Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JULI 1976 3 Bindindis- mót í Galta- lækjarskógi AÐ VENJU verður bind- indismót í Galtalækjar- skógi um verzlunarmanna- helgina. Það er umdæmis- stúka nr. 1 og umdæmisráð íslenzkra ungtemplara, sem halda þetta mót, sem er það 9. í röðinni. Aö sögn Stefán Halldórssonar, sem er í dagskrárnefnd mótsins, er tilgangur mótsins sá að gefa fólki kost á að njóta fagurs um- hverfis og góðrar skemmtunar án áfengis um verzlunarmannahelg- ina. Þar verður fjölbreytt dagskrá alla mótsdagana, en mótió hefst á föstudagskvöld og stendur fram til sunnudagskvölds. Dansað verður á tveim stöóum öll kvöldin, á stórum danspalli og í stóru samkomutjaldi og eru það hijómsveitirnar Mexico og Nætur- galar, sem leika fyrir dansi. Auk þess koma fram Baldur Brjáns- son, Gisli Rúnar Jónsson, Edda Þórarinsdóttir, Jörundur Guð- mundsson, Kristinn Hallsson og Magnús Jónsson. Þá munu Inga og Silja frá Akranesi syngja og dansa í barnatímanum, sem verð- ur ki. 15.00 á sunnudag. Vmislegt fleira verður til skemmtunar s.s. flugeldasýning, góðaksturskeppni og kl. 13.30 á sunnudag verður messa, þar sem sr. Björn Jónsson prestur á Akranesi messar. Forráðamenn mótsins vilja leggja áherzlu á að þetta sé bind- indisgleði.samkoma fyrir fólk sem viii koma saman og skemmta sér án áfengis. Sýslumannsemb- ættið á Hvolsvelli verður með lög- Framhald á bls. 35 Lonlí blú bojs koma fram á sjónarsvið- ið í fyrsta skipti ÁKVEÐIÐ hefur verið að hljóm- sveitin Lonlí blú bojs spili á nokkrum dansleikjum í byrjun september. 1 hijómsveitinni eru þeir Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson, Engilbert Jensen og Björgvin Halldórsson. Lonlí blú bojs hafa gefið út tvær hljómplöt- ur, sem seizt hafa í miklum upp- lögum, en hljómsveitin hefur þó aldrei komið fram opinberlega fyrr. Vinsælasta lag hljómsveitar- innar er vafalaust „Heim í Búðar- dal“ og hafa hljómsveit- armennirnir mikinn hug á því að heimsækja þann sögufræga stað og kynnast heimafólki. Hús Byggingavöruverzlunar Kópavogs, sem greiðir hæstu skatta fyrirtækja f Kópavogi. Verkstæði Jóns V. Jónssonar sf f Hafnarfirði, en það fvrirtæki greiðir hæstu skatta fyrirtækja í Hafnarfirði. Hæstu gjaldendur opinberra gjalda í Reykjanesumdæmi HÆSTU gjaldendur opinberra gjalda í kaupstöðum og hreppum í Reykjaneskjördæmi eru eftirfarandi: Einstaklingar. Kópavogur. Sveinn Skaftason, framkv.stj., Nýbýlav. 28B (Tsk. 7.302.471, útsv. 2.171.500) Friðþjófur Þorsteinss., Kársnesbr. 125 (Tsk. 2.539.554, útsv. 805.100) Matthías Ingibergss., lyfsali, Hraunt. 5 (Tsk. 2.682.610, útsv. 846.500) KetiII Axelsson, kaupm., Mánast. 3 (Tsk. 2.127.312, útsv. 690.700) Edvard L. Árnason, lögr.þj., Digranesv. 38 (Tsk. 2.026.312, útsv. 657.600) Hafnarfjörður. Grétar Sveinsson, húsasm., Miðv. 114 (Tsk. 6.834.114, útsv. 1.970.100) Björn Ólafsson, byggingam., Norðurv. 44 (Tsk. 3.614.840, útsv. 1.075.200) Hörður A. Guðmundss., forstj., Hringbr. 46 (Tsk. 2.220.111, útsv. 852.000) Jónas Bjarnason, læknir, Kirkjuv. 4 (Tsk. 2.601.891, útsv. 845.000) Hilmar Sigurðsson, teiknari, Álfask. 99 (Tsk. 1.622.312, útsv. 553.200) Keflavík. Jóhann G. Ellerup, lyfsali, Suðurg. 4 (Tsk. 3.929.657, útsv. 1.099.000) Þórarinn Þórarinsson, Hamragarður 10 (Tsk. 3.137.312, útsv. 993.100) Magnús G. Þórarinss., Heiðarbrún 4 (Tsk. 2.783.612, útsv. 904.300) Hreggviður Hermannss., Smárat. 19 (Tsk. 3.642.313, útsv. 1.136.200) Jónar Þórarinsson, Mávabraut 60 (Tsk. 2.026.312, útsv. 679.600) Garðabær. Hallgrímur Guðmundsson, rafv., Goðat. 30 (Tsk. 3.541.312, útsv. 1.075.700) Sverrir Magnússon, lyfsali, Stekkjarfl. 25 Tsk. 2.492.245, útsv. 800.300) Ivar Daníelsson, lyfsali, Ránarg. 19 (Tsk. 2.330.080, útsv. 737.200) Alfreð Elíasson, forstj., Haukanesi 28 (Tsk. 2.240.876, útsv. 811.700) Kristinn Olsen, flugst., Haukanesi 14 kr. 12.221.181 7.152.754 5.028.734 4.274.543 3.439.158 kr. 12.311.410 6.615.667 4.623.287 4.100.004 3.200.978 kr. 6.703.528 6.032.978 5.494.786 5.486.556 4.385.526 kr. 5.772.055 3.864.709 3.713.415 3.598.203 3.560.777 I Seltjarnarnes. Olafur Björgúlfsson, Tannl., Tjarnarst. 10 (Tsk. 1.942.482, útsv. 687.200) Jóhann Ólafsson, framkv. stj., Melabr. 30 (Tsk. 1.983.023, útsv. 598.500) Magnús Haraldsson, stórkaupm., Látrastr. 52 (Tsk. 1.576,700, útsv. 531.100) Stefán Örn Stefánss., verkfr., Skólabr. 47 (Tsk. 1.380.154, útsv. 467.000) Börkur Thoroddsen, tannl., Tjarnarból 4 (Tsk. 1.319.312, útsv. 484.700) Grindavík. Bragi Guðráðsson., kaupm., Staðarhr. 6 (Tsk. 1.622.312, útsv. 553.200) Georg Daði Johansen, Vesturbr. 3 (Tsk. 1.117.312, útsv. 421.300) Jón Guðmundsson, pípulm. Leynisbr. 10 (Tsk. 1.117.312, útsv. 415.700) Þórólfur Sveinsson, skipstj., Dalbraut 7 (Tsk. 1.117.312, útsv. 419.500) Þórarinn I. Ólafsson, skipstj., Mánag. 5 (Tsk. 992.920, útsv. 479.800) Njarðvík. Friðrik Valdimarsson, framkv.stj., Tunguv. 4 (Tsk. 1.723.312, útsv. 586.300) Ingi F. Gunnarsson, flugumf.stj., Hólag. 43 (Tsk. 1.622.312, útsv. 557.000) Karl Ketill Arason, Holtsg. 40 (Tsk. 1.784.094. útsv. 548'.200) Karvel Ögmundsson, útgm. Sjávarg. 18 (Tsk. 1.241.037, útsv. 425.100) Þormar Guðjónsson, vélv., Tunguv. 6 (Tsk. 1.194.840, útsv. 421.000) Miðneshr. Gisli Arnbergsson, skipstj. (Tsk. 679.416, útsv. 412.100) Óskar F. Guðjónsson, múraram. (Tsk. 524.280, útsv. 239.600) Kristinn Erling Jónsson (Tsk. 601.364, útsv. 331.900) Gerðahr. Guðbergur Ingólfsson, útgm., Gerðav. 16 (Tsk. 911.272, útsv. 339.200) Þorleifur Matthíasson, tannl., Móhús (Tsk. 1.696.103, útsv. 540.900) kr. 3.154.265 3.066.485 2.496.833 2.214.241 2.177.225 kr. 3.133.651 2.339.257 1.887.978 1.761.720 1.680.379 kr. 3.129.576 2.640.719 2.995.768 2.514.133 2.398.791 kr. 1.232.297 1.096.647 1.021.942 kr. 3.106.869 2.720.347 Framhald á bls. 35 Nýlega afhenti Einar Benediktsson Juan Carlos I Spánarkonungi trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands á Spáni, og var mynd þessi tekin við það tækifæri. Rignt hefur á aðra viku í Skagafirði Bæ Höfðaströnd 27. júli I DAG er fyrsti þurrkurinn nú um tfma, en rignt hefur næstum daglega á aðra viku. Heyskapur er mjög misjafnt á veg kominn. Þeir sem byrjuðu snemma og hafa súgþurrkun og nægan véla- kost eru langt komnir með að fá góðan heyfeng. Mikið hey er víða úti og reyndar stutt síðan að sum- ir bændur hófu heyskap. Er þvf ástand mjög misjafnt. Fyrir skömmu lauk lundaveiði í Drangey. Voru menn þar nokkra daga og fengu góða veiði i háfana. Ógrynni af fugli er við eyjuna og eru menn því hræddir um að fugl- Framhald á bls. 34 Sendinefndin á haf- réttarráðstefnunni EFTIRTALDIR menn verða í sendinefnd Islands á hafréttar- ráðstefnunni sem hefst að nýju í New York á mánudaginn: Hans G. Andersen sendiherra, formaður, Jón Arnalds ráðu- neytisstjóri, Már Elisson fiski- málastjóri, Jón Jónsson forstöðu- maður Hafrannsóknastofnunar- innar, Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður, Gils Guðmunds- son alþingismaður, Magnús Torfi Ólafsson alþingismaður, Jón Ármann Héðinsson alþingismað- ur, Þórarinn Þórarinsson al- þingismaður. Hans G. Andersen og Jón Arnalds verða á ráðstefnunni frá og með mánudegi, en aðrir nefndarmenn fara utan 14. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.