Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JULÍ 1976 Kafbáturinn ,.U 26 legst upp að „Löngulínu“. Geysilegur mann fjöldi var samanKominn á bryggjunni til að taka á móti kafbátn um, eins og sjest á myndinni. Pvre^ *» þýzku kafbátanna 24. júlí segir Mbl.: „Um leið og bátarnir lögðu frá landi stóð Friedeburg, stjórnandi kafbátanna, uppi í turni kaf- bátsins U 27. Mælti hann nokkur orð til mannfjöldans á bryggj- unni. Hann þakkaði vingjarn- legar móttökur og baó konungs- ríkinu tslandi allra heilla í fram- tíðinni. Skipverjar stóðu á þiljum og hrópuðu húrra fyrir íslandi og íslendingum." Rúmum tveimur mánuðum síðar hófst síðari heimsstyrjöldin og kafbátarnir sem komu til Íslands urðu ekki langlífir. Þegar kaf bá ta r komuí fyrsta skipti til íslands KAFBÁTAR komu ( fyrsta skipti f heimsókn til islands sumarið 1939. Þeir voru þýzkir og yfirmað- ur þeirra von Friedeburg. Allt bendir til þess að hann hafi verið sami maðurinn og undirritaði uppgjöf Þjóðverja á Liineborgar- heiði f lok heimsstyrjaldarinnar. Þetta rifjaðist upp þegr Þjóð- viljinn birti f vor mynd með svo- hljóðandi texta: „Hermann Jónasson forsætisráðherra f heimsókn um borð f U-26. Hér sést hann á tali við Friedeburg kafbátaforingja." Mvndina tók Skafti Guðjónsson bókbindari og textinn var úr myndabók hans að sögn Guðjóns Friðrikssonar sem sfðan hefur birt margar myndir úr bókinni. Myndin er birt hér með góðfús- legu leyfi hans. Kafbátaheimsóknin vakti gffur- lega athygli á sfnum tfma eins og frásagnir Morgunblaðsins af henni gefa til kynna, en nú virð- ist hún flestum gleymd. Að minnsta kosti virðist enginn muna eftir Friedeburg. En sam- kvæmt upplýsingum sem Mbl, hefur aflað sér í Bonn er mjög ifklegt að hann og þýzki flotafor- inginn sem undirritaði uppgjöf- ina 1945 hafi verið einn og safni maðurinn. Að minnsta kosti er aðeins einn von Friedeburg á skrá um þýzka sjóliðsforingja frá þessum árum samkvæmt heimild- unum í Bonn. Kafbátarnir voru tveir — U-26 og U-27 — og höfðu viðdvöl í Reykjavik dagana 22. til 24. júli. Hingað komu þeír að loknum æfingum (í þýzkum heimildum segir einmitt frá kafbáta æfing- um á Eystrasalti í júlí 1939) og rikisstjórnin fékk tilkynningu um komu bátanna. I fréttum um heimsóknina segir að geysilegur mannfjöldi hafi verið samankom- inn til að taka á móti kafbátunum. „Þóttí bregða til nokkurrar nýlundu, þvi að allan daginn var fjöldi manns niður á Löngulinu að skoða bátana," segir Morgun- blaðið og heldur áfram.: „Um borð fengu þó ekki að koma nema fáir útvaldir. Verður ekki hægt að bjóða almenningi að skoða bátana vegna þrengsla um borð og svo er þar ýmislegt sem ekki má fyrir almenningssjónir koma. Ekki komust blaðamenn, sem sátu boð skipherrans von Friede- burg sjóliðsforingja, lengra en i klefa yfirmannanna. Þar sátu þeir yfir glasi af ágætum þýzkum bjór meðan skipherrann skýrði frá tilganginum með Norður- atlantshafssiglingu kafbátanna og nokkrum undrum kafbáta al- mennt. Vélarúmið eða hjarta bát- anna var þeim ekki sýnt.“ „Það reynir á þolrifin að vera í kafbát," sagði von Friedeburg samkvæmt frásögn Morgunblaðs- ins. „Auk hættunnar, sem alltaf vofir yfir, eins og slysin, sem orð- ið hafa undanfarið I flotum all- margra þjóða sýna, reynir mjög á sjóliðana vegna hins þunga andrúmslofts, þrengsla í bátnum og ölduhreyfingarinnar, sem er mikil, þegar bátarnir eru í lögun að neðanverðu eins og tunnur. Langferðir eru þess vegna mikil- vægar til^þess að venja sjóliðana við. Ferð okkar hingað norður í höf er farin í þessum tilgangi og til þess að prófa vélar bátanna." „Við lögðum af stað frá Wilhelmshaven 12 þ.m. og fórum meðfram vesturströnd Noregs og til Jan Mayen og sigldum um- hverfis hana. Síðan tókum við stefnu á ísland. Á þriðjudaginn hittum við þýzku skipin Mil- waukee og Steuben, sem voru að koma frá Reykjavík. Á fimmtu- daginn (20. júlí) urðu hafísjakar og rekís á vegi okkar nokkra klst, siglingu norður af norðurströnd Islands. Við sigldum meðfram Norðurlandi og vesturströndinni og komum hingað rétt fyrir hádegi I dag.“ Von Friedeburg var bæði yfir- maður leiðangursins og stærri kafbátsins. U 26, sem var einn af stærstu kafbátum Þjóðverja, 712 smálestir og smiðaður 1936. U 27 var yngri og 500 smálestir sam- kvæmt frásögn Mbl. Áhöfnin á stærri bátnum var skipuð 42 mönnum en á minni bátnum var 40 manna áhöfn. Þýzku sjóliðarnir fóru meðal annars að Gullfossi og Geysi og til Þingvalla á vegum þýzka aðal- ræðismannsins. Um brottför Cajus Bekker segir frá þvi í bók sinni um sjóhernað Hitlers að Sunderland-flugbátur og korvett- an Gladiolus hafi sökkt U-26 seint í júni 1940. Hann hafði áður tekið þátt I innrásinni i Noreg sam- kvæmt öðrum heimildum og var sendur ásamt tveimur öðrum kaf- bátum til Narvíkur með létt vopn, skotfæri í loftvarnabyssu og aðrar birgðir. Heinz Schringer var yfir- maður bátsins þegar honum var sökkt, en fyrirrennari hans var Ewerth sjóliðsforingi. U-27 var sökkt strax i október 1939 og áhöfnin undir forystu Johannes Franz sjóliðsforingja var tekin til fanga. Tundurskeyta- bilun olli þvi að bátnum var sökkt, en slikar bilanir voru al- gengar hjá þýzkum kafbátum í byrjun stríðsins og háði þeim tals- vert. Kafbátarnir urðu auðveld bráð þegar árásir þeirra á kaup- skip og herskip fóru út um þúfur vegna slíkra bilana. Af þessum sökum tókst þeim til dæmis ekki að sökkva Ark Royal í september 1939 og Nelsen í lok nóvember 1939. Karl Dönitz aðmlráll, yfirmaður þýzka kafbátaflotans, minnist ekki á heimsókn þýzku kafbát- anna til íslands íæviminningum sínum. Hins vegar segir hann að kafbátaæfingar Þjóðverja 1938—39 hafi sannfært Frieden- burg um „hina gífurlega miklu þýðingu kafbáta fyrir Þýzkaland" og ekki verður annað séð en að hann og yfirmaður kafbátanna sem komu til íslands hafi verið einn og sami maðurinn. Dönitz fer lofsamlegum orðum um þennan nána samstarfsmann sinn. Hann segir að hann hafi verið „mjög fær yfirmaður, gædd- ur sérstökum skipulagsgáfum og undraverðu starfsþreki“ og reynzt „trúr vinur og tryggur undirmaður." Hans Georg von Friedeburg var fæddur 15. júlí 1895, og varð und- irmaður Dönitz 1938. Skömmu eftir að heimsstyrjöldin brauzt út

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.