Morgunblaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 17. JUNI 1976 21 Bílasal- an Braut — Nýlega tók ný bilasala til starfa hér í Reykjavík — Bila- salan Braut. Er hún í húsnæði því, er Persía hafði áður í Skeif- unni 11. Er þar stór sýningarsal- ur, sem rúmar 30 — 40 bíla. Eig- endur bílasölunnar eu Haukur og Hafsteinn Haukssynir, en sölu- menn eru alls fjórir. Sjást þeir hér á myndinni í sýningarsalnum. Bílasalan er opin frá kl. 8. á morgnana til kl. 7 á kvöldin alla daga nema sunnudaga. Fjölmenni á torfærukeppni á Hellu LAUGARDAGINN 15. mal s.l. var haldin við Varmadalslæk á Rang- árvöllum fjórða torfærukeppni F.B.S. Hellu. Keppni hófu 8 þátttakendur, 6 luku við hana. I keppninni bar mest á Willys-jeppum eða 6, en auk þeirra voru 2 Bronco jeppar, sem skipuðu sér í 1. og 2. sæti. Hlutskarpastur varð Kristinn Kristinsson með 1110 stig, hann ók Bronco árg. 1974, 8 cyl., R 8871. Kristinn varð nr. 2 í keppninni í fyrra. Annar varð Karl Ólafsson með 995 stig, einnig á Bronco árg. 1974, 8 cyl., L 879. Þriðji varð Þórður Valdimarsson með 970 stig. Þórður, sem var í 1. sæti í fyrra, ók Willys árg. 1974 8 cyl. R 696. I fjórða sæti varð Hafsteinn Hafsteinsson með 910 stig, hann ók Willys árg. 1973, 8 cyl., R 23423. Á fjórða þúsund áhorfendur fylgdust með keppninni, sem fram fór I blíðskaparveðri. Konur og unnustur félaga f Björgunarsveitinni Albert á Seltjarnarnesi styrkja starfsemi sveitarinnar með kaffisölu f Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi 17. júnf. Stúlkurnar eru hlédrægar og verða að mestu við störf f eldhúsinu, en björgunarsveitarmenn munu sjálfir ganga um beina og hafa fengið forláta svuntur svo sem hæfa þykir. Flytur inn beint frá útlöndum Skagaströnd 10. júní 1976. Skagaströnd þótti snemma álit- legur verzlunarstaður og öldum saman höfðu kaupmenn hér verzlun og fluttu inn erlendar vörur f skiptum fyrir framleiðslu landsmanna. Þessi tilhögun mun svo hafa lagzt af f kringum sfð- ustu aldamót. Nú hefur þessi þráður verið aftur upp tekinn að nokkru leyti af Hallbirni J. Hjartarsyni, kaupmanni, sem hefur hafið innfiutning á ýmsum vörum beint til Skagastrandar. Hallbjörn opnaði í dag sýningu á frönskum fellihýsum og tjald- vögnum, sem notið hafa mikilla vinsælda erlendis og eru sérlega þægilegir f meðförum, þarf aðeins eitt handtak til þess að upp úr kerru, sem er að fyrirferð svipuð sæmilegri jeppak'crru, spretti fullbúið hjólhýsi. A meðfylgjandi mynd má sjá nokkrar gerðir þess- ara vagna, fyrir og eftir uppseui- ingu. Fréttaritari. Stefán Ágúst Kristjánsson: Þó næSi stormnr vakna vorsins IjóS og vlgja þennan dag til sigurgöngu. Eg sé I anda fyrir æva löngu, er ættarland var numiS, reis upp þjóS viS frumstæS kjör, en konungslund og þor, hér kappar reistu hof til sigurs goSum. En skip sln margir brutu é landsins boSum. — Á breiSum, mjúkum söndum hurfu spor. ÞiS horfiS yfir hýra íslands byggS og hlustiS. njótiS radda biérra fjalla, þiS heyriS vorsins kliS til ykkar kalla: Ó komiS! ÆttjörS heitiS djúpri tryggS. Hve jörSin angar, brekkusóley bleik og blágresiS, þaS litkar hvamm I skjóli. en vorperlan þar vex 6 öldnum hóli, sem veitir bömum yndi, i kátum leik. Hér birtist eg, sem meitluS draumsins mynd þess munaSar, sem lyftir hulinstjaldi og varpar Ijóma, tign og töfrafaldi um tinda þá, sem speglar f jallsins lind og hnjúkana, sem hæst við loftiS ber, en heljarstormar sorfið hafa aS brúnum, þeir gnæfa yfir dalsins grænu túnum, þó grálynd þoka aS vöngum hossi sér. Og vorsins bam, þaS fagnar fjallsins tind erfegurst sólin skin, og þangaS sækir á brattann, þar sem byltast kátir lækir í blómahltS, þaS finnur sina mynd viS enduróm úrfirS, viS fuglakvak. — Þvi finnst, sem huldar dísir syngi og dansi og sveipist fósturfoldin brúSarkransi. — ÞaS finnur sinna drauma vængjablak. — Eg veit þiS tigniS mig á margan hátt. En moldin gefur flestum brauS til þarfa. þarfinnur barniS blessun sinna starfa og bóndinn sina framtiS. trú og mátt. — — En hafiS ólgar, huga margra dró til hreystiverka. — Gull úrdjúpi stigur. — En yfir landiS loftsins gandur flýgur og leitar yfir höf og bláan sjó. Eg sé I ykkar augum mæra mynd. sem móSir hefur barnssálinni gefiS, i hennar faSmi fyrsta bænastefiS af foldu steig, aS himins blárri lind. Þar lærSuS þiS hið Ijúfa andans flug og lituS fósturjörS í æSra veldi, þá nærSist ykkar sál af sólareldi, er sóruS henni ykkar hug og dug. — Lit upp min þjóS, i dag skal dáSa til viS dyn hins nýja tima kynslóS risa, er kyndli trúar vilji veginn lýsa og verjast kúgun. — Þróist aldabil, er leiSi þjóS i hverjum vanda vel þeir völdu synir lands. er fólkiS treystir. Ó GUÐ VORS LANDS! sem ánauSalla leystir. Gef óttalausa framtiS. VÍKI HEL. Athugasemd varðandi sjónvarpsstrákinn Palla Að marggefnu tilefni í blaða- skrifum um barnatima Sjónvarps- ins, „Stundina okkar“, og fjar- veru „Páls Vilhjálmssonar" i tveimur siðustu þáttunum á þessu vori skal þetta tekið fram: Um siðustu áramót, þegar Guðrún Helgadóttir tókst á hend- ur að semja þann texta, sem Palli átti að flytja, og Gísli Rúnar Jónsson tók við stjórn brúðunnar og flutningi textans, var samið um ákveðnar greiðslur til þeirra fyrir hvern þátt, sömu upphæð til beggja, og gengu þau umtölulaust að þeim skilmálum, sem þeim voru boðnir. Eftir um það bil tvo mánuði, þegar sýnt var, að þessi samvinna gafst vel og Palli hafði náð vinsældum, voru greiðslur þessar hækkaðar um þriðjung eft- irtölulaust. Af Sjónvarpsins hálfu var litið svo á, að um bindandi samkomulag væri að ræða, á með- an „Stundin okkar“ væri á dag- skrá i vor, þ.e. fram á hvítasunnu. Þegar eftir var að taka upp þátt Palla í tveimur síðustu „Stundun- um“ á þessu vori, kom Gísli Rún- ar að máli við undirritaðan og krafðist hækkunar á þóknun sinni. Rökstuddi hann kröfuna aðallega með þeim vinsældum, sem honum hefðu hlotnazt í gervi Palla, auk þess sem hann sagðist eiga verulegan hlut í textanum. En samkomulag hafði verið um það milli þeirra Guðrúnar, að honum væri heimilt að vikja til orðum frá handriti, eftir þvf sem honum þætti fara betur í munni. Upptöku á samtölum þeirra Palla og Sigríðar M. Guðmunds- dóttur hefur verið hagað þannig, að tekið hefur verið upp á einum degi efni í þrjá barnatima. Til undirbúnings taldi Gisli Rúnar sig hafa þurft annan dag. Fyrir þessa tvo daga hefur hann fengið greidda þóknun, sem nemur tíma- kaupi dagskrármanna í Sjónvarp- inu fyrir rúmlega 44 vinnustundir eða meira en fjórðungi mánaðar- launa. Þessa upphæð þótti ekki fært að hækka, m.a. vegna for- dæmis. Það skal tekið fram, að Guðrún Helgadóttir hefur engar kröfur gert i þessu sambandi, og hefur samvinna við hana verið hin ánægjulegasta að öllu leyti. Og vonir standa til, að Palli komi hress og kátur úr sveitinni með haustinu. 14. júni 1976 Jón Þórarinsson, dagskrárstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.