Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JULÍ 1976 Arnarflug: Leiguflug fyrir Flug- leiðir og Air Lingus FLUGFÉLAGIÐ Arnarflug hefur nú starfað f nokkurn tíma og að sögn Magnúsar Gunnarssonar framkvæmdastjóra félagsins, hef- ur flug félagsins gengið ágætlega til þessa. — Við höfum haldið þeirri áætlun, sem við settum í upphafi. Við sjáum um flug fyrir Sam- vinnuferðir og Ferðaskrifstofuna Sunnu. auk þess sem við fljúgum til Þýzkalands á laugardögum. Höfum við komizt í að fara tvær ferðir á laugardegi milli íslands og Þýzkalands og flutt 340 far- þega í þessum tveimur ferðum, sagði Magnús. Magnús sagði, að auk þessa hefði félagið farið í leiguflug fyrir Flugleiðir og Air Lingus á írlandi. Fyrir það félag hefur ver- ið flogið til Frakklands. Aðspurður sagði Magnús, að um þessa mundir væri verið að vega og meta hvernig starfsemi félagsins yrði háttað í vetur, en nú væru stjórnendur félagsins búnir að átta sig vel á rekstrinum. Tólf manns eru nú fastráðnir hjá Arnarflugi, en samtals starfa 24 manns hjá félagínu i sumar. Húsavík: Unnið á hverju kvöldi 1 frystihúsinu Húsavík 27. júlí. Í*R YDISGOTT atvinnuástand hefur verið hér á Ifúsavík í sumar. Unnið hefur verið fram á kvöld í frystihúsinu hvern ein- asta dag, enda afli verið góður. 1 vikulokin fer allt starfsfólk frystihússins í 10 daga sumarfrí og verður ekki tekið við neinum fiski á meðan. Fáar skatt- skrárkærur í Reykjavík MBL. fékk þær upplýsingar á skattstofunni í Reykjavfk í gær, að ekki hefði enn borizt mikið af skattskrárkærum, en mikið væri um að fólk kæmi á skattstofuna til að ieita sér upplýsinga og fá skýringar á sköttum sfnum. Kærufrestur í Reykjavík er til 5. ágúst og undanfarin ár hafa flestar kærur borizt rétt áður en kærufrestur rennur út. Bátarnir fengu góðan iínuafla í júní út við Kolbeinsey og þeir hafa einnig fengið reytingsafla í júlí. Er heildaraflinn orðinn heldur meiri en hann var á sama tíma í fyrra. Verklegar framkvæmdir hafa verið miklar og góð atvinna við þær. Eins og venjulega er mikið byggt af íbúðarhúsnæði og auk þess er bærinn að láta byggja við gagnfræðaskólann og unnið er við byggingu dagheimilis. Þá er einnig unnið að undirbyggingu Garðarsbrautar, frá Melum að Hjarðarholti, en meiningin er að leggja þar olíumöl. Af þessu má sjá að nóg er fyrir alla að gera og hér er því ekkert atvinnuleysi. Fréttaritari. Rífandi atvinna á Horna- firði Hornafirði 27. júli. HÉR hefur verið rífandi atvinna að undanförnu og ekki er mér kunnugt um að neinn sé á at- vinnuleysisskrá. Hefur næga at- vinnu verið að fá bæði við fisk- vinnsluna og verklegar fram- kvæmdir. Humarbátarnir eru allir hættir eftir ágæta vertíð og sjómennirn- ir komnir í frí. Frystihúsið hefur einnig tekið á móti fiski úr tveimur linubátum svo og skut- togaranum okkar Hornfirðinga. Þá er einn togbátur nýlega byrjaður veiðar. Heldur minna er byggt af íbúðarhúsnæði en undanfarin ár. Þó eru nokkur einbýlishús í smið- um og eitt raðhús. Stærsta verkefnið er samt bygging heilsu- gæzlustöðvarinnar, en unnið er að byggingu hennar. Heyskapur hér í nágrannasveit- um hefur gengið vel og flestir bændur munu vera búnir að hirða mikið af heyi af túnum. — Gunnar. Ljósmynd Ol.K.M. Ja, hver skrambinn. I Nissa fóru þeir einmitt gegnum holræsi núna um daginn þegar þeir smugu inn í banka þar á staðnum og komust undan með stærsta ránsfenginn sem sögur fara af. Myndin hér sýnir þó ekki upphafið á endalokum Útvegsbankans (sem er þarna I bakgrunnin- um) heldur eru mennirnir að hafa áhyggjur af því að í gærdag byrjaði allt í einu að vætla eitthvað óhreint inn í kjallara bankans og var holræsinu þvíarna vfst kennt um. Ékkert tjón þó og allt orðið fínt og fágað aftur þegar við könnuðum málið Rauðhetta ’76 á Úlfljótsvatni A ÚLFLJÓTSVATNI verður haldið mót um verzlunarmanna- helgina og hefur það hlotið nafn- ið Rauðhetta ‘76. Það er skáta- samband Islands, sem stendur fyrir mótinu, en forráðamenn þess tóku það skýrt fram að það væri ekki skátamót og væri öllum opið, en það hefst á föstudags- kvöld og lýkur á mánudag. Að sögn Tryggva Jónssonar hjá Skátasambandinu er aðstaða tii útivistar mjög góð við Úlfljóts- vatn. Skátar hafa unnið undanfar- ið við undirbúning og hafa skipu- lagt fjölbreytta dagskrá. Hljóm- sveitirnar Cabarett, Paradís og Experiment leika fyrir dansi, en dansað verður til 02.00 á föstu- dagskvöld, en 04.00 laugardags- og sunnudagskvöld. Fjölbreytt skemmtidagskrá verður og sagði Tryggvi að þar væri ýmislegt ný- stárlegt til skemmtunar, s.s. mara- þon dans- og kossakeppni, báta- leiga, tívolí o.fl. Þá verða iþróttir á dagskrá og farið verður í göngu- ferðir um nágrennið. Framhald á bls. 34 Tvær veltur í Hvalfirði TVÆR bílveltur urðu í Hvalfirði á sunnudag og mánudag. I fyrra slysinu meiddist kona nokkuð og var flutt á sjúkrahúsíð á Akranesi, en farþegi sem í bíln- um var slapp ómeiddur þegar bíll- inn fór út af veginum skammt frá Miðsandi. Á mánudeginum valt bíll út af veginum við Þyril og fór langa leið niður brekkuna þar. Einn maður var í bílnum og slapp hann lítt meiddur. 2000 lestir af loðnu veidd- ust síðasta sólarhring SÍÐASTLIÐINN sólarhring tilkynntu sjö ioðnubátar um afla, alls 1960 iestir. Bátarnir héldu tii hafna víðs vegar á landinu eða frá Keflavík til Neskaupstaðar. Bræðsla á ioðnunni gengur vfðast hvar frekar hægt og virðist nokkrum vandkvæðum bundið að bræða loðnuna. Bræðslu lauk í Síldarverk- mjög illa að ná loðnunni úr smiðju ríkisins í Siglufirði í fyrri- geymsluþróm inn í verksmiðju og unnu starfsmenn verksmiðjunnar að því í gær að breyta inntaksbún- aði. Eftirtaldir bátar tilkynntu um loðnuafla s.l. sólarhring: Börkur 450 lestir, sem farið var með til Neskaupstaðar, Guðmundur 300 lestir fór til Keflavíkur, Magnús 250 lestir, fór til Krossaness, Jón Finnsson 270 lestir, fór til Krossa- ness, Árni Sigurður 220 lestir, fór til Siglufjarðar, Asgeir 300 lestir, fór til Siglufjarðar, og Helga 2. 230 lestir, fór til Siglufjarðar. #3 á atvinnu- leysisskrá í landinu í lok júní sL Atvinnulausir á skrá á landinu öllu 30. júní sl. voru 403, en í lok maí voru 653 á atvinnuleysisskrá. Fjöldi atvinnuleysisdaga í júní- mánuði var 6672 á landinu öllu, en í maí voru atvinnuleysisdagar alls 6951. í kaupstöðum voru 289 atvinnulausir 30. júní, en 524 I lok maí. í kauptúnum með 1000 íbúa og meir voru 14 á atvinnuleysis- skrá í lok júni en 27 mánuði áður. í öðrum kauptúnum voru 100 á skrá yfir atvinnulausa í lok júni, en 102 í mailok. Flestir voru á skrá í Reykjavík í júnílok eða alls 200 en næstflestir á Þórshöfn eða 47. Atvinnuleysisdagar í Reykja- vik í júni voru alls 2148, en á Þórshöfn voru 698 atvinnuleysis- dagar í júni. Ávísanafalsið: nótt, en ekki verður farið að taka á móti loðnu þar á ný fyrr en um hádegi í dag. Starfsmenn verk- smiðjunnar unnu sleitulaust að því i gær að hreinsa vélar verk- smiðjunnar, en það er nauðsyn- legt að hreinsa þær þegar hráefn- ið er ekki betra til vinnslu en raun ber vitni um. Jón Reynir Magnússon fram- kvæmdastjóri SR sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöidi, að óskandi væri ,að loðnan skemmd- ist ekki eins fljótt á næstunni og verið hefði. Sagði hann ac) ástæð- an til þess að loðnan skemmdist svona fljótt væri fyrst og fremst, að mjög mikil áta væri í loðnunni. ISifira; B. Bjarnason,” sagði gjaldkerinn í Iðnaðarbankanum í allt Urskurðaður að 14 daga varðhald Fór strax að gruna manninn þegar ég sá nafnið Jón una ,um leið og henni væri dælt um borð, en það bindur eggja- hvítuefníð í loðnunni og er um leið rotvarnarefni. — En það sem er mikilvægast, er að ekki fari sjór í lestar skipanna þegar dælt er um borð. Það verður að miða dælingarhraðann við þann síu- búnað, sem skipin hafa, sagði Jón Reynir. Eins og fyrr sagði ætlar SR að hefja móttöku á ný um hádegi i dag. Verður fyrst í stað tekið á móti 1000 lestum og í gærkvöldi var þegar búið að tilkynna 750 lesta afla til Siglufjarðar. Síldarvinnslan í Neskaupstað hóf loðnubræðslu í fyrrakvöld. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk hjá Ás- geiri Lárussyni, fréttaritara blaðsins í Neskaupstað, þá gekk RANNSÓKNARLÖGREGLÚ- MAÐÚRINN, sem fyrir helgina varð uppvís að stórfelldu ávísana- falsi var á laugardaginn úrskurð- aður I allt að 14 daga gæzluvarð- hald á meðan rannsókn málsins fer fram. Að sögn Guðmundar Jóhannessonar dómara við bæjar- fógetaembættið í Hafnarfirði, sem annast rannsókn málsins, var rannsóknarlögreglumaðurinn kallaður fyrir á laugardaginn og staðfesti hann þar fyrri framburð sinn. Guðmundur sagði að hann hefði ekki ennþá fengið í hendur öll gögn málsins, en bjóst við að fá megnið af þeim I dag, en starfs- menn Sakadóms Reykjavfkur hafa unnið að þvf að safna saman þeim ávfsunum, sem vitað er að rannsóknarlögreglumaðurinn gaf út. Morgunblaðið spjallaði í gær við Hrafnhildi Baldvinsdóttur gjaldkera í Háaleitisútibúi Iðnað- arbankans, en þaó var hún'sem með árvekni kom upp um ávisana- falsið. „Rannsóknarlögreglan hafði sent okkur bréf,“ sagði Hrafn- hildur, „þar sem voru mjög grein- argóðar upplýsingar um númer reikninga, manna- og fyrirtækja- nöfn, sem falsarinn notaði, ásamt sýnishornum af fölsuðum ávisun- um frá honum. Við vissum að hann hafói nýlega stofnað reikn- ing í Breiðholtsútibúinu og vor- um því mjög vel á verði gagnvart ávísunum á það útibú, sérstaklega ef þær voru háar. Svo var það um klukkan 11 á föstudagsmorguninn að maðurinn kom. Hann bað um eyðublöð fyrir Breiðholtsútibúið og skrifaði inn- legg, 150 þúsund krónur. Þegar ég sá nafnið á innlegginu, Jón B. Bjarnason fór mig strax að gruna að ekki væri allt með felldu, því þetta var eitt af þeim nöfnum, sem falsarinn hafði notaó. Og þeg- ar hann rétti mér ávísunina var ég alveg viss um að þetta væri rétti maðurinn, þvi ávísunin var gefin út af verzluninni Klaustur- hólum, en það var eitt þeirra fyr- irtækjanafna, sem hann hafði not- að við fölsunina. Eg var ekki alveg viss hvað ég átti að gera, stimplaði innleggið og kvittaði fyrir, þvi ég vissi að það var ekk- ert tap fyrir bankann að gera það. Hann hefur líklega talið að mig grunaði ekkert fyrst ég stimplaði innleggið, þvi hann hallaði sér n'í Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.