Morgunblaðið - 25.06.1976, Page 3

Morgunblaðið - 25.06.1976, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JUNI 1976 3 Flutningaskipið Suðurland. Mvndin er tekin nýlega í Þorlákshöfn er það flutti saltfisk til Portúgals_ Ljósm.: 01. K.M. Olafur Jóhannesson: Reynt að auka innflutning frá Portúgal Viðskiptaráðuneytið hefur verið að reyna að auka viðskipt- in milli tslands og Portúgals eins og tök hafa verið á — sagði Ólafur Jóhannesson, viðskipta- ráðherra, er Mbl. spurði hann f gær á hvern hátt væri hægt að brúa það mikla bil, sem er milli þess, sem tslendingar kaupa frá Portúgal og Portúgalar aft- ur kaupa af Islendingum. Ólafur sagði að m.a. hefði verið í athugun að auka víninn- flutning en hann kvað ýmsa agnúa hafa verið á þvi. Ölafur sagði jafnframt að ef til vill væri ekki allur sannleikurinn fólginn i þeim tölum, sem birt- ar hefðu verið um vöruskipta- jöfnuð landanna, vegna þess að sumar vörur framleiddar í Portúgal kvað hann kynnu að vera fluttar inn frá öðrum lönd- um. Nefndi hann sem dæmi Svíþjóð og í slíkum tilvikum væri innflutningurinn færður á skýrslur um innflutning frá Svíþjóð. Þó svo væri kvað Ólaf- ur mismuninn mikinn og væri nauðsynlegt að minnka hann. Gunnar II. Hálfdanarson, viðskiptafra‘ðingur. V er ðbréf am ar kaður- inn tók til starfa í gær FJARFESTINGAFÉLAG Islands h.f. opnaði f gær verðbrífamark- að og mun fyrst um sinn aðallega verzla með verðtryggð spariskírt- eini rfkissjóðs og Happdrættislán ríkissjóðs. Ætlar fclagið að að- stoða eigendur slíkra bréfa við að finna kaupendur að þeim og kaupendur við að finna þá, sem vilja selja. Verðbréfamarkaður Fjárfestingafélagsins verður algjörlega opin stofnun og þar munu viðskipti með verðbréf fara fram fyrir opnum tjöldum, eins og forstöðumaður Verðbréfa- markaðsins, Gunnar H. Hálfdan- arson, viðskiptafræðingur, sagði í viðtali við Mbl. í gær. Einn dagur er allt of skammur tfmi til þess að unnt sé að ræða að nokkru gagni um rekstur slíks fyrirtækis sem verðbréfamarkað- arins. Gunnar sagði að upphafið að starfseminni yrði verzlun með spariskírteini rfksisjóðs og happ- drættislán ríkissjóðs. Einnig myndi verðbréfamarkaðurinn kappkosta að auka viðskipti með vel tryggð skuldabréf. Gunnar H. Hálfdanarson kvað það vera langtímamarkmið fyrir- tækisins, að það hefði viðskipti með hlutabréf um leið og skilyrði fyrir slíkri verzlun hefðu skapazt. Er markmiðið að þá verði til styrk og traust stofnun sem gæti tekið að sér slik viðskipti. Fjárfestinga- félag tslands h.f., verðbréfamark- aður, er til húsa á 2. hæð í Iðnaðarbankahúsinu og verður fyrst um sinn opinn frá kl. 13 til kl. 16 alla virka daga. A 3ja hundrað tonn af humri SAMKVÆMT fréttum úr tveimur helztu verstöðvun- um — Þorlákshöfn og Höfn í Hornafirði — er humaraflinn nú orðinn nokkuð á þriðja hundrað tonn. Að því er Morgunblaðinu var tjáð í Þorlákshöfn hef- ur þar verið sæmilegur afli hjá bátunum undanfarið en þó hefur bræla nokkuð hamlað veiðum í þessari viku. I Þorlákshöfn hafa landað 30—35 bátar en þar af eru innan við 10 heima- bátar, og hafa þeir yfirleitt komið aö landi með 1—2 tonn. Heildaraflinn sem kominn er á land í Þorláks- höfn er orðinn um 110 tonn, sem er eitthvað meira en í fyrra, enda bátar nú töluvert fleiri. Aflanum er öllum ekið burtu — til vinnslu í stöðv- um aðallega á Suðurnesj- um. í Höfn í Hornafirði er humaraflinn þar orðinn svipaður og í Þorlákshöfn eða rétt á annað hundrað tonn. Þar hafa 16 bátar lagt upp og þeir verið að fá ágætisafla undanfarna daga. Má til dæmis nefna að Æskan landaði nýverið um 20 tunnum af humar og annar bátur kom að með 16 tunnur af humri og 10 tonn af fiski. Metvertíð á grá- sleppu — búið að flytja út 15.500 tunnur UM þessar mundir er búið að flytja út um 15.500 tunnur af grá- sleppuhrognum, og bendir flest til þess að framleiðslan á vertíð- inni nú verði svipuð eða ívið meiri en i fyrra, sem var metár. Þá voru fluttar út um 17.200 tunn- ur af hrognum, að þvf er Jón Þ. Olafsson, skrifstofustjóri Fram- leiðsluráðs sjávarútvegsins, tjáði Morgunblaðinu i gær. Jón sagði, að grásleppuveiðinni væri nú lokið norðanlands, þ.e. á svæðinu frá Ströndum og að Þist- ilfirði, en þaðan kæmi venjulega um 70% framleiðslunnar. Hins vegar væri enn verið aö veiðum sunnanlands — í Faxaflóa, Breiðafirði og á Vestfjörðum og yrði verið að fram undir miðjan júli. Að sögn Sigurðar Markússonar, framkvæmdastjóra sjávarafurða- deildar SlS, er framleiðslu á hennar vegum að mestu lokið og er verulegur hluti framleiðslunn- ar farinn til útlanda. Bjóst hann við að framleiðslan nú yrði svipuð og í fyrra og jafnvel heldur meiri eða i kringum 7 þúsund tunnur. Framleiðslan er að langmestu leyti flutt til tveggja landa — Danmerkur og V-Þýzkalands. Hann kvað verðið í ár hafa reynzt gott eða í kringum 230 dollarar fyrir tunnuna og var það 5 dollara hækkun frá síðasta ári. I Dagný með 12 tonn af rækju SKUTTOGARINN Dagný frá Siglufirði landaði i gær um 12 tonnum af rækju á Dalvik en skipið er sem kunnugt er á djúprækjuveiðum við Kol- beinsey. Að sögn Snorra Snorrasonar, útgerðarmanns á Dalvik, má telja þetta þokkalegan árangur en aflinn fékkst svo til allur síðasta hálfan annan sólar- hringinn áður en skipið kom til hafnar en það hefur verið á miðunum frá því á sunnudag- inn. Lentu skipverjar í nokkr- um erfiðleikum í fyrstu og þurftu að gera lagfæringar á veiðarfærum. Guðni Þorsteins- son, fiskifræðingur, er um boð í Dagnýju og fylgist með veið- unum. Engin önnur skip eða bátar eru á Kolbeinseyjarmiðunum um þessar mundir, að sögn Snorra, en sjálfur er hann ný- lega hættur veiðum á báti sín- um. Hann kvað árangur Dag- nýjar i sjálfu sér ekkert betri en náðst hefði á litlu bátunum, en hins vegar hlyti þessi veiði Dagnýjar að sýna mönnum fram á að unnt væri að stunda þessar rækjuveiðar á stærri skipum. Snorri hefur sjálfur sótt um að fá heimild og fyrirgreiðslu til smiði á um 300 tonna rækju- veiðiskipi, en hann kvað treg- lega ganga að fá svör frá stjórnvöldum. Snorri á kost á að fá slíkt skip smíðað í Eng- landi og yrði afgreiðslufrestur þess liðlega eitt ár. Hafrannsóknastofnunin mun hafa ráðið tvö önnur skip á landinu til^að reyna djúp- rækjuveiðar með sama hætti og Dagný. Nema við Dramaten í Stokkhólmi TVEIR íslendingar munu nema við Dramatiska Institut í Stokk- hólmi n.k. vetur, en mjög erfitt er að fá skólavist þar vegna þess að fáir nemendur eru i skólanum, en margir umsækjendur. Þeir sem hafa nú fengið skólavist eru Hall- mar Sigurðsson frá Húsavík og Lárus Óskarsson. Hallmar mun nema leikhússtjórn og leikstjórn, en hann var annar tveggja af Iið- lega 30 umsækjendum sem kom- ast að og Lárus mun nema kvik- myndaleikstjórn, en hann var einn þriggja sem komust að af 70 umsækjendum. Nám við skólann tekur tvö ár. BÍLASÝN/NG * A morgun kl 10—5 sýnum vid nýjan g/æsi/egan Fíat-bí/ FÍA T125P Rúmgódur og ódýr bíH kostar aóeins kr. 1175.000.- (Kynningarverd) EINKAUMBOÐ A ISLANDI Davíð Sigurðsson hf SIÐUMULA 35, SIMAR 38845 — 38888

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.