Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLl 1976 15 Stórbýlið Kalmanstunga, efsti og austasti bær í Borgarfjaróarhéraói. Bærinn, sem sést á myndinni, er steinhús, byggt 1905 og í góðu gildi enn. Við hann hefur nú verið byggt. — Sátuð þið þá bara heima? — Blessuð vertu, maður reið oft á sund án þess að ætla sér það. Og stundum viljandi, til að vita hvort klárarnir kynnu að synda. Það kemur fram í samtalinu, að Kristófer hefur alltaf notið þess að vera Uti í náttúrunni, haft gam- an af að smala heiðarnar, renna fyrir fisk eða fara á skyttirf. — I þessu stóra landi voru að sjálfsögðu mikiar smalamennsk- ur, sagði hann. Þegar lengst þurfti að fara var farið fyrir Eiríksjökul og að Reykjavatni. Þar er fallegasti staðurihn á heið- inni. En mitt höfuðyndi var að fara til veiða í vötnunum. Við tímdum aldrei að hleypa neinum í næstu vötnin. I þau fórum við stundum sjálfir á sunnudögum til að veiða á stöng. Og á vetrum skutum við rjUpur. Margir gamlir embættismenn.s em komu í Kal- manstungu í skotferðalögum sín- um, sögðu, að þar hafi þeir alltaf getað gengið að gilungi vísum á sumrin og kjötsUpu á haustin. RjUpurnar voru mest seldar, en þar sem við höfðum ekki íshUs, voru rjuphabringur soðnað niður. RjUpur eru góður matur. Og Kal- manstunga er ákaflega farsælt rjUpuland. Við höfðum oft um 50 rjUpur á dag, stundum meira. Og það gat verið anzi erfitt að hafa 100 rjUpur á bakinu og hlaupa með byrðina allan daginn. En veiðihugurinn var mikill. Ég fór til dæmis á skyttirí báða dagana, sem Halaveðrið fræga var. Maður fór löngu fyrir birtingu til aðgeta byrjað þegar birti, og kom ekki heim fyrr en í vökulok. Það voru langar göngur. — Ekki hefur þetta verið ein- tóm ánægja. Þið hafið líklega oft lent í vondum veðrum í veiðiferð- um og við að smala fénu? — Já, ég lenti einu sinni í anzi slæmu veðri með féð. Var bUinn að láta Ut. Þá skellti á um miðjan daginn. Það var kominn of mikill snjór í féð til að setja það inn. Þá voru ekki grindur í hUsunum og allt varð að forardrullu þegar það var orðið gegnblautt. Svo ég tók það ráð að reka féð niður í Tungu. En það er fellsraninn fyrir vestan Kalmanstungubæ að sunnan og vaxinn birkigróðri. Skógurinn er svo mikill, að maður þurfti ald’rei að vera hræddur um féð þar. Þarna gerir aldrei byl. Þegar fór að dimma, labbaði ég svo af stað heim. Þá var kominn land- sinningshríð. Þegar ég kom heim undir tUn, fauk hundurinn frá mér. Veðrið tók hann. hann kom svo fram daginn eftir. Hafði lík- lega grafið sig einhvers staðar í fönn. Ég treysti því að ná girðing- unni og það tókst. Eg sá ekkert frá mér, svo mikill var ofsinn. En féð kom óhrakið daginn eftir og alveg hreint. — En hvað segirðu um að beita fé á skóginn? Nú er það umdeilt. — Ég hefi ætíð beitt fé í skóg- inn vor og haust og minn skógur hefur alltaf þótt fallegur. En mað- ur má aldrei beita hungruðu fé á skóg. Þá étur það trén, til að fá fylli sina. Þannig hafa margir eyðilagt skóginn. Þegar jarðbönn eru, þá étur féð auðvitað hvað sem það nær í. En haust og vor- beit sakar ekki. Þá sér ekki á skóginum. Ég fór ákaflega vel með skóginn þessi 42 ár, sem ég hafði með hann að gera. Hlíðarn- ar eru þarna vaxnar skógi upp á brUnir. — Á svo víðáttumikilli og góðri fjárjörð hafið þið sjálfsagt átt í útistöðum við skolla, ekki rétt? — JU, við lágum alla tíð á grenj- um. I landareigninni eru 30—40 greni. Og það þarf að fara og leita grenin, helzt tvisvar sinnum á ári. Það er dýrt spaug að láta tófuna leika lausum hala. HUn þarf mik- ið i bUið, drepur oft 2—3 lömb í ei'nu. Arið 1919 fann ég einu sinni fimm skrokka hauslausa eftir að við vorum aðeins bUnir að sleppa 100 kindum. Þá fann ég grenið og skaut mína fyrstu tófu. Það var auðvelt að finna, því hausarnir lágu nálægt greninu. Við lágum á greni í þrjár nætur samfleytt við pabbi og var kafaldshríð allar næturnar. Pabbi ætlaði að láta mig sofa eina nóttina, en ég skalf þá svo mikið að ég festi ekki blund. Sem var eins gott, því rétt í því kom refurinn, stór hlunkur. Ég hljóp á eftir honum og skaut hann. Við sáum aldrei læðuna, sem er óvenjulegt. HUn hefur lík- lega verið dauð af eitri áður. Ann- ars geta liðið mörg ár, svo ekki sé tófa í nema 3—4 grenjum. En þetta er grimmdarvargur. I nokkra vetur hafði ég mann, sem hafði þann starfa að eyða tófunni til að hafa frið með féð. Stjórn- völd vita ekki hvernig á að bregð- ast við þessu. Greiðslan fyrir skotna tófu er helmingi of lág. HUn þyrfti að vera svo há, að þeir sem færastir eru stundi þetta. — Þó að vermenn, kaupafólk og skólapiltar séu hættir að fara um Kalmanstungu á leið milli lands- hluta, er umserð ferðamanna ekki úr sögunni, er það? — Nei, það er til dæmis geysi- mikil umferð í Surtshelli. Þangað fara flestir, sem koma á þessar slóðir. Yfirleitt fer fólk þangað án þess að biðja um leyfi. Einstaka maður gerir það þó. Ég hafði gam- an af því að lögreglan kom og bað um leyfi, áður en hún fór í hell- inn. Annars er umgengnin um hellinn svivirðileg. Meðan jarð- skjálftarnir voru í Borgarfirði, var bannað að fara í hellinn, þótti of hættulegt, því það getur hrunið grjót. Þarna voru merkilegar fornmenjar. Ógurlega stór beina- hrUga var þar af ófUnum beinum og byrgi hlaðið í sporöskjulagað- an hring, sem Utilegumenn hafa hlaðið sér. Já, það hafa verið Uti- legumenn í Surtshelli allt frá landnámsöld. Þar var svo góð að- staða til að bjarga sér, að saka- menn hafa leitað þangað. Fé var þarna allt í kring, og egg og fjalla- grös að hafa á vorin. Svo hafa þeir sjálfsagt haft samband við ein- hvern í byggðinni. Lisbet hefur fært okkur kaffi og hlustar á samtalið. Þau hjónin tala af mikilli hlýju og ástUð um Kalmanstungu. — Þar er dásam- lega fallegt, segir hUn. Ekki sízt á veturna. Landslag oft enn fegurra að vetrinum. Það er bara dálitið annars konar fegurð. — Við förum upp eftir ein- hvern tíma sumarsins. Eg má bara ekki fara frá læknunum, seg- ir Kristófer. En okkur líður vel hér í Reykjavík. Á vetrum er svo- lítil heimilismynd á þessu hjá okkur. Barnabörnin eru alls 11 talsins og í vetur voru tvö þeirra hjá okkur. Ég held að það sé betra að gamla fólkið fari burt, til að gefa unga fólkinu tækifæri til að spreyta sig, bætir Kristófer við. Leyfa því að lifa í friði og átta sig. Ég er hræddur um að mér þætti ekki gott að þegja, ef mér mislík- aði eitthvað f bUskapnum. Ég þarf bara að láta þá gera við löppina á mér, þá er mér ekkert að vanbUnaði, segir hann um það leyti sem ég kveð og Lisbet fylgir mér niður stigann, líklega vön að fylgja gestum sínum Ut á hlað. — E.Pá. Við gerum tilveruna litríkari Notið Kodak-filmur og þér fáið glæsilegar litmyndir frá okkur á 3 dögum. Hafið þér tekið mynd i dag? HANS PETERSEN BANKASTRÆTI S 20313 GLÆSIBÆ HF S 82590 m VITRETEX plastmálning myndar óvenju sterka húö. Hún hefur því framúrskarandi veðrunarþol. ®! Sfippfélagið íReykjavíkhf Málningarverksmidjan Dugguvogi Símar 33433og 33414

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.