Morgunblaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. JUNÍ 1976
3
4 ^í7. júni ,
ÞESSAR ungu stúlkur voru aö laga til og snyrta á Rútstúni í Kópavogi f gær.
• ÍSLENDINGAR halda
í dag hátídlegan þjóð-
hátíðardag sinn. Talið er
að 17. júní hafi fyrst
verið haldinn hátíðlegur
á hundrað ára afmæli
Jóns Sigurðssonar I9ll
en þá hélt íþróttafólk
mikið mót í Reykjavík og
lagður var blómsveigur á
leiði Jóns Sigurðssonar.
Arið 1944 er 17. júní
síðan gerður að þjóð-
hátíðardegi íslendinga.
Dagurinn hefur síðan
verið haldinn hátíðlegur
ár hvert og verður svo
einnig í dag. Ilátíðarsam-
komur verða haldnar
víða um land og íþrótta-
fólk kemur saman til
keppni. Hér á síðunni er
gert grein fvrir helztu
atriðum hátíðarhaldanna
á suðvesturhorni
landsins og á Akurevri.
AKUREYRI
Akureyri 1 6. júní.
17 JÚNÍ hátiðahöldin á Akureyri
verða að þessu sinni með nýju sniði
að þvi leyti, að þau eru að heita öll
tengd sama efni, þ e. sjósókn og
nýtingu fiskveiðilögsögunnar
Skátafélögin á Akureyri hafa veg og
vanda af hátíðahöldunum að þessu
sinni og yfirskrift þeirra er „Nýtt
landnám, útvíkkuð landhelgi''
Hátiðin hefst klukkan 10 við
Strandgötu með leik lúðrasveitarinn-
ar og siðan fer fram hópsigling, þar
sem fólki gefst kostur á að sigla um
Akureyrarpoll Sýndar verða gamlar
og nýjar veiðiaðferðir, meðferð
gúmbjörgunarbáta, björgun úr
sjávarháska, notkun sjóskíða og
fleira. Klukkan 1 3.30 verður gengið
í skrúðgöngu frá Ráðhústorgi á
íþróttavöll, þar sem aðalhátíðin fer
fram undir yfirskriftinni ..Ýtt úr vör '.
Þar syngur söngfélagið Gígjan undir
stjórn Jakobs Tryggvasonar, Lúðra-
sveit Akureyrar leikur undir stjórn
Roars Kvam og sr. Pétur Sigurgeirs-
son vigslubiskup annast helgistund
Jakob Jakobsson fiskifræðingur flyt-
ur aðalræðu dagsins „um fiskinn''
og Steingrimur Sigfússon nýstúdent
flytur ávarp Þá flytur Heiðdís Norð-
fjörð kvæðið „Hafið” eftir Kristján
frá Djúpalæk og jafnframt hafa skát-
ar skrautsýningu, sem fellur að efni
kvæðisins
Meðan hátiðardagskráin er flutt,
og eins eftir hana, verður sýninga—
og leikjasvæði opið sunnan hátíða-
svæðisins Þar verða m a. sýnd ýmis
viðfangsefni frá sjávarslðunni eins
og netahnýting, linubeiting, splæs-
ingar, hnútar og fleira.
Klukkan 16.30 hefst dagskráin
„Á frívaktinni" við Ráðhústorg. Sú
dagskrá verður einkum við hæfi
yngstu kynslóðarinnar og m a
verður sýnt bjargsig og klifur.
Síðasti þáttur hátiðarinnar hefst á
sama stað klukkan 21 og heitir
„Landlega ". Þar syngur karlakórinn
Geysir undir stjórn Sigurðar D.
Franzsonar, eftirhermur verða i
frammi hafðar, Árni Johnsen mun
syngja sjávarlög og skemmta fólkinu
og Hljómsveit Ólafs Gauks mun
leika fyrir dansi til klukkan eitt.
—Sv.P.
KÓPAVOGUR
ÞJÓÐHÁTÍÐARHÖLD Kópavogsbúa
hefjast með leik Skólahljómsveitar
Kópavogs við Kópavogshælið kl 10
árdegis. Klukkan 10.30 hefst víða-
vangshlaup við skólana í bænum
Gengið verður i skrúðgöngu frá
Kópavogsskóla kl. 13.30 en henni
lýkur á Rútstúni og þar hefst hátíðar-
dagskrá kl. 14.00 Flutt verða
ávörp, leikarar syngja og leika og
dýr úr sædýrasafninu verða til sýnis
á svæðinu allan daginn. Unglinga-
dansleikur hefst við Kópavogsskóla
kl 1 7 og þar leikur hljómsveitin
Hlekkir. Á grasvellinum hefst knatt-
spyrnuleikur kl 18 milli Breiðabliks
og unglingalandsliðsins. Um kvöld-
ið verður dansleikur við Kópavogs-
skóla. Nánar var greint frá dagskrá
hátíðarhaldanna í Kópavogi í blað-
inu í gær.
GARÐABÆR
í GARÐABÆ hefjast hátiðarhöldin
kl 10 45 með fánahyllingu við
Garðakirkju, sem skátar sjá um Þar
leikur lúðrasveit Klukkan 1 1 hefst
guðþjónusta i Garðakirkju Skrúð-
ganga leggur upp frá Brúarflöt kl
14 og gengið verður að hátiðar-
svæðínu við Ásgarð Þar verður
skemmtun með íþróttum og leikjum
Klukkan 16.00 hefst inniskemmtun
i íþróttahúsi Garðabæjar Lúðrasveit
leikur milli atriða og frístundamálar-
ar sýna myndir sinar i anddyri
hússins
HAFNAR-
FJÖRÐUR
í HAFNARFIRÐI hefjast hátiðar-
höldin kl 10 með þvi að Siglinga-
klúbburinn Þytur sýnir báta á höfn-
inni og svæði félagsins við Arnarvog
verður sýnt. Klukkan 14 verða
messur i báðum kirkjum bæjarins.
Hátiðarsamkoma hefst kl. 15.30 á
Hörðurvöllum en til þeirra verður
gengið í skrúðgöngu frá Þjóð-
kirkjunni sem hefst kl 15. íþrótta-
keppni verður við Lækjarskóla kl
17 15 Kvikmyndasýningar verða i
báðum kvikmyndahúsum bæjarins
og er aðgangur ókeypis en miðar
verða afhentir í leikfimihúsi Lækjar-
skóla frá kl 13 30—15 00.
Klukkan 20.30 hefst kvöld-
skemmtun við Lækjarskóla með
söng og gamanmálum Hljómsveit
Þorsteins Guðmundssonar frá Sel-
fossi leikur fyrir dansi til kl 00 30
Hús Bjarna Sivertsen verður opið i
dag Nánar var sagt frá dagskrá
hátiðarhaldanna i Hafnarfirði i
blaðinu i gær
DAGSKRA þjóðhátfðar í
Reykjavfk verður með nokkuð
öðrum hætti f dag en verið hef-
ur undanfarin ár. Þannig verð-
ur ekki um útiskemmtun að
ræða á Laugardalsvellinum að
þessu sinni eins og verið hefur
vegna lagfæringa sem unnið er
að á vellinum. 1 staðinn verður
barna- og sfðdegisskemmtun á
Lækjartorgi, en kvöldskemmt-
anir verða á sex stöðum f borg-
inni, við skóla f borgarhverfun-
um. Auk þess verða svo sérstök
hátiðahöld f Arbæjar- og Breið-
holtshverfi og eru þau viða-
meiri að þessu sinni en'verið
hefur áður.
Á fundi með fréttamönnum
sagði Már Gunnarsson formað-
ur Þjóðhátíðarnefndar Reykja-
víkur að það væri skoðun þjóð-
hátíðarnefndarinnar að æski-
legt væri að flytja hátiðarhöld-
in eins mikið út í hverfin og
mögulegt væri. Með þvf ynnist
tvennt, i fyrsta lagi yrðu fleiri
virkir í hátiðarhöldunum þar
sem ýmis hverfasamtök hefðu
að miklu leyti veg og vanda af
allri skipulagningu og skemmti-
atriðum. I öðru lagi yrði með
því komið í veg fyrir að óviðráð-
anlegur fjöldi safnaðist saman
SELTJARNARNES
ÞJÓÐHÁTÍÐARHÖLDIN á Sel-
tjarnarnesi hefjast með leik lúðra-
sveitar við íþróttahúsið kl. 13.15.
Stundarfjórðungi siðar leggur skrúð-
ganga af stað þaðan og verður hald-
ið að Mýrarhúsaskóla Þar verður
skemmtun og meðal dagskráratriða
má nefna þjóðdansa, ballet og poka
hlaup Þá verður diskótek á skóla-
lóðinni fram eftir kvöldi, ef veður
leyfir
á einum stað. Hefði bæði í
Breiðholti og Árbæjarhverfi
skapazt gott samstarf á milli
þjóðhátíðarnefndar Reykjavík-
ur og nefndanna i hverfunum
og þær unnið mikið starf fyrir
17. júni að þessu sinni.
Morgundagskrá þjóðhátíðar-
dagsins verður með hefðbundn-
um hætti og hefst með sam-
hringingu kirkjuklukkna i
Reykjavik klukkan 9.55 i dag.
Þá leggur Ólafur B. Thors. for-
seti borgarstjórnar, blómsveig
á leiði Jóns Sigurðssonar.
Klukkan 10.30 leikur Lúðra-
sveit verkalýðsins ættjarðarlög
á Austurvelli, en að því loknu
verður hátíðin sett af Má Gunn-
arsyni. Karlakórinn Fóstbræð-
ur syngur og forseti íslands, dr.
Kristján Eldjárn, leggur blóm-
sveig frá islenzku þjóðinni að
minnsvarða Jóns Sigurðssonar.
Geir Hallgrimsson forsætisráð-
herra flytur ávarp og Helga
Bachmann flytur ávarp Fjall-
konunnar. Klukkan 11.15 hefst
síðan guðþjónusta í Dómkirkj-
unni, prestur séra Ulfar Guð-
mundsson. Klukkan 10 fyrir há-
degi leika lúðrasveitir — sem
að vanda taka virkan þátt í há-
AKRANES
Á AKRANESI hefjast hátíðarhöld-
in kl 10 með 1 7. júní hlaupi ungl-
inga frá Akratorgi Klukkan 13 verð-
ur guðþjónusta í Akraneskirkju
Ráðgert hafði verið að hátíðarhöldin
færu fram utan dyra en hátiðar-
nefndm tók i gær þá ákvörðun að
láta þau fara fram í íþróttahúsinu við
Vesturgötu Þar hefjast hátiðarhöld
kl 14 með ávörpum og skemmtiat-
riðum Klukkan 16 45 leikur Lúðra-
sveitin Svanur á Akratorgi og geng-
<ð verður að íþróttahúsinu en stað-
næmzt verður við Sjúkrahúsið í
íþróttahúsinu verður barnaskémmt-
un kl 1 7 30 með gríni og gamni
Franihald á bls. 20
Veðrið
FÁTT er þaó sem ræóur meiru
uni hvernig til teksl með
hátfóarhöld dagsins en veórió.
Morgunblaðsinenn lögóu þvf
leiö sína á Veóurstofu Islands í
gær og hittu þar aö máli
Markús A. Finarsson, veóur-
fræöing. Við báöum Markús aö
segja okkur, hverju hann spáói
með veðriö á þjóðhátföardag-
inn.
„Eg á von á því aö þaó verói
suólæg átt um allt land meó
skúraveöri á Suðvesturlandi og
Vesturlandi. Dálítil súld
veröur viö Suóausturströndina
en þurrt og sums staóar létt-
skýjaó á Norður- og Noróaust-
urlandi. Fremur hlýtt ætti aö
verða um allt land. Annars á ég
von á svipuöu veðri á mórgun
og verió hefur f dag nema hvaó
vindhraói ætti að veröa heldur
minni.“ Þannig hljóóaói veóur-
spá Markúsar, er vió ræddum
vió hann f gær.
tíðarhöldunum — við Hrafn-
istu og klukkán 10.45 við Elli-
heimilið Grund.
Skrúðgöngur verða frá
Hlemmtorgi. Miklatorgi og
Melaskólanum Lækjartorgi og
hefjast klukkan 14.15. 1 Árbæ
verður gengið frá Árbæjar-
skóla klukkan 13 að Árbæjar-
safni en á lóð safúsins fara
hátíðahöldin í Árbæjarhverfi
nú fram í fyrsta skipti. 1 Breið
holti verða skrúðgöngur frá
Stöng í Breiðholti 1 og Vestur-
bergi 78 klukkan 12.45 og fara
þær að Iþróttavelli Letknis.
Barnaskemmtun hefst á
Lækjartorgi klukkan 15. en sið-
degisskemmtun á sama stað
klukkan 16.15. I Arbæjarhverfi
hefst skemmtunin klukkan
13.30. en i Breiðholti með
iþróttakeppni á Leiknisvellin-
um klukkan 13.30 og siðan við
Fellaskóla klukkan 14.30.
Dansað verður á sex stöðum i
borginni utanhúss i kvöld frá
klukkan 21 til 24. Við Austur-
bæjar-, Breiðholts-. Langholts-.
Mela-, Árbæjar- og Fellaskóla.
Merki þjóðhátíðardagsins er
að þessu sinni teiknað af Ast-
mari Olafssyni teiknara.
ÞJÓÐHÁTlÐARNEFND Reykjavfkur, frá vinstri Kolbeinn
Pálsson framkvæmdastjóri nefndarinnar, Böóvar Pétursson,
Bjarni Felixson, Már Gunnarsson formaður, Nina Ilj^ltadóttir og
Klemenz Jónsson dagskrárstjóri. A myndina vantar Hilmar Svav-
arsson ritara þjóðhátfðarnefndarinnar.
Yiðameiri hátíðahöld
í Breiðholts- og Ár-
bæjarhverfi en áður
Lækjartorg á ný vettvangur síðdegisskemmtana
j