Morgunblaðið - 25.06.1976, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JUNÍ 1976
milli þess fólks sem starfar i
þessum samtökum.
Yfir 12000 manns í landi
okkar er ofdrykkjufólk. Viö
heyrum daglega um sorgir
þessa fólks, sorgir vina og
vandamanna sem eru dregnir
inn í vítahringinn vegna skyld-
leika og annarra venzla, sorgir
þeirra og jafnvel dauða fólks,
sem verður fyrir barðinu
á drukknum ökumanni.
drukknum slysvaldi. Þó er
kannski sárust sú eyðilegging
sem áfengið veldur í hugum svo
margra þolenda.
Ekkert er sorglegra en að sjá
ungt fólk drukkið, viti firrt.
Ekkert er sorglegra en að sjá
æskuna í böndum áfengis, sjá
æskuþrótt og vorfegurð ungrar
sálar eins og einskis nýtt rekald
á úthafi mannlífsins. Hlutverk
Reglunnar er ekki hvað sízt að
vinna æskuna til fylgis við sig,
sýna henni verðugt traust og
skapa henni nýtt lif án vín-
menningar. Reglunni ber því að
nota hvert tækifæri til út-
breiðslu meðal æskunnar og
koma til móts við hana. Veita
henni hollar skemmtanir og
tómstundaiðju, breyta því áliti,
að án víns sé engin skemmtun.
Það á að gefa æskunni kosl á að
njóta eiginlegs sjálfstæðis og
æskuþróttar, þar sem vín og
önnur nautnalyf eiga ekki
heima. Ef við fáum æskuna til
baráttu, siglum við góðan byr,
og vonin er í æskunni, þvi að
ekki eru það eldri kynslóðirnar
sem hafa sýnt þann þroska og
dug sem til þarf i baráttunni
fyrir mikilvægustu kjarabót
okkar tíma, afnámi áfengisböls-
ins.
Það er mikið af dugmiklu
ungu fólki í landinu, sem á hug-
sjón bindindismannsins og i
félögum ungra bindindismanna
hafa margir eignazt góða kjöi-
festu fyrir mannlífsbaráttuna,
en betur má ef duga skal. Um-
fram allt verður að bjóða unga
fólkinu hönd og þiggja handtak
þess, hlúa að því á allan hátt til
þeirrar hugsjónar sem bar-
áttan gegn áfengisbölinu er,
baráttan til betra og frjálsara
mannlífs. Því á Góðtemplara-
reglan að ganga til liðs við bar-
áttumenn á þessum vettvangi,
takast á við vándann, fast og
ákveðið, hvetja til sterks
almenningsáiits gegn áfenginu,
— og islenzkt þjóðlíf mun líta
bjartari daga.
Það er ekki nóg að færa út
fiskveiðilögsögu okkar i 200
mílur og vernda ofveidda fisk-
stofna, Okkur ber ekki síður
skylda til að vernda mannlif
okkar, auðga menningu okkar
og mátt, berjast gegn áfengis-
bölinu og stækka þannig Is-
land.
Kjarvalsstaðir
Listráð að Kjarvalsstöðum aug-
lýsir hér með til umsóknar
sýningaraðstöðu í vestursal tima-
bilið apríl — des. '77. Umsóknir
um þennan sýnmgartima þurfa
að berast fyrir 1 sept 1 976 og
mun listráð þá taka afstöðu til
þeirra. Listráð áskilur sér rétt til
þess að hagræða sýningartima
umsækjenda eftir þörfum og i
samráði við þá
Framkvæmdastjóri
listráðs.
15
Vörðufell Kópavogi
Viðarkol, plasthnífapör og diskar. Opið til kl. 1 0
í kvöld.
Vörðufell,
Þverbrekku 8, Kópavogi.
Wenwood
ufugieyp,r
iðveldir i
Sérstaklega
Tvaer gerou
uppsetningu
Slmi 21240
Laugavegi
litmyndir
yöar á 3 dögum
Þér notið Kodak filmu, við
gerum myndir yðar á Kodak
Ektaco/or-pappír og myndgæðín
verða frábær
Umboðsmenn um land allt
— ávallt feti framar
HANS PETERSEN HF
Fjóróungsmót
sunnlenzkra
hestamanna
25. - 27. júni á
Rangárbökkum
vid Hellu
Dagskrá:
Föstudagur:
kl 1 0 mætt með stórhryssur til dóms
kl. 1 5 30 gæðingakeppni barna og unglinga
Laugardagur:
Kl 10, stóðhestar sýndir i dómhring
Kl. 1 3 30 hópreið barna og unglinga inn á móts-
svæðið
Fjórðungsmótið sett Albert Jóhannsson. formaður
L H
Verðlaunaafhending i unglingakeppni.
Kl 13 50 stóðhryssur sýndar i dómhring
Kl 1 6 00 gæðingadómar A og B flokkar
Kl 1 8 00 undanrásir kappreiða
KI 21 00 kvöldvaka við dómpall
Þekktir hesta og listamenn skemmta
Sunnudagur:
Kl 1 0 00 sýning á hryssum Verðlaunaafhending
Kl 1 3 30 hópreið þátttökufélaga inn á mótssvæð-
ið
Helgistund Séra Stefán Lárusson
Ávarp Halldór E Sigurðsson, landbúnaðarráð-
herra
Kl 1 5 00 sýning á stóðhestum
Verðlaunaafhending
Kl 1 6 30 Verðlaunaafhending gæðmga
Kl 17 00—1 8 00 úrslit kappreiða
Dansleikir
Paradís leikur að Hvoli, föstudags og laugar-
dagskvöld. Hljómsveit Þorsteins Guðmunds-
sonar, leikur í Hellubíói á laugardagskvöld.
Framkvæmdanefndin