otis Battle (þar mun átt við Wayne Hays) setur Elizabeth á launaskrá til að geta síðan notið henn- ar. Hann skipar henni einn- ig að hafa mök við aðra með- an hann horfir á. Aftur á móti leyfir hann Elizabeth aldrei að fara með sér í ferðalög og velur þá aðrar ástkonur til fararinnar. Elizabeth verður dálítið von- svikin þegar Otis Battle ákveður undir lokin að gift- ast eftirlætishjákonu sinni, en við þá breytingu á högum hans færist hún upp í sess hjákonu númer eitt og ákveður að una þvi glöð. Matthea Jónsdóltir hlýtur brons- verðlaun NVLEGA er lokið myndlistarsýn- ingu f Lyon í Frakklandi. Var þetta sýning verðlaunahafa af fyrri sýningum. Aðalverðlaunin, sem afhent voru á sýningunni sjálfri voru annars tvenn gullverðlaun, ein silfur-, ein brons- og einnig ýmsar viðurkenningar i formi heiðurs- skjala, eftir listflokkum. Gull- verðlaunin hlutu franski málarinn Roland Laznikas og þýzka listakonan frú Lil Bull. Silfurverðlaun ungfrú Odile Beneteau frá Frakklandi og bronsið Matthea Jónsdóttir frá Is- landi. Tveir aðrir málarar frá Norðurlöndunum áttu verk á sýn- ingu þessari og hlutu sérverðlaun fyrir þátttöku, en þeir voru ekki verðlaunahafar frá fyrri sýhing- um samtakanna og gátu þess- vegna ekki keppt um aðalverð- laun. Þessir listamenn voru Einar Granum frá Noregi og Göran Nor- berg frá Svíþjóð. í fréttatilkynningu sem Mbl. hefur borizt segir að auk þessara verðlauna hafi Mattheu verið boð- ið til næstu sýningar „GRAND PRIX DE LYON“, sem verður opnuð í október n.k. Þá hefur henni borizt tilkynning og gögn til útfyllingar, til að hljóta frönsku verðleikaorðuna „ART — SCIENCES — LETTRES“, og verður hún afhent með tilheyr- andi viðhöfn síðar á þessu ári. A síðastliðnu ári var listakonan sæmd verðleikaorðunni „MÉR- ITE BELGO — HISPANIQUE", af oficial-gráðu og var afhent í Brussel. Hún hefur einnig verið skipuð trúnaðarfulltrúi hér á landi af forseta menningarsam- bandsins, sem veitir þá orðu. Sumarskór á hag- stæðu veröi í DOMUS Herrasandalar úr leðri, litur brúnn, stærðir 7 — 12, verð kr. 2.950 00. Herraskór úr leðri, litur Ijós- brúnn, stærðir 7 — 12, verð kr 2 550.00 Mokkasiur fyrir herra, litur brúnn, stærðir —12, verð kr. 5 800 00 Kúrekastígvél úr leðri, litur brúnn. Dömustærðir (aftara stígvélið) 35 — 41, verð kr. 6.700.00. Herrastærðir 39 — 45, verð kr. 6.950.00 10% afsláttarkort KRON gilda í DOMUS Sendum í póstkröfu Símar 22110 og ^ 12723 ^ Mokkasíur úr leðri, litor brúnn. Dömustærðir (fremri skórinn) 3'/2 — l'/i, verð kr. 5.850,00. Herrastærðir IVi — 12, verð kr. 5.800.00. DOMUS Laugavegi91

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.