Morgunblaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JUNI 1976
Leikfélag Reykjavíkur:
Saumastofan í leikför um landið
HÓPUR frá Leikfélagi Reykja-
vfkur leggur á næslunni upp I
leikför um landið með leikrilið
Saumastofuna. Fyrsta sýning á
verkinu verður á Akranesi
mánudaginn 21. júní nk., en
alls verður leikið á um 20 stöð-
um og stendur ferðin yfir í
tæpan mánuð.
Að lokinni sýningu á Akra-
nesi heldur hópurinn vestur
um land, til Vestfjárða og síðan
um Norðurland.
Leikritið
Saumastofan var sýnd alls 55
sinnum á fjölum Iðnós í vetur
en höfundur verksins er Kjart-
an Ragnarsson leikari og er
hann jafnframt leikstjóri.
Leikendur eru niu, þau Sig-
ríður Hagalin, Karl Guðmunds-
son, Ásdís Skúladóttir, Margrét
Helga Jóhannsdóttir, Ragnheið-
ur Steindórsdóttir, Hrönn
Steingrimsdóttir, Harald G.
Haraldsson, Soffía Jakobsdóttir
og Sigurður Karlsson, en Magn-
ús Pétursson sér um píanóund-
irleik. Leikmynd við sýninguna
gerði Jón Þórisson.
Ráðstefna um byggða-
þróun og landbúnað-
armál á Norðurlandi
FJÓRÐUNGSSAMBAND Norð-
lendinga gengst fvrir ráðstefnu
um landhúnaðarmál og bvggða-
þróun á Blöndósi 21. og 22. júnl
n.k. Ráðstefna þessi er haldin i
samstarfi við Búnaðarsamböndin
á Norðurlandi, stofnanir land-
búnaðarins, heildarsamtök
bænda, Framkvæmdastofnun,
landbúnaðaráætlananefnd og
landbúnaðarráðunevtið. Land-
húnaðarráðherra, Halldór E. Sig-
urðsson, flvtur ávarp við setningu
ráðstefnunnar.
Fyrir ráðstefnunni liggur víð-
tæk upplýsingasöfnun um stöðu
landbúnaðarins á Norðurlandi og
þýðingu hans fyrir þéttbýlið á
Norðurlandi. Þessi könnun verð-
ur m.a. k.vnnt í framsöguerindum
Jóhannesar Sigvaldasonar, um
stöðu landbúnaðarins, Egils
Bjarnasonar, um félagslega að-
stöðu til búsetu í sveitum og í
erindi Hreiðars Karlssonar um
áhrif landbúnaðarins á þróun
þéttbýlis á Norðurlandi. Gunnar
Guðbjartsson, formaður Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins, mun
ræða um stefnumótun í fram-
leiðslu og markaðsmálum. Ketill
Hannesson búnaðarhagfræðingur
ræðir um hagkvæmnisathuganir í
búvöruframleiðslu og búskapar-
hætti. Guðmundur Sigþórsson.
formaður landbúnaðaráætlana-
nefndar, ræðir um skipulag og
áætlanagerð í landbúnaði og
strjálbýli. Hjörtur Eiríksson,
framkvæmdastjóri ræðir um ull-
ar- og skinnaiðnað í iðnþróun á
Norðurlandi. Á ráðstefnunni
liggja frammi margþættar upplýs-
ingar sem snerta þróun landbún-
aðarins á Norðurlandi.
Sérstakir starfsópar munu
vinna á ráðstefnunni og skila áliti
síðari fundardag. Ráðstefnan er
opin öllum með tillögurétti og
málfrelsi. Þeim málum og tillög-
um sem fram koma á ráðstefn-
unni er vísað til landbúnaðar-
nefndar Fjórðungssambands
Norðlendinga, sem undirbýr sam-
ræmda tillögugerð fyrir næsta
Fjórðungsþing. Þessi ráðstefna er
liður i þeirri starfsemi Fjórðungs-
sambands Norðlendinga að leita
eftir sem breiðustu samstarfi við
áhuga og hagsmunaaðila í mótun
þeirra mála, sem hafa þýðingu
fyrir mótun byggðastefnu og
byggðaþróunar í fjórðungnum.
Sambandsmenn
álykta um verð-
bólguvandann
Eftirfarandi ályktun um verð-
bólguvandann var samþvkkt á að-
alfundi Sambands tslenzkra sam-
vinnufélaga 3.—4. júní s.l.
- „Aðalfundur Sambands is-
lenzkra samvinnufélaga haldinn
að Bifröst 3. og 4. júní 1976 vekur
athygli á þvf, að hin óhóflega
verðbólga, sem ríkt hefur hér á
landi undanfarin ár, stefnir efna-
hagslífi þjóðarinnar í mikla
hættu. Verðbólguþróunin grefur
undan velferðarþjóðfélaginu,
meðal annars á þann hátt, að
mjög miklar eignatilfærslur eiga
sér stað, en þær stuðla hins vegar
að þvi, að þeir rfku verða ríkari
en þeir fátæku fátækari.
Þá varar fundurinn við þeirri
miklu erlendu skuldasöfnun, sem
átt hefur sér stað á undanförnum
árum og getur stefnt efnahags-
sjálfstæði þjóðarinnar í hættu.
Fundurinn skorar á stjórnvöld
og þjóðina alla að taka höndum
saman um nýja og öfluga sókn
gegn verðbólguvandanum og til
stuðnings efnahagslegu sjálfstæði
þjóðarinnar.
Samvinnuhreyfingin tjáir sig
reiðubúna til þess að leggja fram
allt sitt afl i þeirri nýju sókn og
heitir á stjórnvöld að efla sem
mest félagslegt framtak lands-
manna sjálfra til atvinnuupp-
byggingar og eflingar útflutnings-
iðnaðar, en slíkt framtak verður
öruggasta vopnið til varnar efna-
hag landsins og til endurreisnar
velferðarþjóðfélags I landinu, þar
Framhald á bls. 20
Þjóðleikhúsið:
ímyndunarveikin á ferð um landið
LEIKFLOKKUR frá Þjóðleik-
húsinu hefur síðustu daga ver-
ið I leikför um landið með gam-
anleikinn tmyndunarveikina.
I.eikurinn hefur nú verið sýnd-
ur á Austurlandi en verður f
þessari og byrjun næstu viku
sýndur á Norðurlandi. Alls
verður leikritið sýnl á 10 stöð-
um.
Imyndunarveikin var frum-
sýnd 20, maí s.l. og hefur verið
sýnd við ágæta aðsókn og góðar
undirtektir.
Leikstjóri er
Sveinn Einarsson, leikmynd
gerði Alistair Powell, tónlist er
eftir Jón Þórarinsson. Aðal-
hlutverkin, Argan hinn fmynd-
unarveika og Toinette vinnu-
konu hans, leika þau Bessi
Bjarnason og Herdís Þorvalds-
döttir. Aðrir helztu leikarar eru
Árni Tryggvason, Baldvin Hall-
dórsson, Sigríður Þorvaldsdótt-
ir, Anna Kristín Arngrímsdótt-
ir, Randver Þorláksson, Jón
Gunnarsson, Sigurður Skúla-
son, Rúrik Haraldsson óg
Bjarni Steingrímsson.
Þjóðminja- og húsvernd-
arsýning á Egilsstöðum
SAFNASTOFNUN Austurlands
— SAL — heldur í sumar þjóð-
minjasýningu í skólanum á Egils-
stöðum I samvinnu við Minjasafn
Austurlands, og verður hún opin
daglega frá 19. júní — 8. ágúst. I
tengslum við minjasýninguna
verður sérstök húsverndarsýning,
sem sett var upp í Norræna hús-
inu í fyrrasumar undir heitinu
Húsvernd, og er höfundur hennar
Ilörður Ágústsson, listmálari, en
að henni standa Húsafriðunar-
nefnd, menntamálaráðune.vtið og
Norræna húsið.
Þjóðminjasýningin hefur sem
meginþráð umhverfi bóndans á
liðinni tíð og byggir á munum og
myndum úr lífi sveitafólks. Mun-
irnir eru allir austfirzkir, bæði úr
fórum minjasafnsins á Skriðu-
klaustri og Safnastofnunar, sem
stóð fyrir minjasöfnun í allmörg-
uin byggðum e.vstra í fyrra og
verður því starfi fram haldið í
sumar.
Sýningaratriði skipta' hundruð-
um; auk muna og þjóðlífsmynda
eru nokkur handrit og gamlar
mannamyndir ónafngreindar og
upplýsingar um þær vel þegnar
frá sýningargestum.
Þá verður komið fyrir á sýning-
unni veglegu líkani af prestsetr-
inu í Vallanesi eins og það leit út
náfægt síðustu aldamótum, og er
það mótað og gefið til minjasafns
eystra af Páli Magnússyni, lög-
fræðingi frá Vallanesi, og syni
hans Magnúsi, myndlistarmanni.
I sýningarskrá verður getið
muna og gefenda þeirra; Hjörleif-
ur Guttormsson skrifar þar yfirlit
um þjóðminjavernd á Austur-
landi og hlut SAL að þeim málum,
og Gunnlaugur Haraldsson ritar
um aðföng sýningarinnar. en
hann er starfsmaður Safnastofn-
unar og hefur séð um uppsetn-
ingu sýningarinnar.
Nokkur aðgangseyrir verður að
sýningunni til að létta undir
kostnaði og er sýningarskrá inni-
falin. Sýningin verður opin á
ofangreindu tímabili daglega kl.
13—16 og á laugardögum og
sunnudögum kl. 13—19, nema
þann 19. júní, en þá verður hún
formlega opnuð kl. 14.
Byggingaþjónusta
AI með sýninguna
Sumar-Annir ’76
BYGGINGAÞJÓNUSTA
Arkitektafélags íslands
heldur nú um þessar
mundir sérsýninguna Sum-
ar-Annir ’76 en á henni eru
sýndir þeir hlutir og þau
efni er húseigendur og
húsbyggjendur nota á
Jóhanna sýnir
í Siglufirði
Siglufirúi 15. júnf.
JÓHANNA Bogadóttir listmál-
ari opnar málverkasýningu I
Siglufirði í Suðurgötu 10
fimmtudaginn 17. júní kl. 5 og
verður sýningin opin dagana
17. — 20. júní frá kl. 5 — 10
daglega.
— m.j.
hverju sumri, bæði til ný-
bygginga og viðhalds á
eldri byggingum.
Á sýningunni verður m.a. utan-
hússmálning, margar tegundir af
fúavarnarefnum, áklæðningum,
útiflísum, gangstéttarhellum og
hleðslusteinum, teikningum af
sumarhúsum, sumarhúsasal-
ernum, garðáhöldum og plöntum,
girðingarefni og margt fleira.
Sýningin er haldin í sýningar-
sal Byggingaþjónustu Arkitekta-
félagsins að Grensásvegi 11, og
verður opin alla daga frá laugar-
deginum 12. júnf til sunnudags-
kvölds 20. júní frá kl. 14.00 —
22.00.
Sérsýningar þessar eru til þess
ætlaðar að auðvelda húsbyggjend-
um og fagmönnum að fá samfellt
yfirlit yfir það helzta sem I fram-
boði er á viðkomandi sérsviði
hverju sinni.