Morgunblaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JtJNÍ 1976 Gagnfræða- skólinn á Akureyri Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri var slitið 31. maí sl. Nemend- ur skólans voru alls 618 í vetur og skiptust í 5 bekki og 26 bekkjar- deildir. Kennarar voru 43 auk for- fallakennara, 35 fastakennarar og 8 stundakennarar. Gagnfræða- prófi luku 97 nemendur; þar af fékk 21 réttindi til inngöngu í menntaskóla, 16 framhaldsdeild- arréttindi og 12 að auki endur- tökurétt. Undir landspróf mið- skóla, sem nú var þreytt í síðasta sinn, gengu 117; þar af fengu 83 menntaskólaréttindi 14 fram- haldsdeildarréttindi og 12 að auki endurtökurétt. Þrír eiga ólokið sjúkraprófum. Við skólaslitin voru nokkrum veitt verðlaun fyrir góðan náms- árangur á liðnum vetri og forystu í félagsmálum nemenda. Hæstu einkunnir hlutu þessir nemend- ur: I 5. bekk Ingibjörg Ingólfs- dóttir, 8.0, í 4. bekk Harpa Hall- dórsdóttir 7.67, f 3. bekk Helgi Már Barðason 9.1, í 2. bekk Anna Þ. Árnadóttir 9.26 og í 1. bekk Ólöf Jónsdóttir 9.16. Við skólaslit töluðu Gísli Bragi Hjartarson fyrir 20 ára gagnfræð- inga og Sigríður Eysteinsdóttir fyrir 10 ára gagnfræðinga, en báð- ir þessir afmælishópar færðu skólanum stórgjafir í hljóðfæra- sjóð. Skólastjóri, Sverrir Pálsson, þakkaði gjafir og góðan hug, ávarpaði brautskráða nemendur og sleit skólanum. Vörðuskóli VÖRÐUSKÓLA I Reykjavík var slitið laugardaginn 29. mai sl. I skólanum voru í vetur tæpl. 400 nemendur í 3. og 4. bekk gagn- fræðastigs og auk þess tvær deild- ir í 1. bekk menntaskóla. Engrar lágmarkseinkunnar er krafizt af þeim nemendum, sem óska skóla- vistar í skólanum eða í einstökum deildum hans. Þannig fá nemend- ur eðlilega mynd af því mannlífi, sem bíður þeirra utan veggja skólans. Hæsta einkunn í skólan- um fékk Ragnhildur Hjartardótt- ir, 9,10. Nokkrum nemendum skólans voru við skólaslitin veitt- ar viðurkenningar fyrir góða frammistöðu í einstökum grein- um. Tónlistar- skólinn í Keflavík Tónlistarskölanum f Keflavfk var slitið 22. maf sl. í tónleikasal skól- ans. Við það tækifæri léki fimm nemendur úr framhaldsdeildum skólans einleik á fiðlu, cello, vald- horn og píanó. Fyrstu vortónleik- ar nemenda að þessu sinni fóru fram í Keflavíkurkirkju 9, maf og voru þeir tónleikar fyrir styrktar- félaga tónlistarfélagsins. Þar lék strengjasveit skólans ásamt þrem einleikurum, þeim Rúnari Guð- mundssyni á cello, Steinari Guð- mundssyni sem lék á orgel kirkj- unnar og Unni Pálsdóttur á fiðlu, en stjórnandi strengjasveitarinn- ar var Arni Arinbjarnarson. I vor lauk 19. skólaárinu, en skólinn hóf starfsemi sfna haustið 1957. Nemendur í skólanum voru um 200 en kennarar við skólann voru 11 og þar af sex fastráðnir, en aðalkennarar við skólann eru Arni Arinbjarnarson, Herbert H. Ágústsson og Pétur Þorvaldsson. Skólastjóri er Ragnar Björnsson. Flúðaskóli Barna- og unglingaskólanum að Flúðum, Hrunamannahr., var slit- ið föstud. 28. maí s.l. Um 170 nemendur stunduðu nám f skól- anum s.l. vetur. Fastráðnir kenn- arar voru 8 og stundakennarar 5, og í mötuneyti og við ræstingu störfuðu 5 manns. Skólastjóri er Bjarni Ansnes. 15 luku gagn- fræðaprófi að þessu sinni. Hæstu einkunn hlaut Anna B. Arnljóts- dóttir 8.04. Landspróf þreyttu 8 nemendur og stóðust allir með glæsibrag. Meðaleinkunn á lands- prófi var 7.5, sem mun vera eins- dæmi. Hæsta einkunn hlaut Sig- urður Tómas Magnússon 8.9. Unglingaprófi lauk 21 nemandi. Hæstar urðu og jafnar Kristín Guðmundsdóttir og Guðbjörg Sif Kjartansdóttir með einkunnina 8.0. Ýmsir aðilar veittu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Viðurkenn- ingu fyrir góða framkomu, sem veitt er nemendum f unglinga- prófi, hlaut Árni Svavarsson. Að afloknum prófum var haldin athyglisverð sýning á handavinnu nemenda. Nemendur í gagnfræða- og landsprófi fóru f þriggja daga ferðalag norður í land ásamt skólastjóra og kennara. Á Flúðum er nýlegt skólahús, sem þegar er orðið allt of lítið, vegna þess hve ör vöxtur skólans hefur orðið. Er aókallandi að bæta við kennsP'stofum. Vc að reisa kenr„raibúðir ac um. I sumar verður eins og undan- farin ár hótelrekstur í húsnæði skólans og jafnfraint í félags- heimilinu að Flúðum. Laugaskóli Laugaskóla f Suður- Þingeyjarsýslu var slitið í 51. sinn 24. maí sl. I vetur stunduðu 124 nemendur nám í skólanum í 5 bekkjardeildum. Fimmti bekkur framhaldsdeildar gagnfræðaskóla var starfræktur við skólann f fyrsta sinn og voru f honum 11 nemendur, sem allir luku prófi. Hæstu einkunn úr 5. bekk hlaut Helgi Laxdal, Nesi, Grýtubakka- hreppi. Næsta vetur er áformað, að 5. bekkur starfi í a.m.k. 3 deild- um, bóknámsdeild, viðskiptadeild og iðndeild. Einnig verður nem- endum gefinn kostur á námi í Grunnskóla l.S.l. Við skólaslit ávarpaði skóla- stjóri viðstadda og lýsti skóla- starfinu. Tíu og tuttugu ára gagn- fræðingar færðu skólanum mynd- arlegar peningagjafir til kaupa á skiðalyftu. Síðan var gestum boð- ið til kaffidrykkju. Fastráðnir kennarar voru niu auk skólastjórans, Sigurðar Krist- jánssonar. Að þessu sinni luku 8 nemendur landsprófi frá Flúðaskóla og sjást þeir hér ásamt skólastjóranum, Bjarna Ansnes (lengst til hægri) og umsjónarkennara sfnum, Jóhannesi Sigmundssyni. (Jr borðsal mötuneytis Menntaskólans á tsafirði. Blómlegt félagslff hefur sett svip sinn á starf Menntaskóians á tsafirði. Myndin er frá sýningu nemenda á „Lýsiströtu“ undir leikstjórn Bryndfsar Schram. Menntaskólinn á ísafirði brautskráir 35 nýstúdenta MENNTASKÓLANUM á ísafirði var slitið laugar- daginn 5. júní sl. og lauk þar með 6. starfsári skól- ans. Skólaslitaathöfnin fór fram í Alþýðuhúsinu á ísafirði að viðstöddu f jölmenni. Að þessu sinni brautskráði skólinn 35 nýstúdenta. Hæstu einkunnir hlutu: Jónas Guðmundsson frá Siglu- firði, af eðlisfræðikjörsviði, með fullnaðareinkunnina 8,0, Stefán Jóhann Stefánsson, frá Isafirði, af náttúrukjörsviði, með fullnaðareinkunnina 7,8, og Sigríður Hrafnkelsdóttir frá ísafirði, af félagsfræðikjör- sviði, með einkunnina 7,8. Alls voru nemendur skólans í vetur 161 f 9 bekkjardeildum og voru 70 Isfirðingar við nám I skólan- um, 32 annars staðar að af Vest- fjörðum og 59 voru búsettir utan Vestfjarða. Skólameistari, Jón Baldvin Hannibalsson ræddi í upphafi skólaslitaræðu sinnar helztu nýmæli, sem upp voru tekin í starfi skólans á liðnu skólaári. Þ.á m. má nefna, að kennslu- tímum hefur verið fjölgað, og námsefni aukið f efna- og eðlis- fræði á raungreinakjörsviði, og tekin upp í fyrsta sinn kennsla f stjörnufræði. Á félagsfræða- sviði hefur stærðfræðikennsla verið aukin, sem og kennsla í íslenzkum og erlendum sam- tímabókmenntum. Þá má geta þess, að valgreinum, sem nemendur á 2.—4. ári gefst kostur á að nema, hefur fjölgað verulega. Meðal nýrra val- greina, sem upp voru teknar á liðnu skólaári, má nefna: heim- speki, sálarfræði og mann- fræði, spænsku, viðbótarnám f stærðfræði og námskeið fyrir leiðbeinendur f íþrótta- og æskulýðsstarfsemi (Grunnskóli ÍSI). Alls voru 20 valgreinar í boði, en 15 hlutu næga þátt- töku. Menntaskólinn hefur náið samstarf við aðra skóla á staðn- um, tónlistarskólann, vélskóla og stýrimannaskóla, tækniskóla og húsmæðraskóla. Nemendur M.I. stunda sumar valgreinar sinar við þessa skóla. Um 20 menntaskólanemar stunda jöfnum höndum tónlistarnám við tónlistarskólann. 5 daga kennsluvika var tekin upp i fyrsta sinn í vetur, og mun sú skipan haldast framvegis. Alls störfuðu 17 kennarar við skól- ann á liðnu skólaári, þ.a. 12 fastráðnir, en 5 stunda- kennarar. Einn kennaranna gegnir jafnframt starfi skóla- bókavarðar í 'A starfi. Af 161 nemanda, sem hóf nám við skólann við upphaf skólaárs 1975, höfðu 11 (6,8%) helzt úr lestinni af ýmsum ástæðum áður en lokapróf hóf- ust. Af 150 nemendum, sem þreyttu próf, stóðust 128 í fulln- aðareinkunn (85,33%), en 30 nemendur urðu að þreyta endurtektarpróf í einni eða fleiri greinum og stóðst 21. Alls hafa því 132 nemendur staðist próf við skólann á þessu vori (88,67 %) og þar með tryggt sér rétt til áframhaldandi náms. 17 af þeim 150 nemendum, sem próf þreyttu, stóðust ekki lág- markskröfur (11,33%). Alls hafa því 28 nemendur ýmist horfið frá námi yfir veturinn eða fallið á lokaprófum (17,3%). Á lokaári þreyttu 35 stúd- entsefni stúdentspróf og stóð- ust þeir allir (þ.a. 1 utanskóla). Alls hefur skólinn útskrifað 94 stúdenta. I hópi nýstúdenta i ái voru 15 stúlkur og 20 piltar, 15 útskrifuðust af félagsfræða- Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.