Morgunblaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. JUNÍ 1976 Ari Hólmbergsson frá ísafirði—Minning Fæddur 18. maí 1897 I)áinn 16. apríl 1976 Föstudaízinn 16. apríl s.l. andaö- ist í Reykjavik á Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Hrafnistu, Ari Hólmbergsson frá ísafirði. Hann var fæddur á Flateyri viö Önundarfjörö 18. maí áriö 1897, (>S skorti því rúma 13 mánuði í 80 ára aldur. er ævina þraut. Foreldrar Ara voru HólmberR Gísiason stýrimaður og kona hans, Guðbjört Elísa Jóna Guð- hjartsdóttir. Mun Hólmberg hafa starfað á útvegi rausnarmannsins Hans Ellefsens hins norska, sem stuttu fyrir 1890 reisti og rak hvalveiðistöð í Önundarfirdi, skammt fyrir innan Elateyrar- þorp (>k kallaði þar á Sólbakka. Um aldamótin 1900 var stofn stór- hvela mjög til þurrðar genginn úti fyrir Vestfjörðum, vegna hóf- lausrar veiði, því að fleiri norskar hvalveiðistöðvar voru um hituna en Sólbakkastöðin ein. Þá flutti Ellefsen sem alkunnugt er at- vinnurekstur sinn til Austfjarða, og enn síðar til Suður-Afriku. Um það leyti er Sólbakkastöðin hætti starfrækslu, á fyrstu árum þessar- ar aldar, 1904—5, flutti Hólmberg með fjölskyldu sína búferlum til + Móðir mín GUÐNÝ BERGÞÓRSDÓTTIR, frá Narfakoti, Vatnsleysuströnd. verður jarðsungin frá Eyrar- bakkakirkju 19.júníkl 14 Fyrir hönd vandamanna Guðmundur Lárusson. Isafjarðar og mun Ari hafa alizt þar upp ásamt bræðrum sínum. Eins og flestra vestfirzkra pilta á þeim árum lá leið Ara á sjóinn, strax á unglingsaldri. Var hann sjómaður á seglskipum, mótorbát- um, togurum og farskipum. Arið 1924 tók hann vélstjórapróf á mótorvélar og eignaðist/lítlu síðar vélhát (trillu), sem hann að nokkru eða allmiklu leyti byggði atvinnú sína á eftir það. Mjólkur- sala til ísafjarðar úr sveitunum umhverfið Djúpið var þá enn ekki byrjuð og ferðir „Djúpbátsins" þvi strjálar eða einungis hálfs- mánaðarlega. Engir vegir í nú- tímaskilningi voru þá heldur á landi vestur þar, en samgöngur að mestu á sjó líkt og verið hafði frá alda öðli. Meðan svo stóð hafðí Ari ærinn starfa við fólksflutn- inga inn um Djúp og norður i Jökulfirði, og mun hafa rói'ð til fískjar ef á milli varð. Hann var þaulreyndur og æfður sjómaður, enda er víst svo bezt fyrir öllu séð, þá er einn maður á opnum báti þarf að fást við vind og sjó, á hvaða árstíma sem er, að reynsla og æfing sé fyrir hendi í ríkum mæli ef vel á að fara. Arið 1925 kvæntist Ari Guðrúnu Agústu (fædd 1/8 1907, dáin 24/3 1946) Steindórsdóttur frá Súðavik í Alftafirði. Foreldr- ar hennar voru hjónin Steindór Guðmundsson frá Hrafnabjörg- um i Laugardal í Ögursveit og kona hans Jóna Jónsdóttir, en hún var dótturdóttir ríkisbóndans Guðmundar Bárðarsonar á Eyri í Seyðisfirði, sem í mörgu þótti vera fyrir öðrum bændum sinnar samtíðar. Börn þeirra Ara og Guðrúnar Ágústu eru þessi: Magnús Kristján fæddur 31/5 1925, Steindór fæddur 1/5 1930, Hólmberg Guðbjartur fæddur 11/7 1932, Gróa fædd 9/1 1935 og Guðríður Þuríður Ólafía fædd 5/4 1938. Um 1940 veiktist Guðrún Ágústa af lungnaberklum, líklega upp úr slæmri inflúenzu, og átti við sífellt heilsuleysi, þungar og langar sjúkralegur að stríða eftir það, allt til dánardægurs 24. marz -1946 sem fyrr er sagt. Fyrir all- mörgum árum mun Ari hafa farið að missa sjón að nokkru, sem eigi fékkst bót á ráðin þrátt fyrir skurðaðgerðir og aðrar lækninga- tilraunir. Fór sjón hans þvi smá- dvínandi unz hann varð alblindur tvö hin síðustu dvalarár sin á Hrafnistu. Þá raun eins og fleiri byrðar, sem langir ævidagar leggja flestum á herðar, bar hann með æðruleysi og þreki þar til vfir lauk. J. Hj. t Sonur minn, stjúpsonur, bróðir og fósturbróðir REYNIR K. ÞÓRÐARSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 1 8 júní kl 1 3 30 Ragnhildur Einarsdóttir, Þórður Sigurbjörnsson, systur og fósturbróðir. Útför ÞÓRNÝJAR JÓNSDÓTTUR. Reyni, Mýrdal, fer fram frá Reyniskirkju laugardaginn 1 9 júni kl 13 Börn, tengdabörn og barnabörn. + Eiginkona mín og móðir okkar ELEONÓRA ÞORKELSDÓTTIR, Hólavegi 25, Siglufirði, andaðist í fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri þann 14 júní Hjörleifur Magnússon og börn. Norrænu gestirnir með nokkrum íslenzkum prestum við Árbæjarkirkju. Norrænir prestar þinga ÞESSA viku dveljast hér á landi formenn og fram- kvæmdastjórar prestafé- laga Noröurlanda og halda árlegan fund sinn. Fylgja þeim einnig konur þeirra og er þetta í fyrsta skiptið, sem þau flest gista Island. Fundir þeirra hafa verið i Safnaðarheimili Bústaða- kirkju, sem senn verður allt innréttað. En rætt hef- ur verió á fundum þessum um samstarf prestafélag- anna á Norðurlöndum með sérstöku tilliti til þess, að nú í ágúst verður haldið þing presta í Finnlandi og er vænzt þátttöku 300 Norðurlandabúa. Meðal fyrirlesara á þinginu verða dr. Björn Björnsson próf- essor og séra Arngrímur Jónsson mun fjalla um kirkjulíf á íslandi með sérstöku tilliti til messunnar. Þá hefur einnig verið fjallað um samskipti við prestafélög í Þýzka- landi og Englandi og fleiri þeirra mála, sem sérstaklega skipta presta miklu. Formaður þessara samtaka er Svíinn Olof Ericsson, en hann er formaður Sænska prestafélagsins. Með honum er einnig framkvæmdastjóri þess fé- lags, lögfræðingurinn Lennart Hauschildt. Finnland á tvo full- trúa, formann prestafélagsins, Osmo Setálá og fulltrúi sænsku mælandi Finna, John Forsberg. Frá Noregi kemur formaður prestafélagsins, Fredrik Grönn- ingseter, en hann hefur áður komið til Islands, og fram- kvæmdastjóri þess, Norman Hess- en. Frá Danmörku er aðeins einn þátttakandi, Börge Riisgaard. Formaður Prestafélags Islands er séra Ólafur Skúlason og ritari þess, séra Halldór Gröndal. Prestarnir og konur þeirra hafa skoðað ýmislegt í Reykjavík í boði borgarinnar, farið austur fyrir Fjall og þegið beina i Elliheimil- inu í Hveragerði og Náttúrulækn- ingahælinu á leið í Skálholt. Þá verður haldið á föstudaginn í boði Halldórs E. Sigurðssonar til að skoða Reykholtsstað og komið við á Þingvöllum. Biskup heldur fyr- ir gestina boð og þeir þiggja heim- boð hjá ýmsum prestum. Allir eru gestirnir mjög ánægð- ir með heimsóknina hingað og hvetja mjög til nánara samstarfs við íslenzka prestafélagið og presta hér. Rhódesía: Umbótartillögum misvel tekið Salisbury, Thodesíu 15. júní — NTB, Reuter SERSTÖK rannsóknarnefnd, skipuð sérfræðingum í kynþátta- málum, hefur lagt fram skýrslu sfna um umbætur í Rhodesfu. Skýrslan var gefin út í bæklingi, sem er oðinn mest seldi bækling- ur hins opinbera f Rhodesfu, að sögn talsmanns rfkisprent- smiðjunnar, sem gefur hann út. Tillögur nefndarinnar hafa mælzt misjafnlega fyrir, og hafa talsmenn beggja deiluaðila, hvítra manna og blökkumanna, gagnrýnt tillögurnar harðlega. Yfirvöld segja þó að hér sé ekki um almenna óánægju að ræða. Talsmenn hvítra segja að tillög- urnar séu „hróplegt óréttlæti" í þeirra garð og „sviksamlegar“. Einn talsmanna blökkumanna sagði hinsvegar að tillögurnar gengju allt of skammt, og að þeir kúguðu sættu sig ekki við þær. Stöðugur straumur fólks hefur verið í ríkisprentsmiðjuna til að ná í bæklinginn, og var hann uppseldur um hádegið í dag. Sagði talsmaður prentsmiðjunnar að prentun yrði hafin á ný. 1 skýrslu nefndarinnar er lagt til að í næstu kosningum fái allir kyn- þættir aðgang aðsömukjörstöðum og kjörkössum, og þar er gert ráð fyrir því sett verði ný jarðeigna- lög þar sem allir verði jafnrétt- háir vió jarðakaup, hvaða kyn- flokki þeir svo tilheyra. Ian Smith forsætisráðherra sagði í sjónvarpsræðu í gær að hann teldi frumvarpið mjög skyn- samlegt og hlutlaust, þótt hann gerði sér grein fyrir því að ekki yrðu allir jafn ánægðir. Óttast er að risið geti innbyrðis deilur meðal hvítra manna þegar að því kemur að ríkisstjórnin lýs- ir stuðningi við efni nefndarálits- ins, en það gæti orðið strax og þingið kemur saman á ný í næstu viku að orlofi loknu. Fulltrúar blökkumanna hafa ekki sótt neinn fund sér- fræðinganefndarinnar, og ekki tekið neinn þátt í mótun tillagn- anna. Mormónar með opið hús „KIRKJA Jesú Krists af síðari daga heilögum" gengst fyrir „opnu húsi“ í Lögbergi, húsi laga- deildar Háskóla Islands dagana 17. 18. og 19. júní milli klukkan 14 og 22. Hér er um að ræða Mor- móna kirkju á Islandi og verða við þessi tækifæri sýndar kvik- myndir, skuggamyndir, líkön og myndasögur en einnig fluttir stuttir fyrirlestrar. i fréttatil- kynningu, sem Mbl. hefur fengið frá Byron T. Glslasyni, forseta Mormónakirkjunnar segir að þetta sé framlag kirkjunnar til þess að halda 17. júní hátíðlegan. úlfarasKreytlngar blómouol Groðurhusið v/Sigtun simi 36779 + Móðir okkar, og tengdamóðir guðrún ragnheiður brynjólfsdóttir. Hjallaveg 30. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, laugardaginn 19 júní kl 10 30. Sigurður Magnússon, Ásdls Magnúsdóttir, Óskar Pétursson, Þórhildur Magnúsdóttir Áslaug Magnúsdóttir, Gústaf Lárusson, Brynjólfur Magnússon, Jóna Sigurðardóttir, Hulda Magnúsdóttir, Gylfi Magnússon. Gisli Magnússon. Helga Guðmundsdóttir. + Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR STEFÁNSSON, Eskifirði, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað, þriðjudaginn 15. júní Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Jóhanna Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.