Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLI 1976 11 Hermann Jónasson forsætisráðherra ræðir við Friede- burg i U-26. var hann skipaður yfirmaður skipulagsdeildar kafbátaflotans og stjórnaði þjálfun kafbáta- áhafna. í bók um þýzka sjóherinn I síðari heimsstyrjöldinni eftir von der Porten segir að þegar orrustan um Atlantshaf náði há- marki sumarið og haustið 1942 hafi komið í ljós „hve þrautþjálf- aðar áhafnir á þýzku kafbátunum voru“ og það hafi mátt þakka „frábærri skipulagsgáfu" Friede- burgs. Friedeburg var þá orðinn annar æðsti yfirmaður þýzku kafbát- anna og á árunum 1943 til 1945 var hann æðsti yfirmaður kaf- bátaflotans. Hann tók við stárfi yfirmanns þýzka sjóhersins þegar Hitler skipaði Dönitz eftirmann sinn, vorið 1945. Dönitz fól Friedeburg að fara á fund Montgomerys marskálks, ásamt Wagner aðmírál og Kinzel hershöfðingja. Hann átti að bjóða uppgjöf alls liðsafla Þjóðverja i Norður-Þýzkalandi og gera það sem í hans valdi stæði til að tryggja að uppgjöfin hefði ekki áhrif á brottflutninga flótta- manna og flýjandi hermanna á austurvígstöðvunum. Friedeburg tilkynnti Dönitz 3. maí að Montgomery hefði ekki hafnað takmarkaðri uppgjöf en krafizt þess að hún næði til þýzka herliðsins í Hollandi og Dan- mörku og að öll kaupskip gæfust upp. Dönitz veitti Friedeburg um- boð til að ganga að þessum skil- málum þótt síðara skilyrðið stofn- aði brottflutningunum i hættu og sendi hann síðan til aðalstöðva Eisenhowers hershöfðingja í Rheims til að bjóða uppgjöf þýzka liðsaflar.s á vígstöðvum Banda- ríkjamanna. Eisenhower krafðist tafarlausr- ar og skilyrðislausrar uppgjafar á öllum vígstöðvum. Dönitz sendi Jodl hershöfðingja til að vera Friedeburg til trausts og halds, en þeir urðu auðvitað að ganga aó kröfum Eisenhowers. Vopnavið- skiptum lauk á miðnætti 8.—9. mai. Dönitz, Friedeburg og Jodl voru handteknir 22. maí. Skömmu síðar skaut Friedeburg sig til bana. l«\mm bingaS á fo.tudagwn.* ir kafbátar kom ( j þrjá daga- ku Og hafa bier v^ komu bátanna fengiö tUkynnm* ^ ^ ^ ^ “'aðÍð rheog'rfe^i6V>ÍEr UPPldanfa-ð og „funnar >8 æfingum und *fmg- T.V' a*”tol4i ‘í »<" **■*£. * ihT;n. 5 Sa- x*'-, hi" Sw-h»”,i5" ^ ‘nU . i hafnir. ekki tnn a Fyrirsögn úr Morgunbladinu um komu þýzku kafbátanna. Möndlutréð er í ætt við kirsuberjatréð, plómu- tréð og aprikósutréð, en er þó frábrugðið þeim. I stað safarisk bragðgóðs aldinskjöts ávaxta þeirra þriggja síðastnefndu, er kjarninn eða fræ möndlutrésins umlukið hörðu, þurru hylki með smáhárum eða broddum á. Þegar ávöxturinn er fullþroskaður, springur hylkið og kjarninn kem- ur í ljós og innan i steininum eru eitt eða tvö fræ, möndlurnar. Möndlutréó er upprunnið í Asiu en hefur borizt þaðan til Miðjarðarhafsianda. Þaó hafa áreiðanlega margir íslenzkir Spánarfarar séö, þegar bændur þar breiða segl undir möndlutrén og hrista þau siðan til að ávöxturinn falli til jarðar. Saumaður túrban Að binda túrban . .. Bundinn túrban Nú er einmitt timi túrbana i tisku heiminum, þeir koma alltaf í rnóð aftur og aftur, Ekki er nú beint hægt að segja, að þetta sé mjög klæðileg. ur höfuðbúnaður, en hefur það til sins ágætis að geta verið skjólgóður, ef hann er úr sæmilegu efni Það kemur sér vel fyrir okkur hér á norðlægum slóðum. ekki sist vetrar- mánuðina Helst eiga túrbanar að vera þannig. að þeir séu bundmr I hvert skipti, þeir þykja fallegri, en svo eru einnig til þeir, sem saumaðir eru fastir og þarf rétt að tylla á kollinn Teyg/anleg efni eru mjog hentug i bundna túrbana þau falla svo vel að Að binda á sig túrban eftir forskrift Saint Laurent Öll varan heim án vanhalda eða skemmda Þaó er reglan hjá okkur,enda eru vöruflutningar okkar sérgrein. Og athugaðu: • Farþegar eru engir um boró. • Varan þin fær ALLA okkar athygli. ISCARGO HF Reykjavikurflugve Símar: 10541 og Telex: 2105 Isca1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.