Morgunblaðið - 25.06.1976, Side 2

Morgunblaðið - 25.06.1976, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JUNI 1976 Bókun 6 tekur gildi: Tollar á íslenzkum afurðum í slofmikjuin EBE lækka um 80% MEGNIÐ af útflutningi íslands til ríkja Efnahags- bandalags Evrópu verður tollfrjáls og óhindraður af innflutningshöftum framvegis. Frá þessu er skýrt í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu, sem Mbl. barts í gær, en þar segir að Einari Ágústssyni hafi borizt bréf frá Gaston Thorn, forsætis- og utanríkisráðherra Luxemburgar, en hann gegnir nú embætti forseta ráð- herranefndar Efnahagsbandalagsins. I bréfi Thorn er tilkynnt að ákvæði bókunar 6 muni koma til fram- kvæmda frá og með 1. júlí næstkomandi og mun þá fríverzlunarsamningur tslands við Efnahagsbandalagið frá 22. júlf 1972 að fullu hafa tekið gildi. Bréf Gaston Thorn til Einars Agústssonar er svohljóðandi: „í samræmi við ákvörðun ráðs- ins hinn 25. júní 1973, sem yður var skýrt frá í bréfi dags. 27. júní 1973, hefur ráð Evrópubandalag- anna, að tillögu framkvæmda- stjórnar, nú endurskoðað stöðuna varðandi framkvæmd ákvæða bókunar nr. 6, er fylgir samningi milli Efnahagsbandalags Evrópu og lýðveldisins lslands. Með athugun sinni hefur ráðið staðreynt, að viðunandi lausn á þeim efnahagsvanda, sem leiðir af aðgerðum Islands varðandi fiskveiðiréttindi, er alger for- senda fyrir því að bókun nr. 6 komi til framkvæmda. Er Þetta að áliti bandalagsins og í samræmi við 2. gr. bókunarinnar grundvöll- ur þess að unnt sé að standa við skuldbindingar þær, sem bókunin hefur í för með sér. Þar eð aðildarríki bandalagsins og tsland hafa fundið viðunandi lausn á málinu eins og á stendur hefur bandalagið, með þá lausn í huga og þess er segir í næstu málsgrein hér á undan, ákveðið að láta ákvæði bókunar nr. 6 með samningnum milli Efnahags- bandalagsins og lýðveldisins Is- lands öðlast gildi frá 1. júlí 1976 að telja. Bandalagið vill nota þetta tækifæri til að láta í ljós þá von að samningaviðræður geti hafist í náinni framtíð, og jafnframt að varanlegir samningar takist, sem báðir aðilar geti sætt sig við.“ Efnahagsbandalagið hefur fall- izt á að framkvæma tollalækkanir á íslenzkum sjávarafurðum eins og bókun nr. 6 hafi tekið gildi um leið og fríverzlunarsamningurinn 1. apríl 1973. Hefur þetta í för með sér, að tollar stofnríkja EBE á flestum íslenzkum sjávarafurð- um lækka um 80%, en afurðir, svo sem freðfiskflök og fryst rækja, sem voru samkvæmt EFTA-samningnum tollfrjáls^r í Framhald á bls. 20 Gunnar Hannesson. Gunnar Hannes- son látinn GUNNAR Hannesson ljósmynd- ari lézt f Reykjavfk f gær eftir nokkurra mánaða sjúkdómslegu. Hann var 61 árs. Gunnar var kunnur fyrir ljósmyndir sfnar af náttúru tslands og hafa myndir hans birzt vfða um heim, en hann skiiur eftir sig tugþúsundir lit- mynda af Islandi. Myndabækur með myndum hans hafa verið gefnar út og m.a. gaf Iceland Review út tvær bækur með mynd- um hans frá Vatnajökli og úr Reykjavfk. Gunnar hélt fyrir skömmu sýningu á myndum sfn- um f Nikonhúsinu f New York og hann vann að undirbúningi sýn- ingar á Kjarvalsstöðum í haust. Gunnar var kaupmaður i Reykjavík um árabil og fyrrum var hann formaður Knattspyrnu- félagsins Víkings og einn af kunn- ustu knattspyrnumönnum þess félags. Þá lét Gunnar garðyrkju mjög til sín taka og sérhæfði hann sig í ræktun rósa í garði sínum við Miklubraut 7. Hlaut hann alþjóð- lega viðurkenningu fyrir rósa- rækt á Islandi. Eftirlifandi kona hans er Margrét Kristjánsdóttir. 75 milljónir króna til vegarins yfir Holtavörðuheiði VINNUFLOKKUR frá Vegagerð ríkisins hófst í byrjun þessarar viku handa við lagfæringar á veginum á Holta- vörðuheiði. Ætlunin er að verja á þessu sumri 75 milljónum króna til framkvæmda við veginn yfir Holta- vörðuheiði og verður einkum unnið að lagfæringum á kafianum frá nýju brúnni á Norðurá efst í Norðurár- dalnum og upp að Biskupsbrekku. Það er ætlun vega- gerðarmanna að byggja veginn á þessum kafla upp og er því hér um að ræða fyrsta áfangann í að byggja upp snjóléttan veg yfir Holtavörðuheiði. Blaðamaður Mbl. hitti sl. mið- vikudag að máli Sigvalda Fjeld- sted, vegavinnuverkstjóra, en hann og menn hans voru þá að hefja framkvæmdir við lagningu eins kílómetra langs vegarkafla frá heiðarsporðinum upp í Króka- Er enn í lífshættu KONAN sem lenti í árekstri á Vesturlandsvegi s.l. þriðjudags- kvöld var enn meðvitundarlaus á gjörgæzludeild Borgarspitalans í gærkvöldi og í lífshættu, en hún hlaut mjög alvarleg höfuðmeiðsli. Nýr barnaskóli í Hafnarfirði BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar samþykkti fyrir skömmu að hefja byggingu nýs smábarnaskóla fyrir um 400 nemendur. Skólan- um er ætlaður staður í Norður- bænum í Hafnarfirði samkvæmt upplýsingum Kristins Ó. Guðmundssonar bæjarstjóra, nánar tiltekið norðan fjölbýlis- húsanna við Breiðvang. Þorvald- ur Kristmundsson arkitekt hefur verið ráðinn til þess að teikna skólann, en að sögn Kristins er áætlað að hefja framkvæmdir þegar á þessu ári og ljúka skólabyggingunni fyrir haustið 1977. lækjarbrekku. Sigvaldi sagði að áætlað væri að kostnaður við þennan eina kílómetra yrði um 15 milljónir kr. en þarna er um að ræða dýra vegagerð, lagður verð- ur nýr vegur og hann byggður upp í allt að fjögurra metra hæð. í samtalinu við Sigvalda kom fram að ekki hefði á miðvikudag verið tekin endanleg ákvörðun um að hvaða köflum vegarins yrði unnið utan þess eina kilómetra, sem þegar eru hafnar framkvæmdir við. í gær, fimmtudag, var nefnd manna uppi á Holtavörðuheiði til að taka ákvörðun um að hvaða vegarköflum yrði unnið næst en eins og áður sagði verður alls 75 milljónum króna varið til- vega- gerðarframkvæmda áHoltavörðu- heiði í sumar. I fyrrnefndri nefnd eiga sæti fulltrúar Vegagerðar- innar, fulltrúi flutninga- og áætl- unarbílstjóra og í hópi nefndar- manna er maður, sem unnið hefur að snjómokstri a Holtavörðuheiði síðastliðin 15 ár. Hafnarfjörður: Hitaveitulögn lokið í árslok Hitaveitan er nú að hefja fram- kvæmdir við síðustu áfangana í Hafnarfirði samkvæmt upplýsing- um Jóhannesar Zoéga hitaveitu- stjóra. Hér er um að ræða verk í Suðurbæ 1 og Vesturbæ 1, lögn i 400 hús, og ef áætlanir standasí verða öll hús í Hafnarfirði búin að fá hitaveitu í árslok. Þessar tvær jarðýtur voru við störf á Holtavörðuheiði sl. miðvikudag en þann dag hófust lagfæringar á veginum yfir heiðina. Ljósm. Mbl. t.g. Forsætisráðherra: Kjördæmafundir á Vest- urlandi og Vestfjörðum GEIR HALLGRlMSSON, forsætisráðherra, efnir f næstu viku til kjördæma- funda með fbúum Vestur- landskjördæmis og Vest- fjarðakjördæmis og verður fyrsti fundurinn í hótelinu á Akranesi mánudaginn 28. júní. Næsti fundur for- sætisráðherra verður í fé- lagsheimilinu í Stykkis- hólmi þriðjudaginn 29 júní og miðvikudaginn 30. júní efnir forsætisráðherra til fundar í félagsheimilinu á Patreksfirði. Fimmtudag- inn 1. júlí heldur forsætis- ráðherra fund í Uppsölum á Isafirði. Allir fundirnir hefjast klukkan 21 og eru þeir öllum opnir. Á fund- unum flytur forsætisráð- herra ræðu og svarar fyrir- spurnum fundarmanna, bæði skriflegum og munn- legum. Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, hefur fyrr i sumar efnt til funda með íbúum Norðurlands- kjördæmis eystra og Norð- urlandskjördæmis vestra og hafa fundirnir verið fjölsóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.