Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JULI 1976 7 Hafréttar- ráðstefnan ' Sameinuðu þjóðanna kemur saman að nýju I New York á mánudaginn kemur. Af því tilefni er birt stutt samtal við Hans G. Andersen, sendiherra, í Morgunblaðinu i gær. Þar kemur m.a. fram að haldnir verða sérstakir undirbúningsfundir nk. fimmtudag og föstudag í svokölluðum strandrlkja- hópi, þar sem farið verður yfir helztu atriðin, sem fjallað verður um á ráð- stefnunni. í viðtalinu kemur fram að Hans G. Andersen sendiherra, sem gjörþekk- ir stöðu mála eftir langan og farsælan starfsferil sem helztur hafréttarráðu- nautur íslenzkra stjórn- valda, er bjartsýnn á að hagsmunamál íslendinga komizt heil i höfn i loka- samþykkt ráðstefnunnar. Eftir er þá að ná sam- komulagi við svokölluð landlukt og landfræðilega afskipt ríki um þeirra rétt- indi. Eftir er einnig að ná samkomulagi um nýtingu alþjóða hafsbotssvæðis- ins. Ekki er þó einsýnt um að endanlegt samkomu- lag náist i þessari funda- hrotunni, sem áætlað er að Ijúka muni hinn 16. september nk. Hins vegar er talið nokkuð öruggt að lyktir náist á næsta fundi, sem þá yrði væntanlega haldinn öðru hvorum megin við næstu áramót. Það er þvi Ijósara með hverjum deginum sem líð ur að rétt var að biða ekki lykta hafréttarráðstefn- unnar með útfærslu fisk- veiðilandhelgi okkar i 200 sjómílur, sérstaklega þeg- ar Ijóst er, hve hætt fisk- stofnar þeir, sem afkoma okkar byggist á, voru og eru komnir. Gott var að þeir reiknuðu ekki út, skattana Þeir Þjóðviljamenn hafa undanfarið verið að flytja fréttir af skattskrám sem eðlilegt er um þessar mundir. Reikningskúnst þeirra virðist samt ekki upp á marga fiska, eða hroðvirkni fréttaflutnings í meira lagi. Þannig birt- ust leiðréttingar á baksíðu blaðsins í gær þar sem segir, efnislega, að deila þurfi með tlu I reiknings- legar niðurstöður I fyrri fréttaflutningi þess; átt hafi að standa hundruð milljóna þar sem talað hafi verið um milljarða (þ e þúsundir milljóna). j annarri leiðréttingu er þess getið að aðili, sem „sagður var eiga þrjá milljarði en átti að vera 340 m.kr. eða þar um bil, og siðan hinir tveir i sam- ræmi við það (!!)" Þá kemur fram i leiðrétting- unni að fjórði aðilinn hafi verið „sagður eiga þriggja milljarða virði (þ.e. þrjú þúsund milljónir) „og átti ekki einu sinni að vera 300 milljónir heldur um 180", eins og segir i blað- inu. Það fór vel á þvi að slíkur margföldunarmeist- ari var ekki settur i það að deila niður sköttum á gest og gangandi i þjóðfélag- inu. Hætt er við að „glaðningurinn" eins og sumir kalla skattseðilinn, hefði þá orðið einum of grár. Prentvillupúk- inn kemur til hjálpar En þegar neyðin er stært er hjálpin næst. í frásögn Morgunblaðsins af skattálagningu á Reyk víkinga f fyrradag hefur snúizt við tala, prentast 31 í stað 1 3. Allir skynug- ir lesendur áttuðu sig á þessum mistökum sem ávallt geta átt sér stað. Þjóðviljinn slær þessum mistökum hins vegar upp, með feitu letri, við hliðina á öllum leiðréttingunum við eigin flumbrufréttir, til að vera ekki einn um hit- una. Þar segir I upphafi: „Vegna þeirra allt of mörgu sem enn lesa Morgunblaðið, skal á það bent að Morgunblaðið gerir álögur á Reykvík- inga þrefalt hærri en þær eru með frétt á baksíðu i gær (!!)". Morgunblaðið þakkar Þjóðviljanum um- hyggjuna við lesendur þess, þessa „allt of mörgu", eins og það er orðað. Það er alltaf hugg- un harmi gegn, eins og þegar tala snýst við í prentun, að eiga vísan drengskap og samúð Þjóðviljans. „Sá er vinur sem í raun reynist", segir máltækið. En í þessari at- hugasemd blasir þó við ein staðreynd, sem vert er að íhuga: Hvað þeir Alþýðubandalagsmenn kysu helzt, ef þeir mæta hér sömu tökum og skoð- anabræður þeirra fyrir austan tjald. BINDINDIS^ * GLEÐIN í *1 GALTALÆKJARSKÓGI 30.júlí - 2.ágúsl 1976 Enn einu sinni verður bindindisgleðin haldin í Galta- Iækjarskógi með fjölbreyttri dagskrá við allra hæfi. Þetta er skemmtun allrar fjölskyldunnar en bindindis- gleðin hefur ávallt tryggt gestum sínum ánægjulega og friðsama dvöl í fögru umhverfi. Ferðir verða frá umferðarmiðstöðinni. Br, Baldi •diaur > 7a/isso/i Barnaskemmtun í umsjá Eddu Þórarinsdóttur, Tjaldvagnar Síðasta sending af þýzku tjaldvögnunum í sumar var að koma. 0 Svefnpláss fyrir 7 — 8 manns. 0 Eldhúskrókur 0 Undirvagn er úr stáli, þverfjöður, demparar og 1 3" felgur (fólksbílafelgur) Innifalið i verði er fortjald, innra tjald, topp-l grind og yfirbreiðsla. Camptourist er rykþétturj og þolir okkar malarvegi. Gísli Jónsson og Co. hf. Sundaborg Klettagörðum 1. — Sími 86644. motuneyti, sjúkraliiis Eigum fyrirliggjandi niðursoðnar MANDARÍNUR stærð 1 1 oz. Garri h.f. Langhoksvegi 82 -Reykjavík -Sínú 83018 RiiHlindisncfnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.