Morgunblaðið - 30.06.1976, Side 12

Morgunblaðið - 30.06.1976, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JUNl 1976 Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Vegna athugasemdar frá sýn- ingarnefnd „Yfirlitssýningar á íslenzkri grafík", er birtist hér í blaðinu sl. föstudag og sem virðist að meginhluta hafa orð- ið til vegna skrifa minna um sýninguna, tel ég rétt að taka fram eftirfarandi: — Ég átti alls ekki von á að nefndin hasl- aði slikri athugasemd völl á opinberum vettvangi og furða mig á þeim misskilningi, „ofur- viðkvæmni" og yfirlæti, sem þar kemur fram. Nefndin hefur mál sitt á því, að henni hafi verið kunnugt um þann fjölda mynda, er eftir Kristin Pétursson liggja í list- greininni, og að hún hafi þar með einfaldlega dæmt framlag hans úr leik, að undanteknum þrem myndum er henni þóknaðist að taka inn á sýning- una. Hér fer óneitanlega lítið fyrir frjálshyggju og þjónustu- semi við hina raunréttu sögu- legu mynd af þróun hérlendrar grafík-listar gegnum tíðina, með því að sú þróun byggist hér einungis á þröngu mati sýn- ingarnefndarinnar, þ.e. fárra manna og sérskoðana þeirra. Varðandi annað atriðið, þá taldi ég það fyrirkomulag við- unandi að gefa öllum félags- mönnum kost á þátttöku þótt það að sjálfsögðu þrengdi að sýningarrými og þar með mynd- fjölda hinna eldri manna. Get- ur hér þó naumast talizt rétt, er í ljós kom hve takmarkað rýmið yrði, að taka t.d. við myndum nemenda í mótun þegar gamal- grónir listamenn eru með- höndlaðir líkt og K.P. Þriðja atriði, og því sem mestu rými er varið til, er beint til mín og vísað til ummæla minna: „auk þess sem sýningin gefur ekki alls kostar rétta mynd af framlagi margra hinna eldri þá vantar ýmis nöfn með öllu t.d. Höskuld Björnsson o.fl.“ — Sýningarnefnd vill hér fá upplýst hver þau „ýmsu nöfn“ eru og „fl“ af eldri mönn- um, sem sýningarnefnd á að hafa gleymt við samsetningu sýningarinnar. — Hér er „gleymt“ ekki rétta orðið, en er sýningarnefndin fullviss um að henni hafi tekizt að hafa uppi á öllu því sem gert hefur verið í grafík hérlendis og spor hefur markað, og farið að öllu leyti rétt með í sögulegu yfirliti í sýningarskrá. Hér skal m.a. bent á að Steinþór Sigurðsson kenndi grafik í eitt ár við Myndlista- og handiðaskólann (1959—60) og gæti það bent til þess að hann hafi eitthvað unn- ið sjálfur i faginu, þá man ég eftir því að Pétur Friðrik gerði eftirtektarverða steinþrykks- mynd hjá mér á námsskeiði af „hesti á skokki“, sem var m.a. á ingarnefndin: „fullyrðingár Braga eru einnig kyndugar i ljösi þess að hann var ráðunaut- ur< sýningarnefndar og,gaf ýms- ar gððar ábendingar — honum var þvi í lófa lagið að kðina áðwrnefndum upplýsingum á framfæri, þegar unnið var að s$áingunni,4§feitt að hann skuli .... JEáSm þCSSym upp. að sakast, en hvorki mig né sýningarnefnd, í sýningarskrá er rain ekki getið í sýningar- nefnd né sem ráðgjafa, svo að þessí nýi titill sem ri nefndarinnar kémur mér á <> vart. Ég mun þó jafnan boðinn eftir, ai ekki hafa komið þessum upp- gangur þessarar listg . ^ méémíííiBmm ' ' —ééíéé— lysingum a frití»i|gH| tíð". ,4. ertJhwSEeginmissM sB^tt er að ég gaf ýmis ráð er '• íngur að ég teldi það ágalla vil| ég vissi að áhugi væri á vi»|'| sýninguna, að par vantaðt sámsetningh slikrar sýningarM, margar af mínum béztu XréiMt SSÉSÉfilS--------- ’ -------- auk málmætinga og stein- þrykkja Þó slikt sé i sjálfu sér sannleikanum samkvæmt var minnir á söSSina af útígnrijngn- um, sem talaði um „fjcir" i stað ,|jöru í mjög neyðarlegu tilviki í opinberu hófi, svo sem frægt rr. eða konuna er dáðist að ,,lauslæti“ biskupsdætrá f stað ig á sann arlega erfttt Seð |nna kveikjuna aið>«KÉm- |j sýningarnefnda««sagífeað ,j|kki lítið yfirlæti fþetrri úngu hennar, „að jkk- komið fram opinber- hnikar markmiði sýn- en það var að mestu i einkavið- ræðum og áð meginhluta áður e“' n! l var bókaður i sýningar- & á aðalfundi samkvæmt framborinni tillögu (ég var ekki á þeimfundi). tJi~' Þaðfóru ég mjög ánægður með minn, hlut á sýningunni, og það er hárrétt hjá sýningarncfnd, iitlar sögur af nefndri bókun, að eg hafi við engan að sak- en ðg var þó spurður um hvort ast í þeim efnum nema ég vildi starfa i sýningarnefnd í sjálfan mig, ef framlag mitt þvi efni að velja myndir og vera hefur ekki gefið fullnægj- ráðgjafi. Tji þess gekk ég með andi mynd. — Ég var hér alls undandrætti þó, vegna mikilla ekki að áfellast sýningar- anna. —■ Ég var aldrei kallaður nefnd, — sem ég var í þessu íslenzk grafík farandsýningu í Þýzkalandi 1962 og sendust nokkur eintök ytra af þeirri mynd og hvað með Elías B. Halldórsson? Þetta „o.f!.“ var sem sagt eins konar varnagli gagnvart því að e.t.v. sé ekki allt komið fram, og að áhugaverðir hlutir kunni enn að leynast. — Hér erum við vísast á hálli braut, þar sem þessi málefni eru fyrst og fremst félagsmá! okkar. En áfram heldur sýn- væri sýndur listi væntanlegra þátttakenda og hafði ég því ekki tækifæri til að bæta þar inn nöfnum, auk þess sem sýn- ingarnefndin fékk sér annan ráðgjafa, svo sem kunnugt er og m.a. leiddi til úrsagnar Einars Hákonarsonar úr félag- inu. — Ég leit nokkrum sinnum inn á Kjarvalsstaði meðan upp- henging verka fór fram, en starf mitt var þar af skornum skammti og er þar við tímahrak færri myndir frá minni hendi, — heldur var ég einfaldlega að leiðrétta framslátt Kristins Pét- urssonar um einkasýningar, en ég skildi hann svo, að þar ætti hann við framlag þeirra er flestar myndir áttu á sýning- unni þ.e. Jón Engilberts, Bar- böru Árnason og mig. Allt er hægt að misskilja og rangtúlka ef vilji er fyrir hendi, en þessi misskilningur er svo annarlegur að helzt ert bezta sem gert hefur verið í peirrj: Ipurningu er enn ósvar- 'yað, hvort nefndin teiji sig hafa <J náð því marki. t.d. án þátttöku Einars Hákonarsonar og án þess að rétt mvnd komi fram varðandi framlag annarra, eldri sem yngri. t hugleiðingum mínum hér i blaðinu leitaðist ég fyrst og fremst við að upplýsa fíest það sem ég vissi um þróun graifik- listar og -kennslu hérlendis. til þess að fylla inn í heíldarmynd- ina méð hliðsjön áf séinfii tfma. Sýningin var þannig sett upp, að útilokað var að gera henni full skil I takmarkaðri blaða- grein, enda hefur enginn list- rýnir treyst sér tii þess í skrif- um sínum. Að lokum vil ég ítreka það sem ég hefi áður gefið í skyn opinberlega, „að ég tel sýning- una mikið afrek miðað við allar aðstæður", — vil ég nota tæki- færið til að þakka enn einu sinni fyrir framtakið og minn hlut á sýningunni. En það álit mitt stendur óhaggað, að hér hafi ekki allt komið fram, — né alls kostar rétt verið farið með um framlag fsl. dagblaða til grafík-lista. — Hér gleymdist t.d. hlutur Morgunblaðsins með öllu. Þá óska ég grafík-félaginu alls velfarnaðar og vona að inn- an þess megi jafnan fremur ríkja „fjör“ en fjara. Dr. Stefán Aðalsteinsson: Búskaparþróun í áætlanagerð sinni um matar- æði, búskap og byggðaþróun gera Norðmenn ráð fyrir að vera sjálf- um sér nógi’r um sem flest mat- væli. í landbúnaðaráætlunum sínum stefna þeir að því: • að auka heimaræktun á fóðurkorni og matarkorni 0 að draga verulega úr korn- innflutningi, einkum fóður- korni 0 að auka hlutdeildgróffóðurs í fóðri búfjár 0 að auka grasraæktarland verulega og rækta hærra til fjalla en áður 0 að draga úr fólksflótta úr sveitum og tryggja betur en nú er kjör sveitafólks miðað við aðrar stéttir. í grein þeirri, sem hér fer á eftir, verður gerð nánari grein fyrir þeim markmiðum, sem Norðmenn hafa sett sér í sam- bandi við þróun landbúnaðar sins og rökstuðningurinn rakinn. Norsk stjórnvöld hafa sett fram eftirfarandi viljayfirlýsingu varð- andi mataræði og matvælafram- leiðslu þjóðarinnar: „Við stefnumótun í mataræði og matvælaframleiðslu þarf að áliti ríkisstjórnarinnar að sam- ræma mörg mikilvæg markmið og sjónarmið. Þeim er hægt að gera skil í eftirfarandi atriðum: 1. Hvetja ber til heilsusam- legs mataræðis. 2. Stefnumótun í neysluvenj- um og matvælaframleiðslu ber að samræma ályktunum Al- þjóðamatvælaráðstefnunnar. 3. Af öryggisástæðum ber að stefna að þvi, að aukin verði framleiðsla og neysla á norsk- um matvælum, og betri grund- völl þarf að leggja að þvi að geta með skjótum hætti aukið hlutdeild heimaframleiðslu i heildarþörf fyrir matvæli. 4. Vegna byggðasjónarmiða ber að leggja mesta áherslu á að nýta búvöruframleiðslu- möguleikana i þeim héruðum, sem standa höllum fæti frá at- vinnusjónarmiði.“ Til að ná ofannefndum markmiðum að því er varðar mat- vælaframleiðsluna, hefur verið gerð áætlun um nauðsynlegar breytingar á norskum landbún- aði, og skulu helstu atriði þeirrar áætlunar nú rakin hér. Gert er ráð fyrir, að ræktað og hálfræktað land verði aukið úr 900 þús. ha. í 1 milljón ha. á tímabilinu 1974—1990, en full- ræktað lartd aukist á sama tima úr 790 þús. ha. í 900 þús. ha. Landbúnaðinum verði gert að fullnægja þörfum þjóðarinnar fyrir mjólk og mjólkurafurðir, ost, smjör, kjöt, kartöflur, ávexti og ber. Framleiðslumagn þessara vara ber að miða við neysluþörf þjóð- arinnar. Ennfremur ber að stefna að því, að neyslan verði í samræmi við þær ráðleggingar, sem fram hafa komið og miðast annars vegar við heilsufarsþætti og hins vegar við nauðsyn þess að geta fullnægt matvælaþörf í sem mestum mæli með heimaframleiðslu ef þörf krefur. Leggja ber áherzlu á verulega aukningu kornræktar, og veruleg- ur hluti þeirrar aukningar þarf að vera matarkorn. Berjaframleiðslu þarf einnig að auka. Sykurfram- leiðslu er ekki ástæða til að stunda í Noregí. Á það ber að leggja áherzlu, að V* hlutar af aukningu ræktanlegs lands komi til þeirrar héraða, sem Mataræði, búskapur og byggðaþróun í Noregi 2. grein höllum fæti standa frá atvinnu- sjónarmiði. Gert er ráð fyrir, að hamlað verði gegn þeim flótta frá búskap, sem einkennt hefur norskan land- búnað undanfarið. Á timabilinu 1969—1974 fækk- aði árlega um 8200 ársverk í landbúnaði, og býlum fækkaði alls um 35000 á þessu tímabili eða um 6800 býli á ári. Samtimis dróst ræktað land saman úr 990 þús. ha. í 900 þús. ha. Gert er ráð fyrir, að fyrstu áhrif þeirrar stefnubreyt- ingar, sem hér er um að ræða, verði þau, að ræktað land hætti að falla í órækt, en meginaukningin í ræktun lands eigi sér stað á timabilinu 1980—1990. Þrátt fyrir þessa stefnubreyt- ingu er gert ráð fyrir, að 3300 ársverk hverfi frá landbúnaði á ári fram til 1980, en frá þeim tíma og fram til 1990 fækki um 900 ársverk á ári. Lögð verður áherzla á, að fækkunin verði minni í héruðum, sem hafa ótrygg at- vinnuskilyrði. Hér á eftir eru sýndar nokkrar tölur um fólksfjölda í landinu alls, ársverk í landbúnaði, ræktað land á bú, fjölda kúa og nythæð kúa. Ar Fólks- fjöldi, . Ársverk í landb. Ræktað land á Fjöldi kúa, Meðal- nyt, 1959 þús. 3553 þús. 229 bú, ha 5,0 þús. 594 lítrar 2566 1969 3851 166 6,0 436 4001 1974 3991 123 7,4 404 4508 Áætlun: 1980 4091 102 8,9 375 4900 1990 4245 93 10,7 375 5000 ýmislegt bendir til, að hún geti verið mjög varhugaverð. 0 Það er engan veginn gefið, að þróuðum þjóðum verði liðið það til lengdar að sóa verð- mætum næringarefnum, sem matarvana þjóðir skortir, eins og t.d. það að breyta matar- korni í kjöt. Þess vegna vilja Þessar tölur og nokkrar fleiri eru sýndar á linuriti. Tölurnar frá tímabilinu 1959—1974 sýna, að stórfelld fólksfækkun hefur orðið í land- búnaði, en stærð ræktaðs lands á býli hefur aukist og nythæð mjólkurkúa hækkað ævintýralega míkið. Jafnframt hefur kúm fækkað mjög ört. Samtímis þessu hefur fólksfjölgun orðið mikil í landinu, en þrátt fyrir samdrátt vinnuafls í landbúnaði hefur mat- vælaframleiðsla hans haldið nokkurn veginn í horfinu. Stefnubreytingin, sem lýst hef- ur verið hér að framan, miðast við að draga úr fækkun fólks við bú- störf, sérstaklega á viðkvæmum svæðum, og samtimis er gert ráð fyrir, að hlutdeild innanlansfram- leiðslu í matvælaneyslu þjóðar- innar aukist verulega vegna óviss- unnar, sem nú rikir um matvæla- framboð á heimsmörkuðum og sí- aukinnar matarþarfar sívaxandi fólksfjölda um heim allan. Norðmenn hafa tvö aðalatriði að leiðarljósi í stefnumótun sinni í mataræði og matvælafram- leiðslu, og þau eru þessi: 0 Það er engan veginn gefið, að neysluþróunin i þróuðu löndunum sé hagkvæm frá heilsufarslegu sjónarmiði, og Norðmenn ganga á undan öðrum með góðu fordæmi að þessu leyti. Þrír sækja um Laugalækjarskóla SKÓLASTJÓRASTAÐA i Lauga- lækjarskóla i Reykjavík var fyrir nokkru auglýst laus til umsóknar og bárust þrjár umsóknir um stöð- una, en umsóknarfrestur rann út 25. júní. Umsækjendur eru þeir Árni Þorsteinsson skólastjóri á Blönduósi, Kristján Thorlacius yfirkennari í Vörðuskóla i Reykjavík og Þráinn Guðmunds- son, settur skólastjóri i Lauga- lækjaskóla. Staðan verður vænt- anlega veitt í næstu viku. 1 síðasta Lögbirtingablaði eru tvær skólastjórastöður auglýstar lausar til umsóknar. Það er við Laugagerðisskóla á Snæfellsnesi og við Iðnskólann í Hafnarfirði. AUGI.VSlNíiASÍMINN ER: J JRflr{sxinl>I«t>ib

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.