Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JULI 1976 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjorn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Frjáls blaðamennska — og áróður í fjölmiðlum Daglega koma út fjögur morgunblöð og tvö siðdegisblöð hér i Reykjavík. Auk þess koma út nokkur viku- blöð af margvislegri gerð. Mórqum þykir nóg um þennan blaðaTjölda. Telja gjarnan, að hóflegar mætti fara í sakir í þessu efni Auk þessara blaða eru svo tveir ríkisfjölmiðlar: hljóðvarp og sjónvarp. Nægar fréttir ættu því að berast lands- lýð, bæði fjölþættar og séðar frá ýmsum sjónarhornum. Auk fréttamiðlunar, bæði af innlendum og erlendum vett- fv5ngí, rökræða blöðin í leiður- um og öðrum þjóðmálaþáttum þau viðfangsefni og hugðar- efni; sem hverju sinni eru efst á baugi í þjóðfélaginu. Það verður þvi að teljast tryggt að almenningur fái nægar upp- lýsingar, sem og að sjá og heyra gagnstæð sjónarmið, í hverju máli, þann veg, að hver og einn getí myndað sér eigin sjálfstæðar skoðanir á mönnum og málefnum. Þegar dagblaðafjöldinn er gagnrýndur verða menn að gera sér grein fyrir því, að hann er eðlileg afleiðing lýðræðis, þess skoðana- og tjáningar- frelsis, er við búum við, sem betur fer. Menn ættu að hug- leiða , hvern veg þessum mál- um er háttað í eins flokks ríkj- um, þar sem allir fjölmiðlar, þar á meðal blöðin, eru i höndum einnar og sömu skoðana- maskínunnar. Þar fara allar fréttir og þjóðfélagslegar hug- leiðingar um flokkslega rítskoð- un og koma ekki fyrir augu hins almenna borgara nema að þær séu hannaðar að hags- munum valdhafanna. í slíkum ríkjum getur blaðafjöldi verið í lágmarki. Þar er engin ..þörf' fyrir gagnstæð og ólík sjónar- mið Þar eru atburðir og við- fangsefni aðeins séð frá sjónar- horni þeirra er deila og drottna. Tilraunir til sjálfstæðrar skoðanamyndunar, að ekki sé talað um frjálsrar skoðana- tjáningar, geta jafnvel leitt til enn frekari skerðingar á per- sónufrelsi viðkomandi, eins og dæmin sanna. Fjöldi dagblaða í borginni ræðst af eftirspurn og þar með vilja borgaranna sjálfra Það er líka sá mælikvarði, sem á að ráða lífi, fjölda og útbreiðslu blaðanna. Ekki verður þó horft framhjá þvi, að einnig í lýð- ræðisríkjunum er hægt aðsetja blaðaútgáfu stólinn fyrir dyrnar með ýmsum hætti. Það er til dæmis hægt að torvelda blaða- útgáfu með þvi móti að halda niðri söluverði þeirra og aug- lýsingaverði, þann veg, að erfitt sé að mæta útgáfu- kostnaði. Þetta getur verið einkar bagalegt á verðbólgu- tímum. Það er einnig hægt að torvelda frjálsa og eðlilega blaðaútgáfu með tollum á þann innflutning, sem blaðaútgáfa þarf óhjákvæmilega á að halda. Stjórnvöld greiða á þann hátt bezt fyrir blaðaútgáfu, að svo sé í haginn búið fyrir hana. bæði i tolla- og verðákvörðun- um, að útgáfustarfsemi sé við- ráðanleg. Þetta má gjarnan vera íhugunarefni, einnig hér á landi, þar sem vitað er að blaðaútgáfa, almennt séð, á við fjárhagserfiðleika að etja. Um rikisfjölmiðla gegnir nokkuð öðru máli en blöðin. Um það eru að vísu skiptar skoðanir, hvort rikisvaldið eigi að einoka rekstur á hljóð- og sjónvarpi Þannig er það að visu viðast, en hvergi nærri alls staðar. Um hitt eru allir sann- gjarnir menn á einu máli, að ríkisfjölmiðlar skuli í hvivetna gæta óhlutdrægni. Að þar skuli ekki einn stjórnmálaflokkur eða ein stjórnmálakenning njóta neins konar forgangs eða fríð- inda. Rétt er að talsmenn ólikra sjónarmíða fái að koma sjónar- miðum sinum á framfæri í ríkis- fjölmiðlum á jafnréttisgrund- velli. En í fréttum og þáttum um þjóðfélagsmál, sem og al- mennu útvarps- og sjónvarps- efni, sem starfsmenn ríkisfjöl- miðla annast, fastráðnir eða lauiráðnir, skal gæta algjörs hlutleysis. Á þetta hefur því miður nokkuð skort, og er þá ekki fyrst og fremst átt við fréttaflutning, heldur frekar ýmsa þætti er lausafólk annast. Þar hefur það borið við, oftar en skyldi, að róttækt vinstra sinnað fólk hefur gripið gefin tækifæri til að stunda grófan áróður. Þá virðist það hafa komið á dagínn, sem ýmsum hefur boðið í grun, að pólitísk afstaða er í sumum tilfellum fremur sálarástand en málefna- leg skoðún. Mál er að linni þessum sálarástandslýsingum á vettvangi rikisfjölmiðla. Jafn- vel hafa þættir um dægurtón- list verið misnotaðir. Og það ekki fyrir löngu. Það er þvi ekki að undra þó að lýðræðissinnar reyni að sporna við þessum þrýstingi. Um leið og þetta er sagt er skylt að geta þess að starfsfólk útvarps og sjónvarps rækir störf sín yfirleitt af stakri kost- gæfni, oft með góðum árangri, miðað við erfiðar aðstæður. Og það er rangt að þetta starfsfólk verði sem heild fyrir gagnrýní, sem rætur á að rekja til örfárra pólitiskra öfgamanna, sem ekki geta unað settum reglum ríkis- fjölmiðla. Blöðin, hljóðvarpið og sjón- varpið gegna þýðíngarmiklum hlutverkum i nútima þjóð- félagi. Það má efalítið gagn- rýna eitt og annað i starfsemi þessara fjölmiðla allra, enda mistökín mannleg. Mestu máli skiptir að læra af tiltækri reynslu, forðast þau viti, sem til varnaðar eigá að vera, og stefna að batnandi þjónustu við borgarana. Sú þjónusta verður bezt tryggð til frambúð- ar ef almenningur i landinu stendur trúan vörð um frjálsa blaðamennsku, þar sem ólík sjónarmið hafa möguleika til að ná eyrum og augum þjóðarinn- ar, og einstaklingarnir rétt til að draga sínar eigin ályktanir af gangi mála. iSt&k THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER Áður en Pat fékk heila- blæðinguna brugðu þau hjónin sér aðeins út I sambandi við 200 ára af- mæli Bandaríkjamanna. aðeins segulbandið áNixon Eftir Charles Foley San Ulemente — Einn er sá maður, er til skamms tíma lét mikið að sér kveða, en mun hafa hljótt um sig í kosninga- baráttunni er nú fer í hönd í Bandaríkjunum. Það er Richard M. Nixon, fyrrum for- seti. Ilann situr nú á friðarstóli heima hjá sér í San Clemente við Kyrrahafið og hefur ekki annan hlustanda en segul- bandstækið sitt, þar til kosning- unum lýkur. Það hlýtur að vera súrt í broti fyrir mann, sem telur, að hann hafi svo ótal margt að bjóða þjóð sinni. En eftir kosningarnar ætlar hann að leysa frá skjóðunm. Hann hefur frá mörgu að segja og ætlar sér svo sannarlega ekki að lúra á því, heldur láta gamminn geysa í greinum, sjón- varpsþáttum og endurminning- um. Um leið og talningu at- kvæða úr forsetakosningunum lýkur í nóvember n.k. ætlar David Frost, hinn víðkunni og vinsæli sjónvarpsmaður, að hefja upptöku á sex klukku- stunda sjónvarpsviðtali við Nixon. Mun viðtali þessu verða sjónvarpað um heim allan. Snemma á næsta ári mun hand- ritið að endurminningum Nixons komast í hendur útgef- anda, Warner Books, og New York Times hefur þegar keypt birtingarrétt að greinum úr bókinni svo og dreifingarrétt að þeim um heim allan. En eins og nú standa sakir þvælist skuggi Nixons fyrir báðum þeim mönnum, sem berjast um útnefningi Répú- blfkanaflokksins til forseta- kjörs. Nú þegar forkosningarn- ar eru um garð gengnar er erf- itt að halda Nixon gersamlega utangarðs. Einkum á Gerald Ford erfitt um vik hans vegna, því að hann á honum frama sinn að þakka, þrátt fyrir Watergate, og sýndi honum reyndar tryggð og trúnað, þar til yfir Iauk. Reagan var aldrei eins nátengdur forsetanum, enda minnir hann kjósendur oft á það, að „Richard Nixon hafi sett keppinaut hans í emb- ætti" og fullvissar þá um, að „áhrifa Nixons muni á engan hátt gæta í sinni stjórn." En enda þótt Reagan hafi hvergi komið nærri Watergate- hneykslinu, þá veitti hann Nixon dyggan stuðning, þar til hann hrökklaðist frá völdum, og það vita kjósendur lika mætavel. Áhrifa Nixons gætir lítið í San Clemente,' þar sem hann hefur búið vel um sig. Eftir að hann kom heim úr för sinni til Kína í febrúar sl. hefur verið mjög hljótt um hann. Grannar hans, sem flestir eru auðmenn á eftirlaunum, leiða hann kurt- eislega hjá sér. Enginn snýr sér við og horfir á eftir þessum fræga manni, þegar hann birt- ist, en það gerist a.m.k. einu sinni í viku til að Ieika golf f Shorecliffs Golf Club, sem er ekki af verri endanum. Enda þótt marghrjáð eigin- kona Nixons, Pat, hafi fengið slag og heilablóðfall og sjálfur hafi hann verið sviptur réttind- um til að stunda lögfræðistörf í New York ríki, lítur hann prýðilega út, hress í bragði og sólbrúnn. Hann borðar nokkuð oft úti, einkum á eftirlætisveit- ingastað sínum, E1 Adobe, sem er mexikanskur. Ennfremur skreppur hann stundum í heim- sóknir til góðra granna, svo sem Walters Annenbergs og James Roosevelts. Annenberg var í forsetatíð Nixons skipaður sendiherra Bandaríkjanna i Bretlandi, en Roosevelt stjórn- aði kosningabaráttu demókrata í Kalifbrníu, sem beittu sér fyr- ir kjöri Nixons árið 1972. Þar fyrir utan gætir nærveru forsetans fyrrverandi sáralftið í Suður-Kaliforníu, og það eina, sem minnir á tilvist hans er skjöldur á vegg gömlu trúboðs- stöðvarinnar í San Juan Capistrano, þar sem minnzt er heimsóknar Richard Nixons Bandaríkjaforseta. Þá hefur Paul Presley, ákafur aðdáandi Nixons komið á fót minjasafni á hóteli í San Clemente, sem hann kallar „Dálítið sögusafn". Safn þetta hefur verið starf- rækt um 6 mánaða skeið, og getur þar einkum að líta minja- gripi og fleira viðkomandi Nixon. Um 30 þúsund manns hafa þegar skoðað þessa sýn- ingu. Nixon nýtur ennþá mikils fylgis í Suður-Kaliforníu, og gestabókin í safninu er full af mærðarlegum yfirlýsingum. Einhver gestanna hefur til dæmis skrifað: „Tlerra Nixon, þér eruð þjóðargersemi." Þjóðargersemið sjálft dregur ekki af sér við samningu endur- minninga sinna, og les klukku- stundum saman inn á segul- bönd eða skrifar eitt og annað niður á gul blöð. Leyniþjónust- an gætir hans vendilega, og eft- ir að hann lét af forsetaembætti hefur hann haft skrifstofu og starfslið á kostnað bandarískra skattgreiðenda. Rekstrarkostn- aðurinn á þessu ári mun nema 138.000 Bandaríkjadollurum. Þegar hringt er á skrifstofuna svarar skýr og falleg kvenrödd: „Skrifstofa Nixons forseta". Hins vegar vill enginn í La Casa Pacifica ræða við blaðamenn. Menn velta því nú fyrir sér, hvers vegna Nixon hafi valið David Frost til þess að eiga við sig viðtal. Að áliti Frosts var það ekki vegna þeirra peninga, sem Nixon mun fá fyrir snúð sinn, en hann mun fá greidda milljón dollara fyrir að sitja fyrir svörum í tvær klukku- stundir samfleytt, alls tólf sinn- um, og úr því verður unnin sex klukkustunda viðtalsþáttur til flutnings í sjónvarpi. Frost tel- ur, að önnur sjónarmið en fjár- hagsleg hafi legið til grundvall- ar, m.a. hafi Nixon líkað vel sjónvarpsviðtal, sem hann átti við hann i kosningabaráttunni 1968, og einnig hafi hann verið' ánægður með langan viðtals- þátt þar sem Spiro Agnew þá- verandi varaforseti sat fyrir svörum. „Honum fannst ég hafa gætt sanngirni við meðhöndlun efn- isins," sagði Frost. „Það hefur eflaust átt sinn þátt í þvi, að hann veitti mér umboð til að sjá um meðhöndlun efnis algerlega upp á eigin spýtur. Samkvæmt því fær hann ekki að kynna sér eina einustu spurningu fyrir- fram né heldur að sjá þættina, þegar gengið þefur verið frá þeim, fyrr en þeir verða sendir út.“ Talið er að þessir sjónvarps- þættir muni kosta þrjár milljónir dollara, en auk Nixons munu aðrir koma þar THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.