Morgunblaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.06.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JUNÍ 1976 27 Sr. Bernharður Guömunússon skrifar trð Addis Abeba Jólaleyfi Vió erum komin langleiðina til Sudanlandamæranna. tæpa 600 km frá Addis Ababa. Sveitt og rykug erum við komin á áfangastað hjá sa'nskum kristniboðum eftir tveggja daga akstur í rykmekki á vegum. sem minna öðru fremur nota- lega á þjóðvegina heima. Næsta dag ætlum við að fljúga i lítilli Cessna-vél í eigu Missionary Aviation Fellowship til Vina okkar norskra, sem búa í Beghi, meðal villimanna, eins og þau segja sjálf. Þar ætlum við að halda jól. Sturtubad Olíufat stendur á palli og stigi liggur upp að því. Þangað upp er kiöngrast með vatnsföt- ur og brátt er komið afbragðs sturtubað. Það er lífsnautnin sanna að skola af sér þ.vkkt ryklagið. Ut um naglagötin á bárujárninu sem afmarkar þetta heimsins bezta bað. sé ég gamlan mann hræra í kaffi- baunum sem liggja til þerris, drengirnir hrista niður appel- sinur. þegar þá þvrstir og ómur frá leik skólabarna berst úr fjarska. Það er éngu líkt að vera á áfangastað eftir érfiða ferð. Kjarnakonur Við heilsum upp á Lydiu Larsson. Hún er sænsk hjúkrunar- kona og hefur starfað í þessu héraði í rúm 40 ár. Hún er komin á eftirlaun hjá kristni- boðinu, en hún vill búa hér áfram, hér er hennar heima. hér vill hún deyja. Samt hefur hún viðhaldið sænskum lífsstíl í öðru. Heimilið hennar er lítil sænsk veröld í framandi um- hverfi. I 4 ár bjó Lydia alein í tukul, moldarkofa með strá- þaki. sem er hin almenna hús- gerð í þessu héraði. Engir út- lendingar voru skemur en 2 dagleiðir frá verustað hennar. Eg spyr Lvdiu hvort hún hafi ekki verið einmana á stundum. Einmana? — endurtekur hún. mest undrandi — Drottinn er ævinlega með mér, bætir hún við. Sumarle.vfið sitt hefur hún löngum notað til þess að fara niður í Blau-Nilar dalinn, til að hlvnna að sjúkum og flvtja þeim boðskapinn um Krist sem aldrei hafa heyrt hann áður. Sá dalur hefur verið kallaður gröf hvíta mannsins vegna hins óbærilega hita og grimmdar íbúanna. En Lydíu varð aldrei meint þar niðri. Hún ferðaðist langtímum fótgangandi, orð- rómurinn barst á undan henni og hún var allsstaðar velkomin. Það var mesta furða hvað fólkið blessað tók þessu fyrir- brigði vel, segir Lydia og skelli- hlær. Margir vildu þreifa á mér, þeir höfðu aldrei séð hvíta mannveru f.vrr! — Lydía segir okkur merkilegar sögur af reynslu sinni og einum okkar verður að orði: Svei mér þá. L.vdia, þú ert gerð úr öðru efni en við. Sussu nei, andmælir Lydía — þú veist það best sjálfur að Drottinn leggur ekki meira á okkur en við getum borið. Það rennur upp fyrir mér að það er miklu oftar að við hitt- um og heyrum konur heldur en kárla sem vinna hrein hetju- verk hér ytra, við ómannlegar aðstæður, kannski þykir það fréttnæmara, en varla er hægt að tala um veikara k.vnið meðal kristniboðanna. Núna eru niðri í BlauNilar- dalnum 2 norskar hjúkrunar- konur, starfandi við litið sjúkraskýli sem þar hefur verið reist. Þrjár vikur starfa þær þar niðri en fjórðu vikuna dveljast þær uppi á hásléttunni til hvíldar. Cessna-vélin á einmitt að flytja þeim tvo jólagesti, hjúkr- unarkonur frá Beghi, jólapóst- inn og jólamatinn, i sömu ferð og hún flytur okkur. Flug fellur niður Næsta morgun koma hinsveg- ar skilaboðin í talstöðinni. I'lugélin kemur ekki. Fárvgik- ur maður líklega með ..Yellow Fever“ þarf að komast til Addis. Nú eru góð ráð dýr. Bensín er mjög torfengið og Beghi er langt í burtu. En Ey- vindur vinur okkar hefur engin umsvif: Við komum á jeppan- um, stúlkurnar og ég — við getum ekki svikið þær um jóla- gestina i dalnum. Þið hljótið að geta skrapað saman bensín. — Undir kvöldið koma þau frá Beghi eftir 8 tíma akstur á tröllavegi. Um fimmle.vtið næsta morgun ekur Eyvindur stúlkunum fram á dalbrúnina. Þær ætla að ganga niður í dal- inn til vinkvenna sinn með póst í poka, norskan geitarost og ögn af reyktu kjöti. Þetta er rúm- lega 6 tíma gangur i foráttu- hita. Það er töggur í þessum stúlkum. Á tröllavegi Bensínið hafði fengizt. Við ókum með Eyvindi gegnuni frumskóginn, eftir eyðimörk- inni og yfir fjallgarðinn. Lands lagið var stórkostlegt. mann undraði aðeins að ekki skyldu stökkva ljón út úr hávöxnu grasinu. Kannski undraði okk- ur þó meira hvernig jeppanum tókst að klöngrast yfir ófærurn- ar. Undir niðri var sjálfsagt uggur. Hvað gerist ef bíllinn bil ar á þessum eyðislóðum? Undir kvöldið erum við heilu og höldnu i Beghi. Tukullinn sem okkur er fenginn til gistingar er svalur. Fuglar eiga hreiður i stráþakinu. Þarna er gott að vera. JÓl Við bindum saman trjágrein- ar og brátt er komið jólatré: Við feðgar litum islenzka fána til að skreyta það ásamt þeim norsku. Klippt eru út hjörtu úr gömlutn jólapappir og stjarna er sett i toppinn Þetta var sjálfsagt veglegasta jölatréð i Beghi og þótt víðar væri leitað! Jólin ganga í garð. Við syngjum jólasálma og fuglarnir taka glaðlega undir i sólskimnu úti. Svo skellur myrkrið sk.vndilega á um sjö- leytið eins og ævinlega hér við miðbaug. Stjörnurnar glitra á svörtum himni. Ein erskærust Þarna er jólastjarnan, segir Sigurbjörn litli — Við skulum fara að finna jólabarnið. Gjafir vitringa Það þarf ekki að leita lengi. I hverjum kofa hér t grennd eru lítil mannsins börn, fátæk og umkomulaus, lögð í lágan stall. Hvar eru nú vitringarnir sem færa gjafirnar — ekki gull revkelsi og myrru — heldur það sem þarf til að ma'ta frum- þörfum lifandi mannyeru: Kærleika, matvon. upplýsingu. frelsi og virðingu. Hvað tefur okkur, sem allt höfum, að miðla af na'gtum okkar? Athugasemd frá stjórn Starfsmannafélags ríkisstofnana „BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi frá Starfsmannafélagi rikis- stofnana: I Morgunblaðinu 16/6 1976 er að finna viðtal við Ilöskuld Jónsson ráðuneytis- stjóra, þar sem hann lýsir viðhorf- um fjármálaráðuneytisins í yfir- standandi kjaradeilu. Höskuldur gerir þar sérstaklega að umtals- efni .. að samninganefnd ríkis- ins hefði gert öllum félögunum tiltekið tilboð og það hefðu átt sér stað skoðanaskipti milli nefndar- innar og samninganefnda þessara félaga." Siðan segir Höskuldur: „Ef kröfur eru uppi í skýjum og ekkert horft á það sem kringum er, þá þjónar það takmörkuðum tilgangi að leggja mikla vinnu í það. . . (leturbr. okkar). Að lokum segir Höskuldur að það væri lögð ... áherzla á það að einstaka mcnn sem þættu illa settir gagnvart almennum vinnu- markaði, fengju launaflokka- hækkun út úr samningunum, en aðrir yrðu að bíða eða fengju ekk- ert slíkt.“ I greinargerð Starfsmannafé- lags ríkisstofnana (svo og ann- arra félaga BSRB) hefur einmitt verið lögð mikil vinna í að gera yfirlit yfir það, sem tíðkast á „al- mennum vinnumarkaði", og af því yfirliti ætti hverjum og einum að vera ljóst að kröfur SFR eru langt frá því að brúa það bil, sem nú er á milli félagsmanna SFR og „almenna vinnumarkaðarins" — meira að segja þegar um er að ræða aðra samninga, sem ríkið er aðili að. Það væri kannski ekki úr vegi að ráðuneytisstjórinn hætti að einblína á skýin og liti á þann almenna vinnumaHkað, „sem í kringum hann er“ og þá samninga sem ríkið hefur verið að gera á undanförnu samningstímabili, þó ekki væri annað. Ef ráðuneytis- stjórinn, eftir þá athugun, telur að félagsmenn Starfsmannafélags ríkisstofnana, eigi að fá laun, sem eru tugþúsundum króna lægri á mánuði en greitt er fyrir sömu störf hjá RlKI og einkaaðilum, þá ætti hann að segja það beint út, í stað þess að hlaupa um dylgjur um raunveruleikafirr.ingu stétta- félaganna. Reykjavík 16/6, 1976 Stjórn Starfsmanna- félags Rlkisstofnanna." BLÖMAKER GARÐÞREP MOSAIK HF. “eóa4 Citroen GS 1220 Club, árg. 1973 og 1974. Mjög glæsilegir bílar. Uppl. hjá sölumanni. Gtobusi Sími 81555 i Auglýst eftir erfingjum Dánarbú eftir einhleypinginn Sigrid Jónsson, Slagelsgade 6.5. 2100 Köbenhavn Ö, fædd 24/7 1905 — dáin 13/3 1976, auglýsir eftir systkinum hinnar látnu, sem öll eru búsett á íslandi. Til eru aðeins upplýsingar um að hin látna hafi átt 3 systur ein þeirra heitir Guðrún og önnur Ethel og bróður, sem heitir Óli. Nánari upplýs- ingar óskast sendar undirrituðum, Landsrets- sagförer Ole Olsen, St Kongensgade 34, 1264 Köbenhavn K, sem hefir, sem fastur starfsmaður við búskipadeild borgarréttar Kaupmannahafnar verið falið að annast dánar- búið til einka skipta. Hér með er upplýst að hin látna lætur eftir sig ca. d. kr. 85.000.— Kaupmannahöfn 8. júní 19 76, Ole Olsen, landsretssagförer. ensk gólf teppi frá Gilt Edge og CMC Vió bjóóum fjölbreytt úrval gólfteppa frá Gilt Edge og CMC til afgreióslu strax; og einnig má panta eftir myndalista meó stuttum afgreióslufresti. _SkeiEnJ gólfteppadeiuAsmiðjuvegi 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.