Morgunblaðið - 17.06.1976, Side 19

Morgunblaðið - 17.06.1976, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JUNI 1976 19 Á rangrí stjömu Iðnó: Yves Lebreton YVES Lebreton kemur ofari úr loftinu eins og maður sem hef- ur hafnað á rangri stjörnu. Sviðið er autt að öðru leyti en því að þar er gamall barnavagn, gamall stóll, gömul ferðataska, gamall tennisspaði, gamall bali. Lebreton leikur hlutverk þess sem er framandi, ósjálfbjarga. Allt kenur honum á óvart. Hann er eins konar sambland af Char'es Chaplin og Buster Keaton, nútína trúður sem hef- ur boðskap að flytja. Á bak við ærslin, hinn gáska- fulla leik sem gengur oft út í öfgar er Lebreton að túlka skin- helgi lífshátta okkar, firring- una sem við verðum að sætta okkur við til að standast. Þegar Lebreton fór að fleygja dag- blöðum í áhorfendur og ögra þeim með ýmsu móti var hann að vekja þá, fá þeim umhugsun- LelKllst Á LISTAHÁ TÍÐ eftir JÓHANN HJÁLMARSSON arefni, hvetja þá til þátttöku. Þetta kom að vonum flatt upp á áhorfendur, en ekki leið á löngu þangað til þeir brugðust eðlilega við. Lebreton er fulltrúi hins virka leikhúss. Leikur hans er sköpun. Hann kemur til móts við áhorfandann og áhorfand- inn verður að koma til móts við hann. An þessarar samvinnu er leikur hans dauður. Börnin skildu þetta kannski best á frumsýningunni í Iðnó. Og Le- breton er við hæfi barna. Hvert hljóð í salnum, öll viðbrögð áhorfenda notfærði Lebreton sér. Leikur hans var góð skemmtun. Við eigum erfitt mað að skilja þá hefð sem leikur Lebreton er sprottinn úr. Ef til vill er alvara trúðleiksins okkur fjarri? En hver er meiri alvörumaður en trúðurinn í öllum fáránleik sín- um? Lítíl blaðra, stór blaðra verða áhrifamikil tæki í hönd- um leikara eins og Lebretons. Allir bíða eftir að blaðran springi. En hún springur ekki fyrr en á ákveðnu andartaki, þegar það hefur merkingu að hún springi. Eg held. að heimsókn Yves Lebretons verði að teljast með- al athyglisverðari þátta Lista- hátíðar. Hann klæddi fólk úr sparifötunum og fékk það til að skynja nakinn hversdagsleik- ann með skáldlegum hætti. NORSK DAGSKRÁ Norræna húsið: Spurde du meg. Gestaleikur frá Det Norske Teatret í Osló. TVEIR ungir leikarar, Tone Ringen og Björn Skagestad, fluttu dagskrá helgaða verkum norsku skáldkonunnar Aslaug Vaa (1889 — 1965) í Norræna húsinu sl. þriðjudag við undir- leik Henryk Lysiak (píanó) og Tore Nordlie (kontrabassi). Leikstjórn annaðist Björri Jenseg. Um þessa dagskrá er það m.a. að segja að hún er lofsverð til- raun til að tengja ljóð og tón- list, en einnig er stuðst við leik- rit skáldkonunnar. Efni dag- skrárinnar er í stuttu máli sam- band karls og konu í ýmsum myndum. Ljóst er að þessi dag- skrá er þaulæfð, enda tókst flutningur hennar með afbrigð- um vel. Annað mál er það að hér er á ferðinni full rómantískt efni til LelKllst Á LISTAHÁ TÍÐ eftir JÓHANN HJÁLMARSSON þess að því auðnist að vekja verulegan áhuga. Þetta er hin ágætasta heimild um skáldskap Aslaugar Vaa, en hún er ekki í hópi þeirra norsku skálda sem miklu máli skipta fyrir þróun norskrar ljóðlistar. Dagskráin er unnin handa fólki sem dáir kunnugleg yrkisefni í hefð- bundnu formi og það ber siður en svo a7) lasta. Aftur á móti hefði það vakið meiri forvitni að fá hingað til dæmis dagskrá úr verkum Terjei Vesaas eða Rolfs Jacobsens svo að ekki sé minnst á yngri skáld eins og Stein Mehren og Jan Erik Vold. Þetta er ef til vill ósanngjarnt þegar þess er gadt að hinn þjöð- legi skáldskapur Aslaugar Vaa er vel boðlegur Islendingum og hefur sennilega verið valinn til flutnings á Listahátíð vegna þess hve norskur hann er. En á þetta er drepið hér vegna þess að fréttir frá Noregi herma að þar sé óvenjumikil gróska í flutningi ljóða og tónlistar (oft jasstónlistar). Skáld og tónlist- armenn vinna víða saman með góðum árangri. Um leið og leikurunum frá Det Norske Teatret er þakkað fyrir vandaða dagskrá er sú ósk borin fram að Norræna húsið freisti þess að fá hingað norska listamenn til að flytja okkur efni sem sýnir okkur það sem er efst á baugi í Noregi. Koma Olav H. Hauge hingað var vissulega spor í rétta átt. En betur má ef duga skal. SÝNISBÓK DANSKRAR LJÓÐLISTAR í BÖKAFLOKKNUM Gylden- dals Bibliotek. Ný dansk littera- tur sem er unfangsmikil útgáfa valinna bókmenntaverka aldar- innar er nýkomið út bindið Lyrik. Val ljóðanna hefur gagn- rýnandinn Torben Broström annast, en þau ná yfir timabilið 1928 — 1975. Sennilega hefur enginn danskur gagnrýnandi lagt jafn mikla áherzlu á skrif um ljóðlist og Torben Bro- ström. I fljótu bragði virðist honum hafa tekist allvel að sýna breiddina í dönskum skáldskap, skemmtilega fjöl- breytni. Einnig er ljóst að yngstu skáld bókarinnar fá að njóta sín við hlið hinna eldri og reyndari. Ég held að dönsk ljóð- list hafi sjaldan verið athyglis- verðari en nú. Eg nefni þá skáld eins og Henrik Nord- brandt, Peter Poulsen, Dan Turrell, Rolf Gjedsted, Sten Kaalö og Lean Nielsen. Ind i mellen er vi mennesker helt rolige nefnist eitt ljóða Stens Kaalö. Þetta ljóð er til marks um opna ljóðlist þar sem þess er freistað að spegla dag- leg't líf skáldsins, þá reynslu sem er þess eigin: ind im llcm <*r \i mennoskcr hell rolim* siddor foran tv-skærmen <*n lann lördan aflen köber pölser í Zooloj>isk lla\<* sir no«<*l IiI hinandcn d<*r ÍKrunden <*r d<*l r<*n<* inK<*nlinK köber <*n hillif* slol oj» placerer d<*n i stuen holder op med at ryge slarler if>en lar löjel af og l<*KK<*r os pa sengen flyller mor^enkaffen hen foran del ahne vindue la*sor alle reklamern^der kommer ind af hrevsprækken Torben Broström ok Klemmer fuldslændÍKl de tilfa‘ldif>l ud\alf>t<> hlodhade der ellers serveres for os döftnel rundl OK «ar nynnende hen Ii 1 slanleren <>K haKefler hen I íI ismejeriet <>K köher os musikalsk sif»lehröd j«» ind mellem er \ i mennesker hell rolijíe Sama borgarandrúmsloft er að finna í ljóðum Peter Poul- sens sem eru mótuð af næmri skynjun hversdagsins og ein- hverri draunkenndri fjarlægð í anda brasilfskra skálda. Dan Turrell og Lean Nielsen eru skáld sem yrkja frásagnarljóð. Turell semur persónulega skýrslu, Nielsen aftur á móti dregur upp raunsæar myndir af fólki sem hann hefur þekkt, einkum ættingjum sínum. Hen- rik Nordbrandt og Rolf Gjed- sted eru lærð skáld með skír- skotanir til framandi um- hverfis og bókmennta. Nord brandt er mikill ferða- langur. Hann hefur búið lengi i Grikklandi og yrkir sjaldan um danskt umhverfi. Ljöð hans eru gædd kliðmjúkri hrynjandi og hafa klassískt yf- irbragð. Gjedsted er eins konar danskur Rimbaud, torræðasta skáldið í hóþi ungra danskra skálda að margra mati. Hann er ef til vill mesti framúrstefnu- maðurinn i hópi þeirra sem hér hafa verið nefndir. en líkist þeim að þvf leyti að það er einkennilega mögnuð nálægð i verkurtL hans. Flammemenn- eske er dæmi unt ljóðrænan ákafa hans: Oe flesle forestiller si>> doden som en forfærdelij' & sniærlelij; kanip mod flammerne. der vil for!a*ra kroppen. & all. man har holdl af &. pl<*jel \ ka*inp<*( for li\el iuenneni & alle de oplevelser livel indehar (& lankerom li\el.li\el indholdl) \il man f<n s<»n<* a( he\are. fordi de er sa \a*rdifulde. & fordi de der kommer efler aldrij* \ iI komme lil al ople\e noK<*l liknende & lo\ende. fordi alt \il va*re for\andlel & forandrel & forhi for dem. fordi man ikke er IiI slede. . . >lan ser én hli\e risl<*l o\er flammerne. fordi hendes kærliuhed \ar for slor man ser en anden hra*nde op. fordi han irtlel fölle for andre. 1 oftirmála sínum. ágætr' greinargerð danskrar nútíma- íjöðlistar, en Torben Broström að vonum háður mati á skáld- um sinnar kynslöðar eins og Thorkild Björnvig. Jörgen Sonne. Klaus Rifbjerg og Benny Andersén. Honunt er ljöst að skáldskapurinn snýst að vísu urn fyrstu persónu ein- tölu, en stefnir að OKKUR, þvi sem öllum er sameiginlegt. Sá veggur sem myndast milli skáldskapar og daglegs lífs hrynur smám saman. Danskur skáldskapur hefur lengi verið i þeirri hættu að drukkna í alls kyns kerfuni. ekki sist með hjálp gagnrýnenda. en er nú mun mannlegri en áður. Það gerir hann övenju lifvænlegan og forvitnilegar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.