Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JUNÍ 1976 raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar húsnæöi óskast | húsnæöi í boöi þakkir Iðnaðarhúsnæði með verslunaraðstöðu óskast keypt eða til leigu. Stærð 200 — 300 fm. Uppiýsingar sendist afgr. blaðsins fyrir 5. júlí merktar: „Electronic — 1 203". Vestmannaeyjar Til sölu við Foldarhraun ný einstaklings- íbúð. Tilboð óskast. Upplýsinqar í síma 98-1829. Beztu þakkir til allra þeirra, sem sendu mér kveðjur á sjötugsafmæli mínu 23. júní eða glöddu mig á annan hátt. Stefán Pétursson, frá Húsavík. Vinsamlega birtið eftirfarandi smáauglýsingu 1 1 1 111111,1111111111 180 I l ^fio i t i 1 I 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 i 1 1 1 1 1 i i i 1 1 1 J 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 540 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 I 720 1 1 1 1 1 t 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 J 1 1 1 1 1 1 1 1 1 300 1 1 I 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1080 1 1 1 l 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 I 1 J l 1260 v ..,i.i. ...........yV" “ Athugið Skrifið með prentstöfum og < „ setjið aðeins 1 staf i hvern reit , Áríðandi er að nafn, heimili og simi fylgi. mSS,, i A..... ~y—v- v -v r '/>, ,u=/'s,u zjj>-' M£JIA V6.Ú& / 6A/UM ,/ ú&iiLíjzi &?/•/,,/ J//x* < 1 ,» j - REYKJAVÍK: KJÖTMIOSTÖÐIN, Laugalæk 2, SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS Háaleitisbraut 68, KJÖTBÚO SUÐURVERS, Stigah HÓLAGARÐUR, Lóuhólum 2—6 SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS HAFIMARFJÖRÐUR: LJÓSMYNDA- OG GJAFAVÖRUR Reykjavíkurvegi 64, VERZLUN ÞÓRÐAR ÞÓRÐARSONAR, Suðurgötu 36, s Hver lína kostar kr. 1 ðO Meðfylgjandi er greiðsla kr. NAFN: ...................................... ÁRBÆJARKJÖR Rofabæ 9, KÓPAVOGUR HEIMILI: . yi . 4 A A . SÍMI: . I ÁSGEIRSBÚÐ, Hjallabrekku2 BORGARBÚÐIN, Hófgerði 30 Eða senda í pósti ásamt greiðslu til Smáauglýsingadeildar Morgunblaðsins, Aðalstræti 6, Reykjavík. A a A » . . . . - « Sigurður Jónsson kaupmaður - Minning Fæddur 28. mars 1922 Dáinn 20. júní 1976. Þessum fátæklegu- kveðjuorð- um er ekki ætlað að rekja lífsferil Sigurðar Jónssonar, til þess eru aðrir mér miklu færari, en mig langaði aðeins að minnast á það sem gerði okkur Sigurð að sam- starfsmönnum í nærri fjögur ár — hann var dýravinur. Dýravinur á þann hátt að hann fórnaði málefninu miklu af frí- tíma sínum, því honum þótti ekki hara vænt um sitt eigið dýr, hund- inn sinn, heldur öll dýr, og þótti ákaflega sárt að vita þau illa leik- in og misrétti og harðýðgi beitt. Sigurður var kosinn í stjórn Sambands dýraverndunarfélaga Islands árið 1972 og starfaði þar til dauðadags. Það var ævinlega mjög gott að leita til Sigurðar, þó að hann væri störfum hlaðinn og auk þess hald- inn erfiðum sjúkdómi. Og aldrei Afmælis- og mimting- argreinar ATIIYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að bcrast blaðinu með góðum fvrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í sfð- asta lagi fvrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. taldi hann eftir sér daglöng sjálf- boðastörf við flóamarkaði, merkjasölur, eða ferðir til athug- unar á aðbúnaði dýra. Dýrin á íslandi hafa misst góð- an vin, sem starfaði í þeirra þágu og við stjórn S.D.Í. höfum misst góðan samstarfsmann. Stjórn S.D.l. vottar konu hans og hörnum dýpstu samúð. J.S. Vinur minn Sigurður Jónsson kaupmaður lézt að morgni sunnu- dagsins 20. þ.m. af völdum sjúk- dóms þess, er hrjáð hafði hann árum saman og hafði að lokum yfirhöndina. — Asmaveiki er þeim erfiðust, sem ekki lætur hlut sinn og heldur ótrauður áfram störfum, en svo var um Sigurð. Þrátt fyrir veikindi lét hann aldrei bugast, kvartaði ekki, en gekk að sínum daglegu störf- um eins og algengt er um dugnað- armenn, sem ekki geta setið auð- um höndum. Er fundum okkar bar saman fyrir skömmu, var hann með stórar ráðagerðir varð- andi verzlun, en mig furðaði, að hann léti sér slíkt til hugar koma eins og komið var með heilsu hans, en þannig var Sigurður. Vinátta okkar hófst fyrir tæp- um 40 árum. Á þeim aldri á mað- ur allan heiminn og skilur ekki merkingu orðsins „áhyggja“ og er fullur af lífsþrótti og gleði. Þannig kynntist ég Sigurði. Ég minnist þeirra ára, er við saman í hópi nokkurra vina ferðuðumst um landið okkar, skoðuðum óbyggðir þess, — þá stóð timinn kyrr. En nú er hugurinn reikar til baka, skilur tíminn eftir hugljúfar minningar, minningar um góðan dreng, tilfinninganæman, sem erfitt átti með að leyna geðhrifum sínum, fljótur til að hryggjast og fyrstur til að gleðjast, svo hlátur- mildur að af bar. Sigurður valdi sér ungur lífsstarf sitt og efaðist aldrei um slefnuna. Eftir nám í Verzlunarskóla lslands gerðist hann starfsmaður í kjötverzlun Hjalta Lýðssonar og varð brátt deildarstjóri. Nokkrum árum síð- ar varð hann deildarstjóri í verzl- unum Kristjáns Jónssonar kaup- manns, — „Kiddabúðum", — en stofnsetti 1954 eigln matvöru- verzlun, sem har.n rak um árabil undir nafninu „Kjöt & Ávoxtir“ að Hólmgarði. Vegna veikinda neyddist hann til að selja verzlun- ina og keypti í staðinn barnafata- verzlunina „Bellu“, er hann rak með aðstoð konu sinnar og barna. Foreldrar Sigurðar eru látin, en þau voru Eydís Jónsdóttir og Jón Sigurðsson skipstjóri, og var Sig- urður yngstur þriggja systkina. Árið 1956 gekk hann að eiga konu síná, Lilju Guðrúnu Guðjónsdótt- ur, og bjó henni og börnum þeirra fallegt heimili að Grundarlandi 7. Börnin eru fjögur: Jón, verzlun- armaður, Eydís, heilsu- og snyrti- fræðingur, Lilja Rós, 17 ára, og Þórir, 11 ára. Einn sonarson átti Sigurður, er ber nafn hans. Við Dóra vottum Lilju, börnum, sonarsyni og systkinum hans okk- ar dýpstu samúð og þökkum vini okkar fyrir allar þær fögru og góðu minningar, sem hann skyldi eftir handa okkur. Og við vitum, aö hans bjargfasta trú og skoðun á því hvað við tekur að loknu þessu lífi, hefur nú rætzt fyrir hann. Sigurður verður jarðsettur i dag frá Fossvogskirkju. Jón Magnússon. Minning: Kjartan G. Guðmunds- son bifreiðarstjóri Fæddur 14. ágúst 1903. Dáinn 21. júnl 1976. 1 dag kveð ég föðurbróður minn Kjartan G. Guðmundsson, en hann andaðist í St. Jósefsspítalan- um í Hafnarfirði 21. júní s.l., eftir erfiða sjúkdómslegu. Kjartan var borinn og barn- fæddur Hafnfirðingur, en hann var fæddur 14. ágúst 1903, og fluttist þriggja ára gamall með foreldrum sínum, Guðmundi Magnússyni og Stefaníu Halldórs- dóttur, að Suðurgötu 19, siðar 45, i Hafnarfirði. Þar stóð heimili hans síðan til dauðadags. Ég sem þessar línur rita átti því láni að fagna að vera fædd og uppalin í næsta húsi. Þótt það stæði við aðra götu, lágu lóðirnar saman og því stöðugur samgangur milli heimilanna. Mín fyrstu spor út af heimili minu lágu að Suður- götu 45, þar sem ég var ávallt velkomin af öllu heimilisfólkinu þar og gat komið og farið eftir eigin vild. Á þessum árum var Kjartan að hætta bifreiðaakstri sem aðalat- vinnu og tók jafnframt að annast viðgerðir hjólbarða og búskap. Hann var því jafnan heima við störf sín og var þá gott að eiga góðan frænda, sem jafnan var boðinn og búinn til þess að hlusta á kvabbið i litiu frændsystkinun- um sínum og leysa vandamál þeirra, svo þau gætu hoppað glöð og ánægð aftur heim. En brátt komu upp önnur vandamál, og þar sem faðir okkar var sjaldan heima á daginn, var farið til Kjartans, sem fúslega og með glöðu geði hélt áfram að sinna smáfólkinu og þörfum þess. Það voru því ærið margar ferðirnar sem við fórum til Kjartans frænda dag hvern með ýmis vandamál, sem upp komu og allt- af var okkur jafnvel tekið, þótt ekki verði sagt að við höfum flýtt fyrir honum. En það gerði ekkert til, bara ef að hægt var að leysa vandann. Þannig liðu árin og jafnframt breyttust þarfir okkar fyrir að- stoð á ýmsum sviðum, en alltaf var hugur Kjartans til velgengni okkar sá sami. Á sama hátt var viðhorf hans til litils drengs, sem siðar kom inn á heimili hans og hefur alizt þar upp. Eftir brottför mina úr Hafnarfirði hafa leiðir okkar sjaldnar legið saman, en alltaf hefur viðmót hans, hjálp- semi og hjartahlýja verið hin sama. Á siðustu árum hefur Kjartan borið það með sér að hann hefur ekki gengið heill til skóar. Aldrei kvartaði hann þó né æðraðist og var tregur til þess að leita læknis. I öndverðum aprílmánuði þessa árs för hann svo á spítala til rann- sóknar. Hann gekk síðan undir hættulegan uppskurð sem ekki bar árangur og dró hann að lokum til dauða. Þegar ég lít yfir farinn veg og samskipti okkar systkinanna við hann, fæ ég ekki nógsamlega þakkað honum fyrir þolinmæðina við öllu kvabbinu og hjálpsemi hans þá og ætíð síðan. Ég kveð svo kæran fööurbróður og bið algóðan Guð að styrkja ástvini hans alla í sorgum þeirra, og veita honum inngöngu í dýrð- arríki sitt. Stefanfa S. Víglundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.