Morgunblaðið - 25.06.1976, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JUNI 1976
11
Reyðarfirði 13. júni.
SJÓMANNADAGURINN hófst
hér með messu i Búðareyrar-
kirkju. Séra Sigurður H.
Guðmundsson sóknarprestur
messaði.
Að guðþjónustunni lokinni
var gengið út á lóð kirkjunnar,
þar sem Hjalti Gunnarsson, for-
maður Slysavarnardeildar-
innar, ávarpaði viðstadda.
' ’""s
’MÉIniu. . Ii'i
1 mlliljli
á M)
Minnisvarði drukknaðra sjómanna afhjúpaður á sjómannadaginn.
Minnisvarði drukknaðra sjó-
manna afhjúpaður á Reyðarfirði
Að því búnu var minnsvarði
drukknaðra sjómanna
afhjúpaður. Séra Sigurður
minntist drukknaðra sjómanna
og þeirra sem látizt hafa og
sjómenn lögðu blómsveig að
minnisvarðanum.
Kl. 4 var skemmtidagskrá
niðri við höfn. Þar fór fram
róðrakeppni, björgunaræfing
og blásinn var upp gúmibátur.
Að endingu var lesið upp kvæði
til sjómanna.
Um kvöldið var dansleikur í
félagsheimilinu.
17. júní hátíðin hófst einnig
með guðþjónustu þar sem séra
Sigurður messaði og voru tvö
brúðhjón gefin saman.
Eftir messu var farið í skrúð-
göngu upp á íþróttavöll og riðu
hestamenn fyrir skrúðgöng-
unni.
Margt var til gamans gert,
enda veður gott, glaðasólskin
og blíða. Selt var kaffi í félags-
heimilinu.
Lauk þessari hátíð með
diskóteki í félagsheimilinu um
kvöldið.
Þess má geta að kirkjan hér
var máluð í vetur, settir nýir
bekkir í hana og hún teppalögð.
Hjónin Gréta og Jón Björnsson
máluðu og skreyttu kirkjuna.
Danski útvarpsdrengja-
kórinn heimsækir Island
í ÞESSARI viku er væntanlegur
hingað til lands danski útvarps-
drengjakórinn og mun hann
halda almenna tónleika I Norr-
æna húsinu laugardaginn 26. júní
kl. 17.00.
Kórinn mun flytja ýmis norræn
lög, ný og gömul, en einnig verða
á dagskránni lög frá hinum
Sérstæð
sýning
t AFGREIÐSLUSAL og biðstofu
Alþýðubankans að Laugavegi 31
hefur verið opnuð sýning á ljós-
myndum af litlum skúlptúrverk-
um, höggnum úr tré. Höfundur
verkanna, sem er sænskur, hefur
hlotið nafnið Döderhultaren, en
hið rétta nafn hans er Axel Ro-
bert Petersen.
Strax á æskuárum hafði hann
geysilegan áhuga á tréskurði, og
brátt hlaut hann ýmsar viður-
kenningar fyrir verk sín. M.a hef-
ur danski rithöfundurinn Broby-
Johansen lýst honum sem mesta
afburðamanni í höggmyndalist á
Norðurlöndum bæði fyrr og siðar
og nú eru verk hans á mörgum
helztu listasöfnum Norðurlanda
og hafa verið sýnd víða um heim.
Döderhultaren andaðist árið 1925.
Sýningin er hingað komin fyrir
atbeina Norræna Myndlistar-
bandalagsins og er opin á af-
greiðslutima Alþýðubankans
næstu tvær vikur.
mörgu löndum sem þeir hafa
heimsótt.
Kórinn hefur ferðazt viða um
heim og hvarvetna hlotið mjög
góða dóma og eru drengirnir
álitnir góðir fulltrúar lands síns.
Aðgöngumiðar verða seldir við
sem væntanlegur er hingað til
lands.
gasfylling á
allar stærðir
gashylkja
GASBYRGÐASTÖÐ
SÍMI 81675
OPIÐ ALLA VIRKA DAGA
KL. 8 — 12 og 13 — 18
LAUGARDAGA
9 — 12
-v
UMBODS
HEILDV ERZLUN
Vandaöar og þægilegar fótlaga
leðurmokkasínur
Litur brúnt og svart, hrágúmmísóli.
Verð kr. 6.580
Stærðir 41 —45
Póstsendum.
BOKBANDSVERKSTÆÐI
Við höfum tekið að okkur söluumboð fyrir Stálvirkjann hf á bókagerðar-
vélum, sem fyrirtækið framleiðir. Eigum nú fyrirliggjandi eftirtaldar
vélar Tvivirka bókapressu
Kjölrúnningarvél
Fotíuskera
Límvél
Handpressu
Blokkunarkassa tvær stærðir
Vélarnar eru til sýnis daglega frá mánudegi til föstudags kl 1 0— 1 2 og
BORGARFELL HF.
Klettagarðar 1, sími 86153
Ödýr fjölskylduskemmtun
Fjórdungsmót sunnlenzkra hestamanna
\ Rangárbökkum Hellu, stendur yfir. Inngangur aöeins kr. 1500,-
rianslpilfir ^ara<^ls HvoH í kvöld og annaö kvöld.
UanSieiKir Hl/ómsveit Þorstems Guðmundssonar, í Hellubíó annað kvöld.