Morgunblaðið - 25.06.1976, Síða 5
Kári Wilhelm Johannson
Merkur
Vestur-
Islendingur
látinn
KARI WILHELM Johannson, for-
maður útgáfunefndar vestur-
fslenzka blaðsins Lögberg-
Heimskringla, er látinn. I blaðinu
segir m.a., að hann hafi verið
óskiptur stuðningsmaður þeirra
málefna í Islenzku mannfélagi
vestra, sem hann lét sér umhugað
um, og hafi verið kosinn í mörg
embætti því tengd um ævina. Lög-
bergi-Heimskringlu hafi hann
verið máttarstoð, og ötull fjáröfl-
unarmaður fyrir blaðið, fyrir Bet-
elstofnun og fyrir Fyrstu lút-
ersku kirkjuna f Winnipeg. Þessi
málefni bar hann mjög fyrir
brjósti. Styrktarsjóður Lögbergs-
Heimskringlu lifði á áhuga hans
og dugnaði, en sá sjóður hefur að
mestu haldið blaðinu við sfðast-
liðin ár. Hann var formaður Bet-
elnefndar árið 1965—71, stóð ár-
um saman fyrir fjársöfnun til
heimilanna á Gilmi og f Selkirk
og gjaldkeri var hann í stjórnar-
nefnd stofnunarinnar frá árinu
1971 og til dauðadags. Hann var
vakinn og sofinn yfir velferð Bet-
elheimilanna.
Tvö ár var Wilhelm Johannson
forseti fyrsta lúterska safnaðar-
ins i Winnipeg, 1959 og 1960, og
gekkst þá fyrir því að söfnuður-
inn réðst í það að byggja við kirkj-
una samkomuhtls og húsakynni
fyrir sunnudagaskóla og var drif-
fjöðrin í þeim framkvæmdum.
Hann var einn af stofnendum og
starfaði í Canada Iceland Found-
ation. Ennfremur einn af stofn-
endum Þjóðræknisfélags íslend-
inga í Vesturheimi og virkur fé-
lagi þess ævilangt, óg kjörinn
heiðursfélagi þess.
Kári Wilhelm Johannson var
fæddur í Winnipeg 2. júli 1903,
alinn upp á rammíslenzku menn-
ingarheimili foreldranna Ás-
mundar Péturs Johannsonar og
Sigríðar Jónasdóttur, Ásmundur
var oft á ferð milli fósturlandsins
og föðurlandsins og fylgdi sonur-
inn honum á einni slíkri ferð
1935. Hann nam verzlunarfræði
og rak fyrir tækið Building Mec-
hanics, sem einkasonur hans, Al-
bertt Pétur var meðeigandi í.
Hann kvæntist 1928 Maríu Val-
gerði Mathews.
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JUNI 1976
5
TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS
KARNABÆR
AUSTURSTRÆTI 22
LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a
SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155