Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JULl 1976 Eiturskýið á Ítalíu: Eytt með napalm ? Seveso, Italíu, 27. júlí — AP, Reuter. I ATHUGUN er hvort unnt sé að nota eldvörpur til að eyða eitur- skýi, sem liggur yfir bænum Seveso, um 15 kílómetrum fyrir noróan Milano á Italfu. Eiturský þetta eyöir gróóri og drepur Dúfur á „pillunni” MUnchen, 27. júlí — AP TALSMENN dýraverndunar- félagsins í Múnchen í Vestur- Þýzkalandi sögðu í dag aó svo virtist sem tilraun yfirvalda til aó takmarka fjölgun dúfna, sem valda ótrúlegu tjóni árlega á mannvirkjum borgarinnar, ætli aó bera árangur. Dúfunum er gefið kornmeti, sem í er blandað getnaðarvarnar- efni, segja talsmennirnir. Til að fylgjast með árangrinum hefir dýraverndunarfélagið haft eftir- lit með 30 dúfnapörum, og frá þvi farið var að gefa þeim „pilluna", hafa þau aðeins eignazt einn unga miðað við um 60 við eðlilegar að- stæður. Telja talsmennirnir pillu- gjöfina „mannúðlegustu leiðina" til að fækka dúfnaskaranum, sem dritar út sögulegar og stórfeng- legar byggingar Munchen. smærri dýr, en íbúar á svæðinu hafa verið fluttir á brott. Eiturskýið myndaðist við I sprengingu í Icmesa efnaverk- smiðjunni í Seveso, sem svissneskt fyrirtæki á. I sprengingunni sluppu út úr sér- stökum geymslutönkum tvö kíló af eiturefninu „tcdd", sem svo gufaði upp og myndaði þoku- kennt ský. Skýið liggur yfir bæn- um og nálægum ökrum, og hafa um 100 manns leitað lækninga vegna brunasára og verkja í nýr- um og lifur. Eiturefni þetta er svipað því gróðureyðingarefni, sem Bandaríkin notuðu í styrjöldinni í Vietnam, og hafa ítölsk yfirvöld leitað ráðlegginga hjá sérfræðing- um Atlantshafsbandalagsins um það á hvern hátt megi bægja hætt- unni frá. Italskir hermenn hafa verið sendir til Seveso með eld- vörpur ef úr því verður að reyna að brenna eiturgasið, en talsmenn svissnesku eigendanna hafa ráð- lagt að bíða með þá tilraun. Alls hafa 179 íbúar svæðisins verið fluttir á brott, en bæjarstjórinn í Seveso hefur fyrirskipað frekari brottflutning af stærra land- svæði. Heilbrigðisyfirvöld hafa tekið bióðsýni úr íbúunum til að kanna áhrif eitursins, og verður alls tek- ið sýni úr um 15 þúsund manns. Verkamenn í Seveso við efnaverksmiðjuna þar sem sprenging varð fyrir skömmu. Verksmiðjunni hefur verið lokað fyrst um sinn, og var um 170 verkamönnum sagt upp til bráðabirgða. HANDSPRENGJUM BETIT í PÓLLANDI Bonn, 27. júli — Reuter VESTUR-ÞVZKA blaðið Die Welt segir f dag að 17 manns hafi látizt þegar öryggissveitir vörpuðu handsprengjum til að bæla niður uppþot vegna hækkaðs verðs á matvælum f Póllandi f fyrra mánuði. Blaðið segir að hermenn með alvæpni hafi verið sendir flugleiðis til iðnaðarborgarinnar Radom 25. júnf s.L, eftir að borgarbúar fóru hópum saman um göturnar í mótmælaskyni og reistu sér götuvígi. Blaðið segist aðeins hafa þessar fregnir eftir sjónarvottum, en getur ekki nánar um heimildirnar. Það segir enn'fremur að öryggissveitirn- ar, sem innanrfkisráðuneytið sendi á vettvang, hafi sýnt „ótrúlega grimmd“. Þegar pólska fréttastofan PAP skýrði frá óeirðunum 1. þessa mánaðar, var sagt að tveir hefðu látizt, en fjöldi lögreglumanna særzt. En óeirðirnar urðu til þess að yfirvöldin tóku ákvörðun sina um hækkað verð á matvælum til endurskoðunar. Die Welt segir að flestir þeirra, sem létust, hafi falliö í átökum i miðborginni, þar sem öryggis- sveitirnar beittu bæði táragasi og handsprengjum. Teknar voru ljósmyndir úr þyrlum af mann- fjöldanum, sem tók þátt í mót- mælaaðgerðunum, og voru myndirnar notaðar þegar fjölda- handtökur hófust daginn eftir, að sögn blaðsins. Flestir þeirra handteknu hafa þegar mætt fyrir sérstökum dómstólum, og margir hlotið langa fangelsisvist, segir Die Welt. — Alviðra Framhald af bls. 36 spurði hann um málið. Hákon sagði að stjórnin hefði fengið bréf frá fyrrverandi eiganda jarðarinnar um málið, en annað gæti hann ekki um það sagt á þessu stigi. Hann sagði að stjórn Landverndar mundi halda fund um miðjan ágúst og þar yrði mál þetta tekið fyrir og rætt. Magnús Jóhannesson fyrr- um eigandi Iviðru vildi ekkert frekar um málið segja, þegar Mbl. hafði við hann samhand í gær — OECD Framhald af bls. 1 hags- og framfarastofnunin (OECD) birti í París í dag. 1 skýrslunniser aðildarríkjum OECD, sem eru 24 að tölu, eindregið ráðlagt að forðast efna- hagsaðgerðir, sem orðið geti til þess að auka enn á verðbólgu. OECD-ríkin eru hvött til að fara varlega í sakirnar, þannig að hag- vöxtur verði jafnari en verið hefur, þar sem slíkt stuðli að því að draga úr atvinnuleysi og verð- bólgu. Segir í skýrslunni, að áframhaldandi hagvöxtur ráðist af því hversu vel stjórnum aðildarríkjanna takist að halda ja avægi í framboði og eftirspurn á 'örum og vinnuafli til loka • sa áratugar. Þá er sérstaklega varað við of mikilli bjartsýni vegna batnandi ástands í efnahagsmálum að undanförnu. I slíkri bjartsýni sá fófgin veruleg hætta á nýrri vefM bólguskriðu, sé ekki rétt á máluv haldið. I skýrslunni, kemur fram, aá efnahagsframfarirnar hafa orðió mestar og öruggastar i Bandaríkjunum og Japan að undanförnu. Þar hefur að miklu leyti tekizt að koma á jafnvægi í efnahagslífi og viðskiptum hvers konar, og aukning* þjóðarfram- leiðslu í Bandaríkjunum hefur orðið meiri en í löndum V- Evrópu. Spáð er aukinni atvinnu í OECD-ríkjunum á næstunni, en þó segja hagfræðingar stofnunar- innar, að engin ástæða sé til að slaka á ráðstöfunum gegn verðbólgu, sem muni verða yfir 10% á ári í nokkrum aðildar- ríkjum. Of snemmt er að spá um afleiðingar þurrkanna miklu, sem voru í Evrópu fyrr i sumar, og jafnvel er hætt við því, að spár um áframhaldandi hagvöxt reynist bjartsýnar um of, ef þurrkarnir verða til þess að verð á matvælum hækkar mjög frá því sem verið hefur, segir í skýrslunni. Þá kemur fram, að á næstu 12 mánuðum eru horfur á því að greiðslujöfnuður Frakklands og Bandaríkjanna við . útlönd verði óhagstæðari en verið hefur að undanförnu, en i V-Þýzkalandi þar sem greiðslujöfnuður hefur verið hagstæður „um of“, muni þess hins vegar að vænta, að jafn- vægi aukist í utanrikisviðskipt- um. Loks er því spáð, að smáríki innan OECD muni bæta stöðu sína í viöskiptum við önnur ríki, og sé búizt við þvi að yfirleitt dragi úr greiðsluhalla þeirra á næstu 12 mánuðum. — Sjálfstæður Framhald af bls. 1 skákmönnum var Kortstioj vittur og framkoma hans sögðu óíþróttamannsleg og hann hvattur til að biðjast afsökunar. Gerði hann það um siðir. Ennfremur var Kortsnoj settur i l‘A árs keppnisbann vegna ummælanna. Kvaöst Friðrik álíta að þetta hefði öðru fremur ýtt undir þá ákvörðun sem Kortsnoj hefði nú tekið, en vafalaust kæmi íleira til. Að sögn Friðriks er Kortsnoj álitinn þriðji sterkasti skákmaður heims um þessar mundir, aðeins Karpov og Fischer hafa hærri stigatölu en hann. Friðrik Ólafsson sagði að lokum, að hann hefði haft fregnir af því að Boris Spasskí fyrrum heimsmeistari, sem telfdi heimsmeistaraeinvígið við Fischer hér í Reykjavik sumarið 1972, hefði í hyggju að flytjast frá Sovétríkjunum og líklega til Frakklands, sem er föðurland konu hans. Þetta væri þó allt óákveðið ennþá. Spasskí vill fá að flytja aftur heim til Sovétríkjanna ef honum líkar ekki vistin erlendis, en þar mun hnífurinn standa i kúnni. — Stjórn Kenya Framhald af bls. 1 Kampala á morgun, og væru horf- ur á því, að honum tækist að koma á sáttum milli ríkjanna. Áður hefur Munyua Waiyaki, utanríkisráðherra Kenya, lýst því yfir, að stjórn hans mundi fallast á milligöngu hvaða rfkis sem væri, ef takast mætti að koma á málamiðlun í deilu ríkjanna. Á fundi, sem Waiyaki héft ásamt erlendum sendimönnum og fréttamönnum í Kampala i dag, kom fram að skilyrðin, sem Kenya setur Uganda eru þessi: — Ugandamenn láti af árásar- aðgerðum við landamæri ríkj- anna og flytji þaðan herlið sitt. — Uganda geri ekki framar til- kall til landsvæða í Kenya. — Morðum á Kenyamönnum, sem dveljast í Uganda, verði hætt, — þeir verði ekki framar hand- teknir á ólöglegan hátt, pyntaðir eða sviptir eignum sínum. — Hótunum um valdbeitingu gegn Kenya verði hætt. — Ugandastjórn hætti að senda Kenyamönnum tóninn með hat- ursyrðum og tilhæfulausum full- yrðingum. — Ugandamenn greiði fyrir vörur og þjónustu, sem þeir fá frá Kenya. — Ugandamenn stöðvi ekki framar vöruflutninga frá Kenya til Búrundi, Rúanda, Súdan og Zaire. — Yfirgefur Sovétríkin Framhald af bls. 1 þátt í heimsmeistaraeinvígi, en fyrir tveimur árum lá við að hann yrði heimsmeistari. Það var þegar hann tapaði einvíginu við Karpov, sem síðar hlaut heimsmeistara- titilinn án þess að af einvíginu yrði, þar sem Bobby Fisher féllzt ekki á að tefla við áskorandann að óbreyttum reglum um heims- meistarakeppnina. Kortsnoj er fæddur í Leningrad og lagði stund á sagnfræði við háskólann þar. Hann á eiginkonu og son í Sovétríkjunum. — Tanaka Framhald af bls. 1 mútugreiðandinn var Marubeni verzlunarfélagið, sem þá var um- bpðsaðili fyrir Lockheed. Eftir að fréttist um handtöku Tanaka lækkaði gengi yens gagn- vart dollar, og verðbréf féllu lftil- lega, en hækkuðu á ný fyrir lokun kauphallanna. Þá var ríkisstjórn- in og flokksstjórn frjálslynda demókrataflokksins boðaðar til skyndifunda til að ræða ástandið. Takeo Miki forsætisráðherra, sem tók við embætti af Tanaka fyrir rúmu hálfu öðru ári, sagði á fundi með fréttamönnum að handtaka fyrirrennara hans væri mesta áfall, sem frjálslyndi demókrata- flokkurinn hefði orðið fyrir frá stofnun hans árið 1955. Sagði Miki það nú vera verkefni sitt að endurvekja traust almennings á ríkisstjórninni. Þótt Takeo Miki hafi látió í ljós áhyggjur vegna handtökunnar, felur hún í sér óvæntan stuðning við hann sjálfan. Tanaka var leið- togi eins af mörgum flokksbrot- um stjórnarflokksins, og hafði gengið í lið með Etsusaburo Shiina varaforseta flokksins, Takeo Fukuda varaforsætisráð- herra og Masayoshi Ohira fjármálaráðherra, sem hafa verið að reyna að koma Miki frá, þar sem þeir saka hann um óákveðni. Búizt er við að handtaka Tanaki bindi enda á þessa andstöðu við Miki.______________________ Kvikmynd uin björgunina á Entebbe New York —27. júlí — Reuter Steve Mc Queen hefur verið ráðinn til að leika hlutverk Dan Shomrons í kvikmynd, sem kvik- myndafélag Warner-bræðra mun gera um björgunaraðgerðir Isra- elsmanna á Entebbe-flugvellinum í Uganda á næstunni. Dan Shomr- on var foringi árásarsveitanna. Hann særðist í átökunum og ligg- ur nú í sjúkrahúsi í Tel Aviv. — Handtekinn Framhald af bls. 1 en útgáfa slfkra rita er ólögleg f landinu. Eðlisfræðingurinn Tverdokhlebov er ritari Amnesty International-deildarinnar í Sovétríkjunum. Hann var nýlega dæmdur f tveggja ára útlegð í Síberíu fyrir að hafa stundað ,,and-sovézka“ starfsemi, eins og fram hefur komið af fréttum. — Rauðhetta 76 Framhald af bls. 2 Lögreglan á Selfossi verður með löggæzlu á staðnum og Hjálp- arsveit skáta mun annast slysa- vörzlu og læknir verður einnig til staðar. Að sögn Tryggva eru allir, sem eru ungir í anda, velkomnir, en hins vegar er mótið kannski frekar sniðið fyrir fólk á aldrin- um 12—25 ára og taldi hann að hægt væri að taka á móti upp undir 10.000 manns þannig að vel færi um alla. Aðspurður sagði Tryggvi að til- gangurinn með því að halda þetta mót væri að skátahreyfingin væri að færa sig nær nútímanum og fara inn á ný mið, en einnig væri þetta fjáröflunarleið til bygging- ar^pýs skátaheimilis við Snorra- braut. Inngangseyrir á svæöið verður 3.500 krónur og ferðir frá Umferðamiðstöðinni i Reykjavik. Forráðamenn mótsins sögðust bú- ast við mikilli umferð og vildu beina þeim tilmælum til fólks að umferðinni yrði beint gegnum Hveragerði og framhjá Ljósafoss- virkjun og mynda þannig ein- stefnuakstur þann hringinn til að umferð gengi greiðar. — Hrefnuveiðar Framhald af bls. 36 manns. Sem fyxr segir verða í förinni fjórir norskir hvalvéiði- menn til að kenna íslenzku skip- verjunum að ná hrefnunni og vinna hana í ís. Verða hrefnurnar skornar á millidekki, en báturinn er yfirbyggður. Tvær 60 mm byss- ur hafa verið settar á Óskar Hall- dórsson RE, bæði að framan og aftan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.