Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLI 1976 13 Siðgæði kynlífs HINN 15. janúar sfðastliðinn gaf Stjðrnardeild trúarkenninga I Vatíkaninu út skjal um ákveðin vandamál varðandi siðgæði kynlffs. Yfirmaður stjðrnardeildarinnar er Franjo Seper kardfn- áli. Skjalið er 16 prentaðar slður en f eftirfarandi grein, sem þýdd er úr danska blaðinu „katolsk orientering", eru rakin stuttlega helstu efnisatriði þess. Guðfræðingar, sem hafa siðgæði að sérfagi, hafa unnið að samningu skjalsins I undanfarin 7—8 ár. Skjalið hefur vakið mikla athygli og þess hefur verið getið I blöðum vfða um heim. Sums staðar hefur það verið gagnrýnt harðlega og talið vera enn einn votturinn um fhaldssemi Vatf- kansins en aðrir hafa sagt það vera orð f tfma töluð og ekki seinna vænna að kaþólska kirkjan láti til sfn heyra varðandi þá eftirlátssemi f þessum málum og almenna hnignun siðgæðis sem nú sé höfð svo mjög f hávegum en eigi eftir að hefna sfn ef ekki verði stungið við fótum. Eftirfarandi greinarkorn hefég beðið Mbl. að birta um mál þetta. Torfi óiafsson. I upphafi skjalsins er lögð áhersla á hversu mikla þýðingu kynlífið hafi, bæði fyrir einstakl- inginn og samfélagið, og þess- vegna sé það hörmulegt hversu mikil og aukin hnignun hafi átt sér stað á okkar tímum hvað kyn- lífið snertir því að nú sé almennt boðað allt annað siðgæði en það sem kirkjan kennir. Margir séu i vanda staddir út af þessu og viti ekki lengur hvaða skoðun þeir eigi að hafa. Ekki sé rétt að kirkj- an þegi þegar svo mikil óvissa rikir. Sumir biskupar og biskuparáð- stefnur hafa líka sent frá sér mik- ilvæg skjöl um þessi mál. Og þvi telur Stjórnardeild trúarkenn- inga að með leyfi páfans verði hún nú að segja sitt álit á þessum vanda, fyrir hönd allrar kirkjunn- ar. GUÐLEG SIÐFERÐISLÖGMÁL Til eru grundvallaratriði sem mannleg skynsemi getur aflað sér þekkingar á og felast sömuleiðis I hinu guðdómlega, eilífa, hlutlæga og almenna lögmáli sem Guð hef- ur sett til stjórnar bæði alheimin- um og mannkyninu. Þess vegna er rangt að halda því fram að ekki sé til alger og óbreytanlegur mælikvarði á einstakar athafnir að undanteknum þeim sem er að finna í hinu almenna lögmáli um kærleikann til náungans og virð- inguna fyrir hverjum manni sem persónu. Bæði hin guðdómlega opinberun og heimspekin sýna að til eru óbreytanleg lögmál sem fólgin eru í mannseðlinu sjálfu og eins hefur kirkjan, sem Kristur stofnaði, ávallt og ótvírætt haldið áfram að boða sannindi hins sið- ræna skipulags, með aðstoð Heil- ags Anda. Þar sem siðgæði kyn- lífsins snertir mannleg og kristi- leg grundvallarverðmæti, fjallar kenning kirkjunnar einnig um það, og þar er að finna grundvall- aratriði og mælikvarða sem kirkj- an hefur alltaf haldið fast við að væri þáttur í kenningu hennar, enda þótt heimurinn hefði aðra skoðun á þeim málum og annað siðgæði. Þessi mælikvarði og grundvallaratriði eiga ekki rót sfna að rekja til neinnar sérstak- rar menningar, heldur til lögmáls Guðs og sjálfs mannseðlisins, enda vor'u það þau grundvallar- atriði sem II Vatíkanþingið byggði á yfirlýsingar sínar um siðgæði kynlífsins. KYNMÖK BUNDIN VIÐ HJÓNABANDIÐ Nú á tímum halda margir því fram að full ástæða geti verið til þess að hefja kynmök áður en gengið er í hjónaband. En það er kenning kirkjunnar að samfarir tilheyri hjónabandinu því hvergi nema þar sé að finna þá festu og stöðugleika I sambandinu milli karls og konu sem sé skilyrði þess að persónuleg samskipti þeirra geti náð fullum þroska. Það er líka ljóst að Kristur vildi að sam- band karls og konu, hvað kynferð- isleg samskipti snerti, væri varan- legt því að í Matt. 19, 4—6 segir: „Hafið þér eigi lesið að skaparinn frá upphafi gjörði þau karl og konu og sagði: „Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og búa við eiginkonu sína og þau tvö skulu verða eitt hold?“ Þannip eru þau ekki framar tvö, heldur eitt hold. Það sem Guð því hefur tengt saman, má eigi maður sund- ur skilja." Reynslan sýnir okkur líka að það er ekki nema í stöðug- leika hjónabandsins sem ástin finnur það öryggi að kynferðislíf- ið geti samsvarað bæði raunveru- legum tilgangi sínum og virðu- leika mannsins. KYNVILLA Nú á dögum líta sumir með meiri skilningi en áður á sam- bönd milli kynvillinga og byggja það viðhorf sitt á sálfræðilegum athugunum og sumir vilja jafnvel að slik sambönd verði leyfð. Það stríðir þó gegn óbreytanlegri kenningu kirkjunnar. Þó verður að greina á milli þeirrar kynvillu sem annars vegar byggist á röngu uppeldi, skorti á kynferðisþroska, illum venjum, illu fordæmi, sem hægt er að lækna, og hins vegar þeirri kynvillu sem stafar af með- fæddri hvöt eða sjúkleika og virð- ist eftir öllu að dæma vera ólækn- andi. Varðandi þá síðasttöldu eru sumir þeirrar skoðunar að hneigð þeirra sé þáttur i eðli þeirra og þegar þannig standi á eigi þeir heimtingu á sambandi við sína líka, þannig að þar verði um að ræða raunverulega sambúð sem likist hjónabandi. I sálgæzlunni verður auðvitað að taka á þessu með skilningi og hjálpa slíku fólki að finna sinn stað í samfélaginu. En þótt at- hafnir af þessu tagi séu harðlega fordæmdar í Biblíunni megum við auðvitað ekki lita svo á að allir, sem líða af slikum afbrigð- um, beri persónulega ábyrgð á því, en það breytir ekki þeirri staðreynd að kynvilluathafnir eru i sjálfu sér óregla sem ekki er hægt að fallast á. SJÁLFSFRÓUN Nú á dögum neita menn oft þeirri gömlu kenningu kaþólsku kirkjunnar eða draga hana í efa, að sjálfsfróun (onani) sé alvarleg óregla i siðferðislifinu og ménn lita gjarnan svo á að sjálfsfróun sé ekki annað en eðlilegt stig í kynferðisþróun mannsins og þvi aðeins sé heimilt að telja hana skaðlega að hún leiði til þess að viðkomandi maður verði sjálfum sér nógur og komi þannig í veg fyrir að hann nái því marki að sameinast manneskju af hinu kyninu í gagnkvæmri ást, enda lita margir svo á að sú sameining sé höfuðmarkmið kynhvatarinn- ar. Sjálfsfróun er að visu ekki nefnd með nafni i Bibliunni og því ekki fordæmd sem synd, en kirkjan hefur ævinlega verið þeirrar skoðunar að það væri hún sem fordæmd er í Nýja testament- inu þar sem talað er um „óhrein- leika“ og „ólifnað". Enda þótt sálfræði nútímans geti verið mönnum stoð til þess að dæma með meiri sanngirni um siðferðilega ábyrgð manna og til sálgæslu sem sé að meira leyti miðuð við hvern einstakling, má afleiðing þess ekki verða sú að menn séu leystir frá ábyrgðinni á gerðum sínum og siðferðileg geta þeirra sé vanmetin. PERSÓNULEG SYND OG ÁBYRGÐ MANNSINS Hér hefur i stuttu máli verið rakið það sem sagt er í skjalinu um þau þrjú beinu vandamál í siðferðislífinu sem það fjallar fyrst og fremst um og gerð hafa verið að umræðuefni í blöðum viðsvegar um heim. Loks er það rætt í skjalinu hvenær líta beri á synd sem alvarlega synd, þá synd sem skilji manninn frá Guði og hvort afstaða mannsins sjálfs ráði miklu um þunga syndarinnar eða hvort athöfnin sjálf hafi úrslita- þýðingu. Skj’dið endar á því að hvetja biskvpa, presta og for- eldra, hvern á sínu sviði, til þess að sjá svo um að fræðsla sé veitt um skilmng kirkjunnar á siðgæði kynlifsins og eins eru listamenn, rithöfundar og allir þeir, sem nota fjölmiðla samfélagsins, hvattir til þess að taka tillit til þess að raunsæir skipulagshættir i siðferði gang fyrir öllu öðru. Þeir sem vers/a í Casanova, þurfa ekki að ganga í tunnum heldur ífötum sem þeir velja sjálfir. í Casanova er eitt fjölbreyttasta úrval tískufatnaðar sem völ er á og nú re'tt fyrir mestu ferðahelgi ársins má segja að búðin se'full afnýjum og athyglisverðum vörum. BankastrœN 9 sími 11811 Auglýsingastofan FORM > * * • '■# «••••* t 1 l < « ill 1 U« :k

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.