Morgunblaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JUNÍ 1976 LOFTLEIDIR 3r 2 1190 2 11 88 BILALEIGAN— 51EY5ÍR l LAUGAVEGI 66 fy 24460 £ ‘28810 n (Utvarp og stereo.kasettutæki FERÐABÍLAR hf. Bilaleiga, sími 81 260. Fólksbilar, stationbílar, sendibíl- ar, hópferðabilar og jeppar. alltufí Itádeginu OFSAGOTT GLÓÐARSTEIKT IAMR4IÆRI MEÐ OFNBAKAÐRI KARTÖFLU HRÁSALATI OG BEARNAISSÓSU /—---------------------- LAWN-BOY Garðsláttuvélar fyrirligg jandi Útvarp Reykjavlk FIM/I1TUDAGUR 17. júní Þjóðhátíðardagur Islendinga MORGUNNINN__________________ 8.00 Morgunba'n Sóra Jón Auóuns fyrrum dómprófastur flytur. 8.05 tslenzk hátfðartónlist, sungin og leikin. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar Alþingishátíðarkantata eftir Pál tsólfsson, við Ijóð Davfðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Flytjendur: Þorsteinn Ö. Stephensen, Guðmundur Jónsson, Karlakórinn Fóst- bræður, Sóngsveitin Fíl- harmonía og Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Stjórnandi: Dr. Róbert A. Ottósson. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Frá þjóðhátlð í Reykja- vík a. Hátfðarathöfn á Austur- velli Már Gunnarsson formaður þjóðhátfðarnefndar setur há- tfðina. Forseti tslands, dr. Kristján Eldjárn, leggur blómsveig að fótstalla Jóns Sigurðssonar. Geir Hall- grímsson forsætisráðherra flytur ávarp. Ávarp fjallkon- unnar. I.úðrasveit verkalýðs- ins og Karlakórinn Fósthræð- ur leika og syngja ættjarðar- lög, þ. á m. þjóðsönginn. Stjórnendur: Úlafur L. Krist- jánsson og Jónas Ingimund- arson. Kynnir: Olafur Ragn- arsson. h. 11.15 Guðsþjónusta f Dóm- kirkjunni Séra Úlfar Guðmundsson biskupsritari messar. Guð- mundur Jónsson og Dómkór- inn syngja. Organleikari: Ragnar Björnsson. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkvnningar. SÍÐDEGIÐ 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Kórsöngur f útvarpssal: Skagfirzka söngsveitin syng- ur fslenzk og erlend lög Söngstjóri: Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir. Einsöngvarar: Þorbergur Jósefsson, Hjálmtýr Hjálm- týsson og Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir. Tvfsöngvarar: Kamma Karlsdóttir og Margrét Matthfasdóttir. Píanóleikari: Ólafur Vignir Albertsson. 14.00 Svipmyndir úr sjálf- stæðisbaráttu tslendinga á 19. öld Einar Laxness cand. mag. tekur saman dagskrána. 15.00 Létt tónlist frá útvarp- inu f Wellington á Nýja- Sjálandi Stanley Black og Oswald Chessman stjórna hljóm- sveitunum sem leika. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 tslandsljóð eftir Einar Benediktsson Elfn Guðjónsdóttir les. 16.40 Barnatími a. Sigrún Björnsdóttir sé um stund fyrir ungu börnin, litla barnatfmann. b. Gunnar Valdimarsson stjórnar þætti fyrir stálpaðri börn, þar sem fjallað verður um listsköpun á tslandi fyrr og síðar. 17.30 „Eitthvað til að lifa f.vr- ir“ eftir Victor E. Frankl. Hólmfrfður Gunnarsdóttir les þýðingu sína á bók eftir austurrískan geðlækni(4). 18.00 Stundarkorn með Rögn- valdi Sigurjónssyni pfanó- leikara Tilkynningar. KVÖLDIÐ 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kvnningar. 19.35 t sjónmáli Skafti Harðarson og Stein- grfmur Ari Arason sjá um þáttinn. 20.00 Einsöngur í útvarpssal: Elísabet Erlingsdóttir syng- ur Iög eftir Jórnni Viðar. Höfundurinn leikur á píanó. 20.25 Leikrit: „Happið", gam- anleikur eftir Pál J. Árdal. Leikstjóri: Baldvin Halldórs- son. Persónur og leikendur: Hallur hreppstjóri / Valdi- mar Helgason, Valgerður dóttir hans / Ragnheiður Steindórsdóttir, Helgi ráðs- maður / Bessi Bjarnason, Grfma móðir hans / Guðrún Stephensen, Kristfn ráðs- kona / Sigrfður Hagalfn, Gunnar kennari / Jón Gunn- arsson, Sigga vetrarstúlka / Lilja Þórisdóttir. 21.40 Lúðrasveitin Svanur leikur Stjórnandi: Sæbjörn Jóns- son. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Danslög af hljómplötum Þ. á m. leikur og syngur hljómsveit Hauks Morthens f hálfa klukkustund (23.55 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok. Frá æfingu á Happinu, leikararnir Jón Gunnarsson, Valdimar Helgason, RagnheiSur Steindórsdóttir. Sigriður Hagalín og Lilja Þórisdóttir. Hljóðvarp 17. júní kl. 20.25: Leikritið „Happið” eftir Pál r J. Ardal Fimmtudaginn 17. júnf, þjóð- hátiðardaginn, kl. 20.25 verður flutt leikritið „Happið" eftir Pál J. Árdal. Leikstjóri er Bald- vin Halldórsson, en með hlut- verkin fara þau Valdemar Helgason, Ragnheiður Stein- dórsdóttir, Bessi Bjarnason, Guðrún Stephensen, Sigríður Hagalín, Jón Gunnarsson og Lilja Þórisdóttir. Vilhjálmur Þ. Gíslason, fyrrv. útvarpsstjóri, flytur formálsorð. „Happið“ var frumsýnt á Akureyri veturinn 1897—98, en hefur á undanförnum áratugum verið leikið víða úti um land, enda eitt vinsælasta leikrit, sem þar hefur verið sýnt. Það hefur áður verið flutt í útvarp- inu, bæði í heild (1938) og svo kaflar úr því. Þetta er léttur gamanleikur, sem gerist í sveit, nánar tiltekið hjá Halli hrepp- stjóra í Dölum. Valgerður dött- ir hans er hrifin af Gunnari kennara, en pabbi gamli vill heldur að hún giftist Helga ráðsmanni sinum, og Gríma, móðir Helga, styður þann ráða- hag. En það eru fleiri stúlkur á heimilinu, og brátt fer svo, að Helgi veit ekki sitt rjúkandi ráð. Páll Jónsson, sem sextugur tók sér ættarnafnið Ardal, fæddist að Helgastöðum i Eyja- firði árið 1857. Hann stundaði nám í Möðruvallaskóla 1880—82, en hafði áður lært silfursmíði. Páll fór að semja leikþætti og yrkja kvæði um tvitugt, og um svipað leyti kom út eftir hann smásaga. Hann settist að á Akureyri 1883 og varð kennari við barnaskólann þar, alit til ársins 1926, þegar hann lét af kennslu vegna sjón- depru. Jafnframt kennarastarf- inu var hann vegaverkstjóri í fjölmörg ár, og um tíma bæjar- verkstjóri á Akureyri. Páll J. Árdal lézt árið 1930, 73 ára að aldri. Þótt „Happið" sé vafalaust þekktasta leikrit Páls, samdi hann mörg fleiri. Má þar nefna „Þvaðrið", „Tárin“, „Saklaus og slægur" og „Skjaldvör tröll- kona“. Hljóðvarp 17. júní: Fjölbreytt hátíðadagskrá Kl. 13.20 flytur Skagfirzka söngsveitin íslenzk og erlend lög í útvarpssal. Söngstjóri er Snæbjörg Snæbjarnardóttir en undirleik annast Ölafur Vignir Albertsson. Einsöng og tvísöng syngja Þorbergur Jósefsson, Hjálmtýr Hjálmtýsson og Snæ- björg Snæbjarnardóttir, Kamma Karlsdóttir og Margrét Matthíasdóttir. Meðal annarra dagskrár- atriða i hljóðvarpi er að nefna hátíðaathöfn með hefðbundnu sniði frá þjóðhátið í Reykjavík og hefst hún kl. 10.30 f.h. Einar Laxness P. Einar Laxness cand. mag. tekur saman dagskrá kl. 14 um svipmyndir úr sjálfstæðisbar- áttu lslendinga og kl. 16.25 les Elín Guðjónsdóttir Islandsljóð eftir Einar Benediktsson. Kl. 20 syngur Elísabet Erlingsdóttir í útvarpssal og fyrr um daginn eða kl. 16.40 er litli barnatíminn undir stjórn Sigrúnar Björnsdóttur. Skagfirzka söngsveitin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.