Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 19
18 MOKGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAOUR 28. JÚLI 1976 Tatiana Kazankina frá Sovétríkjunum sigrar I 800 metra hlaupi kvenna og setur nýtt heimsmet. Bak við hana eru Nikolina Uhtereva frá Búlgaríu (Nr 45), Elfi Zinn frá Austur-Þýzkalandi (NK 168) en þær hlutu silfur og hrons f greininni. KAZANKINA STERKUST Á ENDASPRETTINUM EINS og skýrt var frá í Morgun- hlaúinu í gær sigraúi sovézka stúlkan Tatiana Kazankina f 800 metra hlaupi kvenna á Oiympiu- leikunum i Montreal og setti i leiðinni nýtt heimsmet meú því a<) hiaupa á 1:54,94 mín., sem er tími sem margur karlmaðurinn myndi telja sig fullsæmdur að. Og Kazankina var ekki ein um að hæta heimsmetið i greininni, þar sem þrjár sem næstar henni fóru hlupu allar á betri tima en gamla heimsmetið í greininni var, 1:56,0 min., en það setti Valentina Gerasimova frá Sovétríkjunum á móti i Moskvu fyrr i sumar. Gerasímova var meðal keppenda á leikunum í Montreal, en varð að gera sér það að góðu að vera sleg- in út í undanúrslitunum. Var þar með enn einn „öruggur” sigur- vegari úr leikunum úr leik. Gífurlegur hraði var í úrslita- hlaupinu hjá stúlkunum í fyrra- kvöld allt frá þvi að skotið reið af. Til að byrja með var mikil barátta um að koma ár sinni sem bezt fyrir borð i hlaupinu, en þegar úr greiddist fóru fjórar stúlkur fljót- lega að skera sig nokkuð úr. Um 200 metrum frá marki tognaði svo endanlega á og undir lokin var það Kazankina sem reyndist eiga mesta krafta eftir. Voru stúlkurn- ar greinilega mjög útkeyrðar þeg- ar í markið kom, og þurftu flestar að fá aðstoð og jafnvel súrefni til þess að jafna sig eftir þrekraun- ina. Sovétríkin - Rúmenía verður úrslitaleikur handknattleiksins JUGOSLAVNESKU Ólympíu- meistararnir I handknattleik frá Oiympíuleikunum I Múnchen 1972, — liðið sem sló Islendinga út í undankeppni leikanna núna, féll af stalli I fyrrakvöld er það tapaði fyrir Vestur-Þjóðverjum í riðiakeppninni í Montreai með 17 mörkum gegn 18. Á sama tfma sigruðu Sovétmenn Dani með 24 mörkum gegn 16 og tryggðu sér því sigur í A-riðlinum. Sigur Vestur-Þjóðverja í leiknum við Júgóslavíi þýddi að Þjóðverjarnir fengu rétt til þess að keppa um bronsverðlaunin í keppninni við Fólverja er urðu í öðru sæti f B-riðlinum. Erfið sambúð Stöðugir erfiðleikar eru í sant- búð fréttamanna og öryggisvarða á Ólympíuleikunum í Montreal. Hafa tveir vestur-þýzkir frétta- menn og einn sænskur sjónvarps- maður verið teknir höndum fyrir að fara ekki eftir settum reglum áleikunum. Allir þessir frétta- menn skutu máli sínu til Ólympíunefndarinnar og alþjóða- samtaka fréttamanna, án þess þó að hafa árangur af því sem erfiði. Framkvæmdanefnd leikanna hef- ur þó heitið því, að framvegis verði ekki tekið eins ómjúkum tökum á fréttamönnum og gert hefur verið til þessa, án þess þó að í nokkru verði slakað á gæzl- unni. Það verða Rúmenar og Sovét- menn sem leiða saman hesta sina í úrslitaleiknum, og að sögn þeirra er fylgzt hafa með hand- knattleikskeppninni i K:nada ættu Sovétmenn að vinna þann leik, þar sem þeir eiga nú mjög góðu liði á að skipa. En Rúmenar hafa löngum verið erfiðir i úrslitaleikjum — það segir a.m.k. saga heimsmeistarakeppninnar og gera þeir sér góðar vonir aö leggja sovézka björninn aö velli. Júgóslavíu nægði jafntefli i leiknum í fyrrakvöld til þess að tryggja sér sigur í A-riðlinum. Um ekkert slikt var þó að ræða. Þjóðverjarnir voru betri og höfðu náð eins marks forskoti í hálfleik, 8—7. I seinni hálfleik voru þeir svo yfir allan tímann en Júgóslavarnir náðu að minnka muninn niður í eitt mark skömmu fyrir leikslok. Lokastaðan í riðlakeppninni varð sem hér segir: A-rióill: Sovétrikin 5 4 0 1 111—77 8 Vestur- Þýzkaland 5 4 0 1 97—76 8 Júgóslavia 5 4 0 1 110—93 8 Danmörk 5 2 0 3 92—102 4 Japan 5 10 4 96—111 2 Kanada 5 0 0 5 75—122 0 B-riðill: Rúmenía 4 3 10 91—71 7 Pólland 4 3 0 1 80—71 6 Ungverjal. 4 2 0 2 92—82 4 Tékkósl. 4 112 85—82 3 Bandaríkin 4 0 0 4 80—122 0 Tvær jafnar í fimmtarþraiitinni - og heimsmethafinn varð þriðji i*AÐ voru austur-þýzkar stúlkur sem stóðu á öllum þrepum verðlaunapallsins þegar verðlaun fyrir fimmtarþraut kvenna voru afhent á Ólympíuleikun- Týndur fannst ÞEGAR sovézki spretthlauparinn Valeriy Borzov mætti ekki til leiks í undankeppni 200 metra hlaupsins á Olympíuleikunum i Montreal, heyrðust fljótlega þær sögur að meistarinn frá Múnchen hefði tekið þann kostinn eftir slaka frammistöðu í 100 metra hlaupinu að láta sig hverfa úr sovézku búðunum i Montreal og voru ýmist þær sögur á kreiki að hann ætlaði að leita hælis sem pólitískur flóttamaður í Kanada eða þá að honum hefði verið rænt. Talsmenn sovézka íþróttafólks- íns báru strax á móti þvi að þessar sögur hefðu við rök að styðjast. Sögðu þeir að Borzov væri meidd- ur og þess vegna hefói hann ekki mætt til 200 metra hlaupsins. Erétfámenn óskuðu þá eftir því að fá að hitta kappann að máli, en þegar því var synjað fengu sögurnar aftur byr undir báða vængi. I fyrrakvöld kom Borzov loks fram á sjónarsviðið í Olympíu- þorpinu. Sagði hann allar sögu- sagnirnar vera broslegan tilbúning fréttamanna, sem hann héldi þó að hefðu nóg annað að gera á leikunum en að standa i slíkum skáldskap. Borzov kenndi meiðslum sinum um að hann stóð sig ekki betur í 100 metra hlaup- inu en raun bar vitni, en Ijvaðst vera voögóður um að geta tekið þátt í 4x100 metra boðhlaupinu með sovézku sveitinni. um í íViontreal í fyrra- kvöld. Voru þær vel að sigrinum komnar, en keppnin gat ekki verið jafnari og tvísýnni. Þegar kom að síðustu keppnis- grein þrautarinnar 200 metra hiaupinu höfðu fjór- ar stúikur nokkurn veginn jafna möguleika á sigri. Og svo fór er það hlaup var gert upp að þær Siegrun Siegl, sem jafnframt er heimsmethafi í lang- stökki kvenna og Christine Laser reyndust hafa hlotið nákvæmlega jafnmörg stig: 4745, en landa þeirra Burglinde Pollack sem á heimsmetið í fimmtarþrautinni var með 4740 stig. Aðeins fimm stiga munur á fyrstu og þriðju! Gullverðlaunin féllu i hlut Siegl sem hafði náð betri árangri í þremur greinum af fimm en Las- er, eða í 100 metra grindahlaupi, langstökki og 200 metra hlaupi. Keppni í fimmtarþraut kvenna fer fram á tveimur dögum. Eyrri daginn er keppt í 100 metra grindahlaupi, hástökki og kúlu- varpi, en seinni daginn í lang- stökki og 200 metra hlaupi. Eftir fyrri keppnisdaginn var Nadeja Tkachenko frá Sovétrikjunum með forystu og hafði hlotið 2864 stig. Landa hennar Popovskaya var í öðru sæti með 2825 stig, Pollak í þriðja sæti með 2797 stig en Laser var í fimmta sæti með 2792 stig og Siegl var í níunda sæti með 2706 stig. Seinni keppnisdaginn tóku austur-þýzku stúlkurnar sig á svo um munaði, og tókst að skjóta sér i fyrsta og annað sætið. Kom sigur Siegl verulega á óvart, þar sém búizt var við að baráttan í grein- inni myndi standa milli Pollacks og sovézku stúlknanna. Vestur-þýzki handknattleiksmarkvörðurinn Torwart Hoffmann hef- ur staóió sig mjög vel í leikjum sínum 1 Montreal, og hann átti ekki hvaó minnstan þátt 1 sigri Þjóðverjanna yfir Júgóslövum 1 fyrrakvöld. Vestur-Þjóóverjar munu keppa um bronsverólaunin ð leikunum við Pólverja, en júgóslavnesku Olympíumeistararnir frá Múnchen verða aó fara heim, án þess að hafa möguleika á að keppa um verðlaunasæti. Meðfylgjandi mynd var tekin af Hoffmann markverði í leik Þjóðverja við Júgóslava og verður ekki á henni séð hvort hann náói aó verja skotið. Lasse Viren virtist algjörlega óþreyttur er hs fyrrakvöld en hið sama var ekki sagt um si útkeyrðir. Viren ski[ sér á bel Nurmi og - Vann yfirburðasigur VONBRIGÐI Finna yfir að þeirra maður skyldi ekki hljóta gullverðlaun í spjótkasti á Ólympíu- leikunum í Montreal í fyrrakvöld breyttist í stjórnlausa gleði er Lasse Viren kom langfyrst- ur að marki í 10 000 metra hlaupinu, aðeins hálfri klukkustundu eftir að keppninni í spjót- kastinu lauk Afrek Virens virtist magna Antti Kalliomaki i stangarstökkinu, en þar hlaut Finn- inn silfurverðlaun með 5,50 metra stökki og kom það öllum gjörsamlega á óvart Ein gull- verðlaun og tvenn silfurverðlaun varð þvi upp- skera Finnlands á Ólympíuleikunum í fyrra- kvöld, enda rikti mikil gleði í búðum Finnanna að loknum viðburðarikum degi. Lasse Viren tók þó ekki þátt í þeim hátíðahöldum. Hann hefur enn ekki lokið verkefni sinu í Montreal Eftir er 5 000 metra hlaupið og þar ætlar Viren sér einnig sigur, en sem kunnugt er hlaut þessi frækni Finm gullverðlaun i báðum þessum greinum i Munchen 1972. Þótt flestir Finnar vonuðu eðlilega að Viren hreppti gullverðlaunin i 10 000 metra hlaup- inu, voru flestir vantrúaðir á að honum tækist að sigra Aðeins tveimur mönnum hafði til þessa tekist að leika það að sigra í þessari grein á tveimur Ólympiuleikum i röð: Nurmi frá Finnlandi og Zatopek frá Tékkóslóvakíu. En það var langt siðan að þeir unnu afrek sin, og að margra dómi skeður það ekki lengur að lang- hlauparar geti haldið sér svo lengi á toppnum sem þarf til þess að hreppa tvívegis Ólympíu- gull Flestir beztu langhlauparar heims mættu til keppni í úrslitahlaupinu í fyrrakvöld Til að byrja með var fremur lítill hraði í hlaupinu — það var sem enginn vildi taka forystuna Viren var þá nokkuð aftarlega í hópnum og lét lítið á sér bera Þar kom þó að honum leiddist þófið,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.