Morgunblaðið - 25.06.1976, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JUNl 1976
13
um við meiri háttar framkvæmdir
svo sem virkjanir og byggingu
járnblendiverksmiðju auk ibúðar-
húsabygginga.
Eins og fram hefur komið
styttist vinnutími nokkuð í fyrra,
og má búast við að vinnutími
dragist eitthvað frekar saman í
ár. Auk þess verður framleiðslu-
samdrætti I ár óefað að einhverju
leyti mætt með því að ekki verði
endurráðið í stöður sem losna.
Vegna verkfallanna í febrúar
verður atvinnan í ár, mæld í
yinnudögum, sennilega um 1%
minni en í fyrra (að óbreyttum
fjölda starfandi manna), en eitt-
hvað af þessu vinnutapi hefur
sennilega verið unnið upp að
verkfallinu loknu.
í heildina litið er við því að
búast, að nokkuð dragi úr atvinnu
á árinu 1976, vegna samdráttar í
þjóðarframleiðslu og útgjöldum.
Hins vegar eru ekki merki þess að
til alvarlegs atvinnuleysis muni
koma.
HORFUR NÆSTU ÁR
Þróun efnahagsmála i um-
heiminum um þessar mundir
bendir til þess, að heims-
búskapurinn sé að vinna sig upp
úr öldudal siðustu tveggja ára. Þó
er atvinnuleysi útbreitt víða um
lönd og enn verður ekki séð fyrir
enda þess í nokkrum löndum. Hér
á landi hefur þjóðarbúskapurinn
að undanförnu borið merki um
þau óhagstæðu ytri skilyrði, sem
fylgdu efnahagssamdrættinum i
heiminum. Eftir samfellt
fjögurra ára velgengniskeið snar-
snérust viðskiptakjörin Islending-
um í óhag árin 1974 og 1975 og
sölutregðu gætti á útflutnings-
markaði. Þjóðartekjur stóðu nær
því í stað 1974 og drógust saman
um 8% árið 1975. Innlend eftir-
spurn og launaákvarðanir drógu
hins vegar dám af velgengni
liðinna ára fram á árið 1974.
Þjóðarútgjöldin uxu þvi að mun,
og mikill halli varð á viðskiptun-
um við útlönd á árinu 1974. Sam-
timis magnaðist örari verðbólga
en dæmi eru til hér á landi á
friðartímum.
Við þessum vanda og erfiðri
afkomu útflutningsatvinnuvega,
sem honum fylgdi, var snúizt með
ýmsum hætti. Á árinu 1975
minnkuðu þjóðarútgjöldin
um 9%, en höfðu aukizt um
Þióöarcramleiðsla, þjóöar tekjur og þjóöarútgjöld 1975-1976.
a Milljónir króna verölagi hvcrs árs Breytingar frá fyrra ári ’4 i
Spá 1976 þfagr. Veró
197 5 1) 1975 1976 1476 1976 i
Einkaneyzla 119.360 149.700 -11,0 -2,0 48 28 |
Samneyzla 1S.30C 24.150 2,0 :,c 31 25 1
I FjárTminanyndun 6U.C40 73.250 -8,2 -8,1 54 ?4,5 1
1 Atvinnuvegir 26.21? 29.320 -21,1 -10,1 bÖ 24,5 |
| Opinberar framkvændir 24.U7C 28.540 15 ,r- -6,2 40 1
I fbúðarhús 12.360 15.38C -7, t 42 25 S
I Birgöabreytingar 3.900 -
I Þjóöarútgjöld sar.tals 206.60C 247.1?- -8,0 -5,«’ 49,6 26,7 l
I Útflutningur vöru 1 og þjónustu 72.190 94.5C0 4,3 46 ,6 \
1 Innflutningur vöru I cg þjónustu 93.570 1C6.9CC -11,. -4,7 5,6
1 Viöskiptajöfrruöur -21.380 -12.u 0
1 Verg þjóöarframleiösla 185.220 234.700 -3»? 40,5 29,5 |
1 Viöskiptakjaraáhrif 2) -4,1 +1,8
1 Vergar þjóöctrtekjur -8,n -0,4
■ 1) Hér er miöaö viö harra tilvik sjávarafla, þ.e. l,u% minnkur. útflutr.ingsfrardeiöslu 1 sjávarafuröa. Miöaö viö latgra tilvik afla, þ.e. u,2% minnkur. sjávarafurö'afranleiöslu, 1 ■ heföi þessi breyting var.tanlega einr.ig í för reö sér nokkurr. sandrátt þjóöarútgjalda H og innflutnings cg nwtti þá buast vií eftirfarandi niöurstööur. bjóöarframléiöslu | og þjóöartekna.
Verg þjóöarfranleiösla _3
Viöskiptakjaraáhrif ♦1,6
Vergar ] jóöartekjur -1.2
■ 2) Hlutfall af þjóöarframleiöslu f>Tra árs.
nálægt 10% árið áður. Hér var um
stórfelld umskipti að ræða, sem
þó reyndust hvergi nærri full-
nægjandi tii þess að ná jafnvægi í
þjóðarbúskapnum, því að þjóðar-
tekjurnar drógust saman um nær
sama hundraðshluta og útgjöldin,
bæði vegna framleiðslusamdrátt-
ar og vegna þess að viðskiptakjör-
in versnuðu enn. Af þessum
sökum varð viðskiptahallinn sem
næst sama hlutfall af þjóðarfram-
leiðslu árið 1975 og var árið 1974
eða 11V4%, þótt vöruinn-
flutningur drægist saman um
14%.
Samdráttur þjóðarútgjalda á
árinu 1975 kom allur fram í
minnkandi útgjöldum til einka-
neyzlu og fjárfestingar fyrirtækja
og einstaklinga. Hins vegar jókst
bæði samneyzla og opinberar
framkvæmdir og einnig tilfærslur
frá hinu opinbera til einstaklinga
og fyrirtækja. Þessi þróun kom
vitaskuld einnig fram í veruleg-
um greiðsluhalla ríkissjóðs, sem
varð enn meiri 1975 en árið áður.
Framvinda rikisfjármálanna með
þessum hætti á sér hliðstæður
víða um heim eins og vikið var að
í inngangi. Hallinn á ríkis-
búskapnum varð vegna þess að
ríkisútgjöldin héldu sínu striki,
þótt þjóðarframleiðsla minnkaði,
auk þess sem verðbólgan virðist
hafa haft meiri áhrif á ríkisút-
gjöld á árunum 1974 og 1975 en á
undanförnum árum. Horfur eru
hins vegar ,á að ríkisfjármálin
stefni í jafnvægisátt áþessu ári.
Þrátt fyrir margvíslega efna-
hagsörðugleika hefur hér ekki
gætt atvinnuleysis. En þessi
mikilverði árangur er ekki ein-
hlitur, honum fylgir skuggi, sem
grúfir yfir þjóðarhag i ár og
næstu ár. Gjaldeyrisvarasjóði
þjóðarinnar hefur verið eytt og
stofnað til mikilla erlendra
skulda. Ör verðbólga hefur geis-
að, þótt hún sé nú tekin að réna.
Þessar aðstæður allar setja þróun
þjóðarútgjalda i ár og næstu ár
þröngar skorður. A þessu ári er
því ekki að vænta aukningar
þjóðartekna, og sú lækkun við-
skiptahallans úr ll'.i% i 5—6%
af þjóðarframleiðslu, sem að er
stefnt í ár, mun að mestu leyti
nást með 5—6% lækkun þjöðarút-
gjalda. Þetta er mikilvægur
árangur en má þó ekki minni vera
því viðskiptahallinn, sem fyrir-
sjáanlegur- er á þessu ári, leiðir
vitaskuld til aukinnar skulda-
byrðar. A næstu tveímur til þrem-
ur árum hlýtur að vera stefnt að
því að eyða viðskiptahallanum
með öllu og snúa honum i afgang.
Þessi róður verður þungur, þar
sem svo horfir með helztu fisk-
stofna við landið. að vart má bú-
ást við auknum útflutningi
sjávarafurða allra næstu ár.
heldur fremur hið gagnstæ'ða.
Eins er ekki ástæða til að ætla. að
viðskiptakjörum þjóðarinnar
bregði svo til betri vegar á næstu
árum, að sköpum skipti. Vissu-
lega horfir nú vel um þróun við-
skiptakjara á árinu 1976, en sé
litið til nokkurra ára fram í tim-
ann er óvarlegt að treysta á ár-
vissan ávinning af þessu tagi.
Engin ástæða virðist þó til svart-
sýni I þessum efnum, því telja
verður, að framundan sé timabil
stöðugri efnahagsþróunar í um-
heiminum og meiri grósku í
heimsviðskiptum en verið hefur.
Nú gæti gefist tækifa'ri til að
vinna að skipulags- og uppbygg-
ingarverkefnum, sem þokazt hafa
til hliðar í glímunni við þráláta
efnahagsörðugleika i umróti sið-
ustu ára. Þau skref, sem stigin
voru í fyrra og stigin verða i ár til
þess að laga útgjöld þjóðarinnar
að breyttum aðstæðum, verður að
skoða sem áfanga á aðlögunar-
ferli, sem hlýtur að vara nokkur
ár.
Full atvinna er vissulega eitt
mikilvægasta markmið stefnunn-
ar í efnahagsmálum, og að undan-
förnu hefur sú áherzla, sem á
þetta markmið er lögð, valdið
miklum viðskiptahalla og verð-
bólgu. En eigi hins vegar að tak-
ast að halda fullri átvinnu til
frambúðar, er afar mikilvægt að
ná jafnvægi I utanríkisviðskipt-
um, þar sem langvinnur við-
skiptahalli þrengir smám saman
svigrúmið tíl þess að reka sjálf-
stæða efnahagsstefnu hér á landi.
Reynslan sýnir reyndar ótvírætt,
að þau riki, sem búið hafa við
verulegan viðskiptahalla lang-
tímurn saman, hafa orðið að grípa
til svo róttækra aðhaldsaðgerða,
að leitt hefur til atvinnuleysis. Af
þessum sökum og vegna mikil-
vægis atvinnumarkmiðsins hlýtur
efnahagsstefna næstu missera að
miða að því að koma í veg fyrir
óheilla þróun af þessu tagi hér á
landi. Starfsorku og fjármagni
þjöðarinnar þarí því að beina að
verkefnum, er tryggja endur-
heimt jafnvægis í utanriki’svið-
skiptum, sem er forsenda fram-
fara í efnahagsmálum. Eitt
meginskilyrði árangurs i þessum
efnum er að draga mjög úr hraða
verðbólgunnar, þannig að hann
verði helzt ekki meiri en gerist i
viðskipta- og samkeppnislöndum
okkar, og þarf því að halda
þjóðarútgjöldum i skefjum og ná
öruggu jafnvægi í ríkisfjármálum
og lánamálum. Til þess að jafn-
vægi verði komið á í utanríkisvið-
skiptum á næstu árum og þjóðar-
búskapnum yfirleitt. þarf að móta
og siðan fylgja ákveðinni stefnu
við ákvörðun tekna og útgjalda,
og sama máli gegnir um ákvarð-
anir, er varða uppbyggingu at-
vinnuvega, þar á meðal fram-
kvæmdir í orkumálum
Allt þetta hefur í för með sér,
að þörf er á að meta þjóðhagshorf-
ur nokkur ár fram í tímann svo
unnt sé að skoða í eðlilegu sam-
hengi þær ákvarðanir sem teknar
eru frá ári til árs (eða til skemmri
tíma). Könnun á þjóðhagshorfum
af þessu tagi ætti ekki að skoða
sem bindandi áætlun eða fyrir
ætlun stjórnvalda heldur sem
undirstöðu stefnuákvarðana i
efnahagsmálum hveru sinni.
Raunhæft mat á útflutnings- og
framleiðslugetu þjóðarbúsins á
næstu árum er einkar brýnt um
þessar mundír, vegna þess tví-
þætta vanda, sem við blasir i
mynd vaxandi byrðar erlendra
skulda og þverrandi þorsk-
gengndar. Meginþættir þessa
verks eru annars vegar mat á út-
flutningsgetu sjávarútvegs og
annarra greina og hins vegar mat
á öskum, áformum og bundnum
útgjiildum helztu ákvörðunarað-
ila i hagkerfinu á næstu árum.
Ctflutningsáætlun sjávarút-
vegs og stjórn fiskveiða verður að
reisa á áliti fiskifræðinga á veiði-
þoli fiskstofna. Gerðir samningar
við aðrar þjóðir gefa nú ljósari
forsendur en áður og auðvelda
mat á efnahagsáhrifum mismun-
andi verndarleiða. Síðari þáttur-
inn, sem nefndur er hér á undan,
felur meðal annars i sér gerð
áætlana um fjárhag ríkisins til
langs tima (4—5 ár) á grundvelli
gildandi laga og áætlunar um
framkvæmdir opinberra aðila og
fyrirtækja til sama tíma. Hér ætti
þö einkum að móta heildarstefn-
una í þessum efnum, þar sem geta
ætti stórframkvæmda, en að öðru
Framhald á bls. 21
Hagkaupsverð á öllum vörum
Fyrstir til aö lækka:
Sykur 125 kr. kg
115 kr. kg í 50 kg sekkjum
Síðastir til aö hækka:
Dilkakjöt ennþá á gamla verðinu
Opið til 10 föstudaga
Lokað á laugardögum
ísumar
tSKEIFUNNI 1511SÍMI 86566