Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 1
36 SÍÐUR 163. tbl. 63. árg. MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 200 mílna fiskveiði- lögsaga við strendur -ríkja fyrir 1. okt BrUssel — 27. júli — AP — NTB AÐILDARRÍKI Efnahagsbandalagsins hafa koinið sér saman um sameiginlega stefnu í hafréttarmálum, og var hún samþykkt á fundi utanríkisráðherra ríkjanna níu í Brússel í dag. Þar með er ljóst að ríki bandalagsins munu standa saman sem ein heild á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hefst í New York á mánudaginn. Á ráðherrafundinum var samþykkt að færa fiskveiðilögsögu við strendur EBE-ríkjanna út í 200 mílur fyrir 1. október n.k., fari svo að ekki náist samkomulag um 200 mílna grundvallarreglu á hafréttarráðstefnunni í New York. Ríki EBE munu beita sér fyrir því á hafréttarráðstefnunni, að samþykkt verði 200 mílna efnahagslögsaga við strendur ríkjanna, og munu þau ennfremur áskilja sér rétt til nýtingar auðlinda á landgrunni við strendurnar, jafnvel þar sem landgrunnið nær úr fyrir 200 mílur. Þá styðja EBE-ríkin þá tillögu, að komið verði á fót sérstakri alþjóðastofnun, sem tryggði réttláta skiptingu auðlinda á hafsbotni á alþjóðlegum hafsvæðum. EBE Handtekinn fyrir að „ófrægja” Sovétríkin Moskvu — 26. júlí — AP SOVÉZKI sagnfræðingurinn Pavel Bashkirov var handtekinn i síðasta mánuði, er hann ætlaði að vitja Andrei Tverdokhlebov, sem er f útlegð f Síberíu. Bashkirov starfar við listasafn f Yakútsk f austanverðri Síberíu. Honum er gefið að sök að hafa „ófrægt" Sovétríkin, og er talið, að hann geti hlotið allt að þriggja ára fangelsisdóm. Heimildarmenn AP-fréttastofunnar í Moskvu segja, að lögreglan hafi við hand- tökuna lagt hald á biblfu Rashkirovs, svo og rit um mannréttindi í Sovétríkjunum, Framhald á bls. 34 Tókió, 27. júlí — AP KAKUEI Tanaka fyrrum for- sætisráðherra Japans var hand- tekinn f Tókfó f dag sakaður um að hafa þegið mútur frá bandarfsku Lockheed- flugvélasmiðjunum. Tanaka sagði af sér embætti forsætisráð- herra f desember 1974. Miki Saksóknarinn í Tókió segir að Tanaka og Toshio Enomoto, sem var einkaritari hans meðan Tanaka var forsætisráðherra, hafi samtals þegið mútur að upphæð 500 milljón yen (um kr. 315 milljónir) á timabilinu frá 9. ágúst 1973 til 18. febrúar 1974, en Framhald á bls. 34 Fulltrúi framkvæmdanefndar EBE sagði að fundinum loknum, að hér væri um að ræða timamót i sögu bandalagsins. Hingað til hefðu aðildarríkin leitazt við að samræma stefnu sina þegar fulltrúar þeirra voru komnir á hafréttarráðstefnuna, og hefði það ekki ævinlega tekizt sem skyldi. Samkomulag um skiptingu aðildarrikjanna innbyrðis um nýtingu auðlinda innan 200 milnanna hefur enn ekki tekizt. Bretar og írar krefjast þess enn sem fyrr, að hvert aðildarriki fái einkarétt á hagnýtingu auð- linda innan 200 milna við strendur sinar, og er ljóst að þessar þjóðir hafa fyrst og fremst í huga olíulindir við strendur Bretlandseyja. Önnur riki bandalagsins krefjast þess hins vegar, að EBE fái umráðarétt yfir auðlindum innan 200 mílnanna við strendur aðildarríkjanna, þar sem það sé i samræmi við lög og grundvallarreglur Efnahagsbanda- lagsins. Skýrsla QECD: Hagvöxtur heldur áfram — en hægari París — 27. júlí — AP HAGVÖXTUR I iðnríkjunum mun halda áfram á n. sta ári, þótt heldur muni draga úr hraða hans, að því er segir í skýrslu sem Efna- Framhald á bls. 34 Handtaka Tanaka styrkir stöðu Miki Stjórn Kenya setur Úgandamönnum kosti Nairobi — 27. júlí — Reuter — AP. KEN Y ASTJÖRN setti Uganda- mönnum ákveðin skilyrði I dag, I því skyni að tryggja friðinn og koma á eðlilegum samskiptum ríkjanna, en Uganda hótaði ný- lega að segja Kenya strfð á hend- ur. Skilyrðin eru f sjö liðum, og er m.a. krafizt að hersveitir Uganda verði fluttar frá landamærum ríkjanna og að Uganda geri ekki framar tilkall til landsvæða í Kenya. Viðbrögð Ugandastjórnar við þessari yfirlýsingu eru enn ekki kunn, að öðru leyti en því, að í útvarpinu í Kampala var frá því sagt eftir að yfirlýsing Kenya var birt, að framkvæipdastjóri Ein- ingarsamtaka Afríkúríkja (OAU) væri væntanlegur til Nairobi og Framhald á bls. 34 „Sjálfstæður persðnuleiki” segir Friðrik um Kortsnoj „ÞETTA kemur mér ekki á óvart,“ sagði Eriðrik Ólafsson stórmeistari f gær, þegar Mbl. færði honum fréttirnar um Kortsnoj. „Ég frétti af þvf á IBM-mótinu í Amsterdam á dögunum, að Kortsnoj hefði rætt við dr. Euwe og aðra forystumenn skákmála þar f landi um þessar ráðagerðir sínar. Hins vegar átti ég ekki von á þvf að þetta myndi gerast svona snöggt. Ég átti frekar von á þvf að hann m.vndi fara f gegnum ísrael og sfðan aftur til Hollands eða eitthvað annað, þvf hann er Gyðingur. En ráðagerðir hans hafa greinilega eitthvað breyzt,“ sagði Friðrik. Friðrik sagði að Kortsnoj Spasskí vill flytja frá Sovétríkjunum Friðrik Olafsson hefði aldrei verið Rússunum þægur, hann væri sjálfstæður persónuleiki eins og flestir þeir, sem leggja fyrir sig atvinnumennsku í skák. Eftir einvigi Karpovs og Kortsnojs um réttinn til að skora' á Fischer, en það einvigi vann Karpov, lýsti Kortsnoj þvi yfir í viðtali við blað i Júgóslavíu að Karpov ætti ekki neina möguleika i Fischer og skákstíll hans væri þungiamalegur og ekki vænlegur til árangurs fyrir skákmeistara. Þessi ummæli ollu miklu fjaðrafoki i Sovétrikjunum að sögn Friðriks og i opinberu skjali undirrituðu af nokkrum Framhald á bls. 34 Amsterdam — 27. júlí — AP—Reuter. SOVÉZKI stórmeistarinn f skák, Viktor Kortsnoj, leitaði í dag hælis í Hollandi sem pólitískur flóttamaður. Kortsnoj sneri sér til útlendinga- eftirlitsins í Amsterdam með málaleitan sína, en hann tefldi á IBM-skákmótinu, sem nýlokið er í Amsterdam, og varð þar f fyrsta sæti ásamt brezka stórmeistaranum Anthony Miles. Dómsmálaráðuneytið í Haag hefur fengið mál Kortsnojs til meðferðar, og er honum heimilt að fara allra sinna ferða meðan fjallað er um umsókn hans, að því er lögreglan i Amsterdam greindi frá í dag. Hollenzki stórmeistarinn Donn- er segir ástæðuna fyrir þvf, að Kortsnoj leitaði hælis f Hollandi þá, að hahn hafi óttazt að fá ekki framar leyfi sovézkra yfirvalda til að tefla erlendis. Donner sagði i dag, að þeir Kortsnoj hefðu rætt þetta mál s.l. sunnudag: „Kortsnoj lét þá í ljós miklar áhyggjur vegna gagnrýni sinnar á Skáksamband Sovétríkj- anna. Hann ákvað að sækja um hæli sem pólitískur flóttamaður eftir að júgóslavneskt blað hafði eftir honum gagnrýni á sovézka skáksambandið nýlega," sagði Donner. Hollenzki stórmeistarinn segir að Kortsnoj sé ákaflega opinskár maður. Hann telur ósennilegt, að Kortsnoj muni dveljast langdvöl- um í Hollandi, heldur hafi hann hug á því að ferðast sem mest, og tefla mun meira en hann hefur gert hingað til. Viktor Kortsnoj er 45 ára að aldri. Frá því að hann hóf skák- feril sinn 13 ára að aldri, hefur hann verið meðal beztu skák- manna í heiminum. Árið 1974 lýsti Alþjóðaskáksambandið Kort- snoj þriðja bezta skákmann heims, — Bobby Fisher var þar i fyrsta sæti, en Anatoli Karpov í öðru. Kortsnoj hefur aldrei tekið Kortsnoj og Guðmundur Sigurjónsson að tafli I skákmótinu I Amster- Framhald á bls. 34 dam. Kortsnoj yfírgefur Sovétríkin — leitar hælis í Hollandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.