Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JULI 1976 5 —Ljósm.: Sig. Arnfinnsson. Tryggvi Olafsson og Jörgen Bruun Hansen að vinnu við eina mynd sfna. Sjúkrahúsið í Nes- kaupstað skreytt Neskaupstað, 25. júii. Bæjarbúar hafa veitt þvf at- hygli að undanförnu að á þremur stöðum við sjúkrahúsið hafa ver- ið sett upp einhvers konar tjöld úr plasti. Eitthvað sérstakt var að gerast og þvf fór biaðamaður Morgunblaðsins á staðinn og hitti þar Tryggva Ólafsson listmálara. „Ég er hér að vinna að utanhús- skreytingu á sjúkrahúsinu," segir Tryggvi. „Forstjóri sjúkrahúss- ins, Stefán Þorleifsson, hreyfði þeirri hugmynd við mig árið 1974 hvort ég vildi taka að mér skreyt- ingu þessa. Mér leizt strax vel á þessa hugmynd, ekki sizt þar sem ég er fæddur og alinn upp hér í bæ. Síðan þá hef ég verið að vinna að þessu, komast að kjarnanum hvernig þetta skyldi unnið og nú er ég byrjaður. Með mér er dansk- ur maður, Jörgen Bruun Hansen. Hann er kennari við Listaháskól- ann í Kaupmannahöfn og hefur hann unnið með mér við skreyt- irigar á húsum í Danmörku. Þetta er fyrsta verk mitt hér á landi við utanhússskreytingu og er ég mjög ánægður að byrja hér i Neskaup- stað. Mér finnst of lítið af því gert hérlendis að skreyta opinberar byggingar. Erlendis er þetta mjög víða gert og reyndar fastur liður við opinberar byggingar. Mér finnst það vera uppeldisatriði að hafa myndskreytingar i skólum t.d.“ „Þú ert með þrjár myndir og á hverri þeirra er hönd. Hvað tákna þessar myndir?“ „Já, margir hafa spurt mig. Höndin er lífið, höndin er allt. Hún táknar lif mannsins og ekki sízt á sjúkrahúsi. Hún er víðtæk táknmynd en þó hlutlaus." „Hvernig er unnið að þessu?“ „Fyrst er skorið í steypuna með sérstökum raftækjum (hnif). Þvi næst er steypan höggvin úr veggnum og á hann er settur sandur og litarefni. Litarefnið er bundið með sérstökum vökva sem gerir það sérlega hart. Það mun einnig veðrast mjög hægt. Eg var svo heppinn að fá liparítsand úr Rauðubjörgum hér i Norðfirði. I sandinn blöndum við gulum lit og verður efninu svo lokað með sér- stöku bindiefni. Að lokum verður málað að myndinni. Það er að vísu gaman að mála á léreft en það er lika gaman fyrir myndlistarmann að fást við skreytingar á bygging- um,“ segir Tryggvi að lokum. Asgeir Bæjarráð Vest- mannaeyja um hraun- hitaveitu í bænum MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi útskrift úr fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja frá 19. júlí 1976, sem undir rita Sigurður Jónsson, Þórarinn Magnússon, Magnús H. Magnússon, Sigurgeir Kristjáns- son og Páll Zóphaníasson: Útskrift úr fundargerð bæjar- ráðs Vestmannaeyja frá 19. júli 1976, lið 2. 2. í framhaldi af lið 1. og 2. i fundargerð bæjarráðs frá 12. júli s. l. og með hliðsjón af niðurstöð- um af umræðum, sem fram fóru á þeim fundi samþykkir bæjarráð að leggja til við bæjarstjórn að .fyrsta árið verði veittur 35% af- sláttur á gjaldskrá fjarhitunar fyrir húseignir tengdar tilrauna- hitaveitu. Þar sem fyrirsjáanlegt er að ýmsir örðugleikar verða á rekstri tilraunahitaveitunnar fyrst um sinn og ekki er öryggi fyrir ákveðnu framrennslishita- stigi vatns er talið rétt að 35% afsláttur verði veittur. F’yrir lágu útreikningar og samanburður á kostnaði við upphitun húsa með beinni olíuhitun og upphitun með fjarhitun miðað við gjaldskrá Fjarhitunar með 35% afslætti, t. d. hús sem er 430 rúmm. þá er oliunotkun 13 lítrar olia pr. rúmm. hús pr. ár. Hitunarkostnaður mán./ 430x13x25,35 = 141.706,- Viðhald og rekstrarkostnaður kynditækja = 20.000,- 161.706,- Sama hús upphitað með fjarhit- un miðað við 65% af gjaldskrá: 1,8 rúmm. vatn pr. rúmm. hús pr. ár Hitunarkostnaður pr. ár 1,8x430x175x0,65 = 88.042,- Mælaleiga 530x12 = 6.300,- 94.402,- Mismunur 67.304,- eða41,7% sparnaður. ‘/á af tengigjaldi sama húss er 52.172,- í framhaldandi áætlunargerð framkvæmda- og rekstrarkostnað- ar verður stefnt að því að hitunar- kostnaður húsa fari ekki yfir 70% af núverandi gjaldskrá. Drög að ofannefndri áætlanagerð sýna að fáist sæmilega hagstæð lán, þá stenzt sú áætlun. Eftir árs rekstrartímabil verður gjaldskrá F’jarhitunar endurskoð- uð og þá samræmd, enda verði þá lokið tengingu hraunvarmans vestur í nýju byggðina og jafnvel viðar. Bæjarráð leggur áherzlu á, að fullnaðar hönnun og áætlunar- gerð þar að lútandi'fyrir fjarhit- un um allan bæ verði hraðað sem kostur er. ^rðaföt dag\eQa ^ahelgi TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Simi frá skiptiborði 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.