Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JULI 1976 17 ííprðltirl Mikos Nemeth I atrennunni fyrir metkast sitt I Montreal f fyrrakvöld. Spjótið þaut sem leiftur — LOKSINS losna ég úr skugga föður míns, varð Ungverjanum Miklos Nemeth að orði, eftir að hann hafði unnið gullverðlaun f spjótkasti á Ólympíuleikunum f Montreal f fyrrakvöld, en Mikfos þessi er sonur Imry Nemeth er vann gullverðlaun í sleggjukasti á Ólympfuleikunum f London 1948. Miklos setti nýtt heimsmet f fyrstu tilraun sinni í úrslita- keppninni f fyrrakvöld og kastaði þá 94,58 metra. Áttu fæstir von á þessum sigri hans, þar sem bezti árangur hans í spjótkasti f ár var 91,38 metrar, eða röskum þremur metrum slakari árangur en Finn- inn Seppo Hovinen hafði náð. Þá hefur Nemeth aldrei náð að verðæ framar en f þriðja sæti á þeim stórmótum sem hann hefur keppt f. — Mér fannst spjótið þjóta eins og leiftur frá handleggnum á mér, sagði Nemeth eftir keppnina f fyrrakvöld, og voru það vissu- fega orð að sönnu, þar sem kast hans var í senn gffurlega fallegt og tæknifega fullkomið. Byrjuðu áhorfendur þegar að fagna heims- meti þegar spjótið var á miðri leið, svo augfjóst var að þarna var um risakast að ræða. VONBRIGÐIN ERU EKKI BARA ÍSLENZK ÞAÐ eru ekki bara Islendingar sem verða fyrir miklum von- brigðum á Ólympíuleikunum í Montreal. Eins og jafnan á slíkri íþróttahátíð býður hver dagur upp á grát og gleði, en víst er að menn hafa gert sér mismunandi vonir og því verða vonbrigðin mismunandi sár, þegar þær bregðast. Hingað til hefur Svíum ekki vegnað alltof vef á leikunum í Montreal. Þeirra stærsta gull- von er í 300 metra hindrunar- hlaupi og eftir að kapparnir tveir, Ricky Bruch og Kjell Isaksson, brugðust í kringlu- kasti og stangarstökki verða Svíar að setja allt sitt traust á GSrderud, sem reyndar er heimsmethafi í hindrunar- hlaupinu. Það er þó ekki nóg að eiga heimsmet, það hefur sýnt sig á Ólympíuleikunum í Montreal. Viðbrögð manna eru mjög mismunandi við sigri og tapi. Sennilega hefur enginn sigur- vegari orðið glaðari á leikunum til þessa en hinn lágvaxni Dani- el Bautista frá Mexikó sem sigr- aði í 20 kílómetra göngunni, en hann var bókstaflega viti sínu fjær langan tíma eftir að hon- um varð ljóst að gullið myndi vera hanns. Hann lagðist á jörð- ina og kyssti hana, faðmaði hvern sem á vegi hans varð, og andlitið ljómaði. — eg ól alltaf með mér þá von að géta orðið hnefaleikamaður, sagði hann, — en það er nú svona, fæturnir á mér hafa alltaf verið sterkari en handleggirnir. Og vonsviknasti keppandinn til þessa? Um það er auðvitað erfitt að segja, en það kemur mönnum óneitanlega nokkuð spánskt fyrir sjónir þegar vöðvafjöll gráta eins og börn þegar þeir tapa. Það gerði sænski kraftajötunninn Richy Bruch eftir að honum mis- heppnaðist að komast I úrslitin í kringlukastinu, og hann hafði meira að segja enga tilburði til þess að leyna gráti sínum. Til þess að komast i úrslita- keppnina þurfti Bruch að kasta 60,00 metra. I upphituninni flaug kringlan vel yfir það mark, en þegar út í keppnina sjálfa kom kastaði Bruch lengst 58,06 metra. 10 metrum og 34 sentimetrum styttra en Evrópu- met hans er. — Það var furðulegt að sjá Bruch kasta svona illa, sagði heimsmethafinn og Ólympíu- sigurvegarinn í þessari grein, Mac Wilkins frá Bandaríkjun- um, þegar ljóst var orðið að Bruch kæmist ekki áfram og hann gekk skælandi burtu. — Ég þekki Bruch frá því í fyrra, sagði Wilkins, — þá bjó ég hjá honum í Svíþjóð, og ég veit að hann gerði sér grein fyrir því að þessir leikar voru hans síð- asta tækifæri. Mér datt ekki annað í hug en að hann kastaði 60 metra, hann virtist svo af- slappaður fyrir keppnina. Bruch ákvað á síðustu stundu að fara til Montreal. Hann hafði ekki talið sig nógu góðan til þess að keppa á leikunum,. en tveimur dögum fyrir kringln- kastskeppnina á leikunum kast- aði hann. 66 metra á móti í Svíþjóð, og þar með var Bruch lagður af stað til Montreal. Þá var hann I góðu skapi og fullur bjartsýni, en það var niðurbrot- inn Richy Bruch sem yfirgaf Montrealborg strax daginn eft- ir að keppninni lauk og hélt rakleiðis heim til Svíþjóðar, án þess að hafa kringluna með- ferðis. sem þó hefur veriðdygg- ur förunautur hans í rösklega tíu ár. Á þeim Ólympíuleikum sem haldnir hafa verið á tveimur síðustu áratugum hefur spurn- ingin um hvort.ekki sé komið út fyrir tilgang leikanna oftsinnis skotið upp kollinum. — Menn segja að leikarnir hafi ekki hið sama seiðmagn og á árum áður, Sænska vöðvafjallið Richy Bruch gengur skælandi af hólmi. til þess sé þjóðarmetnaðurinn og vélmennaframleiðsla stór- þjóðanna orðin of mikil. En hvað sem slíku líður, þá er víst að leikarnir í Montreal hafa til þessa, og eiga vafalaust eftir að gera, verið vettvangur mjög óvæntra úrslita — þar sem keppendur smáþjóðanna hafa skotið „vélmennunum" ræki- lega ref fyrir rass. Nægir þar að benda á úrslitin i 20 km göngu, 100, 200 og 800 metra hlaupum, svo eitthvað sé nefnt. En þegar betur er að gætt, kemur í Ijós að umræddir sigurvegarar hafa búið við nákvæmlega sömu að- stöðu og keppendur stórþjóð- anna. Því virðist spurningin fremur vera sú á hvað smáþjóð- irnar leggja áherzlu við undir- búning íþróttafólks síns fyrir Ólympíuleika. Hérlendis hefur ekkert verið gert til þess að hjálpa því íþróttafólki sem mögulega gæti náð langt á Ólympíuleikunum, og því er ekki von til þess að við eign- umst menn sem standa í fremstu röð. stjl. Bandar íkjamaðurinn afgreiddi Gísla á 22 sek. Frá Ágústi I. Jónssyni fréttamanni iVIbl. í Montreal. Aðeins einn tslendingur tók þátt I Ólympfukeppninni í Montreal I gær og stóðkeppni hans Ifka stutt. Það var Gfsli Þor- steinsson sem keppti í léttþunga- vigt í júdó og var mótherji hans Bandarfkjamaðurinn Tommy Martin. Fyrirfram gerðu Islend- ingar sér góðar vonir um að Gfsla tækjist að leggja Bandaríkja- manninn, sem álitinn var fremur slakur júdómaður, en eins og kunnugt er þá er Gísii Þorsteins- son Norðurlandameistari í þess- um þyngdarflokki. En þarna fór á annan veg. Bandaríkjamaðurinn náði strax góðu taki á Gfsla, sveiflaði honum í gólfið, og eftir aðeins 22 sekúnd- ur var leikurinn búinn. Enn einu sinni hafði Islendingur farið illa út úr viðureign sinni á þessum Ólympfuleikum. Möguleiki er á því að Gisli komi aftur inn í keppnina, en hann er ákaflega langsóttur — sá að ef Tommy Martin verður Ölympiu- meistari i þessum þyngdarflokki þá munu þeir sem hafa tapað fyr- ir honum i keppninni keppa sín á milli um bronsverðlaunin. En þótt Martin ætti auðvelt með aö leggja Gisla þykir óliklegt að hann komist mikið lengra, þar sem margir fræknir garpar frá Evrópulöndum og Japan eru keppendur í þessum þvngdar- flokki. STANG ARSTÖKK Tadeusz Slusarski, Póllandi 5,50 Antti Kalliomaki, Finnlandi 5,50 David Hoberts, Bandar. 5,50 Patrick Abada, Frakkl. 5.45 Wojciech Buciarski, Póllandi 5,45 Earl Bell, Bandar. 5,45 J. Michel Bellot, Frakkl. 5.40 ItsuoTakanezawa, Japan 5,40 Guenther Lohre, V-Þýzkal. 5,35 Yuri Prohorenko, Sovétr. 5,25 Wladysla Kozakiewicz, Póllandi 5,25 Donald Baird, Ástralfu 5,25 Vladimir Kishkun, Sovétr. 5,20 Terry Porter, Bandar. 5,20 Tapani Haapakoski, Finnlandi 5,20 Brian Hooper, Bretlandi 5,00 Francois Tracanelli, Frakklandi, Kjell Isaksson, Svfþjóð, Roberto More, Kúbu og Bruce Simpson, Kanada komust einnig í úrslitin, en felldu þá byrjunarhæó sfna. 10:000 METHA HLAUP: Lasse Viren, Finnlandi 27:40,38 Carlos Sousa Lopes, Portúgal 27:45,17 Brendan F'oster, Bretlandi 27:54,92 Anthony Simmons, Bretlandi 27:56,26 Ilie F'loroiu, Kúmenfu 27:59,93 Mariano Harocisneros, Spáni 28:00,28 Mark Smet, Belgfu 28:02,80 Bernard Ford, Bretlandi 28:17,78 Jean-Pal Gomez, Frakklandi 28:24,07 Jos Hermes, Hollandi 28:25,04 Karel Lismont, Belgfu 28:26,48 Christopher Wardlaw, Astralfu 28:29,91 Garry Björklund, Bandar. 28:38,08 David Fitzsimons, Ástralfu 29:17,74 Tveir þeirra er höfðu unnið sér rétt til þátttöku f úrslítahiaupinu urðu að hætta f því, þeir Knut Borö, Noregi og Emiel Puttemans frá Belgfu. 800 METRA HLAUP KVENNA: Tatíana Kazankina, Sovétr. 1:54,94 NikolinaChtereva, Búlgarfu 1:55,42 Elfi Zinn. A-Þýzkal. 1:55,60 Anita Weiss, A-Þýzkal. 1:55,74 Svetlana Styrkina, Sovétr. 1:56,44 Svetla Zlateva, Búlgarfu 1:57,21 Doris Gluth, A-Þýzkal. 1:58,99 Mariana Suman, Rúmenfu 2:02,21 FIMMTARÞRAUT KVENNA: Siegrun Siegl, A-Þýzkal. 4745 Christine Laser, A-Þýzkal. 4745 Burglinde Pollack, A-Þýzkal. 4740 Liudmila Popvskaya, Soyt'tr. 4700 Nadejda Tkachenko Sovétr. 4669 Diane Jones, Kanada 4582 Jane Frederick, Bandar. 4566 Margit Papp, Ungverjal. 4535 Penka Sokolova, Búlgarfu 4394 Margot Eppinger, V-Þýzkal. 4352 Djurdja Focic, Júgóslavfu 4314 Susan Longden, Bretlandi 4276 Gale Fitzgerald, Bandar. 4263 Tatyana Vorohobko, Sovétr. 4245 Andrea Bruce, Jamaica 4198 Ilona Bruzsenyak, Ungverjal. 4193 Marilyn King, Bandar. 4165 MiriamaTuisorisori, Fiji-evjum 3827 Ana M. Desevici, Uruguay 3628 Edith Noedíng, Perú 2415 LYFTINGAR — ÞUNGA VIGT Valentin Khristov, Búlgarfu (175,0—225,0) 400.0 Yuri Zaitsev, Sovétr. (165,0—220,0) 385.0 Krastio Semerdjiev, Búlgar. (170,0—215,0) 385,0 Taduesz Rutkowski, Póll. 377,5 MarkCameron. Bandar. 375,0 PierreGourrier, Frakkl. 372,5 Jurgen Ciezki, A-Þýzkal. 365.0 Javier Conzalez, Kúbu 365,0 Leíf Nilsson, Svfþjóð 365.0 Rudolf Strejcek, Tékkóslv. 362,5 SÍDUSTU FRÉTTIR 1 GÆR var gert hlé á frjálsíþróttakeppninni I Montreal, en hún hefst slðan að nýju I dag og verður þá einn tslendingur meðal keppenda.. Er það Lilja Guðmundsdóttir sem tekur þátt I undankeppninni I 1500 metra hlaupi, og standa vonir til þess að henni takist þar að bæta Islandsmet sitt, sem hún gerði í 800 metra hlaupinu á dögunum. Annar Islendingur keppir I dag: Viðar Guðjohnsen sem keppir f millivigtarflokki I júdó og er andstæðingur hans Spánverji. Er talið að Viðar eigi nokkra möguleika gegn honum. I gær var keppt til úrslita I mörgum greinum siglinga, og bar það helzt til tfðinda að Dani hreppti gullverðlaun — þau fyrstu sem Danir fá á þessum leikum. Þá var keppt til úrslita í nokkrum greinum skvlminga, svo og I hestamennsku. 1 gær lauk einnig keppninni I körfuknattleik, og léku Bandarfkjamenn og Júgóslavar tii úrslita um Óiympfumeistaratitilinn I karlaflokki. Þeirri viðureign var ekki lokið er Morgunhlaðið fór í prentun í nótt. Leik Sovétmanna og Kanadamanna uni bronsverðlaunin var hins vegar lokið og sigruðu Sovétmenn næsta örugglega f þeim leik með 100 stigum gegn 72 eftir að staðan hafði verið 49—38 þeim í vil í hálfleik. Þá lauk einnig keppni í sundknattleik í gær og urðu Ungverjar Ólympfumeistarar. Italir urðu f öðru sæti og Hollendingar hrepptu bronsverðlaunin. Ungverjar sýndu mikið ör.vggi f keppninni og töpuðu aðeins af einu stigi. 1 körfuknattleik kvenna urðu svo sovézku stúlkurnar Ólympfumeistarar, og unnu þa'r alla leiki sfna — sfðast Japana með 98 stigum gegn 75. Bandarfsku stúlkurnar fengu silfurverðlaun, en þær töpuðu aðeins fyrir þeim sovézku, og Búlgarfa varð svo í þriðja sæti. I fjórða sæti varð Tékkósióvakía, en síðan komu Japan og Kanada.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.