Morgunblaðið - 25.06.1976, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JUNI 1976
7
Aðdragandi
að útfærslum
fiskveiðilög-
sögunnar
Jóhann Hafstein, fyrr-
verandi forsætisráðherra
og formaður Sjálfstæðis-
flokksins, hefur á undan
förnum áratugum verið í
forystusveit þeirra is-
lenzkra stjórnmálamanna,
sem þokað hafa landhelg-
ismálum okkar áleiðis,
hvurn áfangasigurinn eftir
annan, unz lokatakmark-
inu var náð með útfærsl
unni í 200 sjómílur. í
fróðlegu viðtali við
Jóhann Hafstein, sem
birtist í Morgunblaðinu
fyrr í þessum mánuði (4.
júnl), rekur hann helztu
þróunarþætti þessa máls.
í þessu viðtali minnir
Jóhann m.a. á þá samn-
inga, sem Danir gerðu um
sl. aldamót, um veiði-
heimildir útlendra upp að
3ja mílna mörkum við
strendur landsins. Hann
getur þess, er Bjarni
Benediktsson sagði þess-
Jóhann Hafstein, fyrrv. for-
sætisráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins
um samningum formlega
upp, og Jóhann Þ. Jós-
efsson, þáverandi sjávar-
útvegsráðherra, beitti sér
fyrir setningu landgrunns-
laganna frá 1948 um vis-
indalega verndun fiski-
miðanna, en á þeim lög-
um hafa íslendingar byggt
allar siðari ákvarðanir sin-
ar i landhelgis- og fisk-
verndarmálum.
Þá rekur Jóhann þátt
Ólafs Thórs i framvindu
þessara mála. en hann réð
Hans G. Andersen þjóð-
réttarfræðing til að undir
búa siðari tima aðgerðir
okkar Í þessu efni. Hans
G. Andersen er nú einn
virtasti og skeleggasti
fræðimaður i hafréttar
málum, sem uppi er, og
hefur reynzt okkur íslend-
ingum ómetanlegur í
starfi, ekki sizt á vett-
vangi hafréttarráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna.
Jóhann rekur þátt ým-
issa forystumanna Sjálf-
stæðisf lokksins í land-
helgismálinu gegn um ár-
in, Ólafs Thórs, Bjarna
Benediktssonar, Jóhanns
Þ. Jósefssonar, Péturs
Ottesen o.fl., er hafi reist
sér minnisvarða til fram-
tíðar vegna aðildar sinnar
og forystu i baráttunni
fyrir stærri fiskveiðiland-
helgi og raunhæfum fisk-
verndaraðgerðum.
„Sóknin var hafin fyrir
30 árum," sagði Jóhann
Hafstein, og það er ævin-
týri líkast að nú eru 200
mílurnar viðurkenndar,
sem fiskveiðilögsaga, er
strandríkið ísland stjórn-
ar."
Samningurinn
við Breta
og Alþingi
Jóhann Hafstein segir i
þessu viðtali: „Því er
haldið fram af sumum og
þ.á m. prófessor við laga-
deild Háskóla íslands, að
Alþingi beri að kalla sam-
an samkvæmt 21. gr.
stjórnarskrárinnar, áður
en samningurinn fái gildi.
Nú má spyrja: Hvað
stendur í 21. gr.? Það er
þetta: „ Forseti lýðveldis-
ins gerir samninga við
önnur ríki.Þógetur hann
enga slíka samninga gert,
ef þeir hafa í sér fólgið
afsal eða kvaðir á landi
eða landhelgi, nema sam-
þykki Alþingis komi til'
En nú spyr ég: Er nokkur
sem heldur því fram, að
afsal eða kvaðir á landi
felist I Oslóarsamningn-
um? Það mun enginn
gera. Hvað þá um land-.
helgi? Hvað er landhelgi
okkar? Hún er kannski allt
að fjórum mílum og hafa
nokkrir samningar farið
fram um þær í Osló? Hvar
i stjórnarskránni er talað
um fiskveiðilögsöau ís-
lands og að Alþingi þurfi
að kalla saman, þegar hún
er stækkuð um þúsundir
ferkílómetra? Hvergi. Hitt
er rétt, að það hefur þótt
eðlilegt að staðfesta slika
samninga fyrr og siðar
eftir að þeir hafa verið
gerðir og stundum hefur
það verið gert meðan
Alþingi hefur setið og þá
samþykktir fyrst af þing-
inu. Það er hörmulegt að
tala um stjórnarskrárbrot í
sambandi við Oslóar-
samningana og gildistöku
þeirra og háðung, að laga-
prófessor skuli láta hafa
slikt eftir sér i sjónvarpi."
Þá minnir Jóhann á — í
þessu sambandi— að þó
allir reikni með alþjóðlegri
viðurkenningu á 200 sjó-
mílna fiskveiðilögsögu
strandríkja á hafréttarráð-
stefnu S. Þ., þá sé hins
vegar ekki reiknað með
rýmri LANDHELGI en 12
mílum, i venjulegri og
þrengri merkingu þess
arðs."
í lok viðtalsins segir
Jóhann Hafstein:
„Geir Hallgrímsson for-
sætisráðherra hefur með
sæmd stýrt þcssu máli,
ásamt ágætum samstarfs-
mönnum, Matthíasi
Bjarnasyni sjávarútvegs-
ráðherra og Einari
Ágústsyni utanríkisráð-
herra. Þeim ber þakkir og
heiður."
iiiiifiwiiiiiiii
» skrífstofur,
2*1 viAarkassa fyrir stofur og
3. Fyrir verksmiójur,
bílskúra
:::::::::::::::
Ödýrlr í irmkaupi
Hagkvæmir í notkun
-OKKAR LAUSN ER BETRI LAUSN
Skúlagötu 30 ~ Bankaslræti H - Símí 11280
Skipstjóra og stýrimannafélagið
#/ÆGIR"
heldur aðalfund að Bárugötu 1 1, mánudaginn
28. júní n.k.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.
1“
■ .'•»*, „ .í!f
ÖXíN^
%.' fj '0. •'?»»: ■ I ‘ ifS!
er komin á kreik á ný, óböðuð að vanda.
Sölubörn athugið:
Ókindin er flutt i nýtt fjárhús, Skólavörðustíg 3A, þriðju hæð Komið
þangað i dag og fáið úthlutað götum og hverfum!
Meðal efnis í 10. töiublaði.
Grein frá 2026 um islenska
þjóðhætti og þjóðhættur.
..ít\ Spennandi spil fyrir bæði
kynin: DREGIÐ A TÁLAR.
Ballaðan um Ballantine.
NYR ÞÁTTUR: Merktir sam
timamenn
Að þessu sinni er nákvæm
persónulýsing á Friðfinni
Ólafssyni
Auk þess fastir þættir:
Rósa, stjörnuspáin með mynd af stjörnuspá manninum vinsæla, aug
lýsingar, fréttir, teikningar eftir snillingana SIGMUND og HALLDÓR.
OHAÐ
HAÐ
Eina alvorublaðið í islenska grínþjóðfélaginu
Fylgist með landsmálunum og
kynnist leyndarmálunum.
5 * %V - W *V!Uv''v' •
Jf-
- m